Dagur - 11.05.1990, Page 9
Föstudagur 11. maí 1990 - DAGUR - 9
- segir Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga
„Á svæði Skógræktarfélags
Eyfirðinga er að mínu mati
hvergi svo rýrt land að ekki sé
hægt að bæta umhverfið með
skógrækt. Þetta er eitt af
markmiðum félagsins og við
bjóðum upp á samstarf við
sveitarfélögin á svæðinu á
þessu sviði. Reynsla okkar er
dýrmæt og við erum alltaf til-
búin að miðla af henni,“ segir
Hallgrímur Indriðason, sem
verið hefur framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Eyfirðinga
frá árinu 1976.
„Snemma í starfi Skógræktar-
félags Eyfirðinga var farið að
'huga að því hvernig félagið gæti
sinnt best markmiðum sínum,
m.a. annars því markmiði að
útvega fólki trjáplöntur til rækt-
unar. Þá var ráðist í að stofna
gróðrarstöð sem valinn var stað-
ur á Kjarnanýræktinni við Akur-
eyri og þar sáð í fyrsta skipti árið
1947. Þetta var frumstætt til að
byrja með en við þessar aðstæður
tókst hins vegar að framleiða
mikið af plöntum. Eftir að ég tók
við framkvæmdastjórn árið 1976
hófum við uppbyggingu í uppeld-
isstöðinni í Kjarnaskógi og sú
uppbygging hefur miðað að því
að gera uppeldið öruggara en
áður þannig að nú stjórnum við
vaxtarþáttum plantna í uppeld-
inu meira sjáíf. Árangurinn af
þessari tækniframför sést best á
því að nú tekur það okkur eitt ár
að framleiða plöntu sem áður tók
4-5 ár,“ segir Hallgrímur um
uppeldisstöð Skógræktarfélags
Eyfirðinga í Kjarnaskógi við
Akureyri sem segja má að sé
miðpunkturinn í starfi félagsins.
Óhætt er að segja að Skóg-
ræktarfélag Eyfirðinga sé orðið
að stóru fyrirtæki. Fastráðnir
starfsmenn eru þrír en á álags-
tímum yfir sumarið hefur félagið
um 50 manns í vinnu. Gróður-
setningar hjá félaginu eru á bilinu
100-200.000 plöntur á ári en
helstu skógræktarsvæði félagsins
eru nú, að sögn Hallgríms,
Laugaland á Þelamörk, útvistar-
svæðin í nágrenni Akureyrar,
Leyningshólar, Miðhálsstaðir og
Vaðlareitur.
„Segja má að kaflaskipti hafi
orðið í starfseminni þegar Akur-
eyrarbær og Skógræktarfélagið
gengu til samstarfs um rekstur
Runnakynning fyrir almenning í Kjarnaskógi vorið 1984.
Gppeldisstöðin í Kjarnaskógi. Þar eru nú framleiddar 500.000 plöntur
árlega.
Tekjur félagsins eru að megin-'
hluta til sala á plöntum úr upp-
eldisstöðinni í Kjarnaskógi. Þess-
ar plöntur eru seldar til almenn-
ings, sveitarfélaga og ríkis. Hall-
grímur segir að plöntusalan skili
félaginu um 10 milljónum króna
á ári í tekjur og þær skiptast jafnt
af sölu skógar- og garðplantna.
Sala á jólatrjám skilar félaginu
líka verulegum tekjum en þessi
tré eru að hluta til grisjun í trjá-
reitum félagsins í héraðinu en í
heild hefur félagið umsjón með
13 skógræktarsvæðum í sýslunni.
Þriðji þátturinn í tekjum Skóg-
ræktarfélagsins eru ýmis framlög
frá sjóðum og sveitarfélögum en í
stað styrkja hefur félagið lagt
fram vinnu við útplantanir í sveit-
arfélögunum.
Grisjun í Kjarna 1982.
árin, svo hratt að engan veginn
hefur tekist að anna eftirspurn.
Þetta atriði segir sína sögu um
vaxandi áhuga landsmanna á
skógrækt og vegna þessa áhuga
verður áfram haldið á sömu braut
í uppbyggingunni í Kjarnaskógi.
„Við byggjum upp til að auka
frantleiðsluna og bæta hana
jafnframt. Ég sé því ekki fyrir
mér að við stöðvum uppbygging-
una í bráð. Eftirspurnin er næg,
ekki síst vegna þess skógrækt-
arátaks sent stendur fyrir dyrunt
og þeirrar umræðu sem í gangi er
í kringunt það og ekki síöur
vegna þess að verk frumkvöðl-
anna í skógræktarmálum hér á
svæðinu eru orðin að fallegunt og
eftirsóttum útivistarsvæðum í
héraðinu, t.d. Vaðlareitur. Þess-
ara afreka frumkvöðlanna er fólk
farið að njóta í vaxandi mæli.“
Drautnar skógræktarmanna í
Eyjafirði eru margir. Hallgrímur
segir meginmarkmiðið að ná
stórum samfelldum svæðum und-
ir skógrækt og ekki síður að hirða
vel um þau 13 svæði sent félagið
hefur þegar umsjón nteð.
„Þegar við tölum unt að ná
stórum landsvæðum undir skóg-
rækt þá horfunt við sérstaklega til
inndala Eyjafjarðar, aðallegá
svæðisins kringum Melgerðis-
mela. Laugaland á Þelamörk
erum við líka nteð og það svæði
hentar vel til skógræktar. Því
sjáum við þar fyrir okkur mjög
ræktarlegan skóg í framtíðinni,"
segir Hallgrímur. JÓH
Framleiðsla á plöntum í stöð-
inni í Kjarnaskógi er um 500.000
plöntur á ári en röskur helmingur
af þessum plöntum eru skógrækt-
Hallgrímur Indriöason, núverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélagins, í
Kjarna áriö 1970.
Hallgrímur Indriðason í uppeldisstöðinni í Kjarnaskógi.
útivistarsvæðis í Kjarnaskógi árið
1972. Þá hafði Skógræktarfélag
Akureyrar plantað nálægt einni
milljón plantna á svæðið á
undangengnum 20 árum og bæjar-
búar sóttu mjög á þetta svæði.
Með þessunt samningi kom bær-
inn sem virkari aðili inn í mótun
útivistarsvæðisins og í skógrækt-
arstarfið en tvisvar sinnunt frá
gerð þessa samnings hefur þetta
svæði verið stækkað. í dag er ver-
ið að vinna að umfangsmikilli
stækkun, þ.e. girðingu úr suð-
vesturhluta Kjarna og vestur í
Glerá þannig að frá og með næsta
hausti verði allur Súluhálsinn
friðaður. Þetta er um 1000 ha.
land sem skapar félaginu mikil
verkefni á komandi árunt og ára-
tugum,“ segir Hallgrímur.
arplöntur en um 100.000 eru
skjólbeltaplöntur og afgangurinn
garðplöntur. Félagið selur plönt-
ur vítt um landið og hefur plöntu-
salan vaxið mjög hratt síðustu
„Hvergi svo rýrt á Ejjafjarðarsvæðinu að
ekki megi bæta umhverfið með skógrækt"