Dagur - 11.05.1990, Side 11
Föstudagur 11. maí 1990 - DAGUR - 11
Súrmjólk
Óttimi fyrst - Uppgjöfin bíður færis
Méb kiwi
MjólkursamlagJ&
Sauðárkróki • Sími 95-35200
Árið 1942 kom út mikil bók sem
bar nafnið íslensk menning og
var send vítt um landið til áskrif-
enda sinna. Útgefandinn var hið
ekki garnla en mjög fagnaðarríka
fyrirtæki, Mál og menning, sem
vaxið hafði upp af miklum hraða
þetta ár.
Petta menningarfyrirbæri og
mikla útgáfufélag þróaðist hratt
og sterklega til sósíalskra áhrifa
og áróðurs með Tímariti sínu,
sem fljótlega varð drjúgur hluti
útgáfunnar að magni til. Manni
verður margt ljósara þar um eftir
að hafa lesið langa ritgerð í bók
og merkilega, sem Sigurður
Hróarsson ritaði: „Eina jörð veit
ég eystra. Halldór Laxness og
Sovétríkin.“ Verður ekki rætt
meira um að sinni en rumskar
með vissum hætti við manni, ef
þess hefði þá þurft til.
Sigurður Nordal ritaði þessa
miklu bók, íslensk menning, sem
var í stóru broti, nærri eins og
tímaritið „Heima er best“, nærri
þrjú hundruð og sextíu blaðsíð-
ur. Heitið var þremur bókum af
líkri stærð undir þessu nafni, en
hafa aldrei séð dagsins ljós nema
þetta eina rit, að minnsta kosti
ekki til áskrifenda.
Á annarri prentsíðu bókarinn-
ar stóð: „Spakmælið segir, að sá
er enginn allheimskur, sem þegja
kann. Og satt er það, að rithöf-
undi er engu ónauðsynlegra að
kunna að þegja en segja, þó að
hann yrði ekki rithöfundur, ef
hann byndist allra orða.“ Mættu
margir til sín taka. En þó kemur
stundum nytjagróður á endanum
upp úr arfatúni.
Mér er tjáð að önnur bók, eins
konar afmælisrit, að líku umfangi
og íslensk menning, skuli útgefin
á komandi vordögum og geti ein-
takafjöldi hennar numið eftir
atfylgi meiri hluta máski íbúatölu
þessarar þjóðar og ekki þó fyrir-
heit um framhald.
Hér er um að ræða það tvennt
sem hverjum mætti verða og
þykja vænst um með minnstum
fyrirgangi en um leið sársauka-
mest ef í nokkru yrði misgert:
Hinn óvenjulegi og ástsæli forseti
vor, Vigdís Finnbogadótlir, og
æskufólk íslands og lífsproti
þjóðarinnar. Skal hér ekki frekar
um rætt, enda kotbóndi einn
meðal stórbænda í menningar-
búskap víðáttunnar þar sem allt
kemur þó til álita sem gert er eða
hvernig gert er. Menntamenn
verða að búa við slíkt, hvað þá
gamalt fólk, enn orðið áskrifend-
ur að bók sem fer vel í hillu við
hlið íslenskrar menningar
Sigurðar Nordals og kann að
valda nýjum gróðurblettum um
auðnir Islands og máski mest um
vert ef glæddi þann neista sem
mest er nú óttast um í hraða
óvissunnar, þjóðrækniskenndina
sjálfa. Færi ekki ólíklega að frú
Vigdís, með öll sín íslands börn,
kæmi þar við sögu ef frið fengi til
þar sem er kvika lífs og lands.
Kulda slær að manni við að
hlýða á umræðuna um fólk eða
ekki fólk. Menn ræða léttir í máli
um jafnræði flutninga fólks úr
landi sínu ef nýjar fæðingar
barna að tölu til fylla í skörð
heimalandsins og margir láta sig
litlu varða hvar menn velja sér
staðfestu í byggð, heima eða
erlendis. Pá þykir mörgum víst
það litlu skipta, séu nægar þjón-
ustustöðvar til að annast um
ferðafólk og þess þarfir. Heyrst
hefir að íslendingar eyði gjald-
eyri í sínum útlandaferðum
helmingi meiri en erlendir koma
með til sinnar dvalar á íslandi.
Þeir kalla það Húsgull, ná-
grannar mínir á Húsavík, þau
menningarsamtök sem stofnað
hafa til umhverfisverndar og
gróðurs og lofsvert nú á þeim
tíma sérhyggju sem varla má við
bæta. Þessi samtök munu hafa
staðið fyrir ráðstefnu þar hinn 17.
mars nýliðinn og hefir frést þrátt
fyrir snjófargið sem ýmsir sjá
naumast upp úr en eiga samt von
á vori.
Orð eru gjarnan til afreka ef
vel tekst til og þó orð hafi síst
skort á tímum forsjármanna og
þarna væru flutt tólf ávörp eða
erindi og umræður sem á eftir
fóru séu af blaðamanni kallaðar
„panelumræður", ef ekki er þá
ein prentvillan enn, hafa farið
fram miklar viðræður utan sam-
komuhússins um hlutafjársöfnun
til að reka verslun. Fundist hefur,
ekki tugur heldur tugir milljóna,
af lausu fé sem menn vilja leggja
í samkeppnisverslun á meðan þó
er verið að endurgera gamla
Kaupfélagið hinurn megin við
götuna. Svo óendanlega margar
leiðir finnast nú til verndar hags-
munurn sínum svo lengi sem þau
töluðu orð streyma fram og það
eilíffagra orð berst í eyra,
Húsgull, sem ég ekki finn þó í
orðabókinni en sé þar aftur á
móti „húsguð, guð sem er yernd-
ari ákveðins húss“.
I vitund minni var húsgullið
alltaf barnið í bænum þar sem er
grunnurinn að öllu hinu, líka
þeim tólf ráðstefnuræðum sem
einhvern tfmann og einhvers
staðar verða máski haldnar. Það
var það húsgull sem ritstjóri Vík-
urblaðsins var að ræða um á
dögunum og hann óttaðist um.
Ef til vill verður einn kafli um
það í stóru afmælisbókinni þar
sem fræðin og listin munu ekki
gleymast. Það leitar á hugann,
þar sem hin prúða Húsavík býður
til samkvæmis og hótelið brosir
við skíðabrekkunni og veislugest-
unum, eftir því sem þrátuggðar
skýrslur herma um aftökur
ófæddra barna á þessu kalda
landi, með nokkrum hætti á veg-
um hinnar opinberu þjónustu
eins og reyndar gamalt fólk deyr
líka og máski raulandi: „Annað-
hvort. fæddist ég allt of snemma
ellegar dey of seint.“
Það er ekki fjarri að fólkstala
hinnar fögru Húsavíkur nemi
tölu þeirra barna sem óvelkomin
hverfa þjóðinni á fimm ára tíma-
bili hverju, án þess að verða fólk.
- Hvenær ætli þessum útafkeyrsl-
um linni? Og enn á að kjósa for-
ustumenn í vor fyrir sveitir og
kauptún og hið raunsanna „lista-
verk“ vordaganna sem menn
afreka.
Aldrei að segja aldrei segja
íþróttamennirnir eftir hrinuna
miklu. íþróttamennirnir sem eru
niættir á vellinum en komu í við-
töl til að spá: „Við erum áhlaupa-
menn, íslendingar. Okkur hentar
þessi tegund leiks.“ Þrír kaup-
staðir og ein höfuðborg vilja
byggja jafnmargar hallir til bolta-
leikja á íslandi en þó allar sama
heimsleikahúsið eins og væri í
jólakrossgátu. Þetta er nokkurs
konar minningahús um afreks-
menn sem voru og vel geta verið
lengi enn þó þeir fengju enga
blómvendi við komuna heim í
Keflavíkina, - þar sem móttöku-
nefnd tekur ekki með viðhöfn á
móti mönnum sem hafa tapað
orrustu en þó máski ekki stríðinu
en viðmælendurnir tapað bæði
oflátungshættinum og snobbinu
en ekki þó brosinu til langframa.
Sex ára snáðar sem ekki liafa
fæðst beint inn í keppnisliðið -
sem þó gerðist á dögununt í þrí-
gang fyrir sunnan - þeir taka
æfingar í að skalla fólk í magann
og grípa það hálstaki, sem þeir fá
tilsögn í nærri því frítt í sjónvarp-
inu.
Svo ríður mesta hviðan yfir og
Framhjóladrifinn 5 manna
fjölskyldubíll, fallegt útlit,
frábærir aksturseiginleikar,
spameytinn og á einstöku
verði.
Rúmgóður fjölskyldubíll með 1289 cc 63 hö
vél, 5 gíra, 5 dyra.
Verð kr. 469.900
C^&JŒ)ŒíQXj‘LS
Hér er hugsað fyrir öllu til ferðalaga
og flutninga, tvískipt niðurfellanlegt aftursæti 60/40 og framsætið er einnig hægt að
leggja alveg niður að aftursætum. Lúxus innrétting, þurrka á afturrúðu, þokuljós ofl.
Verð kr. 510.400
Jón Jónsson.
af því ekki er hægt að byggja
álver uppi á Tröllaskaga en fjær
ástarstjörnunni og varla á Gunn-
ólfsvíkurfjalli verður þriðji lík-
legi staðurinn góðbýli með mik-
inn framleiðslukvóta sem auðvelt
væri að flytja á milli sýsina.
Tilberi hét hann í þjóðtrúnni,
staðfestur og vottfestur vitnis-
burður frá galdra- og gerninga-
tíma, sárri niðurlægingu dóms-
valds og kennivalds, að varla er
segjandi frá brennuvörgum; og
þetta líka Snorra þjóð. Tilberinn
var gerður af mannsrifi úr
kumbli, vöfðu ullarflóka, og fór
óséður frá fóstri sínu um byggðir
og saug búpeningsafurðir klof-
vega yfir kýrhrygginn, hvarf síð-
an heim og spýtti afrakstri sínum
í strokkinn ellegar bakkann og
saug sig á lærspena fóstrunnar,
eltur af prestinum siðvanda og
kostaði sár og bana. Huggulegar
trúarhugmyndir við að búa í ljós-
lausum bæ og vonleysið gagnvart
eilífðar eldinum.
Og þjóðsagan endurfæðist eins
og stendur tii með slíkt. Enn er
tilberinn á ferð en hefir breytt um
form og fatnað en sýgur engu síð-
ur fast og skilar í ámuma miklu,
þaðan sem hin nýfrjálsa eyðslu-
þjóð deilir sælu og sút, og lottóin
ekki einu sinni tæk í orðabók, en
sukkið svellur yfir allar brautir
þar sem þjóðlífsleiðir eru þó lög-
bókum bundnar, hvar fáum end-
ist löng ævi til að brjóta þau boð-
in öll.
En vorið bíður lengst niðri í
snjónum og gleymir síst ætlunar-
verki jarðarinnar sem sólin vakir
yfir þrátt fyrir allt.
20. mars 1990,
Jón Jónsson
Fremstafelli.
Skálafell sf.
Draupnisgötu 4 • Sími 96-22255 • Akureyri
Opið frá kl 13-17
laugardag og sunnudag
í sýningarsal okkar