Dagur - 11.05.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 11.05.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 11. maí 1990 Skólaslit verða í gamla Barnaskólanum á Grenivík laugardaginn 12. maí kl. 17.00. Skólastjóri. LSJ" Hestamenn Akureyri - Eyjafiroi Hinn kunni reiðkennari Eyjólfur ísólfsson mun halda reiðnámskeið á Akureyri dagana frá 16.- 24. ma«. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu mæti til skráningar í Skeifuna miðvikud. 16. maí kl. 20.00. íþróttadeild Léttis. HOTEL KEA Laugardagskvöldið 12. maí HLjÓMSVEITIN GAUTAR frá Siglufirði leika fyrir dansi. ★ SUNNUDAGSVEISLA Á SÚLNABERGI SpergiIkálsúpa, reyktur grísakambur og/eða ofnsteikt lambalæri. Þú velur meðlætið, salatið og sósurnar og endar þetta á glæsilegu desserthlaðborði. Frítt fyrir börn 0-6 ára, V2 gjald fyrir 7-12 ára. Verð kr. 890.- Hótel KEA fyrir ve/ heppnaöa veislu tMinning Hartmann Hermaimsson Fæddur 21. júlí 1982 - Dáinn 2. maí 1990 Vísindastyrkir Atlantshafsbandalagsins 1990 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn til rannsókna eða námsdvalar við erlendar vísindastofnanir í aðildar- ríkjum Atlantshafsbandalagsins á einhverjum eftir- talinna sviða: Náttúruvísindum, líf- og læknisfræði, hug- og félagsvísindum og verkfræði. Umsóknum um styrki af fé þessu - “Nato Science Fellowships“ - skal komið til Vísindaráðs, Bárugötu 3, 101 Reykjavík fyrir 10. júní n.k. Þeim skulu fylgja staðfest afrit prófskírteina og meðmæla, svo og upp- lýsingar um starfsferil og ritverkaskrá. Umsóknareyðublöð fást hjá Vísindaráði, Bárugötu 3. Afgreiðslutími þar er kl. 10-12 og kl. 14-16 dag- lega. Þetta varð stutt vor. Hann kom til okkar í skólann s.l. haust, dálítill hnokki, með gáskafullt blik í augum og kank- víst bros. Við ætluðum að læra saman að vera til í dálítið óskiljanlegum heimi. Fyrst þurft- um við að læra hvor á hinn. Hann á gamla karlinn en ég á fjörkálf- inn. Þetta þótti okkur ekki óskemmtileg atvinna og fyrr en varði fannst okkur við búnir að slípa hvorn annan þannig að við gætum við unað. Þá fórum við að ástunda þau vísindi sem lög bjóða í skólum. Við skrifuðum, lásum og reikn- uðum og ekki síst reyndum við að vanda okkur að lifa svoleiðis að hentaði umhverfi okkar og viðteknum venjum. Honum fannst ég ekki sérlega námfús á þeim sviðum enda fannst honum eins og ég tæki litlum framförum og hann yrði sennilega að sætta sig við að hafa mig bara svona og fyrirgaf mér sérviskuna. Hann hins vegar efldist dag frá degi í leikreglunum sem einhverjir settu og eru ekki alltaf auðskildar ungum ákafamönnum. Sýndi hvernig hann gat sett eðlislægri glaðværð sinni og fjöri þau mörk sem hæfðu. Varð ljós í húsi. Fyrir gamla kennara er fátt meiri uppörvun en að sjá fram- farir nemenda sinna. Geta fylgst með hvernig árangurinn birtist, framfarirnar koma í ljós. Það er of sjaldgæfur munaður. Hart- mann var svoleiðis gleðigjafi í starfi mínu. Okkur fannst öllum Rafgeymar og hjólbarðar tiott 1rerð. 10% afsláttur næsta mánuð á rafgeymum. Verð: 107 a.h. kr. 8.662,50 133 a.h. kr. 10.296,- 70 a.h. kr. 4.940,10 Gúmmívinnslan hf. Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776 sem með honum störfuðum að gott væri að hafa svona nemanda sem sýndi okkur að við værum til einhvers nýt. Þannig gat þessi blessaði vinur minn gert mér auðveldara að vera til og var óspar á að láta mig finna það að ég gæti nú talsvert lfka ef ég legði mig fram. Nú er mér í sjálfu sér ekki gef- ið né kann ég að skrifa um söknuð, trega, hryggð eða eftir- sjá. Það sem snertir mig sárast. En þegar vorið verður svona stutt, hlýja vináttunnar svo skammæ, elskulegum dreng svo fárra daga auðið get ég ekki orða bundist á minn klaufalega hátt. Lengi enn mun fylgja mér í minningunni glettið augnaráð og bros vinar míns sem hjálpaði okkur að afbera veturinn og bar hlýju og glaðværð í skólann okk- ar og hjálpaði okkur að finna að til nokkurs er að vinna. Hann er nú á Guðs vegum. Blessuð sé minning hans. Við í Bröttuhlíðarskóla sendum öllum ástvinum Hartmanns Hermanns- sonar innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Kristinn G. Jóhannsson. tc Minning: uttonnur Berg Fæddur 6. mars 1918 - Dáinn 30. mars 1990 Ég ætla að skrifa nokkur kveðju- orð um Gutta eins og hann var alltaf kallaður. Kynni mín af Gutta eru þannig að hann var giftur ömmu minni Þórlaugu Baldvinsdóttur þar til yfir lauk. Gutti og amma bjuggu í Strand- götu 27. Gutti átti eina dóttur Elínu Berg Guttormsdóttur. Amma og Gutti höfðu mjög gam- an af að ferðast. Ferðalög voru líf og yndi Gutta. í hittiðfyrra fór ég og fjölskylda mín með ömmu og Gutta til Þýskalands. Sú ferð er ógleymanleg. Gutti er fæddur á Akureyri. Foreldrar Gutta voru Friðgeir H. Berg og Valgerður Guttormsdóttir. Gutti vann við ýmislegt. Síðustu árin sem hann vann starfaði hann í Atlabúðinni. Gutti hafði alla tíð gaman af knattspyrnu og er hann var yngri keppti hann með Knattspyrnufé- lagi Akureyrar og Þór. Guð geymir góðan mann. Friörik Kjartansson. Fjölbreytt útgáfustarfsemi á vegum Útflutningsráðs íslands: Tvö upplýsingarit um ísland skila árangrí Bæklingurinn Iceland - A Source of Quality sem gefinn er út af Útflutningsráði íslands í samvinnu við Iceland Revi- ew-útgáfuna er nú kominn út í annað sinn. Er hann sendur áskrifendum Iceland Review sem fylgirit tímaritsins en þar að auki dreifir Útflutningsráð 20 þúsund eintökum á sýning- um, við móttökur og íslands- kynningar erlendis. Þá er nýkomin út þriðja útgáfa bæklingsins Iceland - The Cutting Edge of Fisheries Technology. Bæklingum þess- um hefur verið dreift í öllum heimsálfum bæði af Útflutn- ingsráði og fyrirtækjunum sjálfum. Iceland - A Source of Quality hefur að geyma ýmsar almennar upplýsingar um Island og helstu atvinnugreinar landsmanna. Birt- ar eru helstu tölur um land og þjóð svo og um efnahags- og atvinnulíf. I kaflanum um atvinnulíf er greint frá fiskveið- um og fiskiðnaði, fiskirækt, land- búnaði, orkubúskap, iðnaði og íslandi sem ferðamannastað. Þá er greint frá framleiðsluvörum landsmanna í sérstökufn kafla og starfsemi Útflutningsráðs. Útgáfa bæklingsins er fjármögn- uð að mestu með auglýsingum frá fyrirtækjum ogstofnunum. Bækl- ingurinn er í stóru broti, 32 blað- síður og litprentaður. Iceland - The Cutting Edge of Fisheries Technology hefur kom- ið þrisvar út. Iðnlánasjóður styrkir útgáfuna en að öðru leyti standa auglýsingar undir fram- leiðslukostnaði. Bæklingurinn hefur að geyma upplýsingar um margs konar tæki og rekstrarvör- ur fyrir sjávarútveg og fiskiðnað. íslensk fyrirtæki í þessum grein- um kynna starfsemi sína. Birt er skrá yfir þann búnað sem tekinn er til meðferðar og skrá yfir fyrir- tækin sem framleiða hann. Bækl- ingurinn er 44 blaðsíður, litprent- aður og er gefinn út í 17 þúsund eintökum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.