Dagur - 11.05.1990, Page 16

Dagur - 11.05.1990, Page 16
Akureyri, föstudagur 11. maí 1990 Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Atvinnumálanefnd Húsavíkurbæjar: Boðar tíl fundar um kaup á togskipi Atvinnumálanefnd Húsavíkur- bæjar hefur boðað til almenns fundar um stofnun hlutafélags til kaupa á togskipi. Auk umræðu um málið verður á fundinum kosin undirbúnings- stjórn til að vinna að stofnun hlutafélgs er hafi það markmið að kaupa togskip til Húsavík- ur. Bæjarstjórn samþykkti 10. apríl sl. tiliögu sem Örn Jóhanns- son, bæjarfulltrúi, lagði fram um að stofnað yrði almenningshluta- félag til kaupa á togskipi, til að reyna að ráða bót á atvinnu- ástandi í bænum. Málinu var vís- að til atvinnumálanefndar og henni falið að vinna að framgangi þess. Fundurinn verður haldinn í fé- lagsheimilinu nk. sunnudag og hefst kl. 17, hann er öllum opinn og hvetur nefndin bæjarbúa til að mæta og sýna þessu nauðsynja- máli áhuga. IM Umferð hrossa og manna fer ekki alltaf saman, a.m.k. þótti starfsmönnum í fyrirtæki einu á Brekkunni á Akureyri nóg um umferðina og hrossaskítinn fyrir framan fyrirtækið og settu þá upp þessi skondnu tilmæli. Gárungarnir segja að hestamenn stoppi nú tíðum á reiðtúrum sínum við skiltið og reyni með mikium tilþrifum að útskýra tilmælin fyrir reiðfákunum. Mynd: kl Akureyri: Uppsveifla í bflasölu Þessa dagana er mikið að gera hjá bílasölum á Akureyri, enda er maí venjulega mesti sölumánuður ársins. Hjörlejfur Gíslason, bílasali í söludeild notaðra bifreiða hjá Höldur sf., segir að eftir að vegir til allra átta urðu greiðfærir eftir veturinn hafi margir utanbæjar- menn látið sjá sig á bílasölunni, og mikið sé að gera. Framboð af bílum er þó ekki meira en venju- lega. Vissar gerðir bíla vantar á sölurnar, einna helst algenga fólksbíla á verðinu fjögur hundr- uð til fimm hundruð þúsund krónur. Einar Gunnarsson hjá Bílasölu Norðurlands segir að útlit sé fyrir að mikið verði að gera í bílasölu í sumar. Lítið framboð er af eins til þriggja ára gömlum fólksbíl- um, en einna helst vantar bíla á verðinu frá þrjú til sex eða sjö hundruð þúsund krónur. Einnig er allmikil eftirspurn eftir jepp- um í dýrari verðflokkum. Mikið er að gera í sölu nýrra bíla hjá Bifreiðaverkstæði Sig- urðar Valdimarssonar. Sigurður segir að nýir bílar stoppi ekki hjá sér, og eftirspurnin sé meiri en þeir geti annað hjá Ingvari Helgasyni, sem hann er með söluumboð fyrir á Akureyri. „Það hefur mikið selst af nýjum bílum, en þyngra með notaða. Pappírspokaverksmiðjan Serkir hf. á Blönduósi: Þýðir ekkert að starfrækja Serki án viðskiptaaöiidar Kísiliðjunnar - segir Unnur Kristjánsdóttir, iðnráðgjafi á Norðurlandi vestra Um næstu mánaðamót tekur stjórn Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit fyrir erindi um aðild verksmiðjunnar að rekstri pappírspokaverksmiðj- unnar Serkja hf. á Blönduósi. Óskað hefur verið eftir að Kísiliðjan hf. leggi fram hluta- fé í reksturinn og kaupi pappírs- poka af Serkjum undir fram- leiðslu sína. „Ég leyfi mér að vera vongóð um að tekið verði jákvætt í þetta,“ sagði Unnur Kristjáns- dóttir, iðnráðgjafi á Norðurlandi vestra, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Serkja frá áramótum. Hún sagði að fengist hafi jákvæð svör um hlutafé og niðurfellingu skulda að því til- skildu að Kisiliðjan hf. komi inn í rekstur fyrirtækisins og kaupi pappírspoka af því, en sem stendur flytur hún inn poka frá Finnlandi. „Það þýðir ekkert að starf- rækja Serki áfram nema Kísiliðj- an verði viðskiptaaðili. Kísiliðjan myndi kaupa'jafn marga poka og við seljum í dag. Ef af þessu yrði myndi framleiðslan hér tvöfald- ast,“ sagði Unnur. „Við þurfum í sjálfu sér ekki mikla peninga. Það er fyrst og fremst mikilvægt fyrir okkur að ná stóraukinni sölu á framleiðsl- unni,“ bætti hún við. Að sögn Unnar hefur Jón Sig- urðsson, iðnaðarráðherra, beitt sér í þessu máli og stutt það að Kísiliðjan kaupi framleiðslu Serkja. Tií þess að framleiða þá poka sem Kísiliðjan notar þarf að breyta framleiðsluvélum Serkja lítilsháttar. Til þess þarf fyrirtæk- ið fjármagn, sem það hefur ekki sem stendur. Með auknu hlutafé inn í fyrirtækið segir Unnur það hins vegar opna leið. Sem stendur eru Fóðurblandan hf., KEA og Mjólkurfélag Reykjavíkur einna stærstu við- skiptaaðilar Serkja. óþh Nágrannar eiga gullbrúðkaup í dag Hjónin Frímann Guðmunds- son og Soffía Guðmundsdótt- ir, Eyrarvegi 27 á Akureyri, eiga gullbrúðkaup í dag, 11. maí. Þessum áfanga fagna einnig í dag nágrannar þeirra í Norðurgötu 42 á Akureyri, þau Magnús Stefánsson og Guðrún Mctúsalemsdóttir. „Þáð eru ekki mörg ár síðan við uppgötvuðum að við hefð- um gift okkur sama daginn," sögðu þau Frímann og Guðrún, þegar Dagur hitti hjónin að máli á heimili Frímanns og Soffíu í gær. Þau Magnús og Guðrún fluttu í íbúð sína að Norðurgötu 42 síðla árs 1946 en vorið eftir fluttu Frímann og Soffía í Eyr- arveg 27, sem er á horni Eyrar- vegs og Norðurgötu og stendur skáhallt á móti húsi Magnúsar og Guðrúnar. Magnús og Guð- rún hyggjast flytja einhvern næstu daga eftir öll þessi ár í eina af íbúðum Dvalarheimilis- ins Hlíðar, en á Frímanni og Þau halda upp á gullbrúðkaup í dag. Frá vinstri Magnús Stefánsson, Guðrún Metúsalemsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir og Frímann Guð- mundsson. Mynd kl Soffíu er ekkert fararsnið. Séra Óskar Þorláksson gaf Frímann og Soffíu saman í hjónaband á Siglufirði. Frí- mann segir daginn hafa verið eftirminnilegan. „Það var söl og steikjandi hiti á Siglufirði þenn- an dag. en niikill snjór.“ I þann mund er þau hjónin gengu til kirkju sigldi breskt herskip inn fjörðinn. ísland liafði dregist inn í ógn síðari heimsstyrjaldar og Bretar hernumið landið. Á Akureyri var sama veður- blíðan þennan dag fyrir fimmtíu árum. Þar gengu upp að altar- inu þau Magnús og Guðrún. Séra Friðrik Rafnar gaf þau saman. óþh Annars er farið að lifna mikið yfir sölu notaðra bíla,“ segir Sigurður. „Það er mjög mikið að gera hjá okkur, eftirspurnin er svo mikil að af sumum gerðum eru ekki til nægilega margir bílar á lager,“ segir Eyjólfur Ágústsson, í sölu- deild nýrra bíla hjá Höldur. Að sögn Eyjólfs kemur mikið af fólki til að skoða, eftir að fór að vora. Bílasýningar hafa komið vel út og söluhorfurnar eru góðar fram- undan. EHB Lambið rýkur út: Grillpokar í byrjun júní Söluátakið „Lambakjöt á lág- marksverði“ hefur gengið nokkuð vel að undanförnu og eru, að sögn Þórhalls Arason- ar í landbúnaðarráðuneytinu, miklar vonir bundnar við góða sölu á „grillvertíðinni“ sem senn fer að hefjast. Ef áætlanir standast er gert ráð fyrir því að lambakjötsfjall landsmanna verði komið niður í 1000-1200 tonn í lok yfirstand- andi verðlagsárs, sem lýkur um mánaðamótin ágúst-september. í mars sl. seldust 750 tonn í söluátakinu í samanburði við 540 tonn í sama mánuði 1988. Nokk- ur afturkippur kom í söluna í síð- asta mánuði en Þórhallur segist búast við að hún aukist aftur verulega á næstu vikum. í byrjun júní verða á boðstólum 6-6lá kílóa grillpokar af fyrsta flokks kjöti. Þórhallur segist gera ráð fyrir að kílóverð á grillkjötinu verði 417 krónur. „Við gerum okkur stórar væntingar um sölu á lambakjötinu í sumar. I fyrra- sumar seldum við geysilega mikið og ég býst við að það sama verði upp á teningnum í ár,“ sagði Þór- hallur. Boðið verður upp á tvær teg- undir grillpoka, annars vegar ein- tómar sneiðar og hins vegar sneiðar og heilt læri. óþh Hrísey: Fjölgar sumarhúsum? Hrísey á Eyjafirði færist stöðugt nær hringiðu ferðamanna- straumsins og fólk á faraldsfæti lætur vel af dvöl sinni í eyjunni að sögn Narfa Björgvinssonar hjá Eylandi s.f. í Hrísey. Með tilkomu nýju ferjunnar Sæfara má búast við auknum fjölda ferðamanna til Hríseyjar. Matsölustaðir eru þar góðir og Eyland s.f. er með eitt sumarhús þar til útleigu. „Hugur okkar hjá Eylandi s.f. stefnir til að reisa fleiri sumarhús ef fólk sýnir áhuga til dvalar hér í fríum sínum. Hér er margt við að vera. Gönguferðir, náttúru- og fuglaskoðun og hér er sundlaug og veðursæld. Höfnin er góð og upplagt að fara á skak þá veður er gott og ekki sakar að nefna að aðstaða til siglinga á Eyjafirði er með ágæturn," sagði Narfi Björg- vinsson f Hrísey. ój

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.