Dagur - 23.05.1990, Qupperneq 3
Miðvikudagur 23. maí 1990 - DAGUR - 3
fréftir
Kim Larsen
í íþDrc>ttcal*TC>llinni
föstudaginn 25. maí kl. 20.30
Forsala miða-.
Akureyri: Tónabúðin Sunnuhlíð og Tölvutœki Bókval
Sauðórkróki: Verslunin Ábœr
Siglufirði: Verslunin Torgið
Húsavík: Ferðaskrifstofa Húsavíkur
Sœtaferðir verða frá:
Húsavík, Ólafsfirði, Sauðórkróki, Dalvík og Siglufirði
Miðaverð kr. 1800
íþróttafélagið Þór
í forsölu við innganginn
Dagur og Dagsprent:
Afkoman 1989 réttum megm við núUið
Mikil umskipti urðu til hins
betra í afkomu Dags og Dags-
prents á síðasta ári, miðað við
afkomu fyrirtækjanna árið
1988. Það ár var um 20 millj-
óna króna tap á rekstrinum.
Ljóst er að reksturinn skilaði
hagnaði í fyrra, eftir afskriftir
og fjármagnsgjöld.
Lokið er uppgjöri vegna rekst-
urs Dags og Dagsprents fyrir síð-
astliðið ár. Aðalfundur hefur ver-
ið boðaður 31. maí n.k. Sigurður
Jóhannesson, formaður stjórnar
Dags og Dagsprents, sagði í við-
tali við blaðið að afkoman hefði
batnað verulega frá árinu á
undan, og að sameiginlegur
rekstur Dags og Dagsprents væri
jákvæður.
„Mikið var unnið að hagræð-
ingu í rekstri á árinu 1989 og átti
starfsfólk fyrirtækjanna góðan
hlut að þeim málum. í samstarfi
við starfsfólk tókst að bæta rekst-
urinn verulega. Þó eru fjárskuld-
bindingar fyrirtækjanna óneitan-
lega miklar, og verður áfram
unnið að því að létta þær með
einhverri eignasölu og með aukn-
ingu hlutafjár. Ef málin þróast
áfram á þann hátt sem ársreikn-
ingurinn 1989 sýnir og reksturinn
í ár ber með sér, getum við horft
af bjartsýni til framtíðar,“ segir
Sigurður Jóhannesson. ehb
um vinnslu málma
úrjörðu:
Hér afhendir Finn Jansen, sölustjóri Toyota, (t.v.) Einari Thorlacius, umsjónarmanni Bílaleigu Flugleiða, plögg til
staðfestingar um kaup hennar á 17 Toyota-bifreiðum. Mynd: kl
Bílaleiga Flugleiða Akureyri:
Fékk sautján Toyota-bifreiðar í gær
Bflaleiga Flugleiða í gamla
Shell-nesti gegnt Akureyrar-
flugvelli fékk í gær afhentar 17
nýjar Toyota-bifreiðar, sem
hún hefur m.a. til umráða í
sumar. Um er að ræða bæði
Toyota Corolla og fjórhjóla-
drifsbfla. Næsta vetur verður
bflaleigan einnig með á boð-
stólum jeppa af gerðinni Suz-
uki Itara.
Bílaleiga Flugleiða verður, að
sögn Einars Thorlacius, umsjón-
armanns, opin alla daga frá kl. 8
til 19, eða á meðan flogið er til og
frá Akureyri.
„Við erum bjartsýnir á sumar-
ið og vonum það besta,“ sagði
Einar. óþh
Slysavarnafélag Islands:
Sæbjörg stödd á Sauðárkróki
- námskeið fyrir togara- og trillusjómenn
Sæbjörg, skip Slysavarnafélags
íslands, er nú stödd í Sauðár-
krókshöfn á hringferð sinni um
landið. Það er Slysavarnaskóli
sjómanna sem starfar um borð
í skipinu og heldur námskeið
fyrir áhafnir stærri báta sem og
smábátaeigendur. Skipið kom
til Sauðárkróks að kvöldi þess
átjánda og mpn halda þaðan
laugardaginn 26. maí.
Sæbjörgin kom til Sauðárkróks
síðastliðið föstudagskvöld eftir
að hafa verið á Rifi á Snæfellsnesi
með námskeiðahald. Tvö fjög-
urra daga námskeið verða haldin
fyrir áhafnir stærri báta og hófst
það fyrra í gær. Einnig er boðið
upp á tveggja kvölda námskeið
fyrir smábátaeigendur.
Námskeiðin ná til ýmissa þátta
slysavarna og björgunaraðgerða.
Þar má nefna; endurlífgun, við-
brögð við ofkælingu, slökkvistörf
og reýkköfun. Meðferð gúmmí-
báta og flotbúninga er einnig
kennd.
Björgun með aðstoð þyrlu
verður einnig æfð. Þyrla land-
helgisgæslunnar kemur í því skyni
til Sauðárkróks á miðvikudag.
Síðan munu sprengjusérfræðing-
ar kenna sjómönnum meðhöndl-
un á tundurduflum sem kunna að
koma í veiðarfæri.
í gærkveldi gafst bæjarbúum
kostur á að skoða Sæbjörgu og
kynna sér þá starfsemi sem Slysa-
varnaskóli sjómanna rekur.
Að sögn Þóris Gunnarssonar
skólastjóra Slysavarnaskóla
sjómanna er þátttaka sjómanna
mjög góð. „Ég tel að góð þátt-
taka sjómanna sanni að þörfin er
fyrir hendi. Slysavarnaskólinn á
fimm ára afmæli þann 29.maí og
síðan hann hóf starfsemi hefur
aðsókn að æfingum verið mjög
góð,“ sagði Þórir. kg/SBG
Rannsóknarverkefni
SigluQörður:
BæjarmáJa-
punktar
■ Bæjarráð samþykkti á
dögunum að ráða Guðfinnu
Ingimarsdóttur starfsmann
Sundhallarinnar. íþróttaráð
hafði áður mælt með Guð-
finnu í starfið. í kosningu í
bæjarráði fékk Guðfinna tvö
atkvæði en Helen Meyers eitt
atkvæði.
■ Hestamannafélagið Glæsir
hefur fengið úthlutað beitar-
landi fyrir hross í landi Ráeyr-
ar samkvæmt tillögu bæjar-
tæknifræðings. Bæjarráð hefur
falið honum að ganga frá
samningum við félagið varð-
andi landamörk, girðingar
o.fl.
■ Leikskólinn verður lokaður
vegna sumarleyfa 16. júlí til
20. ágúst en gæsluvöllur verður
hins vegar opinn frá 9. júlí til
20. ágúst.
■ Skólanefnd hefur sam-
þykkt að ráða Viðar Jónsson,
starfandi kennara við Grunn-
skóla Siglufjarðar, í stöðu yfir-
kennara fyrir næsta skólaár.
■ Stjórn Verkamannabú-
staða hefur samþykkt að út-
hluta íbúðum að Laugarvegi
39 til Lindu Sigurbjargar Hall-
dórsdóttur og Reynis Árna-
sonar.
„Algjörar
fnunrannsóknir
í byq‘un“
„Þetta er algjörar frumrann-
sóknir, fyrsti metrinn af
hundrað,“ sagði Róbert Agn-
arsson, framkvæmdastjóri Kís-
iliðjunnar hf. í Mývatnssveit
um fyrirhugað samstarfsverk-
efni um rannsóknir á vinnslu
málma úr jörðu.
Ráð er fyrir því gert að Kísil-
iðjan verði í þessu verkefni í
samstarfi við Iðntæknistofnun og
Orkustofnun en Róbert sagði
þessa aðila þó ekki standa jafnt
að verkefninu. Hann segist vænta
þess að hægt verði að byrja á
sýnatöku og rannsóknum þeirra í
sumar. Sýni verða tekin á útkuln-
úðum jarðhitasvæðum víðs vegar
um landið en of snemmt er að
segja um hvort um einhverja
vinnslu kanna að vera að ræða í
framtíðinni. JÓH
Leiðrétting
í gær birtist í Degi frétt áf starfs-
launum Kristjönu F. Arndal,
myndlistarmanns, en hún var val-
in fyrsti bæjarlistamaður Akur-
eyrar. Þar er missagt að Kristjana
hafi stundað nám við Myndlista-
og handíðaskóla íslands. Hið
rétta er að hún stundaði nám við
Myndlistaskóla Reykjavíkur.
EHB