Dagur - 23.05.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 23. maí 1990
Einbýlishús gegnt Akureyii
Nýlegt einbýlishús á einni hæð, (timburhús) ca. 142 fm til sölu.
Húsið er staðsett austan Akureyrar og er ekki alveg fullbúið.
Glæsilegt útsýni.
Gott verð ef samið er strax.
Lán Byggingasjóðs ríkisins ca. 3 milljónir.
Til afhendingar mjög fljótlega.
Fasteignasalan ==
Brekkugötu 4 • Sími 21744
Gunnar Sólnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl. og Árni Pálsson hdl.
Sölust. Sævar Jonatansson
Einstakt tækifæri!
Glæsileg einkabifreið „Peugeot 405", árgerð 1988,
er til sölu.
Ekin 18.000 km, aðeins að sumri til.
Ljósblá, metallakk, útlit sem ný.
Verð kr. 850.000,-
EYSTEINN ÁRNASON,
Suðurbyggð 11, Akureyri, símar 21111 og 21311.
Starfslaun Ríkisútvarpsins
til höfunda útvarps- og sjónvarpsefnis
Ríkisútvarpið auglýsir starfslaun' til höfundar eða
höfunda til að vinna að verkum til frumflutnings í
Ríkisútvarpinu, hljóðvarpi eða sjónvarpi. Starfslaun-
um geta fylgt ókeypis afnot af íbúð Ríkísútvarpsins í
Skjaldarvík í Eyjafirði.
Starfslaun eru veitt til 6 mánaða hið lengsta og fylgja
þau mánaðarlaunum skv. 5 þrepi 143. Ifl. í kjara-
samningum Bandalags háskólamanna og fjármála-
ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.
Umsóknum ásamt greinargerð um fyrirhuguð við-
fangsefni skal skilað til skrifstofu útvarpsstjóra,
Efstaieiti 1, Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Þar eru enn-
fremur veittar nánari upplýsingar um starfslaunin.
RÍKISÚTVARPIÐ
íþróttamálin á Akureyri
- athugasemd við skrif Pórarins E. Sveinssonar
í Degi þann 18. maí s.l. ryðst
Þórarinn E. Sveinsson fram á rit-
völlinn og fjallar um íþróttamál á
Akureyri af slíkri vanþekkingu
að undirrituðum þykir ófært ann-
að en að verðandi bæjarfulltrúi
fái nánari upplýsingar um þau
efni. Áður en Þórarinn ritaði
greininga hefði honum þó átt að
vera í lófa lagt að leita upplýs-
inga, annaðhvort hjá fulltrúa
Framsóknarflokks í íþróttaráði,
eða hjá undirrituðum. Vera
kann þó að Þórarinn hafi talið
betra, slæmum málstað til fram-
dráttar, að slá fram lítt hugsuð-
um og órökstuddum þenkingum
en kynna sér málin. Slík vinnu-
brögð sætti ég mig ekki við hjá
verðandi bæjarfulltúa, hvað sem
aðrir bæjarbúar kunna að gera.
Fagleg vinnubrögð
Þórarni verður tíðrætt í grein
sinni um skort á faglegum vinnu-
brögðum. Að á skorti að ná utan
um verkefnin og vinna markvisst
að lausn mála. Ég er sammála
Þórarni að ávallt beri að vinna
faglega og markvisst. Það hefir
það Iþróttaráð gert sem senn lýk-
ur sínu kjörtímabili. Þá þegar
nýtt Iþróttaráð var myndað síð-
sumars 1986 var það eitt af fyrstu
verkum ráðsins að setjast niður
og setja sér framkvæmdaáætlun á
kjörtímabilinu. Um þá áætlun
var alger samstaða í ráðinu, eins
og raunar hefir verið um nánast
öll þau mál sem til kasta íþrótta-
ráðs hafa komið. Eftir þessari
áætlun hefir verið unnið. Meðal
markmiða sem þar voru sett var
að ljúka byggingu Hallarinnar.
Með þeirri fjárhagsáætlun sem
unnið er eftir nú í ár. (1990)
verður því verki nánast lokið.
Annað markmið sem sett var í
fyrrnefnda framkvæmdaáætlun
var að hefja í ár (1990) skipulag
og framkvæmdir við Súndlaug
Akureyrar. Nú þegar liggja
fyrstu tillögur að nýjum mann-
virkjum við Sundlaugina, busl-
laugum, barnalaugum, vatns-
rennibrautum, heitum pottum,
dýfingarlaug o.sv.frv. Þessar
teikningar hanga uppi almenn-
ingi til sýnis í afgreiðslu sund-
laugar frá 23. þessa mánaðar. Þar
er um að ræða verkefni til næstu
6 til 10 ára, allt eftir fjárveiting-
um bæjaryfirvalda. Þá hefir
íþróttaráð ásamt skipulagsyfir-
völdum hugað að staðsetningu
fyrir nýtt íþróttasvæði, ef svo
kynni að fara að nauðsynlegt
reyndist að leggja völlinn niður
þar sem hann stendur nú. Ef
þetta eru ekki dæmi um að litið
Aukabkð um úrslit
sveitarstjómaknsnmgannjn
Mánudagiim 28. maí mun Dagur gefa út aukablað þar
sem birt verða helstu úrslit úr bæjar- og sveitarstjóma
kosningunum 26. maí nk.
Blaðinu verður dreift um hádegið mánudaginn 28. maí og verður því fyrst
blaða til að flytja Norðlendingum fréttir af kosningunum.
Augtýsendur athugið!
Þeir sem hyggjast auglýsa í þessu blaði eru vinsamlegast beðnir að hafa
samband við auglýsingadeM Dags hið fyrsta en eigi síðar en fyrir kl.
12.00 föstudaginn 25. maí fyrir 2jadálka og smærri auglýsingar.
auglýsingadeild
sé til framtíðar þar sem reynt er
að sjá og spá til næstu 20 til 50 ára
þá veit ég ekki hvað.
Aðstoð við íþróttafélögin
Megintakmark greinar Þórarins
fjallar um aðstoð við íþróttafélög
bæjarins. Af skrifum Þórarins má
ráð að þar hafi íþróttaráð og
bæjaryfirvöld tekið slælega á
málum á þessu kjörtímabili. Ein-
faldast iil samanburðar hvað það
varðar ier að birta fjárframlög
Akureyrarbæjar til KA og Þórs á
þessu kjörtímabili, og framlög
bæjarins tvö árin þar á undan,
þegar 'meirihluti . Framsóknar,
Alþýðubandalags og Kvenna-
framboðs hélt um stjórnartaum-
ana.
í töflunni hér að neðan eru
ekki taldir styrkir vegna húsa-
leigu í íþróttamannvirkjum
bæjarins, en félögin hljóta styrk,
sem fer um hendur ÍBA sem á að
mæta húsaleigu þeirra.
Af framantöldu má sjá að í tíð
núverandi íþróttaráðs hafa beinir
styrkir við KA og Þór, sem og
önnur íþróttafélög þó ekki sé
tíundað hér, aukist frá því að
vera 4.527.000,- 1985 fil þess að
vera 7.387.000,- 1989 (verðlag í
jan. 1990) eða um 63%. Ef þessi
aukna liðveisla bæjaryfirvalda er
ekki viðurkenning á öflugri starf-
semi íþróttafélaganna í bænum
þá veit ég ekki hvað.
Setjum markiö hátt
Það er rétt hjá Þórarni að við eig-
um að setja markið hátt og það
hefir verið gert. Með gerð
rammasamninga við íþróttafélög-
in er mörkuð stefna sem íþrótta-
félögin hafa að leiðarljósi á kom-
andi árum. Nú þegar hafa verið
gerðir samningar við Golfklúbb-
inn, Skautafélagið og Þór. Þá
hafa verið samþykkt í bæjar-
stjórn drög að samkomulagi við
KA um byggingu íþróttahúss.
Með þessum samningum er
stefnt hátt og Akureyrarbær og
íþróttafélögin í bænum taka
höndum saman.
Þar sem grein Þórarins fjallaði
að miklum hluta um samskipti
íþróttafélaganna og bæjarins hef-
ir mér orðið tíðrætt um þau sam-
skipti. Allt of oft brennur við
þegar íþróttamál eru til umræðu
að ekki er litið á málaflokkinn í
heild heldur út frá þröngum sjón-
arhóli. Þannig finnst knattspyrnu-
unnandanum ekkert gert í íþrótta-
málum ef framkvæmdir hafa lítt
snert þá grein íþrótta. Skíðaunn-
endum finnst allt fara í bolta-
skakið ef lítið hefir verið aðhafst
í fjallinú o.sv.frv. Við slíkri
umræðu vil ég vara.
Að sjálfsögðu hefði ég viljað
að íþróttaráð hefði haft úr meira
fé að spila á því kjörtímabili sem
nú er að ljúka. Mér er jafnljóst
að öll ráð og nefndir bæjarfélags-
ins hefðu óskað þess hins sama.
íþróttaráð það sem nú lýkur senn
störfum fer nú frá nokkuð sátt
við sín verk, hefir markað nýja
braut, gerbreytt vinnubrögðum
að íþróttamálum frá því áður
var. NÚ ER LITIÐ TIL FRAM-
TÍÐAR OG MARKMIÐ SETT
HÁTT.
Sigbjörn Gunnarsson.
Höfundur er formaður íþróttaráðs Akur-
eyrar.
(Allar tölur eru færðar til verðlags í jan. 1990 miðað við lánskjara-
vísitölu)
1985 (Meirihluti Framsókn, Alþýðubandalag, Kvennaframboð)
Þór KA
Rekstur íþróttasvæðis 344.000,- 344.000,-
Leikja og íþróttanámsk. 143.000,- 143.000,-
Byggingastyrkur 689.000,- 1.100.000,-
Aðrir styrkir til félaganna* 652.000,- 1.112.000,-
Samtals 1.828.000,- 2.699.000,-
1986 (Fjárhagsáætlun meirihl. Framsóknar, Alþbl. Kvennafran
Þór KA
Rekstur íþróttasvæðis 386.000,- 386.000,-
Leikja og íþróttanámsk. 126.000,- 126.000,-
Byggingastyrkur 691.000,- 691.000,-
Aðrir styrkir til félaganna* 497.000,- 1.379.000,-
Samtals 1.700.000,- 2.582.000,-
1987 (Meirihluti Alþýðuílokks, Sjálfstæðisfl.)
Þór KA
Rekstur íþróttasvæðis 443.000,- 443.000,-
Leikja og íþróttanámsk. 133.000,- 133.000,-
Byggingastyrkur 744.000,- 744.000,-
v/Æskulýðsstarfsemi 637.000,- 637.000,-
Aðrir styrkir til félaganna* 1.958.000,- 1.010.000,-
Samtals 3.915.000,- 2.967.000,-
1988 (Meirihluti Aiþýðuflokks og Sjálfstæðisfl.)
Þór KA
Rekstur íþróttasvæðis 471.000,- 467.000,-
Leikja og íþróttanámsk. 138.000,- 138.000,-
Bvggingastyrkur 760.000,- 760.000,-
v/Æskulýðsstarfsemi 652.000,- 652.000,-
Aðrir styrkir til félaganna* 2.696.000,- 1.353.000,-
Samtals 4.717.000,- 3.369.000,-
1989 (Meirihluti Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks)
Þór KA
Rekstur íþróttasvæðis 471.000,- 474.000,-
Leikja og íþróttanámskeið 140.000,- 140.000,-
Byggingastyrkur 766.000,- 766.000,-
v/Æskulýðsstarfsemi 656.000,- 656.000,-
Aðrir styrkir til félaganna* 1.074.000,- 2.241.000,-
Samtals 3.110.000,- 4.277.000,-
*Aðrir styrkir til félaganna: Þarna eru taldir saman styrkir vegna
vélaleigu, byggingagjalda, viðurkenningar fyrir unnin íþróttaafrek,
styrkur til KA vegna jöfnunar baðaðstöðu, þar sem Þór hefir
aðgang að böðum íþróttahúss Glerárskóla án endurgjalds o.fl.