Dagur


Dagur - 13.06.1990, Qupperneq 1

Dagur - 13.06.1990, Qupperneq 1
73. árgangur Akureyri, miövikudagur 13. júní 1990 110. tölublaö Altt ■fyrir’ errabudin HAFNARSTRÆTI 92 602 AKUREYRI SlMI 96 26708 BOX 397 Menntaskólanum á Ak- ureyri slitið í 110. skipti: Hundrað og þrettán setja upp hvíta kollinn Nú styttist óðum í skólaslit Menntaskólans á Akureyri. Skólanum verður að venju slit- ið á þjóðhátíðardaginn og það í 110. skiptið. Skólaslitin fara fram í Höllinni og hefjast kl. 10. Gert er ráð fyrir að skólameistari MA, Jóhann Sigurjónsson, útskrifi 113 stúd- enta, sem yrði svipaður fjöldi og undanfarin ár. Stúdentsprófum lauk sl. laug- ardag og reiknað er með að ljúka endurtekningar- og sjúkrapróf- um á morgun, fimmtudag. Alls þreyttu 556 nemendur próf við MA í vor og að sögn Gunnars Frímannssonar, aðtoðarskóla- meistara, hefur árangur úr þeim prófum, sem þegar eru Ijós, verið í meðallagi góður. Það er ljóst að mikið verður um dýrðir á Akureyri um næstu helgi í kringum útskrift MA. 25 ára stúdentar frá skólanum hafa að undanförnu undirbúið heljar- mikla MA-hátíð sem hefst í Höll- inni á laugardagskvöld og þar búast menn við yfir 700 manns í mat og húllumhæ. -bjb Mikil hlýindi á , Norðurlandi: Afram sunnanátt Veður var með eindæmum gott á Norðurlandi í gær og steig kviksilfur hitamælanna víða yfir 20 gráðu mörkin. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar var 20 stiga hiti á Akureyri kl. 15 og 19 stig á Nautabúi í Skagafiröi og Grímsstöðum á FjöIIum. Að sögn Unnar Ólafsdótt- ur, veðurfræðings, ráða suð- lægar áttir, með tilheyrandi hlýindum, ríkjum í dag og að minnsta kosti fram á föstudag. Þó má búast við eitthvað skýj- aðra veðri á morgun og föstu- dag en í gær. Unnur vildi á þessu stigi ekki tjá sig mikið um þjóðhátíðarveðrið á Norðurlandi að öðru leyti en því að sfður en svo væri von á norðanhreti um helgina! óþh Bæjarstjórn Akureyrar eftir fyrsta fund kjörtímabilsins ■ gær. Fyrir miðri mynd er Halldór Jónsson nýkjörinn bæjarstjóri. Myncl: KL Akureyri: Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjómar Nýkjörin bæjarstjórn Akureyr- ar kom í gær saman til fyrsta fundar eftir kosningar. í upp- hafi urðu umræður um nýgerð- an málefnasamning meirihluta- flokkanna en að þeim loknum var gengið til kjörs í embætti og nefndir. Halldór Jónsson var kjörinn bæjarstjóri með atkvæðum meirihlutaflokkanna en Úlfhildur Rögnvaldsdóttir gerði grein fyrir atkvæðum minnihlutaflokkanna og sagði að þeir skiluðu auðu þar sem meirihlutaflokkarnir hafi tekið ákvörðun um ráðningu Hall- dórs án þess að bæjarfulltrúum Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks hafi verið gefinn kostur á að fjalla um eða taka þátt í ráðningu hans. Á engan hátt sé um ræða vantraust á Halldór í starfið heldur óski minnihlutinn honum velfarnaðar í starfi og vænti góðs samstarfs. Sigríður Stefánsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar út þetta ár en samkomulag er milli meirihlutaflokkanna um að skiptast á um embætti forseta bæjarstjórnar svo og for- mennsku í bæjarráði. Björn Jósef Arnviðarson var kosinn 1. varaforseti bæjarstjórnar Úlfhildur Rögnvaldsdóttir kosin 2. varaforseti. Málefnasamningur meirihlut- ans verður birtur í blaðinu á morgun, sem og nefndarskipan bæjarins og úrslit annarra kosn- inga á fundinum í gær. JÓH en var Kolbeinsey: Jarðvegssýni tekin í sumar Engin mælitæki verða sett upp í Kolbeinsey í sumar af hálfu Raunvísindastofnunar Háskól- ans eða Veðurstofu Isiands, en í þyrlupalli sem steyptur var í fyrrasumar voru steyptir sér- stakir skápar sem hýst geta mælitæki. Einnig nýtist pallur- inn að sjálfsögðu sem vörn gegn eyðingu klettsins. Hermann Guðjónsson vita- og hafnamálastjóri segir að í júlí verði farið í Kolbeinsey á varð- skipi, og gerðar rannsóknir á dýpi kringum eyjuna, reynt verði að bora og jafnvel kafa og taka jarðvegssýni, en uppi eru hug- myndir um að ástæðan fyrir eyð- ingu Kolbeinseyjar sé að eitt jarðvegslagið undir eyjunni veðr- ist fyrr en önnur. Páll Einarsson jarðfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskól- ans segir að ekkert fjármagn sé til að stunda rannsóknir í Kolbeins- ey, en æskilegt væri að staðsetja þar sjávarhæðarmæli, staðsetning- armæli og jarðskjálftamæli, en Kolbeinsey er á svipuðu gosbelti og Mývatnssveit. Páll Bergþórsson veðurstofu- Blönduhlíðin: Hólkur í stað brotnu brúarinnar - gamli vegurinn opnaður aftur Sá kafli vegarins í Blönduhlíð- inni sem lokað var í vor eftir að í Ijós kom að brúin á Helluá var brotin, verður opnaður aft- ur í vikunni. Vegfarendur þurfa því ekki lengur að hrist- ast eftir grófri undirbyggingu nýja vegarins framhjá þessum litla kafla. Undanfarið hefur borið á því að vegfarendur um Blönduhlíð- ina væru ekki par ánægðir með að þurfa að keyra eftir nýja veg- inum, enda er hann grófur og leiðinlegur yfirferðar. Vegagerð- in tók því þá ákvörðun að brjóta niður brotnu brúna og setja hólk í hennar stað. Að sögn Einars Gíslasonar, umdæmistæknifræð- ings vegagerðinnar á Sauðár- króki, verður þessi hólkur síðan rifinn upp aftur þegar nýi kaflinn kemst í notkun, sem gert er ráð fyrir að verði seinni partinn í júlí. Reiknað var með að hleypa um- ferð á hann fljótlega upp úr næstu mánaðamótum, en lagn- ing klæðingar dregst á langinn svo ákveðið var að opna gamla vegarkaflann yfir Helluána aftur. Byrjað var að brjóta niður brúna í gær svo þeir sem um Blönduhlíðina fara geta sloppið við hristinginn sem verið hefur, áður en vikan er úti. SBG stjóri segir það nokkurum efið- leikum háð að koma upp athug- unartækjum í Kolbeinsey ogþað yrði að vera sjáífvirk stöð sem pyldi álag langt umfram meðal- tal, en áhugi væri á því að mæla þarna t.d. loftþrýsting, hita og vindstyrk. GG Samstarfsnefnd á N.vestra um atvinnumál eftir Blönduvirkjunarlok: Bíður enn eftir fimdi með Steingrími „Við bíðum enn eftir fundi. Það er svolítið annasamt hjá honum þessa dagana,“ sagði Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi, í samtali við Dag, og þessi „hann“ er forsætiráð- herra, Steingrímur Hermanns- son. Ófeigur er formaður sam- starfsnefndar heimaaðila á Norðurlandi vestra um fram- gang samþykktar ríkisstjórnar frá 1982 um að treysta atvinnu- líf í kjördæminu til að koma í veg fyrir samdrátt á vinnu- markaði þegar virkjunarfram- kvæmdum við Blöndu lýkur 1992. Samstarfsnefndin bíður eftir fundi með Steingrími og hefur gert um mánaðartíma. Á meðan beðið er eftir fundi er verið að safna gögnum hingað og þangað. í áðurncfndri samstarfs- nefnd eiga sæti fulltrúar héraðs- nefnda V.- og A.-Húnvetninga og Skagfirðinga, Siglufjarðarkaup- staðar og Iðnþróunarfélags N.- vestra. Nefndin mun vinna í sam- vinnu við Byggðastofnun á Akur- eyri og hefur sent forsætisráð- herra bréf þar sem fram koma hugmyndir um framgang málsins. í bréfinu er m.a. óskað eftir að fá Áburðarverksmiðjuna í kjör- dæmið, ef hún verður flutt frá Gufunesi. „Það er lítið vitað um hvað verður með verksmiðjuna. Ný áburðarverksmiðja verður tæpast gerð án þess að fyrir þá gömlu komi einhver greiðsla frá Reykjavíkurborg. Annars hefur lítið gerst frá því fyrir kosningar og farið hljótt um verksmiðj- una,“ sagði Ófeigur. Ófeigur sagðist vona að fund- urinn yrði haldinn með Stein- grími ekki innan of langs tíma. „Við bíðum ekki endalaust. Þetta mál verður ekki lagt upp í hillu og látið rykfalla þar,“ sagði Ófeigur að lokum. -bjb Þjónustumiðstöð í Mývatnssveit: Ný sveitarstjóm í málið „í þessu máli hefur ekkert gerst síöan í vetur en Ijóst er að nokkrir aöilar eru tilbúnir til samstarfs um þessa byggingu. Ahugi hjá verslunarmönnum er þó lítill og því verður að breyta upphaflegu hugmynd- inni sem gekk út á að í þessu húsi yrðu verslanir,“ segir Jón Pétur Líndal, sveitarstjóri í Mývatnssveit, um hugmyndir um byggingu þjónustumið- stöðvar fyrir ferðamenn í Reykjahlíð. Hugmyndir hafa verið uppi um að í þessari þjónustumiðstöð verði bankaafgreiðsla, póstaf- greiðsla, veitinga- og bensínsala, upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn og væntanlega aðstaða fyr- ir Skútustaðahrepp. Undirtektir frá verslunareigendum voru litlar en Póstur- og sími, olíufélag og bankastofnanir sýndu því áhuga að koma til samstarfs við sveitar- félagið í þessu máli. Jón Pétur segir að málið hafi iegið niðri að undanförnu. Sveit- arstjórn og Náttúruverndarráð leggja áherslu á að upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn verði í þessari byggingu, verði hún reist. Jón Pétur segist eiga von á að fljótlega verði aftur hafin vinna að þessu máli og endurskoðun á formi þessarar miðstöðvar í ljósi þess áhuga sem aðilar hafa sýnt málinu. Ný sveitarstjórn muni væntanlega móta stefnuna í mál- inu og hennar verði að ákveða hvernig að framhaldinu verður staðið. JÓH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.