Dagur - 13.06.1990, Síða 2

Dagur - 13.06.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 13. júní 1990 fréttir Hótel Blönduós: Ekki of gott hljóð í okkur“ „Vertíðin er svona að byrja, það sem af er höfum við aðeins orðið vör við erlenda ferða- menn,“ sagði Hlíf Heiðars- dóttir, hótelstýra á Hótel Blönduósi, í samtali við blaðið, aðspurð um upphaf ferðamannatímans. Að sögn Hlífar eru sæmilegar horfur með bókanir í sumar. „Það er kannski ekki of gott hljóð í okkur, enda er það sjálfsagt aldrei. Auðvitað vill maður alltaf meira,“ sagði Hlíf, sem tók við Hótel Blönduósi um iniðjan apríl sl. Síðasta sumar kom ekki of vel út hjá Hótel Blönduósi og spilaði þar m.a. inn í ófærð á hálendinu lengi fram eftir sumri. Sökum ófærðarinnar var ekki hægt að fara með nokkra hópa erlendra ferðamanna sem voru skráðir á hótelið fyrri part og mitt síðasta sumar. Hlíf sagðist vonast eftir betri tíð á hálendinu í sumar, þar sem Hótel Blönduós hefur reitt sig á erlenda ferðamcnn undan- segir Hlíf Heiðarsdóttir, nýráðin hótelstýra farin ár. Aðspurð sagði Hlíf að eitthvað hafi verið um innlenda ferðamenn í sumar, en lítið sé vitað fyrirfram um komur þeirra. Helstu breytingar fyrir þetta sumar á Hótel Blönduósi er að eldhúsið hefur verið tekið í gegn og byggt upp á nýtt. „Aðal kraft- urinn hefur farið í eldhúsið frá því ég byrjaði. Það er ætlunin að koma út kynningarbæklingi um hóteliö, sem ekki hefur tekist síð- ustu ár, og þá jafnvel í samvinnu við kaupfélagið og bæjaryfirvöld þar sem fram komi hvað í boði er fyrir þá sem heimsækja Blöndu- ós,“ sagði Hlíf að lokum. -bjb Landgræðsluskógar 1990: Ólafsfirðingar gróðursetja 12 þúsund plöntur Um 12.000 trjáplöntur verða gróðursettar í landi Olafsfjarð- arkaupstaðar í þessari viku, en það er hluti af skógræktarátak- inu „Landgræðsluskógar 1990“, Sérleyfisbflar Akureyrar: Óvenju mikið bókað „Hljóðið í mönnum er mjög gott varðandi sumarið. Það er mikið bókað,“ sagði Gunnar M. Guömundsson, framkvæmdastjóri Sérleyfis- bíla Akureyrar. „Það er mjög mikið bókað í auglýstar skipulagðar hópferð- ir. Nú er búið að skrá niður fleiri en komu í þessar ferðir í allt fyrrasumar,“ sagði Gunnar. Erlendir ferðamenn eru í miklum meirihluta þeirra sem bókað hafa í þessar hópferðir. Gunnar sagði að ferðirnar væru fjölbreyttar. Um væri að ræða hálendisferðir, hringferðir og styttri ferðir á láglendi. Áætlun Sérleyfisbíla Akur- eyrar er með sama sniði og í fyrra. Daglegar áætlunarferðir eru austur í Mývatnssveit og áfram austur á Egilsstaði og í júlí og ágúst bætast við sérstakar ferðir í Mývatnssveit. Þá er far- ið að morgni bæði frá Mývatns- sveit og Akureyri. Einnig er yfir hásumarið boðið upp á hring- ferð um Mývatnssveit með leið- sögumanni óþh Akureyri - Dalvík - Ólafsfjörður Sérleyfishafi Ævar Klemenzson Dalvík SUMARÁÆTLUIM 1. júnl - 30. júní: M M Frá Ólafsfirði til Akureyrar Frá Akureyri tii Ólafsfjarðar Frá Akureyri til Ólafsfjarðar 11.00 08 00 15.30 08.30 12.30 08.30 12.30 11.00 08.00 15.30 1. júní - 30. júní: Frá Dalvík til Akureyrar 11.30 09.00 09.00 09.00 11.30 Frá Akureyri til Dalvíkur 08.00 12.30 12.30 12.30 08.00 Frá Akureyri til Dalvíkur 15.30 15.30 1. júní - 30. júní: Frá Litla-Árskógssandi til Akureyrar 11.45 09.00 11.45 Frá Akureyri til Litla-Árskógssands 15.30 12.30 12.30 12 30 15.30 1. júlí - 31. ágúst: Frá Ólafsfirði 11.00 08.30 08.30 08.30 11.00 Frá Ólafsfirði 15.30 Frá Dalvík 11.30 09.00 09.00 09.00 11.30 Frá Dalvík 20.00 16.00 20.00 Frá Litla- Árskógssandi 11.45 09.15 11.45 Frá Akureyri 0800 12 30 12.30 12.30 08 00 Frá Akureyri 15 30 17.45 15.30 Breytingar geta orðið et terðir til Grímseyjar breytast Vörumóttaka til Grímseyjar, Hríseyjar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar í Umferðarmiðstöðinni Akureyri alla virka daga kl. 9.00 -17.00 Afgreiðsla Akureyri: Umferðamiöstöðin Hafnarstræti 82 Sími: 24442 Afgreiðsla Dalvik: Ævar og Bóas sf. Símar: 61124,61654 og 61597 en alls verða um 30.000 trjá- plöntur gróðursettar þar í sumar. Að sögn Þorsteins Björnssonar bæjartæknifræðings hjá Ólafs- fjarðarbæ fóru flokkstjórar hjá Vinnuskólanum í nám hjá Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga í síðustu viku til að læra réttu handtökin við gróðursetninguria. í sumar verðpr bæjarlandið, girt af með rafmagnsgirðingu til að verjast ágangi búfjár og vernda m.a. trjágróður, og einnig verður svæði Hitaveitu Ólafsfjarðar sem er skammt neðan golfvallarins norðan við Ólafsfjarðarvatn girt. Á svæði hitaveitunnar er fyrir- hugað að hluti af trjáplöntunum verði settur niður. Vinnuskólinn hefur starfsem- ina í vikunni með hefðbundnum vorverkum, þ.e. garðsnyrtingu, slætti og hreinsun og fegrun á umhverfinu, en allir þeir ungling- ar sem sótt hafa um vinnu þar fá hana a.m.k. mestan hluta sum- arsins. Hjá Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar verða 25 unglingar sem ná 16 ára aldri á þessu ári ráðnir til vinnu í sumar, en húsinu verður íokað í júlímánuði vegna sumar- leyfa. í júlímánuði verður hins vegar' unnið á vöktum í rækjuverk- smiðjunni og fá unglingarnir vinnu þar, svo sumarvinnan hjá þeim ætti að verða nokkuð sam- felld. GG Norðurland vestra: Gróður um viku á undan - byrjað að slá um 20. júní Sumarið hefur byrjað vel á Norðurlandi vestra í ár. Gróð- ur er að mati bænda um viku á undan miðað við síðastliðin ár. Bæði í Skagafirði og Húna- vatnssýslum eru menn að verða búnir að bera á tún sín og reikna sumir með því að geta hafið slátt upp úr 20. þessa mánaðar. Gróðrartíð hefur verið með ólík- indum það sem af er og grasið vaðið upp. Úthagi er víðast hvar orðinn grænn og eru menn farnir að sleppa fénu í hann. Sauðburður hefur gengið vel, enda tíðarfarið verið eins og best verður á kosið. Þeir bændur sem Dagur hafði samband við töldu að frjósemi hefði verið á svipuð- um nótum og vanalega, þó sagði Örn Þórarinsson á Ökrum í Fljótum að þar í sveit hefði hún verið með allra rnesta móti. Örn tjáði Degi einnig að snjór væri þar að mestu leyti horfinn, all- tjent af túnum og myndu Fljóta- menn geta farið að bera á bráð- lega. En eins og alþjóð veit þá var snjór mikill í Fljótunum á liðnum vetri og þar sem ekki hef- ur komið veruleg hláka, er hann bara að hverfa núna. Um ástand á afrétt sögðu bændur að snjór væri þar óðum að hverfa, en ekki myndi vera farið að sleppa á fjall fyrr en í fyrsta lagi um mánaðamót. SBG Innlendar kartöflur búnar á Norðurlandi: Lítill verömunur á innfluttum kartöflum - kílóverð 85-90 krónur Mikil eftirspurn er eftir inn- fluttum kartöflum um þessar mundir, því innlendar birgðir eru á þrotum á Norðurlandi. Þó á Kjörland hf. eftir góðar rauðar kartöflur. Heildsöluverð á innfluttu kart- öflunum er svipað hjá tveimur aðilum sem Dagur ræddi við. Kjörland hf. býður þýskar kart- öflur á um 90 kr. hvert kg, en Öngull hf. portúgalskar á 85 kr. kílóið. „Við erum með mjög góðar nýuppteknar portúgalskar kart- öflur, fluttar inn gegnum Hol- land,“ segir Valdimar Sigurgeirs- son hjá Óngli hf. Helgi Sigfússon hjá Kjörlandi hf. segir að þeir bjóði nýjar þýsk- ar kartöflur. „Við leitum eftir því nýjasta á hverjum tíma, og það endurspeglast í verðinu. Nú eru nýjustu kartöflurnar á markaðin- um frá Þýskalandi,“ segir Helgi. EHB Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt erindi frá Vilhelm Ágústssyni, f.h. Hölds sf. Tryggvabraut 12 á Akureyri, um að reisa yfirbyggða vöru- fiýningarpalla við Essö-nestin á sumrin. ■ Á fundi hafnarstjórnar 16. maí sl. var samþykkt erindi frá Sjósporti hf. um starfrækslu sjósleðaleigu á Pollinum. Hins vegar hafnaði hafnarstjórn erindi frá Friðbirni Níelssyni um leyfi til reksturs vatna- þotuleigu í Akureyrarhöfn í sumar á þeim forsendum að hafnarsvæðið leyfi ekki meiri umferð sjósleða en verið hefur. ■ Skólanefnd hefur sam- þykkt að endursetja Úlfar Björnsson í stöðu yfirkennára víð Glerárskóla næsta skólaár. Þá samþvkkti skólaneiud aö endursetja Birgittu Guðjóris-"' dóttur og Róshildi Sigtryggs- dóttur í stöður kennara við Barnaskóla Akureyrar. Enn- fremur samþykkti skólanefnd urnsókn Maríu Steingríms- dóttur um skipun í kennara- stöðu við Barnaskóla Akur- eyrar og umsókn Mörtu Aðal- heiðar Hinriksdóttur unt skip- un í kennarastöðu við Síðu- skóla. ■ Skólanefnd hefur sam- þykkt að veita Ólafi B. Thor- oddsen fulla stöðu við Síðu- skóla og Svanhildi Skúladóttur hálfa stöðu við Barnaskóla Akureyrar. ■ Roar Kvam hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistar- skóla Akureyrar næsta skólaár og Margrét Bóasdóttir yfir- kennari við skólann. ■ Guðný E. Guðmundsson, píanókennari, qg Sveinn Sig- urbjörnsson, trompetkennari, hafa verið ráðin í fullar stöður við Tónlistarskólann frá og með 1. ágúst nk. Þá hefur Jón Rafnsson verið ráðinn í hálfa stöðu við forskóla- og píanó- kennslu. ■ Sigurlína Jónsdóttir og Michael J. Clarke verða í launalausu leyfi frá Tónlistar- skóla Akureyrar næsta skóla- ár. ■ Þrír lausráðnir kennarar hafa verið endurráðnir við Tónlistarskólann næsta skóla- ár, Björn Steinar Sólbergsson í 40% stöðu, Karl Petersen í 100% stöðu og_ Christopher Thornton í 100% stöðu. Hins vegar munu fjórir kennarar láta af störfum við skólann næsta skólaár, Atli Guðlaugs- son, Nigel Liilicrap, Norman H. Dennis og Robert Thomas. ■ Bæjarráð hefur samþykkt 11 milljóna króna fjárveitingu til byggingaframkvæmda við VMA. I ljósi þessarar fjárveit- ingar hefur bygginganefnd VMA samþykkt að Ijrika við 6. áfanga skólans og þar verði gert ráð fyrir félagsaðstöðu nemenda á meðan austurhluti 5. áfanga er ekki nothæfur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.