Dagur - 13.06.1990, Qupperneq 5
Miðvikudagur 13. júní 1990 - DAGUR - 5
Alice J. Sigurðsson:
Er um líf eða dauða að tefla?
Um þessar mundir hafa íslend-
ingar þungar áhyggjur af mengun
sjávar og ekki að ófyrirsynju:
Hafið er lífgjafi þjóðarinnar. En
hvað um mengun lands og lofts?
Getum við treyst því, að 200 þús-
und tonna álver í Eyjafirði hafi
enga mengun í för með sér? Ef
illa færi, væri það þá í stakasta
lagi, bara af því að margir vilja
trúa því, að stóriðja leysi vand-
ann í efnahagsmálum Eyfirðinga
til langframa, - að um líf eða
dauða sé að tefla hvað varðar
lífsafkomu fólksins í þessu
búsældarlega héraði.
Mér er það enn í fersku minni,
þegar um það var rætt fyrir fáein-
um árum, að kanadíska álfélagið
ALCAN reisti verksmiðju við
Eyjafjörð. Ýmsum hraus þó hug-
ur við þeirri hugmynd. ALCAN
bauð þá allmörgum framámönn-
um Akureyrar og nágrennis vest-
ur um haf til þess að skoða eitt af
álverum sínum Quebec-fylki, -
að þeir gætu séð með eigin aug-
um, hversu vel væri þar á öllum
mengunarvörnum haldið. Ferðin
þótti takast vel. Flestum ferða-
langanna leist ágætlega á það,
sem fyrir augu þeirra bar: Álver í
blómlegum byggðum, búpening-
ur á beit á næstu grösum við stór-
iðjuna. Ég man ekki betur en
sumum þeirra, sem verið höfðu
tortryggnir gagnvart álvershug-
myndinni, hafi hreinlega snúist
hugur í ferðinni og fengið trú á
því, að öllu væri óhætt, þótt í
stóriðjuframkvæmdir yrði ráðist
hér í firðinum.
En öflugar mengunarvarnir
kosta mikla peninga og reynast
því miður sjaldan pottþéttar.
Þrátt fyrir fögur fyrirheit um
hreina og ómengaða starfsemi,
virðast stóriðjuverin, hverju
nafni sem þau nefnast, halda
áfram að eitra út frá sér. Um það
má lesa umhugsunarverðan vitn-
isburð í nýjasta hefti af Internat-
ional Wildlife, sem gefið er út af
National Wildlife Federation í
Bandaríkjunum. Það er eitthvert
virtasta og vandaðasta tímarit um
náttúruvernd og umhverfismál í
heiminum. Frásögn mína hér á
eftir byggi ég á grein í þessu
tímariti.
Fyrir um það bil einum áratug
fór að bera á því, að dauða hvali,
einkum miðaldra, ræki á land við
ósa St. Lawrence-fljótsins í Kan-
ada. Voru brátt mikil brögð að
þessu og málíð sannkölluð ráð-
gáta.
Árið 1982 hóf National Insti-
tute of Ecotoxicology (eins konar
Hollustuvernd ríkisins þar
vestra) rannsókn á hræjum hval-
anna. Komust vísindamennirnir
brátt að raun um, að hvalirnir
höfðu þjáðst og líklega drepist af
völdum margvíslegra mein-
semda. Nefna þeir lifrarbólgu,
krabbamein í nýrum, lungna-
bólgu, illkynjuð kýli og æxli í
lungum, banvæn magasár og
alvarlegar heilaskemmdir. Allt
sjúkdómar, sem eins vel gætu
hrjáð mannfólk sem hvali. Einn
hvalanna var meira að segja með
krabbamein í þvagblöðru, sjúk-
lega á það sem fyrir augu þeirra bar:
Álver í blómlegum byggðum, bú-
peningur á beit á næstu grösum við
StÓriðjuna.“ Teikning: Alice
dómur, sem aldrei áður hafði
fundist í hvölum en er ekki óal-
gengur hjá verkamönnum í
ALCAN-álbræðslu um 100 km
ofar við fljótið.
í hvölunum fundu vísinda-
mennirnir mikið af eitruðum
efnasamböndum, m.a. ósköpin
öll af svokölluðum fjölhringa
arómatískum kolvetnissambönd-
um, oft nefndum PAH, (skamm-
stöfun á enska heitinu: polycyclic
aromatic hydrocarbon). Um 600
tonn af þessum baneitruðu efna-
samböndum berast til lofts úr
reykháfum ALCAN-álversins í
Arvidahéraðinu við St. Lawr-
encefljótið. Vísindamönnunum
datt nú í hug að rannsaka heilsu-
far verkafólksins, sem vann í
nábýli við þessi efni. Niðurstaða
rannsóknanna reyndist uggvæn-
leg. Rúmlega 100 fyrrverandi og
núverandi starfsmenn ALCAN-
álversins í Arvida þjáðust af
krabbameini í þvagblöðru. Þótti
líklegast, að um atvinnusjúkdóm
væri að ræða af völdum PAH-
efnasambandanna í umhverfi
verkamannanna, enda kom í ljós
við víðtækari athugun, að slíkt
krabbamein er unt 60% algeng-
Útgáfufyrirtækið Forskot:
The Icelanders komin út
Hjá útgáfufyrirtækinu For-
skoti er komin út bókin The
Icelanders eftir Sigurð A.
Magnússon, rithöfund. For-
mála ritar forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir.
í bók sinni Icelanders eða
íslendingar dregur Sigurður upp
skemmtilega mynd af landi og
þjóð. Sein dænti skrifar Sigurður
um hestamennsku, ásatrú,
kvennahreyfingar, yfirnáttúruleg
efni, ntenninguna, matinn, lífið í
Grímsey, arfleifð víkinganna,
skák, sérkenni íslenskrar tungu
og fjölda margt annað á 400 blað-
síðum í 23 köflum.
Bókin er í alla staði vönduð.
Auk textans prýðir bókina fjöldi
Ijóstnynda sem flestar eru teknar
af Einari Ólasyni, núverandi
ljósmyndara á Pressunni og áður
ljósmyndara á Þjóðviljanum og
DV.
ara í Arvidahéraðinu heldur en í
nokkru öðru byggðarlagi í Que-
bec-fylki.
ALCAN-fyrirtækið véfengir
þessar niðurstöður, telur, að eng-
ar sönnur hafi verið færðar á það,
að PAH-útblásturinn úr verk-
smiðjum þeirra hafi komist inn í
vistkerfið á St. Lawrence-svæð-
inu og valið mönnum og hvölum
heilsutjóni. Það segir þó sína
sögu, að ALCAN hefur gengist
undir að kosta rannsóknirnar á
hvölunum að einum þriðja, jafn-
framt því sem samsteypan hefur
heitið að draga smám saman úr
útblæstri eiturefnasambandanna
og að hafa útilokað þá mengun til
fullnustu árið 2015.
Fyrir tveimur árum setti Kan-
adaþing stranga löggjöf um með-
ferð PAH-efnasambanda til þess
að koma í veg fyrir mengun af
þeirra völdum. Þrátt fyrir þung
viðurlög, ef út af er brugðið, líð-
ur áreiðanlega langur tími, uns
jákvæðum árangri er náð. Eigi að
síður mun Kanada vera fyrsta
ríkið í heiminum, sem setur
strangar reglur um meðferð þess-
ara varasöntu PAH-efnasam-
banda. Spor í rétta átt, en skyldi
þá nokkuð vera að gerast í þess-
um efnum í öðrum löndum?
Stóriðja getur verið dýru verði
keypt og stundum hreinlega verið
um líf eða dauða að tefla.
Alice J. Sigurðsson.
Höfundur er húsmóöir á Akureyri.
Hcimild: Wendy Penneld: Message from the
Belugas.
International Wildlifc, maí-júní 1990.
A VERÐBRÉFA-
MARKAÐNUM
13. JÚNÍ '90
HUSBRÉF
Kaupum og seljum húsbréf og
veitum hverskonar ráðgjöf
varðandi viðskipti með
húsbréf.
Sölugengi verðbréfa þann 1 3. júní.
Einingabréf 1 4.914,-
Einingabréf 2 2.682,-
Einingabréf 3 3.238,-
Skammtímabréf 1 ,664
;
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri
Sími 96-24700
___________________
LAUNAGREIÐENDUR \
EINDAGI
STAÐGREIÐSLUFJÁR
ER 15. HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og
reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt
að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum.
Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar.
Munið að gera skil tímanlega!
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI