Dagur - 15.06.1990, Page 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 15. júní 1990 112. tölublað
Stúdentastjörnur
14 kt. gull
Einnig stúdentarammar og
fjölbreytt úrval
annarra stúdentagjafa
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Siglufjörður:
Slysavarnarskóli sjómanna hefur hald-
ið fjölmörg námskeið fyrir sjómenn á
Akureyri að undanförnu og hefur
skólaskipið Sæbjörg komið í góðar
þarfii'. I gær var m.a. verið að æfa
björgun úr sjó með þyrlu. Myndir: ehb
Þjóðhátíðarsjóður
styrkir væntanlegt
sfldarminjasafn
u iM
Þjóðhátíðarsjóður veitti Félagi
áhugamanna um minjasafn á
Siglufírði nýlega styrk að upp-
hæð 245 þúsund kr. til að
koma upp minjasafni um síld-
arævintýrið. Þetta var þriðji
hæsti styrkurinn sem sjóðurinn
veitti í ár.
Félag áhugamanna um minja-
safn var stofnað sl. haust og eru
félagar um 60 á Siglufirði, en
einnig er Siglfirðingafélagið í
Reykjavík að safna félögum.
Félagið sótti um fimmtánhundr-
uð þúsund króna styrk til Þjóð-
hátíðarsjóðs til endurbóta á
Róaldsbragga sem er norskt hús
eða síldarbraggi sem fluttur var
inn og reistur á Siglufirði árið 1906
af Eliasi Roald og var sérstaklega
notaður sem íbúðarhús fyrir
verkafólk á síldarvertíðinni.
Sjálfsbjörg hefur búið við „rugl“ og rangar prfestingar:
Ætla að stokka reksturinn upp og
það er ekkert heflagt fyrir mér“
- segir Ásgeir Pétur Ásgeirsson, nýr formaður félagsins
Fjárhagsstaða Sjálfsbjargar,
félags fatlaðra á Akureyri og
nágrenni, hefur verið afar
slæm en nýkjörinn formaður
félagsins, Ásgeir Pétur
Ásgeirsson, hyggst grípa til
róttækra aðgerða og freista
þess að leysa þetta vandamál.
Hann segir að Sjálfsbjörg verði
að setja í bakkgír og mikilvæg-
asta verkefnið sé að bregða
réttskeið á fjárhagshallann.
„Sjálfsbjörg hefur rekið vernd-
aðan vinnustað en ekki í sam-
ræmi við lög þar að lútandi og
félagið hefur borið tapið af þess-
um rekstri. Ríkið hefur tekið þátt
í tapinu að hluta en félagið hefur
þurft að axla það með aukinni
skuldsetningu. Þetta þarf að
stokka upp,“ sagði Ásgeir Pétur.
Með uppstokkun sagðist hann
m.a. eiga við að nauðsynlegt væri
að reka fyrirtæki Sjálfsbjargar
eins og hvert annað fyrirtæki og
að ekkert væri heilagt í þeim
efnum.
Hann talaði um offjárfestingar
síðustu ára, rangar fjárfestingar
og minntist á „rugl“ í því sam-
bandi. Þetta þyrfti núverandi
stjórn Sjálfsbjargar að horfast í
augu við og það væri Ijóst að
frekari uppbygging kæmi ekki til
greina heldur yrðu menn að setja
í bakkgír.
Veggboltinn er nú endanlega
liðinn undir lok á Bjargi. Gengið
hefur verið frá samningi við
Akureyrarbæ um leigu á húsinu
sem íþróttahúsi og Asgeir Pétur
sagði að ætlunin væri að leigja
það sem almennt íþróttahús fyrir
félög og einstaklinga þann tíma
sem það væri ekki í notkun á veg-
um bæjarins.
„Við höfum lent í röð af
mistökum. Ein mistökin voru
kannski þau að byggja ekki sund-
laug við Bjarg á sínum tíma og
nota hana sem kennslulaug. En
ég ætla að beita mér fyrir því að
stokka reksturinn upp og það er
ekkert heilagt fyrir mér í þeim
efnum, engar heilagar kýr. Það
verður ekki hjá því komist að líta
kalt á stöðuna eins og hún er og
taka á málunum," sagði Ásgeir
Pétur. SS
Húsið var reist á bryggju, en er
nú orðið fyrir skipulaginu og því
nauðsynlegt að færa það um set
um 20 til 30 metra og endur-
byggja það. Hugmyndin er að
nýta húsið sem safn auk þess sem
luisið sjálft verður hluti af safn-
inu, en fyrir um 15 árum fór fram
mikil söfnun á síldarminjum og
uppi voru háleit markmið um
síldarminjasafn, en því verki
'stjórnaði Frosti Jóhannsson
þjóðháttafræðingur.
Mununum var komið fyrir í
Róaldsbragga og skemrnu þar
skammt frá og hafa verið þar, en
sl. 10 ár hefur lítið sem ekkert
verið aðhafst í málinu og munirn-
ir legið undir skemmdum, auk
þess sem ferðamenn hafa stund-
um tekið með sér muni í leyfis-
leýsi. Síldarútvegsnefnd hefur
lánað gamalt íbúðarhúsnæði
endurgjaldslaust til geymslu á
munum a.m.k. á meðan á flutn-
ingi Róaldsbragga stendur.
Sótt hefur verið um styrk úr
Húsfriðunarsjóði og verður
umsóknin væntanlega afgreidd í
haust, en einnig hefur Siglfirð-
ingafélagið í Reykjavík gefið
félaginu 200 þúsund krónur og
gefin hafa verið út jólakort í
ágóðaskyni, en til ráðstöfunar í
dag er um ein milljón króna.
Orlygur Kristfinnsson formað-
ur félagsins segist gera ráð fyrir
því að það taki a.m.k. 10 ár að
koma síldarminjasafninu í það
horf sem stefnt sé að, en styrkur
Þjóðhátíðarsjóðs sé mjög mikils
virði, ekki síst sá stuðningur og
skilningur á mikilvægi málsins
sem forráðamenn Þjóðhátíðar-
sjóðs sýni, en þetta er þriðja
hæsta styrkveiting sjóðsins í ár.
GG
HöfsÓS:
Heitið á Harald í rúminu
- nýstárleg áheitasöfnun ungmennafélagsins Neista
Norræna tónlistarhátíðin í Ríga:
1800 manns á einleiks-
tónleikum Bjöms Steinars
Óhætt er aö fullyrða að Björn
Steinar Sólbergsson, organisti
Akureyrarkirkju og stjórnandi
Kórs Akureyrarkirkju, hafí
slegið eftirni innilega í gegn á
norrænni tónlistarhátíð í Ríga í
Lettlandi í vikunni. Hvorki
fleiri né færri en 1800 manns
komu á einleikstónieika hans
si. þriðjudag og fékk hann
mjög góðar viðtökur áheyr-
enda.
Norræna tónlistarhátíðin cr nú
haldin í þriðja skipti og er Björn
Steinar eini fulltrúi Islands að
þessu sinni. Ásamt honurn spil-
uðu á hátíðinni organistar frá
hinum Norðurlöndunum.
Á tónleikunum í dómkirkjunni
í Ríga sl. þriðjudag, sem stóðu í
tvær klukkustundir, spilaði Björn
Steinar tónlist eftir gamla snill-
inga eins og Bach svo og íslenska
tónlist. Flutningnum var afar vel
tekið.
Síðastliðinn miðvikudag voru
síðan aðrir tónleikar í Ríga þar
sem organistarnir spiluðu allir. Á
þeim tónleikum spilaði Björn
Steinar eingöngu íslenska tónlist,
m.a. eftir Pál ísólfsson og Jón
Hlöðver Áskelsson.
Björn Steinar er væntanlegur
til landsins í dag frá Lettlandi.
óþh
Farnar hafa verið ýmsar leiðir
til áheitasöfnunar og flest búið
að gera til að afla fjár með því
móti. Ungmennafélagið Neisti
á Hofsósi fann þó upp nýja
aðferð. Á 17. júní ætla þeir að
halda á rúmi um 22ja km leið og
í rúminu verður Haraldur Þór
Jóhannesson bóndi í Enni í
Viðvíkursveit og réttarstjóri
Laufskálaréttar.
Hugmyndin að þessari göngu
kom upp í vetur þegar Neista-
menn fóru að velta fyrir sér hvað
hægt væri að gera til fjáröflunar.
Ekki þótti frumlegt að sparka á
milli sín bolta langar leiðir svo
úr varð að fá einn af dyggustu
stuðningsmönnum félagsins,
hann Harald, til að ferðast með
þeim í rúmi frá heimili sínu.
Gamall og traustur járnbeddi var
valinn sem burðarrúm og mun
Haraldur geta setið uppréttur í
honum með alls kyns þægindi. Að
„Ég lét undan miklum þrýstingi frá
þcim í ungmennafclaginu,“ segir
Haraldur réttarstjóri Jóhannesson.
sjálfsögðu verður farsími með í
förinni svo Haraldur geti tekið
á móti áheitum meðan á torinni
stendur og er númerið 985-21744.
Áætlað er að leggja af stað frá
Enni klukkan 8.00 og hefja síðan
hátíðardagskrána á Hofsósi á því
að marséra með þessa hálfgerðu
skrúðgöngu inn í bæinn á milli
klukkan 13 og 14.
Dagur hafði samband við Har-
ald og spurði hann hvernig þetta
legðist í hann og hvort hann hefði
ekki verið tregur til þessarar
farar.
„Ég lét undan miklum þrýst-
ingi frá þeim í ungmennafélaginu
og ákvað að taka þátt í þessu og
það leggst bara ágætlega í mig.
Þeir bjóða mér alls konar þægindi
og hafa meira að segja boðist til að
koma með farkostinn hingað á
laugardagskvöldið svo ég þurfi
ekki að skipta um rúm svona
snemma á sunnudeginum." SBG