Dagur - 15.06.1990, Side 3

Dagur - 15.06.1990, Side 3
Föstudagur 15. júní 1990 - DAGUR - 3 fréffir Hólmavík: Mikil afmælishátíð í lokjúlí - 100 ára verslunarafmæli Hólmavíkur fagnað með „Landsmóti gleðimanna“ 3. janúar sl. voru liðin 100 ár frá því að Hólmavík öðlaðist verslunarréttindi. Til að minn- ast þessara tímamóta ákvað sveitarstjórnin að fagna þess- um tímamótum með mikilli hátíð sem fram fer dagana 28. og 29. júlí nk. A miðvikudaginn kom formað- ur afmælisnefndar ásamt sveitar- stjóra og hluta sveitarstjórnar til Akureyrar í þeim tilgangi að velja sérstakan afmælismjöð sem Sana hf. mun brugga fyrir hátíð- ina, og smakka á rækjupylsum og rúsínupylsum sem Kjötiðnaðar- stöð KEA mun framleiða sér- staklega fyrir hátíðina. Má því með sanni segja að þar sé m.a. á ferðinni rúsínan í pylsuendanum. Afmælismjöðurinn var valinn mjög lýðræðislega, en um þrjár tegundir var að ræða og greiddu smakkararnir þeim atkvæði í leynilegri kosningu. í þeirri atkvæðagreiðslu tóku einnig þátt fulltrúar frá Raufarhöfn, en hluti af hátíðarhöldunum er að Hólmavík og Raufarhöfn tengj- ast vinabæjaböndum. Örn Ingi myndlistarmaður er hugmyndasmiður hátíðarinnar, og hann kallar afmælishátíðina landsmót gleðimanna, og hvetur alla sem ánægju hafa af mannleg- um samskiptum og hæfilegu gamni að fjölmenna, enda ætti náttúrufegurð Stranda ekki að skemma fyrir. T.d. verður boðið upp á þá þjónustu, að þeir sem verða í giftingarhugleiðingum mæta á svið og ganga í það heilaga frammi fyrir áhorfenda- skaranum, brúðhjónin verða síð- an leyst út með brúðargjöfum. Fimm listmálarar munu ganga um svæðið í hálfan mánuð fyrir hátíðina og túlka náttúru og mannlíf, og síðan verður sölusýn- ing á verkum þeirra. Listmálar- arnir eru Hörður Jörundsson, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir, Ingvar Þorvaldsson, Hringur Jóhannesson og Erla B. Axels- dóttir. Unglingar frá Hólmavík og Raufarhöfn munu hlaupa með fjörugrjót frá sínum heimabyggð- um og mætast í Jónasarlundi í Öxnadal og skella þeim þar tákn- rænt saman, en síðan fara gest- irnir áfram vestur og á fimmtu- dagskvöldið verður móttaka fyrir þá sem hefst með kvöldvöku og varðeldi. Svarist verður í fóst- bræðralag, gestirnir sjá um kynn- ingu á Raufarhöfn í staðarút- varpinu og haldinn verður sam- eiginlegur hreppsnefndarfundur, en niðurstöður hans verða kynnt- ar í útvarpinu. I tengslum við hátíðina keinur út bók um verslunarstaðinn Hólmavík sem Óli E. Björnsson hefur skrifað í tómstundum, og afhjúpaður verður minnisvarði um Stefán frá Hvítadal. Hann er settur saman úr bergdröngum, og í honum lágmynd af Stefáni gerð af Tryggva Magnússyni. Minn- isvarðinn verður afhjúpaður af börnum Stefáns frá Hvítadal. Formaður afmælisnefndar er Björk Jóhannsdóttir, og segir hún að allir gestir muni finna eitthvað við sitt hæfi þessa afmælisdaga á Hólmavík. Grásleppuveiði: Samningar gerðir um sölu 3500 tunna til Þýskalands Gerður hefur verið samningur um sölu á 3500 tunnum af grásleppuhrognum til V.- Þýskalands, og er lágmarks- viðmiðunarverð 900 v.-þýsk mörk eða um 31.500 krónur, en var í fyrra 1100 v.-þýsk mörk eða um 38.500 krónur. Verðlag innanlands hefur hins vegar verið gefið frjálst af Verðlagsráði, en íslenskar verksmiðjur munu greiða tæp- ar 25.000 krónur fyrir hverja tunnu. Helstu kaupendur hér innan- lands eru Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar & Co hf. á Akur- eyri, Ora hf. í Kópavogi og Björg hf. í Stykkishólmi. Hrognin eru söltuð og lituð og lögð í krukkur sem kavíar sem fer síðan á mark- að í Þýskalandi og Frakklandi. Veiðin nú í vor er aðeins um helmingur þess sem hún var í fyrra, enda stunda færri þessar veiðar nú vegna lækkandi verð- lags og þokkalegs verðs á þorski. Hér norðanlands eru grásleppu- veiðar aðallega stundaðar frá Siglufirði, Ólafsfirði, Hrísey og Grenivík en veiðisvæðirt eru annars vegar frá Skagatá að Hvít- ingum, en þar lýkur veiðitíman- um 20. júní, og hins vegar frá Skagatá að Horni en þar lýkur veiðitímanum 1. júlí. Á veiði- svæði frá Horni og suður úr lýkur veiðitímanum hins vegar ekki fyrr en 20. júlí. Flestir þeirra sem hófu veiðar í vor hér norðanlands hafa tekið upp netin. Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir sterkar líkur á því að grá- sleppuveiðin dragist enn meira saman á næsta ári, og svo hafa sjómenn alfarið farið eftir þeim tilmælum Landssambandsins að hefja ekki veiðar nenia fyrir liggi samningur um sölu á hrognun- um, en í fyrra fór veiðin talsvert fram yfir það magn sem búið var að gera sölusamninga um, en tek- ist hefur að selja þær birgðir að mestu. GG Bragi Árnason, prófessor: Vetnisframleiðsla raunhæfur kostur til að draga úr koltvísýringsmengun Húsavík: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt að ráða Gerði Gísladóttur og Elínu Hildi Jónsdóttur fóstrur í fullt starf við Bestabæ frá 1. júní sl.. ■ Bæjarráð samþykkti nýver- ið 70 þúsund króna styrk til dagvistarstjóra vegna ferðar á ráðstefnu í Finnlandi. ■ Bæjarráð hefur fallist á að veita Léttsveit Húsavíkur og söngsveitinni NA 12 200.000 króna styrk vegna Englands- farar. ■ Fram kom í bókun bæjar- ráðs 25. maí sl. að sjö milljóna króna halli varð á rekstri Sjúkrahúss Húsavíkur sf. á sl. ári. ■ Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 5. júní sl. að taka tilboði Borgar hf. í fram- kvæmdir við gerð barnalaug- ar. Tvö tilboð bárust í verkið, frá Borg hf. kr. 736.500 og frá Fjalari hf. kr. 965.066. ■ Birkir Þorkelsson, skóla- meistari Framhaldsskólans á Húsavík, sagði á fundi skóla- nefndar nýverið að mikil þörf væri á að koma upp embættis- bústað fyrir skólameistara. Hann lagði til að bæjaryfirvöld gerðu samning við ríkisvaldið um að Tún verði gert að em- bættisbústað. ■ Joe Cleyton, sem kennt hefur ensku í tvö ár við Fram- haldsskólann, hefur fengið launalaust leyfi í átta vikur frá 1. mars 1991 til að fara á námskeið í Bretlandi. ■ A fundi skólanefndar 25. maí sl. lagði Birkir Þorkels- son, skólameistari, fram til- lögu þess efnis að bæjarstjórn réði félagsmálastjóra/fulltrúa í hálft starf frá 1. ágúst 1990 til þess að aðstoða 13-15 ára ung- linga við félagsstörf. Lagt var til að starfið verði tengt Frant- haldsskólanum og hugsað sem tilraun í eitt ár og þá verði rrrctið hvernig til hafi tekist. í tillögu Birkis var gert ráð fyrir að Sveinn Birgir Hreinsson yrði ráðinn í þessa stöðu. Skólanefnd vísaði málinu til bæjarstjórnar Húsavfkur. ■ Valgerður Mikkelsen hefur sagt upp starfi sínu við Barna- skólann. ■ Skólanefnd hefur sam- þykkt eftirtaldar umsóknir um stöður: Guðrún H. Björns- dóttir í 1/2 stöðu við Barna- skólann, Ásdís Hrefna Har- aldsdóttir í 2/3 stöðu við Barnaskólann, Hólmfríður Garðarsdóttir í 2/3 stöðu, Sigrún Snædal í fulla stöðu og Norman Hanson Dennis í allt að 1/2 stöðu í tónmennta- kennslu. ■ Skólancfnd hefur sam- þykkt að ráða eftirtalda í kennslustörf við grunnskóla- deild og við Framhaidsskól- ann: Guðjón Sigbjörnsson (stærðfræði-líffræði), Guð- mund Stefán Gíslason (sam- félagsfræði-enska), Huldu Egilsdóttur (fslenska-danska), Brynju Waage (þýska- íslenska), Daisy Neijmann (enska-franska), Janice Denn- is (stærðfræði) og Svein Hreinsson (samfélagsgreinar 1/2 starf). Á vegum Samtaka jafnréttis og félagshyggju var haldinn fund- ur á Hótel KEA 6. júní sl. Fundarstjóri var Ari Friðfinns- son. Frummælendur voru Bragi Árnason, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla ís- lands og Stefán Valgeirsson, alþingismaður. Bragi nefndi fyrirlestur sinn „Nýir möguleikar í orkufrekum iðnaði á fslandi." Hann fjallaði fyrst og fremst um framleiðslu á vetni, en til þeirrar framleiðslu þarf aðeins vatn og raforku. Fram kom að tæknileg vandamál við vetnisframleiðslu hafa þegar verið leyst og að engin loftmeng- un hlýst við bruna vetnis og þess vegna raunhæfasti kosturinn sem nú er í sjónmáli til að draga úr koltvísýringsmengun, þrátt fyrir ört vaxandi orkunotkun í 'héimin- um á næstu áratugum. Háskólar í Þýskalandi og Sviss, studdir af mörgum stærstu iðnfyrirtækjum Þýskalands og í nánu sambandi við EBE hafa unnið undanfarin ár að rannsóknum á hagkvæmni vetnisframleiðslu í stórum stíl. Stefnt er að því um næstu áramót að taka ákvörðun um hvort hafist verður handa að byggja tilrauna- verksmiðju sem mun þurfa 100 nregavött af raforku sem notuð verður til framleiðslu vetnis með rafgreiningu. Fram kom í máli Braga að Kanadamenn hafa boðið raforku er þeir telja ódýra á 18 US mills/ kwh til ársins 1995, en 36 US mills/kwh eftir það. Þá kom fram að í skýrslu frá Þjóðverjum er íslands ekki getið í yfirliti yfir þau lönd sem hafa mikla mögu- leika á raforkuframleiðslu. Þó kom fram í skýrslunni að ef unnt væri að fá keypta raforku nær Evrópu, þannig að ekki þyrfti að flytja vetnið um jafn langan veg og þeir hafa gert ráð fyrir, myndi flutnings- og geymslukostnaður vetnisins lækka umtalsvert og þá jafnframt heildarkostnaðurinn við öflun eldsneytisins. Stefán Valgeirsson sagði að fráleitt væri að gera orkusamn- inga sem ekki stæðu undir raun- verulegum heildarkostnaði orku- öflunar eins og íjölmiðlar segja að stefni nú í með samningum við Atlantalhópinn. Hann sagði að ef tekið væri meðaltal af kostnaðar- áætlun 15 virkjunarkosta, sem hann hefði frá Landsvirkjun, að meðtöldum háspennulínum og Kristján Kristjánson. Varði doktors- ritgerð í heim- speki við háskóla í Skotlandi Þrítugur Akureyringur, Kristján Kristjánsson, varði áttunda þessa mánaðar doktorsritgerð sína í heim- speki við St. Andrews háskólann í Skotlandi. Islenskur titill ritgerðarinn- ar er „Frelsi og vald*‘. Kristján ntun formlega Ijúka námi við skólann 1. júlí nk., en þá fær hann afhent próf- skírteini. Kristján er fæddur 25. júlí 1959 og verður því þrjátíu og eins árs í næsta mánuði. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1979 og kenndi að því búnu i eitt ár við Gagnfræðaskóla Akureyrar. BA-prófi í heim- speki frá Háskóla íslands lauk Kristján árið 1983 og kenndi síöan í þrjú úr við Mennta- skólann á Akureyri. Síðustu þrjú ár hefur Kristján stundað framhaldsnám í heimspeki viö St. Andrews háskólann í Skot- landi, Mfil prófi lauk hann árið 1988 og nú doktorsprófi. Foreldrar Kristjáns eru Kristján Einarsson frá Djúpa- læk og Unnur Friðbjarnar- dóttir. óþh spennuvirkjum, myndi heildar- kostnaður til að fullnægja orku- þörf álbræðslu sem framleiddi 200 þúsund tonn á ári fara yfir 55 milljarða og þyrfti því orkuverð- ið að vera yfir 30 US mills. (Úr frcttatilkynningu frá Samtökum jufnrcttis og fclagshyggju.) Hestamannafélagið Funi AFMÆLIS- HÁTÍÐ I tilefni af 30 ára afmæli Funa verður afmælishátíð haldin í Laugaborg, laugardaginn 23. júní nk. og hefst kl. 21.00. Létt skemmtiatriði, veitingar og dansleikur. Félagsmenn og velunnarar félagsins eru hvattir til aö mæta. Miðapantanir í símum 24933 og 31126 í seinasta lagi mið- vikudaginn 20. júní. Allir velkomnir. Stjórnin.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.