Dagur - 15.06.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 15. júní 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Óheppilegt fordæmi
í verðlagsmálum
Verðlag hér á landi undanfarna mánuði hefur
verið stöðugra en um langt árabil. Þennan
stöðugleika má fyrst og fremst þakka ákvæð-
um kjarasamninganna frá því í febrúar síðast-
liðnum, sem oft hafa verið nefndir „þjóðarsátt
um kjaramál“. í þeim var lögð mikil áhersla á
að verðlag héldist sem stöðugast á samn-
ingstímabilinu, sem nær fram á síðari hluta
næsta árs. Reyndar má fullyrða að stöðugt
verðlag hafi verið forsenda þess að samið var
um svo hóflegar launahækkanir sem raun ber
vitni. Frá því febrúarsamningarnir voru undir-
ritaðir hefur tekist þokkaléga að tryggja þá
verðlagsþróun sem þar var gengið út frá. Tíð-
ar verðhækkanir að undanförnu eru þó viss
ógnun við samkomulagið og geta hæglega
leitt til þess að verðbólgan fari yfir hið svo-
nefnda „rauða strik“ kjarasamninganna í
september næstkomandi. Ef sú verður raunin
munu laun almennt hækka í kjölfarið. Þá er
hætt við að verðbólguhjólið komist á skrið á
nýjan leik, knúið áfram af gamalkunnri víxl-
verkun verðlags, kaupgjalds og vaxta.
Breið samfylking mismunandi hagsmuna-
hópa í þjóðfélaginu stóð að gerð febrúarsam-
komulagsins. Öllum, sem mynduðu þá fylk-
ingu, ber auðvitað skylda til að leggja sitt af
mörkum til að tryggja viðráðanlega verðlags-
þróun á samningstimanum. Þar fara aðilar
vinnumarkaðarins fremstir í flokki en ríkis-
valdið hefur ekki síður mikilvægu hlutverki að
gegna. Þess vegna kom það flestum í opna
skjöldu er fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkis-
sjóðs, ákvað að hækka verð á áfengi og tóbaki
nú í vikunni. Það hefur reyndar komið fram í
fréttum að við gerð kjarasamninganna áskildi
fjármálaráðuneytið sér rétt til að hækka verð
á áfengi og tóbaki „1 takt við almenna kostn-
aðarþróun á þriggja mánaða fresti,“ eins og
það var orðað og er því eflaust ekki beinlínis
að brjóta gegn ákvæðum samkomulagsins. Á
hinn bóginn er það fordæmi afar óheppilegt,
sem ríkisvaldið sýnir með þessum hækkunum
nú. Baráttan gegn verðbólgunni hefur ekki
hvað síst snúist um það að fá alla hagsmuna-
hópa í þjóðfélaginu til að hætta svonefndum
„sjálfkrafa“ verðhækkunum en meta þess í
stað hverju sinni hvort raunverulegt tilefni til
verðhækkunar er fyrir hendi. Slíkt mat var
ekki framkvæmt í þessu tilviki heldur er hér
um reglubundna hækkun að ræða.
Ef aðrir fylgja þessu fordæmi ríkisvaldsins,
heyrir stöðugt verðlag sögunni til fyrr en
varir. BB.
Það var létt yfir þeim Oktavíu, Sigrúnu og Úlfhildi þegar þær komu í heimsókn á ritstjórn Dags. Þær vilja hvetja
allar konur til að grilla og skemmta sér í kvennareitnum 19. júní. Mynd: ehb
75 ára afmæli kosningaréttar kvenna:
Konur efiia til grifiveislu
í Naustaborgum 19. júní
Árið 1915 fengu íslenskar kon-
ur kosningarétt til Alþingis, að
vísu með ákveðnum skilyrðum
en þetta var upphafið að full-
um kosningarétti 1918. Konur
á Akureyri og í nærsveitum
ætla að minnast 75 ára afmælis
kosningaréttar og kjörgengis
kvenna á Islandi með grill-
veislu í Naustaborgum þriðju-
daginn 19. júní, á sjálfan
kvennadaginn.
Það eru konur úr öllum flokk-
um og félögum, af öllum stærð-
um og árgerðum, sem ætla að
safnast saman og minnast þessara
merku tímamóta. Ekki verða þó
ræðuhöld og hátíðleiki í fyrir-
rúmi; konurnar ætla einfaldlega
að skemmta sér.
Þær Oktavía Jóhannesdóttir,
Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Úlf-
hildur Rögnvaldsdóttir komu við
á ritstjórn Dags til að kynna fyrir-
hugaða kvennaskemmtun í
Naustaborgum 19. júní. Þær rifj-
uðu upp að konur hefðu komið
saman árið 1985, þegar kvenna-
áratugnum lauk, og plantað
trjám í reitinn í Naustaborgum
sem hefur gengið undir nafninu
kvennareitur.
Óskað eftir nafni
á kvennareitinn
„Við gróðursettum þúsundir
plantna í reitnum fyrir fimm
árum og nú ætlum við að efna til
hugmyndasamkeppni um nafn á
þetta svæði sem kallað er
kvennareiturinn,“ sagði Úlfhild-
ur.
„Við viljum því skora á kon-
urnar sem ætla að koma þetta
kvöld að hugsa dálítið um nafn á
reitnum og skila inn hugmyndum
sínum,“ sagði Sigrún.
- Ætlið þið að gróðursetja
fleiri plöntur núna?
„Aðeins 75 plöntum, sem er
táknrænt fyrir afmælið. Við ætl-
um aðallega að skemmta okkur,“
sagði Úlfliildur.
„Meginþunginn verður lagður
á samveru og skemmtun," bætti
Sigrún við.
Grill og kol verða til staðar í
kvennareitnum en Oktavía sagði
að konurnar þyrftu að koma með
mat, drykkjarföng og nauðsyn-
legustu áhöld. Þær sem vilja aðra
sessu en guðsgræna náttúruna
verða að koma með tjaldstóla
eða teppi með sér.
Plönturnar 75 verða seldar á
hóflegu verði eða efnt til sam-
skota á annan hátt til að fjár-
magna plöntukaupin.
Hver er spaugfugl?
Upphafið að kvennagrillinu í
Naustaborgum 19. júní nk. má
rekja til þess að kvennalistakon-
ur höfðu samband við konur í
öðrum stjórnmálaflokkum á
Akureyri og buðu þeim til við-
ræðu. Síðan var rætt við ýmis fé-
lagasamtök kvenna og konur
skiptu með sér verkum í undir-
búningsvinnu.
Oktavía, Sigrún og Úlfhildur
voru sammála um að þetta sam-
starf hefði gengið vel. Hér er
pólitík lögð til hliðar og hvers
kyns hagsmunaárekstrum gleymt
og konur ætla að sameinast 19.
júní, enda dagurinn helgaður
þeim.
„Fyrir utan það að við borðum
saman þá munum við skemmta
okkur saman. Sum atriði verða
undirbúin en hins vegar er það
mjög vel þegið ef einhverjar
luma á góðum atriðum. Það eru
engar hömlur í því sambandi,“
sagði Sigrún og konurnar óskuðu
þar með eftir skemmtikröftum:
Hver er spaugfugl, spilar á greiðu,
sprellar afkrafti svo við hrífumst með ?
Hver er með nikku á bakinu breiðu?
Búið til sögur sem kæta vort geð!
Stöllurnar lögðu áherslu’á að
allar konur væru velkomnar,
burtséð frá búsetu eða öðrum
aðstæðum, enda er 19. júní dagur
allra kvenna. Haft var samband
við flest félagasamtök kvenna á
Akureyri til að minna á skemmt-
unina og nú bíða konurnar bara
eftir góðu veðri og góðri þátt-
töku. SS
Veiðimál
Eitt af því sem hæst rís hjá
mörgum yfír sumarið er það
hvar hægt er að renna fyrir lax
og silung. Hér á Eyjafjarðar-
svæðinu eru margar ár sem
helst er von á silungi en alltaf
slæðist einn og einn lax með.
Mörgum fínnst lítið sport í því
ef ekki er laxavon.
í fyrrasumar var gerð tilraun til
þess að sleppa hafbeitarlaxi í
Þorvaldsdalsá og tókst sú tilraun
það vel að hún verður endurtekin
og meira en það, því nú hefur
verið ákveðið að gera slíka til-
raun í Eyjafjarðará um leið og
hafbeitarlaxinn fer að ganga.
Einnig er ráðgert að sleppa laxi í
Öxnadalsá á svæði 5B sem er
Öxnadalsá framan Auðna. Er
vonast eftir að þessu framtaki
fylgi aukin eftirspurn á veiðileyf-
um og fleiri geti átt von á laxi á
borðum sínum. Sala veiðileyfa
hefst í versluninni Eyfjörð
þriðjudaginn 19. júní í Eyjafjarð-
ará og Hörgá. Helstu breytingar
á sölufyrirkomulagi eru þær að
forsala til bænda er aflögð og eins
það að staðgreiða skal veiðileyfi
við pöntun. Vonum við að þess-
um breytingum verði vel tekið og
að sem flestir verði ánægðir með
sinn hlut. í versluninni Eyfjörð
fást veiðileyfi í eftirtaldar ár:
Eyjafjarðará, Hörgá, Fnjóská,
Þorvaldsdalsá, Mýrarkvísl og
Staðartorfu og Múlatorfu í Laxá.
Eitt er nýnæmi í sölu veiðileyfa í
Eyjafjarðará, en það er að sala á
þriðja svæði verður í höndum
ferðaþjónustu á Hrísum og hjá
Öldu hf. í Melgerði. Vonumst
við eftir góðri samvinnu veiði-
manna, veiðiréttarhafa og veiði-
leyfasala. Óska ég veiðimönnum
svo og öðrum fengsæls sumars og
ánægjustunda á bakkanum.
Virðingarfyllst fyrir hönd
veiðiréttarhafa og veiðileyfasala.
Einar Long.