Dagur - 15.06.1990, Síða 5

Dagur - 15.06.1990, Síða 5
Föstudagur 15. júní 1990 - DAGUR - 5 -t- Veiðitímabilið að komast á fullt: Byrjimin lofar góðu - 65 laxar komnir í Aðaldalnum Veiðiklær landsins eru nú sem óðast að tínast að bökkum áa og vatna landsins enda veiði víða að byrja og í nokkrum ám komin vel af stað. Líkt og síð- ustu sumur verður Veiðikló Dags á sínum stað í föstu- dagsblaði þar sem tekinn verð- ur púlsinn á sportveiðinni á Norðurlandi. Vel væri þegið að veiðimenn létu fréttir berast til blaðsins af veiðiferðum og gaman væri einnig að fá mynd- ir af veiðimönnum til birtingar í veiðiþættinum. Hljóðið í veiðimönnum er heldur gott þessa dagana enda ástæða til þar sem ágætlega veið- ist og flestar ár eru tærar og veiði- legar. í dag hefst veiði í Vatns- dals- og Víðidalsá í Húnavatns- sýslu og um miðja næstu viku byrjar veiði í Svartá. Gylfi Inga- son í Veiðihúsinu Flóðvangi við Vatnsdalsá sagði í samtali við Veiðiklóna í gær að útlitið sé gott. „Núna er talsvert vatn í ánni en það ætti ekki að hindra veiði. Eg var að koma neðan frá ánni áðan og við sáum stökkvandi lax þannig að þetta er álitlegt. Þeir eru þarna blessaðir," sagði Gylfi. Fyrsta hollið í Miðfírðinum „Eg segi allt nokkuð gott. Fyrsta hollið var að fara héðan með 44 laxa þannig að byrjunin lofar góðu,“ sagði Böðvar Sigvaldason í veiðihúsinu Laxahvammi í Mið- firði. Þrír dagar eru liðnir frá því veiðitíminn hófst í Miðfirðinum og segir Böðvar kominn lax um alla á. „Já, það er töluverður fiskur sem dreifist um árnar. Hann hefur veiðst bæði upp við Kambsfoss í Austurá, í Núpsá og fremst í Hlíðarfossi í Vesturá. Þessu til viðbótar hafa þeir fengið í Miðfjarðará. Fiskurinn er fall- egur og sá stærsti er 15 pund. Minnsti fiskurinn er 7 pund og hann veiddist í morgun,“ sagði Böðvar í gær. Dr. Krókur í Laxána „Við byrjum í fyrramálið og verðum í þrjá daga,“ sagði Frið- rik Friðriksson, sparisjóðsstjóri á Dalvík sem hyggur á veiði í Laxá í Aðaldal um helgina ásamt félögum sínum í veiðiklúbbnum Dr. Krók. Veiðifélagarnir eru ekki af lakari endanum og nægir þar að nefna Vopnfirðingana Pálma stórsöngvara Gunnarsson og Hafþór Róbertsson skóla- stjóra. Þessi 12 manna veiði- klúbbur fer á hverju ári í túr í land Árnes við Laxá. „Okkur hefur gengið svona upp og ofan en við erum spenntir núna enda lítur þetta vel út. Þetta er bæði gaman og alvara hjá okkur enda er þetta tími sem alla jafna er ekki mjög gjöfullsagði Friðrik. Silungurinn tregur að taka „Hér er engin rosaveiði," sagði Hólmfríður á Arnarvatni þegar grennslast var eftir silungsveið- inni í Laxá í Þingeyjarsýslu. Veiðin hófst 1. júní og segir Hólmfríður að veiðin hafi verið keimlík frá byrjun. „Menn sáu strax mikinn silung en hann hefur tekið mjög naumt. Fiskurinn hef- ur mikla lirfu í ánni og því er hann ekki mjög gráðugur. Aðstæðurnar eru allt aðrar en í fyrra. núna er komið talsvert rykmý og vargur sem ekki sást í fyrra,“ sagði Hólmfríður. Húsvíkingar í Aðaldalnum Húsavíkurholl var í gær við veið- ar í Laxá í Aðaldal en þar hefur byrjunin líkt og annars staðar verið góð. Fyrir hádegi í gær komu 6 laxar á land, þrír á neðra svæðinu og þrír á því efra. í heild eru kornnir 65 laxar á land en enn hefur 19 punda laxirin frá því á mánudagsmorguninn ekki verið sleginn út. Fiskarnir eru allir af stærðinni 10-15 pund. JÓH NÚ ER HANN ÞREFALDUR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.