Dagur


Dagur - 15.06.1990, Qupperneq 6

Dagur - 15.06.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Föstudagur 15. júní 1990 < <x:u:\ ... 3 nesfín 17. jum Glens og iuui uI Flögg. Hattar. Rellur. Veifur. Lúörar. Stafir. er ódýrast hjá okkur Stórmarkaðsverö í stórum pakkningum vi5 bensíntankana 3 nestin Aðalfundur Leikfélags Öngulsstaðahrepps veröur haldinn í Freyvangi mánudaginn 18. júní kl. 21.00. Allir velkomnir. Stjórnin. Veiðileyfi Sala veiðileyfa í Eyjafjarðará og Hörgá hefst í verslun- inni Eyfjörð þriðjudaginn 19. júní kl. 9.00 árdegis. Sala á þriðja svæði í Eyjafjarðará er í höndum ferða- þjónustu bænda á Hrísum og Öldu hf. í Melgerði. Veiðifélög Eyjafjarðarár og Hörgár. Norskur maður, Eyvind Fröen að nafni, hélt námskeið á Akureyri fyrir nokkrum dög- um um hjónabandið og vanda- mál þess. Hann kom uppruna- lega til landsins á vegum „Ungs fólks með hlutverk“ en til Eyjafjarðar kemur hann á vegum prófastsdæmisins og sóknanna á Akureyri. Blaða- maður hitti Eyvind Fröen að máli, og bað hann um að lýsa efni þessara námskeiða. Eyvind Fröen byrjaði mál sitt á að segja frá því að hann væri gift- ur maður, og hefði verið það í tuttugu og fimm ár. í upphafi hefði ríkt mikill kærleikur milli þeirra hjóna, en smám saman hefði ástandið farið versnandi. Eftir nokkurra ára hjónaband voru þau farin að særa hvort ann- að og rifrildi urðu algeng. Eyvind segir að þau hjónin hafi verið á barmi skilnaðar um tíma, en þá hafi hann áttað sig á að eitthvað þurfti að gera. Þau héldu bæði að skilnaður væri eina leiðin, en vildu samt innst inni ekki skilja. Það væri kjarni málsins, mörg hjón sæju enga aðra leið en skiln- að út úr erfiðleikum hjónabands- ins. Þó væru til aðrar og betri leiðir, en til að fara þær þurfi ákveðna þekkingu. Hlutverk sitt í dag segir hann vera að miðla þessari þekkingu til hjóna sem hafa þörf fyrir hana - og það eru reyndar flest hjón. Vegna þess að hjónabandið og tilfinningamál eru flókin atriði í mannlegum samskiptum er tæp- lega hægt að ætlast til að hægt sé að gera grein fyrir þeim hlutum í stuttu máli. Þó segir Eyvind Frö- en að grundvallaratriðið sé að fólk reyni að skilja sjálft sig, til- finningar sínar og þarfir. A því grundvallast hjónabandið að sá skilningur sé fyrir hendi. En hvað eru tilfinningar og þarfir? Eyvind Fröen segir að flest fólk, einkum karlmenn, eigi mjög erfitt með að gera sér grein fyrir tilfinningum sínum á vitræn- an hátt. Karlmenn finni t.d. oft fyrir mikilli spennu eða þvingun, en þeir geti ekki komið orðum að þvf hvað ami að. Oft gerir fólk sér alls ekki grein fyrir orsökum tilfinninga sinna, en lætur líf sitt samt stjórnast af tilfinningalegum þáttum. Ákvarðanir um skilnað eru oft teknar á grundvelli tilfinn- inga einna saman, og þá er vit- ræni þátturinn, rökhugsunin, ekki með í spilinu. í viðtölum við fólk leggur Eyvind Fröen áherslu á að ein- staklingarnir læri að þekkja til- finningar sfnar, og geti aðskilið Kjörbúð KEA, Sunnuhlíð 12 RC cola IV2 97 Sinalco IV2 97 Egils að sjálfsögðu Sanitas pilsner 6 í pakka 350 Úr kjötborðinu beint á grillið: Svínakjöt, lambakjöt, folaldakjöt, nautakjöt. Opið frá kl. 9-20 frá mánudagi til föstudags. Laugardag kl. 10-20. Beint 1ir ofninum: Grillaðir kjúklingar .597 kr. stk. íslensk grillkol 188 kr. Við Glerárkirkju. F.v. Þorsteinn Kristiansen, Eyvind Fröen og sr. Pétur Þórarinsson, sóknarprestur. Mynd: ei Skilnaður er ekki besta lausnin - spjallað við Eyvind Fröen um vandamál hjónabandsins þær frá vilja og rökhugsun. Hann tekur dæmi af manni/konu sem er ákveðin í að skilja við maka sinn. Orsökin er að viðkomandi álítur sig ekki lengur vera ástfanginn af maka sínum. „Maður í þessar aðstöðu segir við sjálfan sig: Ég er ekki lengur hrifinn af konunni minni, hún vekur ekki hjá mér neinar tilfinningar lengur. Það var bara fyrstu árin, svo var allt búið. Hjónaband mitt er aðeins gamall vani. Ég ætla að losa mig úr þessu sambandi við konu mína, ég er hrifinn af annarri konu. Hún vekur með mér þær tilfinningar sem kallast ást. Ég ætla því að skilja við eiginkonuna en taka saman við þessa nýju.“ Þetta dæmi segir Eyvind Fröen vera algengt fyrirbæri, en við nánari skoðun sé skilnaður í þessu tilviki oft aðeins skamm- tímalausn. Hvaða tryggingu hef- ur maðurinn fyrir því að tilfinn- ingar hans til nýju konunnar eigi ekki eftir að breytast og kólna? Mun þetta nýja samband ekki líka enda með skilnaði? Á því eru miklar líkur, enda hefur margt fólk leitað til hans einmitt í þessum sporum. Fólk, sem hefur skilið og gifst nýjum maka, en síðan hefur allt siglt í strand á nýjan leik. Eyvind Fröen kennir að þrír þættir mannlegs eðlis séu mikil- vægastir í þessu sambandi: Viljinn, tilfinningar og rökhugs- un. Maðurinn sem skilur við konu sína af þeirri ástæðu einni að hann er hrifinn af annarri byggir þá ákvörðun á tilfinning- um einum saman, viljinn þjónar valdi tilfinninganna. Rökhugsun kemst ekki að. Hin kalda rök- hugsun segir manninum e.t.v. að ákvörðun hans sé röng, en hann þaggar rödd hennar niður. „Þessi maður byggir líf sitt á afar ótraustum grunni, þar sem tilfinningar eru annars vegar. Ég velti þessum málum mikið fyrir mér ásamt konu minni, og við komumst að þeirri niðurstöðu að við hefðum betri grundvöll að byggja á, nefnilega kristna trú. Fyrir hjálp trúarinnar tókst okk- ur að sigrast á mörgum vanda- málum, og það geta fleiri gert,“ segir hann. En hvað myndi Eyvind Fröen segja við hjón sem kæmu til hans, ákveðin í að skilja því þau elsk- uðu hvort annað ekki lengur, og segðu reyndar að ást milli þeirra væri útilokuð? „Þá myndi ég byrja á því að skilgreina með fólkinu hvað þau ættu við með hugtakinu ást,“ segir Eyvind. „Þótt mörg tilfelli sýnist vonlaus þá er ástandið aldrei svo slæmt að ekki megi úr því bæta. En þá er líka grundvallaratriði að fólkið/ leggi sig fram um að skilja tilfinn- ingar sínar og maka síns. „Það er foreldrum náttúrulegt að elska börn sín og að vilja uppfylla þarf- ir þeirra. Þegar ég uppfylli þarfir barns míns vegna þess að ég elska það, þá elskar barnið mig. Maður elskar konuna sína þegar hún uppfyllir þarfir hans. Konan elskar mann sinn því hann upp- fyllir þarfir hennar. Af þessum ástæðum er greinilegt að við verðum að skilja þarfir hvors annars og okkar sjálfra, við meg- um ekki vera hrædd við að ræða málin. Ástin grundvallast á því að uppfylla þarfir, sýna skilning. En því miður eru margir þannig staddir að þeir geta ekki skilið þarfir sfnar og tilfinningar án hjálpar. Ég segi hiklaust við fólk sem er að hugleiða skilnað: Setj- ist niður, talið saman, reynið að skilja ykkur sjálf og hvað þið eruð að gera. Skilnaður er venju- lega versta lausnin á vandamál- um ykkar, hann leysir engan vanda heldur ýtið þið vandanum á undan ykkur.“ í samtalinu við Eyvind Fröen kom fram að hann hefur ferðast víða um lönd til að kenna og halda námskeið. Hann segir að vandamálið sé alls staðar líkt, skilning skorti á mannlegum sam- skiptum og þörfum. Fólk sem lendir í tilfinningalegum blind- götum byrjar að særa hvort annað, þótt innst inni þyki því vænt um makann. Nái slíkt ástand að þróast endar hjóna- bandið með skilnaði. Því er stundum haldið fram að betra sé fyrir börnin að foreldrar skilji en að þau búi saman ósátt. Eyvind Fröen bendir á þriðja möguleik- ann, valkost sem því miður alltof fáir ná að nýta sér því þeir þekkja hann ekki. EHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.