Dagur - 21.06.1990, Side 2

Dagur - 21.06.1990, Side 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 21. júní 1990 Skagaíjörður: Fyrsta Kvennasmiðjan á Norðurlandi stofhuð I Safnahúsinu á Sauðárkróki var sl. þriðjudagskvöld hald- inn stofnfundur svokallaðrar Kvennasmiöju og er það sú fyrsta á Norðurlandi. Þetta er menningar- og fræðsluhópur kvenna á öilum aldri í Skaga- firði sem hefur það að mark- miði sínu að skapa konum aðstöðu til að vinna að sínum hugöarefnum. A fundinn mætti mikill fjöldi skagfirskra kvenna, um 120 talsins, og af þeim skráðu sig rúmlega 90 sem stofnfélagar Kvennasmiðjunnar. Var það miklu betri aðsókn heldur en upphafskonurnar höfðu gert sér María Björk Ingvadóttir í ræðustól ú stofnfundi Kvennasiniöjunnar ú Sauðárkróki. vomr um. Tilgangur félagsins er m.a. að auka samheldni og sjálfstraust kvenna og stuðla þannig að virkri þátttöku þeirra á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. Einnig er stefnt að því að á veg- um félagsins verði starfrækt sér- fræðileg fjölskylduráðgjöf. Hugmyndir um starfsemi félags- ins eru margar og m.a. hefur verið rætt um möguleika kvenna á að kynna og selja sína framleiðslu í heimilisiönaði, skiptimarkaði og leshópum. Vonast er til að hægt verði að fjárfesta í húsi undir starfsem- ina sem fyrst. í stjórn hinnar skagfirsku Kvennasmiðju voru kosnar: Herdís Sæmundardóttir, Sigríð- ur Pálmadóttir, Sigríður Guð- jónsdóttir, María Björk Ingva- dóttir og Anna Puríður Hróð- marsdóttir. Pær ntunu síðan skipta með sér verkum á stjórn- arfundi. Fyrir stofnun þessarar Kvenna- sniiðju voru þrjár slíkar á land- inu, Hús frú Láru á Seyðisíirði, Hlaðvarpinn í Reykjavík og Kvennasmiðjan í Vestmanna- eyjurn. Þetta er því sú fyrsta á Norðurlandi og er það fagnað- arefni fyrir norðicnskar konur. SBG Girtu garðinn þinn sjálfur með metpost Metpost kynning hjá Bygginga- vörudeild KEA/Lónsbakka föstu- dag 22. júní kl. 13-18. Metpost er ódýr og einföld lausn fyrir alla. Metpost úreltir vinnuna og erfiö- iö aö þurfa aö grafa og steypa. Metpost er fyrir giröingar, skjól- veggi og sólpalla. Það hefur sýnt sig viö aö nota Metpost og staðlaða skjólveggi aö það er allt aö helmingi ódýr- ari lausn. Ath.: Útsölustaður Metpost á Húsavík er versl. Grímur og Árni. Byggingavömr Lónsbakka Sími 96-30300 fréttir Sauðárkrókur: Ný bæjarstjóm fundar í fyrsta sinn Fyrsti fundur nýrrar bæjar- stjórnar á Sauðárkróki var haldinn þriðjudaginn 19. júní. Þar var málefnasamningur meirihlutans kynntur og kosn- ingar í nefndir og annað fóru fram. Forseti bæjarstjórnar var kosinn Knútur Aadnegard, oddviti sjálfstæðismanna og bæjarstjóri verður áfram Snorri Björn Sigurðsson og var það samþykkt samhljóða með níu atkvæðum. Meirihlutann skipa fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og K-listans. Sá málefnasamning- urinn sem þessir listar komu sér saman um hljóðar svona: Samstarfsaðilar telja það brýn- asta verkefni bæjarstjórnar að lækka skuldir bæjarsjóðs. Mikilvægt er að Sauðárkróks- bær geri það sem í hans valdi stendur til þess að rekstrarskil- yrði fyrirtækja séu sem best, þannig að auðveldara sé að halda uppi fullri atvinnu og jafnframt að skjóta nýjum stoðum undir atvinnulífið. Unnið verði áfram að upp- byggingu hafnarinnar samkvæmt hafnaráætlun. Náð verði samningi við stjórn- völd um byggingu Bóknámshúss FAS þar sem gert verði ráð fyrir að fyrsta áfanga verði lokið haustið 1993. Gerð verði áætlun um heildar- uppbyggingu grunnskólanna á Sauðárkróki. Leitað verði leiða til að bæta félagsaðstöðu unglinga og efla heilbrigt tómstundastarf þeirra. Gerð verði ný könnun á þörf fyrir dagvistun barna og unnið samkvæmt niðurstöðum hennar. Sauðárkróksbær hafi forgöngu um byggingu þjónustu- og leigu- íbúða fyrir aldraða. Gerð verði áætlun um skipulag og uppbyggingu íþróttasvæða og íþróttamannvirkja. Unnið verði að varanlegri lausn á frárennslismálum, sem miðist við það að losna við mengun. Áfram verði unnið að frágangi opinna svæða, gangstíga og úti- vistarsvæða. Óskað verði breytinga á flug- málaáætlun, þannig að malbikun Alexandersflugvallar verði flýtt og hann jafnframt lengdur. Viðundandi niðurstaða fáist á stækkun lögsögu Sauðárkróks- bæjar. Á fundinum var síðan kosið í nefndir og ráð, en þó var þeim kosningum ekki lokið að fullu, því að ákveðið var að fresta sum- um vegna þátttöku í Héraðs- nefnd Skagfirðinga. Sú tillaga kom fram á fundin- um að þar sem í dag væri nú 19. júní og 75 ára afmæli kosninga- réttar kvenna, væri best að kjósa í jafnréttisráð, en slíkt ráð hefur ekki verið á Sauðárkróki áður. Ákveðið var að þessi tillaga færi fyrir bæjarráð. Fundurinn gekk vel fyrir sig og í byrjun hans hafði aldursforset- inn, Hilmir Jóhannesson, það á orði að bæjarstjórnin hlyti að vera orðin skipuð ungu fólki þar sem að hann væri orðinn aldurs- forseti. SBG Nýja bæjarstjórnin á Sauðárkróki úsamt bæjarstjóra. Aftari röð frá vinstri: Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri, Björn Sigurbjörnsson, Stefán Logi Haraldsson, Knútur Aadnegard, Viggó Jónsson, Hilmir Jóhannesson og Björn Björnsson. Fremri röð frá vinstri: Anna Kristín Gunnarsdóttir, Her- dís Sæmundardóttir og Steinunn Hjartardóttir. itíííib Garðplöntur frá Skógræktarfélagí Eyfirðinga 1990 Rósir Algengt verð kr. 500,- Villirósir Ágræddar rósir Trjáplöntur Algengt verð frá kr. 250-2000 Barrtré Blágreni Rauðgreni Sitkagreni Lerki Broddfura Dvergfura Stafafura Lauftré Birki íslenskt Birki finnskt Reyniviður Koparreynir Úlfareynir Elri Heggur Gullregn Alaskaösp Selja Limgerðis- plöntur Verð frá kr. 50-200 Víðiplöntur Tröllavíðir Alaskavíðir Brekkuvíðir Glitvíðir Gulvíðir Lappavíðir Loðvíðir Myrtuvíðir Viðja Toppar Blátoppur Dúntoppur Glæsitoppur Aðrar tegundir Birki Gljámispill Fjallarifs Berjarunnar Rifsber Sólber Runnar með rauðum og bleikum blómum Lágkvistur Perlukvistur Rósakvistur Víðikvistur Bogsýrena Draumsýrena Dúnsýrena Gljásýrena Skógarplöntur Algengt verð kr. 40-55 Lerki Birki Stafafura Blágreni Ösp Hvítgreni Runnar með hvítum blómum Alaskayllir Birkikvistur Bjarkeyjarkvistur Garðakvistur Stórikvistur Drekakvistill Runnamura Snækóróna Skrautrunnar Verð frá kr. 250-500 Runnar með gulum blómum Dúntoppur Runnamura Gullrifs Gullkergi Vafnings- og klifurplöntur Vaftoppur Ýmsir skrautrunnar Myrtuvíðir Körfuvíðir Rjúpnavíðir Loðkvistur ígulmispill Bogmispill Runnamura Fjallarifs Þekju- og skriðular plöntur Stöngulber Hélurifs Kirtilrifs Runnamura Grávíðir Loðvíðir Reklavíðir Netvíðir ★ Aðrar vörur Kjarnamold Áburður ýmsar teg. Gróðursetningar- áhöld Af suiiiuni tegundum skrautrunna eru aðeins til fá eintök. ★ Okkar reynsla er ykkar hagur ★ Opið virka daga kl. 9-18 • Laugardaga kl. 10-17. Gróðrarstöðin í Kjama Upplýsingar og pantanir í símum 24047 og 24599.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.