Dagur - 21.06.1990, Síða 9
Fimmtudagur 21. júní 1990 - DAGUR - 9
-J
leiklist
F
Sigrún Ástrós
- sýning Leikfélags Reykjavíkur
Leikfélag Reykjavíkur er í leik-
ferð um landið norðaustan- og
austanvert þessar vikurnar.
Frumsýningin í ferðalaginu var í
Samkomuhúsinu á Akureyri 19.
júní. Verkefnið, sem ferðast er
með, er eintalsverkið Sigrún
Ástrós, en það er eftir breska
leikritaskáldið Willy Russell og
heitir á frummálinu Shirley Val-
entine.
íslensk þýðing verksins og
staðfæring er eftir Þránd Thor-
oddsen. Textinn er lipur og
smellinn og fellur svo til ætíð vel
í eyra. Staðfæringin er snjöll og
vekur víða hlátur.
Margrét Helga Jóhannsdóttir
fer með eina hlutverkið í leikrit-
inu, Sigrúnu Ástrósu. Margréti
tekst mjög vel að gæða persón-
una lífi. Sýningin, sem stendur
fullan, hefðbundinn leikritstíma,
heldur áhorfandanum vel vák-
andi allan tímann. Sérlega vel
tekst Margréti að sýna geðhrif
persónunnar og túlka líðan henn-
ar ýmsum skeiðum eintalsins og
atburðarásarinnar. Hún nær vel
að sýna breytinguna, sem verður
á persónunni í gegnum verkið og
láta áhorfendur finna þá baráttu,
sem á sér stað innra með henni
fyrir því, sem hana dreymdi að
vera og vill vera.
Það er umtalsvert afrek að
flytja eintalsverk svo að vel fari
og ekki verði á hnökrar, sem
skemma heildina. Margrét Helga
stóðst sannarlega þá raun með
prýði og þannig að tæplega er
unnt að segja að skuggi hafi fallið
á. Einungis fáeinum sinnum gætti
óverulegs óöryggis í texta og lítils
háttar galla í sviðshreyfingum, en
í heild var túlkun og fas ákveðið
og sannfærandi.
Leikstjóri sýningarinnar
Hanna María Karlsdóttir, hefur
greinilega unnið verk sitt af
prýði. Það er ekki síður flókið og
vandasamt að hreyfa eina pers-
ónu um leiksvið í einn og hálfan
klukkutíma þannig, að eðlilegt
geti talist og gagnsamlegt því
leikverki, sem unnið er með, og
erindi þess, en að skipa niður
hópatriði. Raunar er um ólíka
þraut að ræða, en báðar þarfnast
vakandi athygli, mikillar hug-
kvæmni og fágaðrar smekkvísi.
Þessi atriði eru fyrir hendi nær
alls staðar í uppsetningu verksins.
í einstaka skipti hefði samt mátt
íhuga aðra hreyfingu eða stöðu á
sviðinu. Þetta á einkum við eftir
hlé, en í þeim hluta bregður
einna helst fyrir uppstillingarlegu
fasi og hreyfingum.
Efni leikritsins Sigrún Ástrós
er hugleiðingar húsmóður og eig-
inkonu á miðjum aldri. Hún rek-
ur ýmsa þætti liðinnar ævi og
samtíðar og dregur af þeim
niðurstöður, sem gjarnan vekja
bergmál í hugskoti áhorfenda.
Sigrún Ástrós saknar drauma og
dirfsku æsku- og unglingsáranna
og finnur fyrir kjarkleysi sínu,
sem kemur í veg fyrir það, að
hún brjóti af sér þann dróma,
sem hún er drepin í.
Umfjöllun höfundarins er á
margan hátt íhugunarverð. Hún
snýst um viðhorf hinnar hömluðu
konu til sjálfrar sín og afstöðu
hennar til þeirra, sem næst henni
standa; eiginmanns, barna, vina,
kunningjahóps og nágranna.
Þetta viðfangsefni víkkar í fram-
rás verksins. Framan af er Sigrún
Ástrós kvartsár og kennir öðrum
aðstæður sínar, en þegar lengra
líður, hefur hún komist að raun
um það, að þeir eru harla margir
þræðirnir, sem binda og sem þarf
að rjúfa, eigi maðurinn, hvort
heldur hann er karl eða kona, í
raun að teljast frjáls.
Yfirleitt er efnismeðferð höf-
undarins heildstæð og sannfær-
andi. Þó gætir þess nokkuð, að
mikið sé dvalist við einstakar og
á stundum tískubundnar orsak-
ir og skýringaleiðir, svo sem
þær, sem lúta að kynlífi og kyn-
ferðislegri fullnægingu. Þetta er í
samræmi við þá umræðu, sem var
um þessa þætti fyrir nokkrum
árum og gætir reyndar nokkuð
enn, og snerist um það, hve
gjörtæk áhrif þessi atriði hefðu á
tilfinningalíf og líkamlega og
andlega vellíðan manna almennt
og gjarnan sér í lagi kvenna. Af
þessum sökum fellur textinn á
tónlist
il-
stöku stað, verður langdreginn
og leiðist jafnvel út í lélega neð-
annaflabrandara, sem spilla hin-
um annars ágæta heildarsvip,
sem er á verkinu.
Þrjár sýningar verða á leikrit-
inu Sigrún Ástrós á Akureyri;
hin síðasta í kvöld, 21. júní.
Sýnt verður á Dalvík 22. júní, á
Húsavík þann 23. og í Skjól-
brekku í Mývatnssveit 24. júní.
Lokasýning á Norðurlandi verð-
ur á Raufarhöfn 25. júní.
Það er full ástæða til þess að
hvetja leikhúsunnendur til þess
að sjá þessa sýningu eigi þeir þess
kost. Þeir verða ekki sviknir af.
Haukur Ágústsson.
Þriðjudaginn 19. júní hélt sænski
kórinn Braschamba frá Bengts-
fors í Vestur-Svíþjóð tónleika í
Akureyrarkirkju. Kórinn er á
söngferðalagi á íslandi og hafði
þegar haldið eina tónleika í
Reykjavík 18. júní og mun
syngja þar aftur 21. júní í Nor-
ræna húsinu.
Kórinn er skipaður ellefu
söngvurum, sem skiptast þannig í
raddir, að þrjár konur eru í sópr-
an og aðrar þrjár í alt. Tveir karl-
ar eru í tenór og bassar eru þrír,
en einn þeirra er stjórnandi og
undirleikari kórsins og hverfur úr
bassaröddinni, þegar píanóleiks
er þörf með söng kórsins. Hér er
því í raun um tvöfaldan til þre-
faldan kvartett að ræða, sem
svipar nokkuð til djasskórsins
Norðaustan tólf á Húsavík.
Raddir kórfélaga eru greini-
lega góðar og falla yfirleitt vel
saman. Nokkuð bar samt á því að
einstök rödd kæmi fram úr í sópr-
an en miklu minna í hinum rödd-
unum. Áferð í flutningi var að
Braschamba
sænskur kór í Akureyrarkirkju
Akureyrarprestakall.
Fyrirbænaguðsþjónusta verður í dag
fimmtudag kl. 17.15.
Allir velkomnir.
Sóknarprestarnir.
Náttúrugripasafnið Hafnarstræti 81
sími 22983.
Opið daglega nema laugardaga kl.
13-16.
Minjasafnið á Akureyri.
Opið frá 1. júní til 15. septemberfrá
kl. 13.30-17.00.
Nonnahús
er opið daglega frá kl. 13.00 til 17.00
frá 4. júní til 1. september.
Safnahúsið Hvoll, Dalvík,
verður opið í sumar frá 1. júnf til 15.
september alla daga vikunnar frá kl.
13.00 til 17.00.
Davíðshús Bjarkarstíg 6.
Opið daglega milli kl. 15-17.
safnvörður.
ER AFENG!.VANDAMAL I
ÞINNI FJOLSKYLDU?
AL’ANON
FYRIR ÆTTINGJA OG VINIALKÓHÚUSTA
_ A Oóiast vor. i stað
l pessum samtokum getur Þu ▼ orvænt,ngar
^ H,tt aðra sem ghma v,ð ^ Bætt astandið mnan
samskonar vandamél Ijolskvldunnar
▲ Fraeðst um alkoholisma ^ Byggt upp siatlstraust
sem siukdom pitt
FUNDA RSTA DUR:
AA hutið a
Strandgr.ta 21, Akureyri. simi 22373
Manudagar kl 2100 AmA
Miðvikudagar kl 21 00
laugardagar kl 14 00
Minningarkort Landssanitaka
hjartasjúklinga fást í öllum bóka-
búðum á Akureyri.
Minningarkort Heilaverndar fást í
Blómahúsinu Glerárgötu 28.
Minningakort Hjarta- og æða-
verndarfélags Akureyrar og ná-
grennis, fást í Bókabúð Jónasar,
Bókvali og Möppudýrinu
Sunnuhlíð.
Minningarspjöld Minningarsjóðs
Jakobs Jakobssonar fást í Bókabúð
Jónasar og í Bókvali.
Minningarspjöld Náttúrulækninga-
félagsins á Akureyri, fást í Bókvali,
Amaró og Blómabúðinni Akri í
Kaupvangi.
Minningarspjöld Minningarsjóðs
Kvenfélagsins Hlífar fást í Bókabúð
Jónusar, Möppudýrinu Sunnuhlíð,
Blómabúðinni Akri og símaafgreiðslu
" S.A.
Minningarspjöld Sambands
íslenskra kristniboðsfélaga fást hjá:
Pedromyndum Hafnarstræti 98. Sig-
ríði Freysteinsdóttur Þingvallastræti
28, Hönnu Stefánsdóttur Víðilundi
24 og Guðrúnu Hörgdal Skarðshlíð
17.
Minningarspjöld Styrktarsjóðs
Kristnesspítala fást í Bókvali og á
skrifstofu Kristnesspítala.
Minningarkort Aknreyrarkirkju fást
í Bókvali og Blóntabúðinni Akri í
Kaupangi.
Minningarkort Rauða krossins eru
til sölu í Bókvali.
Minningarspjöld Minningarsjóðs
Guðmundar Dagssonar, Kristncs-
hæli, fást í Kristneshæli, Bókavcrsl-
uninni Eddu Akurcyri og hjá Jór-
unni Ólafsdóttur Brekkugötu 21
Akureyri.
Athugið
Vinarhöndin, Styrktarsjóður Sól-
borgar, selur minningarspjöld til
stuðnings málefna þroskaheftra.
Spjöldin fást í: Bókvali, Bókabúð
Jónasar, Möppudýrinu í Sunnuhlíð
og Blómahúsinu við Glerárgötu.
Grýtubakkahrcppur - Grenivík.
Munið eftir minningarspjöldum
Steinunnar Sigursteinsdóttur. Til
sölu hjá Eydísi í Litluhlíð 2g. sími
21194.'
Minningarkort Sjálfsbjargar Akur-
eyri fást hjá eftirtöldum aðilum:
Bókabúð Jónasar, Bókval, Akri
Kaupangi, Blómahúsinu Glerárgötu
28 og Sjálfsbjörgu Bugðusíðu 1.
Minningarspjöld Slysuvarnafélags
Islands fást á cftirtölduin stöðum:
Bókabúö Jónasar, Bókvali og Blóma-
búðinni Akri.
Styrkið Slysavarnafélagið í starfi.
Minningarkort Glerárkirkju fást á
eftirtöldum stöðum:
Hjá Ásrúnu Pálsdóttur Skarðshlíð
16 a, Guðrúnu Sigurðardóttur
Langholti 13 (Rammagerðinni).
Judith Sveinsdóttur Langholti 14, í
Skóbúð M.H. Lyngdal Sunnuhlíð,
versluninni Bókval, í Glerárkirkju
hjá húsverði, Blómahúsinu Glerár-
götu, Bókabúð Jónasar og Blóma-
búðinni Akri Kaupangi.
iVíinningarspjöld Krabbameinsfélags
Akureyrar og nágrcnnis fást á eftir-
töldum stöðum: Akureyri: Blóma-
búðinni Akur, Bókabúö Jónasar,
Bókvali, Möppudýrinu í Sunnuhlfð
og á skrifstofunni Hafnarstræti 95,
4. hæð; Dalvík: Heilsugæslustöð-
inni, Elínu Sigurðardöttur Stór-
holtsvegi 7 og Ásu Marinósdóttur'
Kálfsskinni; Ólafsfirði: Apótekinu;
Grenivík: Margrcti S. Jóhannsdótt-
ur Hagamel.
Síminn á skrifstofunni er 27077.
jafnaði góð, innkomur öruggar
og túlkun í flestum tilfellum í
mjög góðu lagi.
Sérstaklega eftirtektarvert var,
hve vel kórinn náði viðhlítandi
meðferð negrasálma og nokkurra
afrískra sönglaga, sem kröfðust
næmrar tilfinningar fyrir takti og
misgengi í hrynjandi (synkópum).
Það er ekki algengt, að kórar
skipaðir hvítu fólki hafi þessi
atriði svo á valdi sínu, að í lagi
sé, og er sannast sagna á stundum
heldur leiðinlegt að hlusta á til-
raunir þeirra til þess að túlka til
dæmis negrasálma. Meðferðin
verður oftast í ætt við evrópska
kóratónlistarhefð, hún lituð djass-
ískum hljómagangi en að mestu
án þeirrar sveiflu, sem til heyrir.
Sænsk sönglög voru mörg á
söngskrá kórsins, eins og við var
að búast. Víða var greinilega um
að ræða útsetningar, sem gerðar
höfðu verið með hinn fámenna
kór í huga eða sem valdar höfðu
verið sérstaklega til þess að hann
fengi notið sín sem best. Sérlega
ljúflegur var flutningur kórsins á
laginu Nocturne og á hinu al-
þekkta sænska lagi Vem kan
segla forutan vind. Þá var for-
vitnilegt að hlýða á þrjú síðustu
lögin á söngskránni, sem báru
heitin Mánniskan ár fridlyst,
Jubla og Hoppets sáng. Þessi lög
eru öll nútímaverk og talsvert
flókin í hrynjandi og hljóma-
gangi.
Tónleikar Braschamba í Akur-
eyrarkirkju voru ekki fjölsóttir
en hefðu gjarnan mátt vera það.
Þeir voru ánægjulegt sýnishorn
þess, sem sænskir áhugamenn um
samsöng eru að gera og því fróð-
legir auk þess sem þeir voru fjöl-
breytt og góð skemmtun.
Haukur Ágústsson.
Háskólakórimi
heldur tónleika
í Akureyrarkirkju í kvöld 21. júní kl. 20.30.
Ýdölum föstudagskvöld 22. júní kl. 20.30.
Á efnisskránni eru m.a. íslensk þjóðlög í útsetningu
Árna Harðarsonar og Hjálmars H. Ragnarssonar.
Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson.
Tiikynning
til viðskiptavina
Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna
Leigan er flutt
að Strandgötu 6
Verið velkomin.
Ath! Seljum sælgæti eftir vigt.
Myndbandaleiga Video-
kvikmyndahúsanna höllin
Arlegur
fj ölsky ldudagur
Skógræktarfélags Eyfírðinga
verður 21. júní n.k.
Útplöntun verður við Melgerðismela frá kl. 18 á veg-
um Átaks 1990.
Mætum sem flest, tökum með okkur nesti og komum
klædd eftir veðri. Þeir sem óska eftir bílfari hafi sam-
band við Skógræktarfélag Eyfirðinga í síma 24047
fyrir kl. 18 sama dag.
Skógræktarfélag Eyfíröinga.