Dagur - 21.06.1990, Síða 12

Dagur - 21.06.1990, Síða 12
Akureyri, fimmtudagur 21. júní 1990 Skógræktarfélag Eyfiirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17. Leitið upplýsinga í símum 24047 og 24599. ★ Póstsendum um allt land. Með lífið í lúkunum. Mynd: KL Umhverfisdeild Akureyrarbæjar: Landgræðsluátak 1990 við Miðhúsaklappir - mikið um dýrðir í Kjarnaskógi á Jónsmessunótt Umhverfísdeild Akureyrar- bæjar stendur fyrir Land- græðsluátaki 1990 í Miðhúsa- klöppum við Eikarlund nk. laugardag. Bæjarbúum gefst þá kostur á að kaupa plöntur og planta þeim í rólegheitum á laugardaginn með aðstoð fróðra manna. Að plöntun lok- inni verður efnt til grillveislu og kvöldvöku í Kjarnaskógi fram á Jónsmessunótt. Verkstjórar umhverfisdeildar verða við Miðhúsaklappir á laug- ardag frá kl. 10-18 og þar getur fólk keypt plöntu á 50 kr. stykkið. A sama tíma er gert ráð fyrir að plöntun fari fram og Sigurfmnur Siguijónsson á Sauðárkróki í kærumáli gegn franska ríkinu: Hrottaleg meðferð öryggisvarða kærð - „fylgist vel með málinu,“ segir Albert sendiherra í £arís Sigurfinnur Sigurjónsson, smiður og knattspyrnumaður á Sauðárkróki, stendur í mála- ferlum við franska ríkið um þessar mundir og hefur gert síðan í febrúar ’89. Þá lagði hann fram kæru vegna hrotta- legrar meðferðar franskra öryggisvarða á úrslitaleiknum Ísland-Pólland á HM í hand- bolta. Sigurfinnur nefbrotnaði og hlaut slæma áverka eftir barsmíðar öryggisvarðanna, svo og annar Islendingur sem einnig kærði verðina til franska ríkisins. Sigurfinnur sagði í samtali við Dag að kerfið væri þunglamalegt í Frakklandi og Iítið gengi í kæru- málinu. Sigurfinnur fékk sér íslenskan lögfræðing til að vinna í málinu og einnig hefur íslenska sendiráðið í París verið innan handar, með Albert Guðmunds- son sendiherra og hans starfsfólk fremst í flokki. Dagur hafði samband við Albert Guðmundsson í París og sagðist hann ekki vita betur en að verið væri að vinna í málinu og fylgst væri vel með því. „Annars er franska kerfið þungt hvað varðar mál á borð við þetta. Það eru fleiri tugir þúsunda mála í gangi í stórum borgum eins og París,“ sagði Albert í samtali við Dag í gær. Sigurfinnur sagði að sá maður sem ynni í kærumálum frá útlendingum, hefði stóran bunka af málum til að vinna úr. „Hann hefur sagt að ég standi vel að vígi, en ríkið neitar að bera ábyrgð á gjörðum öryggisvarð- anna, segir að þeir séu sjálfir ábyrgir. En ég hef fjölda vitna að þessu atviki, það voru 18 þúsund áhorfendur á leiknum. Eg hef ekki gefið upp alla von,“ sagði Sigurfinnur. Sigurfinnur var sendur á sjúkrahús í París, sem honum leist ekki betur á en svo að hann fór ekki í aðgerðir fyrr en hann kom heim til íslands nokkrum dögum síðar. Það sama gerði danski landsliðsmaðurinn Erik Veje Rasmussen, sem var sam- ferða Sigurfinni í sjúkrabíl á „sjúkrahúsið“. Erik meiddist í leik með Dönum á mótinu, en lét gera að meiðslum sínum þegar hann kom til Danmerkur. Sigur- finnur segist eftir þessa reynslu aldrei blóta þjónustu slysavarð- stofa í Reykjavík, þær séu eins og fínustu hótel á borð við þessa í París. -bjb Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Unuið dag og nótt í rækjunni Fjárhag Austra frá Raufarhöfn borgið: Fengu 160 þúsund krónur fyrir að sigra - Hríseyinga 4:2 Á meðan leikmenn Samein- uðu arabísku furstadæmanna á HM fá Rolls Royce fyrir að skora mark á Italíu fékk 4. deildariiðið Austri frá Rauf- arhöfn 160 þúsund krónur fyrir að sigra Hríseyinga 4:2 um siðustu helgi. Þar með er fjárhag Austra borgið í sumar og félagið þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af ferðakostn- aði. Forsaga málsins er sú að í síð- ustu viku gengu Austramenn í hús á Raufarhöfn og söfnuðu áheitum á hvert skorað mark gegn Hríseyingum. Að sögn Haraldar Jónssonar, formanns Austra, voru viðbrögð þorps- búa mjög góð og algengast að fólk hét 1000 krónum á hvert mark. Upphæðin hefði getað orðið hærri því eitt mark var dæmt af Austra gegn Narfa frá Hrísey. Haraldur sagði að það hefði verið súrt í broti og vildi meina að um mistök dómara hafi verið að ræða. Haraldur sagði að það væri alveg viðbúið að Austri færi út í frekari söfnun því eftir væri að greiða þjálfarakostnað og fleira slíkt. „Þetta var ekki bara hvatning fyrir sóknarmennina, heldur líka fyrir allt liðið. Þetta sannar að íþróttamenn fá stuðn- ing ef þeir eru tilbúnir að leggja eitthvað á sig í staðinn," sagði Haraldur að lokum í samtali við blaðið. -bjb Það er ekki slegið slöku við þessa dagana hjá rækjuvinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Unnið er á þremur vöktum frá kl. 6 að morgni til kl. 2 að nóttu. Þetta vaktafyrirkomu- lag hófst 7. júní sl. að sögn Gunnars Bergsteinssonar, hjá rækjuvinnslu Fiskiðjusamlags- ins. „Það hefur borist mikið hrá- efni á land að undanförnu og því höfum við orðið að vinna stíft á vöktum," sagði Gunnar. Bæði heima- og aðkomubátar leggja upp rækju hjá Fiskiðjusamlag- inu og þá hefur verið keypt frosin „Rússarækja“ til vinnslu. „Þessa viku erum við búnir að taka á móti dálítið yfir 70 tonnum og við eigum von á meiru,“ sagði Gunnar. En það er ekki bara í rækju- vinnslu Fiskiðjusamlagsins sem hefur verið mikið að gera síðustu daga. Mikill og góður botnfiskafli hefur borist á land og sem dæmi kom Kolbeinsey inn til löndunar með á annað hundrað tonn. „Það hefur verið dauft í botnfisk- vinnslunni að undanförnu, en nú er talsvert bjartara yfir,“ sagði Gunnar. óþh íslandsbanki á Akureyri: Þrjú útibú í eina sæng 24. sept. nk. Akveðið hefur verið að þann 24. september nk. verði þrír núverandi afgreiðslustaðir Islandsbanka á Akureyri sam- einaðir að Skipagötu 14 á Akureyri, en þar er nú eitt úti- búa bankans á Akureyri. íslandsbanki mun auk þess starfrækja útibú að Hrísalundi la. Ætlunin er að stækka húsnæði íslandsbanka við Skipagötu, en engar breytingar verða innan raða starfsfólks. Frá síðustu áramótum hefur íslandsbanki verið með útibú á Akureyri þar sem Iðnaðarbanki, Útvegsbanki og Alþýðubanki voru áður til húsa. óþh munu verkstjórarnir einnig leiðbeina fólki hvar plönturnar eiga að fara niður. Að sögn Árna Steinars Jó- hannssonar, garðyrkjustjóra' er þetta hugsað sem aukaframlag Akureyringa til landgræðslu- átaksins og til að ná betri og meiri árangri í útplöntun á úti- vistarsvæðum bæjarins. Það var umhverfisnefnd Akur- eyrar sem ákvað um síðustu ára- mót að Akureyringar tækju þátt í landgræðsluátakinu með þessum hætti, þ.e. að kaupa og planta sjálfir plöntum í nánasta umhverfi sínu. Árangur hins almenna landgræðsluátaks, með beinum fjárframlögum til plöntu- kaupa, geta Akureyringar séð á næstunni í Ólafsfirði, Hrísey og á Melgerðismelum, þar sem plönt- um úr þeirri leið átaksins verður plantað. Reiknað er með góðri þátttöku á laugardag, m.a. hafa nokkur starfsmannafélög tilkynnt komu sína. Eftir að plöntun lýkur verð- ur grillveisla í Kjarnaskógi og kvöldvaka í umsjón skáta á Akureyri fyrir þá sem tóku þátt í plöntuninni. Fólk þarf sjálft að koma með mat á grillin, sem verða tilbúin logandi heit. Á miðnætti, þegar Jónsmessunótt gengur í garð, verður flugeldum skotið á loft og skátar efna til miðnæturgöngu um skóginn. -bjb Víking-Brugg hf.: Helgi magri á markaðiim Helgi magri er nú kominn á markað í formi nýrrar bjór- tegundar frá Víking-Brugg hf. (Sana). Þessi nýi bjór sem ber nafn landnáms- manns Eyjafjarðar er 4% að styrkleika og einstakur á íslcnskum markaði fyrir þá sök að hann er kaloríuskert- ur og inniheldur helmingi færri hitaeiningar en venju- legur bjór. I fréttatilkynningu frá fram- leiðanda kernur fram að svo fáum hitaeiningum sé náð rneð sérstökum aðferðunt við bruggun og gerjun bjórsins sem gerir hann þurran (dry). Helgi magri hefur undirtitil- inn Viking Light Extra Dry, til aðgreiningar fyrir erlenda feröamcnn. Kippan með sex bjórum kostar 600 kr. og er fáanleg í öllum útsölum ÁTVR, að sögn Magnúsar Þorsteinssonar, framkvæmda- stjóra Sana. Heiðurinn af Helga magra á Alfred Teufel, bruggmeistari frá Þýskalandi sem hefur starf- að hjá Víking-Brugg í eitt ár. Hann hefur mikla reynslu í bruggun á bjór og hefur starf- að víða um heint á yfir 30 ára ferli sínum sent bruggmeistari. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.