Dagur - 23.06.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 23.06.1990, Blaðsíða 17
 Laugardagur 23. júní 1990 - DAGUR - 17 Nöldur og náttúrurómantík Maður getur sjálfum sér um kennt, eng- um öðrum. Ég er ekkert nauðbeygður til að fara í skrúðgöngu 17. júní að fþrótta- vellinum á Akureyri og hanga þar yfir ekki neinu nema organdi börnum og blöðrum áflugi. Ég gæti eins setið heima og kastað peningum út í vindinn, niður- staðan er sú sama. Þrátt fyrir þrúgandi leiðindi síðustu ára hefur fjölskyldan stormað á íþróttavöllinn til að fylgjast með þjóðhátíðardagskránni. Þetta gerði maður sem barn og gerir enn, sjálfsagt í þeirri trú að börnin hafi gaman af því sem íþróttafélögin í bænum eða skátarnir bjóða upp á. Auðvitað er það algjör misskilningur eins og berlega kom í Ijós 17. júní síðastliðinn. Enginn hafði gaman af þeirri lágkúru, enda ekki nema von að áhorfendur viti ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga þegar mótshaldararnir sjálfir hafa ekki hugmynd um það. Dag- skráin sú var algjört rugl sem vonandi verður skrúfað fyrir hið snarasta. Það er a.m.k. sjálfsögð kurteisi að auglýsa sér- staklega að dagskráin sé ekki við hæfi barna (og viðkvæms fólks) svo foreldrar geti snúið sér annað þegar félögin bjóða upþ á eitthvað þessu líkt. En það var ekki ætlunin að eyða þess- um dýrmætu dálksentimetrum í nöldur. Ég sé bjartari hliðar á tilverunni og brosi mót gullnum sólstöfum er gægjast milli skýjabólstranna. Sumarið er komið í allri sinni norðlensku dýrð og það kemur blóðinu á hreyfingu eftir frosthörkur vetrarins. Stuttir en kærkomnir góðviðr- iskaflar fá kaldan (slendinginn til að bægja frá sér öllum áformum um brott- flutning til byggilegri landa. Komnir með lit á kropþinn þykjumst við færir í flestan sjó. Hugfangnir hlustum við á söng skógarþrastarins uns hann breytist í dauðahrygiu í koki katta. Æðarfuglinn kemur ungum á kreik til að svara krefj- andi gargi svartbaksins. Laxinn gín við beitu veiðimannsins. Trjámaðkurinn fer á stjá og gluggar eru þaktir rauðri slikju roðamaura. Náttúran er vöknuð til lífsins. ísland er land þitt. Einstök para- dís. í þessari vímu þjóðernisrembu erum við reiðubúin að taka á móti erlendum ferðamönnum og sýna þeim stolt okkar. Ferðaþjónustan byggist sem fyrr á því að fá sem flesta útlendinga til landsins á sem stystum tíma og að plokka sem mest af peningum af þeim. „Hello! — Pay! — Goodbye!" Þetta er hin eilífa hringrás ferðaþjónustunnar. Prófiö bara að skrepþa á ótiltekin hótel eða matsölu- staði á landsbyggðinni og gangið úr skugga um hvort þið eruð borgunar- menn fyrir reikningunum. Nei, íslending- ar reyna sjálfsagt að ferðast til ódýrari landa í sumarfríinu. Meðalmaðurinn hef- ur ekki efni á því að brauðfæða sig og sína hér heima á þeim tíma sem blóð- mjólkun útlendinganna stendur sem hæst. Við hljótum að eiga heimsmet í verðlagningu á nauðsynjavörum. Verði ykkur að góðu. Stefán Sæmundsson Lagabreyting: Ætla að draga úr slysahættu við vinnu bama og unglinga Við þingiok voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sem miða að því að takmarka vinnu barna og ungmenna við hættu- legar aöstæður. Nú er barn skilgrcint í lögunum sem ein- staklingur innan 16 ára aldurs. Áður var miðað við yngri en 14 ára. Með ungmenni er nú átt við unglinga 16 og 17 ára. Eftir lagabreytinguna er skýrar en áður kveðið á um hvers konar vinnu heimilt er að ráða börn og ungmenni til. Orðrétt segir í 60. grein laganna: „Börn yngri en 14 ára má ekki ráða nema til léttra, hættulítilla starfa. Ekki má láta börn á aldrinum 14 og 15 ára, né heldur þau sem yngri eru, vinna við hættulegar vélar og við hættu- legar aðstæður.“ Stjórn Vinnueftirlits ríkisins er ætlað að setja leiðbeinandi reglur um hvað teljist létt, hættulítil störf, hættulegar vélar og hættu- legar aðstæður að höfðu samráði við barnaverndarráð íslands. Stofnunin hefur undanfarin ár auglýst að störf sem ekki megi ráða börn til séu t.d. vinna við uppskipun, vinna við vélar sem valdið geta slysi, meðferð hættu- legra efna og störf sem hafa í för með sér andlegt eða líkamlegt álag sem geti hamlað vexti þeirra og þroska. Tilgangur þessara lagabreyt- inga er einkum sá að draga úr slysahættu við vinnu barna og ungmenna. Miðað við skráð slys hjá Vinnueftirliti ríkisins hafa alvarlegustu slysin á börnum og ungmennum orðið við landbún- aðarvélar og fiskvinnsluvélar. Skrifstofustjóri Óskum eftir að ráða skrifstofustjóra á skrifstofu Hríseyjarhrepps. Starfssvið: ★ Staðgengill sveitarstjóra. ★ Umsjón með bókhaldi hreppsins. ★ Reikningsgerð og innheimta. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi viðskiptamennt- un og/eða reynslu í bókhaldi. Upplýsingar aðeins á skrifstofu okkar. RÁÐNINGAR Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600 Gröfumaður Okkur vantar góðan gröfumann á Case gröfu. rTSTl AÐALGEIR FINNSSON HF BYGGINGAVERKTAKI I I Furuvöllum 5, sími 21332. Bæjarritari Dalvíkurbær auglýsir laust til umsóknar starf bæjarritara á Dalvík. Starf bæjarritara er umfangsmikið ábyrgðarstarf sem krefst sjálfstæðra vinnubragða, samstarfsvilja gg ósérhlífni. í starfinu felst m.a. umsjón með rekstri bæjarskrif- stofunnar, bókhaldi og fjárreiðum Dalvíkurbæjar. Reynsla af hliðstæðum störfum er nauðsynleg. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 61370. Skriflegar umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 4. júlí nk. Bæjarstjórinn á Dalvík. Kristján Þór Júlíusson. ;#V Píanókennari óskast að skólanum næsta skólaár. Allar nánari upplýsingar gefa: Atli Guðlaugsson skólastjóri, í síma 96-22582 og Garðar Karlsson formaður skólanefndar, í síma 96- 31202. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA A NORÐURLANDI EYSTRA Ráðgjafar- og greiningardeild. Félagsráðgjafi Á Ráðgjafar- og greiningardeild Svæðisstjórnar er laus til umsóknar staða félagsráðgjafa. Um er að ræða fjölbreytt starf og samvinnu við ýms- ar fagstéttir og starfshópa er vinna að málefnum fatl- aðra í umdæminu. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu Svæðisstjórn- ar, Stórholti 1, Akureyri. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Haralds- dóttir, forstöðumaður Ráðgjafar- og greiningardeild- ar í síma 96-26960. Svæðisstjórn málefna fatlaðra. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Ráðgjafar- og greiningardeild. Forstöðumaður leikfangasafns Laus er til umsóknar staða forstöðumanns leik- fangasafns Svæðisstjórnar. Safnið er hluti af Ráð- gjafar- og greiningardeild og er staða forstöðu- manns fullt starf. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi menntun á upp- eldissviði og reynslu af að starfa með 0-6 ára börnum. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu Svæðisstjórn- ar, Stórholti 1, Akureyri. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Haralds- dóttir, forstöðumaður Ráðgjafar- og greiningardeild- ar. Svæðisstjórn málefna fatlaðra. Hvammstanga hreppur TÆKNIFRÆÐINGUR Hvammstangahreppur óskar að ráða tækni- eða verkfræðing til starfa sem fyrst. Starfssvið er, byggingafulltrúastarf, hönnun, undir- búningur og eftirlit ýmissa framkvæmda, svo sem við gatna- og holræsagerð, hita- og vatnsveitu o.m.fl. Starfsreynsla æskileg. VERKSTJÓRI Hvammstangahreppur óskar einnig eftir að ráða til starfa sem fyrst verkstjóra að áhaldahúsi hreppsins. Starfssvið er, stjórn vinnu við framkvæmdir, viðhald og þjónustuverkefni sveitarfélagsins og stofnana þess eins og hita- og vatnsveitu ásamt umsjón véla og áhalda. Iðnmenntun svo sem í pípulögnum og/ eða reynsla af verkstjórn æskileg. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 8. júlí nk. Allar nánari upplýsingar um störfin gefa undirritaðir: Ólafur Jakobsson tæknifræðingur, v.s. 95-12353, h.s. 95-12747. Þórður Skúlason sveitarstjóri, v.s. 95-12353, h.s. 95- 12382.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.