Dagur - 23.06.1990, Blaðsíða 20

Dagur - 23.06.1990, Blaðsíða 20
Akureyri, laugardagur 23. júní 1990 Skógræktarfélag EyfErðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17. • JéíS'to Leitið upplýsinga siniuiii 24047 og 24599. ★ Póstsendum um allt Iand. ÓlafsQörður: Mánabergið faríð á úthafskarfa Togarinn Mánaberg ÓF-42 fór á úthafskarfaveiðar hinn 11. júní sl., en veiði hefur gengið fremur rólega vegna brælu. Miðin eru um 400 mflur suð- vestur af Reykjanesi. Þessar úthafskarfaveiðar eru utan kvóta, en bæði er að mjög langt er að sækja á miðin og svo er verð á úthafskarfa mjög óljóst um þessar mundir. Úthafskarfinn er heilfrystur og hausskorinn í pakkningar á Japansmarkað, en þar sem gæði hans upp úr sjó eru mjög misjöfn hefur verð verið mjög breytilegt. Rekstur Mánabergsins hefur gengið mjög vel, en skipið er á sóknarmarkskvóta, sem m.a. annars þýðir að talsvert er sótt í veiðar á ýsu og ufsa, en þær fisk- tegundir eru utan kvóta hjá þeim skipum sem eru á sóknarmarki. Úthafskarfatúrnum lýkur væntanlega 1. júlí nk. GG Óslax í Ólafsfirði: Fyrstu hafceitar- laxamir komnir Fyrstu hafbeitarlaxarnir á þessu sumri komu í gær- morgun hjá Óslaxi í Ólafs- firði. Hafbeitarlaxarnir eru nokkru fyrr á ferðinni nú en í fyrra þegar þeir fyrstu komu um mánaðamót júní og júlí. Að sögn starfsmanns hjá Óslaxi er ógjörningur að segja til um hve lengi laxinn skilar sér í stöðina fram á haustið. Fiskur kom síðast í október í fyrra og þannig geti einnig orðið nú. „En við vonum að þetta sé að fara í gang.“ Eins og sagt var frá í Degi fyrir skömmu hyggjast Óslax- menn gera tilraun með slepp- ingar nú og sieppa fiski á mis- munandi tímum og með mis- munandi hætti. Búið er aö setja fyrstu seiðin sem sleppa á í sjó í Ólafsfjarðarvatn en búast má við að um mánaða- mótin verði byrjað að sleppa merktu seiðunum. Mikil eftirspurn er eftir haf- beitarlaxinum frá þeim aðilum sem bjóða almenningi sport- veiði í ám og vötnum og er eftirspurnin umfram framboð. JÓH „Þessi vinna er óþægileg, þegar flugan ræður ríkjum,“ sögðu strákarnir Sævar, Viðar, Baldvin og Pétur, sem eru í unglingavinnunni í Mývatnssveit. Mynd: kl Helgarveðrið: Skýjað, súld og svalt! - fram yfir helgi „Nú er röðin kontin að okkur hér fyrir sunnan,“ sagði Bragi Jónsson, veðurfræðingur, að- spurður um helgarveðrið á Norðurlandi, en miklar líkur eru á Norðlendingar sjái lítið af sól um helgina. Norðan- og norðaustanátt verður ríkjandi fram yfir helgi frá Vestfjörðum til Austfjarða með 4-5 vind- stigum. Skýjað, þokuloft og súld verð- ur á miðum og annesjum norðan- lands og heldur svalt í veðri. Inni' í landi gæti hitastig hangið í 7-9 stigum en 5-6 stig út við strönd- ina. Þannig að lokaorð Braga segja meira en mörg orð: „Það verður slæmt fyrir norðan, gott fyrirsunnan.“ -bjb Hráefnisverð á ferskri rækju að sliga verksmiðjurnar? Eftírspurnin talsvert umfram framboðið Rækjuverksmiðjurnar standa nú í harðri innbyrðis sam- keppni um hráefnið, og það þykir nú nokkuð ljóst að til langframa munu fæstar verk- smiðjanna geta greitt það verð sem greitt er nú. Það mun ekki óalgengt nú að greiddar séu rúmar 90 krónur fyr- ir kg og ennfremur sé greitt t.d. í botnfiskvóta 0,65 kg á móti hverju kg af rækju, sumir bát- anna fá ís og enn aðrir veiðar- færi. Ef hráefnisverðið er orðið allt að 70% af tekjunum, launa- kostnaður 20% og vextir a.m.k. 20%, hvaða fjármuni hafa þá verksmiðjurnar í annan rekstur? Lárus Jónsson framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda segir hráefn- Þjóðverjar í kröppum dansi í Múlanum: Fengu gijótskriðu yfír sig - lögðust til svefns eftir miðnætursólargláp happs að þeir voru aftur í svefn- plássi bílsins þegar skriðan kom yfir. Grjót fór í gegnum rúðu á hliðarhurð og út um framrúðu bílsins, auk þess sem annar gluggakarmurinn er genginn inn. Það hefði því farið illa ef einhver hefði verið frammi í húsbílnum. -bjb Nokkrir Þjóðverjar í húsbíl höfðu heppnina með sér í gærmorgun í Olafsfjarðarmúl- anum þegar grjótskriða kom yfír bflinn. Húsbfllinn er mikið skemmdur en Þjóðverjarnir sluppu án meiðsla. Þeir höfðu lagst til svefns í bílnum um nóttina, en múlinn vakti þá hressilega þar sem þeir höfðu lagt bílnum á Planinu í hámúl- anum. Þjóðverjarnir stoppuðu á Plan- inu í hámúlanum á fimmtudags- kvöldið og ætluðu að fylgjast með miðnætursólinni hníga, líkt og margir ferðamenn gera á þess- um árstíma. Síðan var bara lagst til svefns. Að sögn lögreglu er nokkuð um það á þessum árstíma að ferðamenn stoppi á Planinu til að fylgjast með miðnætursólinni. Að leggjast til svefns á þeim slóð- um er feigðarflan, en í fyrrinótt rigndi mikið í Múlanum. Það var Þjóðverjunum til isverð nú mjög hátt hlutfall af kostnaði við rækjuvinnsluna, kvóti á úthafsrækju hefur minnk- að að undanförnu, en það sé hins vegar alvörumál fyrir verksmiðj- urnar að hafa ekkert hráefni til að vinna úr. Því hafa forráða- menn verksmiðjanna þurft að| taka þátt í þeim dansi, að hafi einhver farið að greiða hærra verð en aðrir, hefur það verð orðið að markaðsverði, þótt allir séu sammála um að yfirborganir á rækju séu vandamál. Verð á frystri rækju t.d af verksmiðjuskipum hefur fallið mikið frá því snemma í vor vegna aukins framboðs, og ef til vill hef- ur það áhrif til lækkunar þegar til lengri tíma er litið. Gera má ráð fyrir að allt að helmingur alls rækjukvótans skipti um eigendur, því margir hverjir hafa það nauman kvóta að ekki svarar kostnaði að útbúa bátinn á rækjuveiðar. Því fá eig- endurnir í hendur fjármuni sem þeir í raun hafa ekki möguleika á að nýta sér nema í einhvers kon- ar skiptiverslun. Lárus segist óttast þá þróun að seljendur ráði of miklu á mark- aðinum, en hins vegar skapist ákveðið markaðsverð á frystri skelrækju sem útlendingar hafi verið að bjóða hérlendum verk- smiðjum að undanförnu, en það er rækja sem þeir hafa verið að fá norður á 82. gráðu þar sem eru ný og mjög gjöful mið. Til lengri tíma litið ætti sú þróun að hafa áhrif til almennrar lækkunar á hráefnisverði rækju. En á meðan eftirspurn eftir ferskri rækju til vinnslu er meiri en framboð eru ekki miklar líkur á breytingum. En eftir stendur að vandi verksmiðjanna vegna hrá- efniskaupa stendur óbreyttur, og því spurning hversu lengi margar verksmiðjurnar geta haldið áfram rekstrinum miðað við óbreytt hráefnisverð. í Félagi rækju- og hörpudisk- framleiðenda eru 25 framleið- endur. GG Ferðamenn farnir að láta sjá sig í Herðubreiðarlindum: Straumurinn byijar um helgina - segir Kári Kristjánsson, landvörður „Ferðamennirnir eru aöeins farnir að koma og fer fjölgandi með hverjum deginum. Eg geri ráð fyrir að þetta fari á fullt um helgina,“ sagði Kári Kristjánsson, starfsmaður Ferðafélags Akureyrar og Náttúruverndarráðs í Herðu- breiðarlindum. Atvinnumálafulltrúi Norður-Þingeyjarsýslu: Margir áhugasamir um starfið Umsóknir hafa ekki borist til Byggðastofnunar um starf atvinnumálafulltrúa Norður- Þingeyjarsýslu en margir hafa spurt um starfíð og umsóknir eru væntanlegar frá a.m.k. tveimur aðilum. Sigurður Guðmundsson hjá Byggðastofnun sagði í samtali við blaðið í gær að stofnunin ásamt heimamönnum líti eftir rétta aðilanum í þetta starf og strax og rétti aðilinn finnist verði ráðið í starfið. Sigurður segir að atvinnumála- fulltrúinn hefji störf eins fljótt og auðið verði. Þó hefur ekki verið frágengið enn hvar viðkomandi mun hafa starfsaðstöðu en að lík- indum mun það fara eftir því hver verður ráðinn í starfið.JÓH Vegurinn upp í Herðubreið- arlindir var opnaður fyrir um viku og sagði Kári að ástand hans væri allgott. Von er á fjölda hópa í heimsókn í sumar í rútu- ferðum og þá leggja margir ferðamenn í eigin bílum, bæði erlendir og innlendir, leið sína þarna upp eftir. Kári sagðist búast við svipuðum fjölda ferða- manna í sumar og sl. sumar og samkvæmt venju yrðu útlending- ar í miklum meirihluta, eða allt að 80%. Að sögn Kára verður boðið upp á skipulagðar gönguferðir fyrir innlenda ferðamenn í Herðubreiðarlindum í sumar. Þetta var reynt í fyrra og þótti takast vel. Leiðsögumaður verð- ur með í för og lýsir því sem fyrir augu ber. Flokkur rnanna frá Ferðafélagi Akureyrar var uppi í Herðubreiðarlindum nýverið og vann við að bæta aðstöðu við Þorsteinsskála. Meðal annars var rotþró stækkuð verulega og dytt- að að skálanum. „Hér er allt miklu þurrara en í fyrra. Vatnsborð er um 20 senti- metrum lægra í hrauninu. Snjór í hlíðum Herðubreiðar er eins og um mánaðamótin júní-júlí í fyrra. Segja má að gróður sé tólf til fimmtán dögum fyrr á ferðinni en í fyrra,“ sagði Kári. Hann sagði að í Herðubreiðar- lindum væru um 30 heiðagæsa- hreiður og eitt álftahreiður. Álftaparið er búið að koma þremur ungum á legg. „Ég skoð- aði álftahreiðrið um daginn. Það er 40 sm hátt og 120 sm í þver- mál,“ sagði Kári. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.