Dagur - 26.06.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 26.06.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. júní 1990 - DAGUR - 3 Krútt kökuhúsið á Blönduósi: „Konditori“ norður í hafsauga opnað aftur „Yið opnuðum kökuhúsið 15. júní eftir að hafa haft lokað síðan í febrúar og fólk kemur þarna við, bæði íslendingar og útlendingar sem eiga leið um. Verst er þó að vera ekki stað- settir við þjóðveginn því að það myndi vafalítið auka að- sóknina,“ sagði Þorsteinn Húnfjörð, forstjóri, þegar Dagur spurði hann út í Krútt kökuhúsið. í útvarpinu er nú farin að heyr- ast auglýsing frá Krútt kökuhús- inu á Blönduósi. Þar getur fólk áð og fengið sér alls kyns meðlæti og sest niður og slappað af eins og á besta kaffihúsi. Það var í fyrsta sinn í vetur að kökuhúsinu var lokað vegna lítillar aðsóknar og kenndi Þorsteinn þar um því leiðindaferðaveðri sem oft var. í kökuhúsinu eru sæti fyrir 20 manns og auk þess sem þar er selt kaffi og með því eru seldar þar mjólkurvörur og brauð. Töluvert er um það að ferðafólk komi við í kökuhúsinu og að sögn Þor- steins virðist vera að fólk sem kemur einu sinni komi aftur. Þor- steinn sagði líka að um daginn hefðu komið þar Danir sem hefðu verið alveg undrandi á því að finna svona fínt „konditori" úti á mörkum hins byggilega heims. Kökuhúsið kemur til með að verða opið fram á haust, en síðan verður það skoðað hvort haft verður opið í vetur. SBG Slys í umferðinni á íslandi 1989: Alls létust 28 manns - þar af 12 á Norðurlandi Fjölda látinna í umferðinni árið 1989 fækkaði um einn frá árinu áður. Alls létust 28 manns á síðasta ári í 22 dauða- slysum, miðað við 29 látna í 24 dauðaslysum árið 1988. Slys með meiðslum voru 514 og 803 slasaðir á síðasta ári, þar af 314 alvarlega slasaðir. Þetta er töluverð fækkun frá árinu áður. Þá urðu 623 slys með meiðslum og 910 slasaðir. Þessar tölur koma fram í nýút- kominni skýrslu frá Umferð- arráði um umferðarslys á ís- landi árið 1989. Skráð umferðarslys með eigna- tjóni voru 4842, miðað við 7602 árið ’88. Skýringin á þessari miklu fækkun er sú að ef ein- göngu minniháttar eignatjón verður í slysum, gera tjónaaðilar sjálfir skýrslu og senda trygginga- félögunum, en ekki lögregla eins og áður. Á Akureyri varð 121 slys á síð- asta ári, þar af voru meiðsli í 26 þeirra. Ekkert dauðaslys varð í umferðinni á Akureyri á síðasta ári. Á Norðurlandi létust 12 manns í 8 dauðaslysum og er það mikil aukning frá árinu áður, þá létust þrír í jafnmörgum slysum. Á Norðurlandi urðu 409 slys á síðasta ári, þar af 107 með meiðslum. Alls slösuðust 166 manns í þessum slysum. Þetta er nokkur aukning frá árinu áður. -bjb STAÐGREIÐSLA 1990 PERSÓNUAFSLÁTTUR HÆKKAR l JÚLÍ 'RÐUR 61 OKR.AD. Þann 1. júlí nk. hækkar persónuafsláttur í 22.114 kr. á mánuði og sjómannaafsláttur í 610 kr. á dag. Hækkunin nemur6,06%. Hækkunin nær ekki til launagreiðslnafyrirjúní og hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið kort. Ekki skal breyta upphæð persónuafsláttar launamanns þegar um er að ræða: • Persónuafslátt samkvæmt námsmannaskattkorti 1990. • Persónuafslátt samkvæmt skattkorti með uppsöfnuðum persónuafslætti 1990. Ónýttur uppsafnaður persónuafsláttur sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúartil 30. júní 1990 og verður millifærður síðar hækkar ekki. Á sama hátt gildir hækkun sjómannaafsláttar ekki um millifærslu á ónýttum uppsöfnuðum sjómannaafslætti sem myndasthefurátímabilinu 1. janúar til 30. júní 1990. J o CO O X < > X Launagreiðendur! Munið að hœkka persónuafsiátt vegna júlílauna. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.