Dagur - 26.06.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 26. júní 1990
Bref fra breskum hermanni a Akureyri fyrir 50 árum:
Akureyringar óvinsamlegir í fyrstu
- en það lagaðist, að sögn Douglas Collier
- 50 ár li
Nýlega kom inn á ritstjórn
Dags bréf frá fyrrum breskum
hermanni, Dougias Coliier að
nafni. í þessum mánuði eru
nákvæmlega 50 ár liðin frá því
herdeild hans kom til Akureyr-
ar með herskipi með 1000
breska hermenn innanborðs.
Herdeild Douglas dvaldi á
Akureyri í nær tvö og hálft ár,
eða þar til bandarísk herdeild
leysti hana af í lok árs 1942. Með
bréfinu frá Douglas fylgdu
tvær myndir, önnur af bresku
spítalaskipi við Akureyrarhöfn
og hin er af nokkrum ungum
Akureyringum fyrir tæpum 50
árum.
Douglas segir í bréfinu að
Akureyringar hafi í fyrstu verið
frekar óvinsamlegir í garð bresku
hermannanna og litið á hersetu
þeirra sem innrás lrekar en varn-
arsetu gegn hernámi Þjóðverja.
„Hins vegar urðu aldrei nein
vandræði og eftir því sem mánuð-
irnir liðu, minnkaði spennan á
milli hermanna og bæjarbúa og
samskipti öll urðu hin bestu,“
segir Douglas í bréfinu.
Þótt 50 ár séu liðin frá hersetu
bresku hermannanna á Akureyri
hittist herdeildin hans Douglas
(Lincolnshire Regiment) í sept-
ember á ári hverju og rifjar upp
in frá hernámi Breta
atburði frá dvölinni á Akureyri.
Fyrstu vistarverur Douglas á
Akureyri voru í Menntaskólan-
um en fljótlega voru reistar her-
búðir við Akureyri, þar sem her-
mennirnir dvöldu næstu tvö árin.
Douglas segir að einn af herfor-
ingjum sínum hafi kvænst dóttur
skólameistara Menntaskólans,
sem þá var Sigurður Guðmunds-
son.
Dagur kannaði þetta aðeins
nánar og það var Þórunn, dóttir
Sigurðar, sem giftist herforingja
að nafni Richard A. C. Tunnard.
Þórunn fluttist með Richard til
Skotlands og bjó þar framvegis,
eða þar til fyrir 4 árum þegar
Richard lést, 75 ára að aldri. Þór-
unn býr nú hjá dóttur sinni í
London og verður 73 ára 30. júní
nk. Þess má geta að Þórunn er
systir Ólafs, Steingríms og Örlygs
Sigurðssona.
Ef við víkjum aftur að bréfinu
frá Douglas, þá minnist hann á
ýmislegt sem bresku hermennirn-
ir höfðu fyrir stafni á Akureyri.
Þar nefnir hann m.a. Nýja bíó,
sem til stóð að loka 1940, en var
opnað með tilkomu herliðsins.
Douglas segir að öll kvöld vik-
unnar hafi verið fullt út að dyrum
í Nýja bíói.
Orðrétt segir Douglas á einum
stað í bréfinu: „Verðlag á vörum
í Eyjafirði
var mjög lágt á íslandi árið
1940. Við keyptum ullarteppi,
hluti gerða úr selskinni, ullarflík-
ur og vettlinga, og að sjálfsögðu
drukkum við þessa góðu mjólk úr
KEA-búðinni og nutum daglega
góðs af.“
Að sögn Douglas kom það her-
mönnunum á óvart hversu margir
vcru ve! menntaðir og lesnir á
Akureyri, því þeir héldu í upp-
hafi að íslendingar hefðu einung-
is áhuga á fiskveiðum og sauð-
fjárrækt. Douglas nefnir tvo
túlka sem herdeildin hafði og
voru kallaðir Stefán og „Buddy“
og töluðu ensku reiprennandi.
Að lokum í bréfinu sendir
Douglas kærar kveðjur til allra
Akureyringa og þá sérstaklega til
þeirra eldri sem kannski hafa
minningar frá Lincoln-herdeild-
inni bresku sem dvaldi á Akur-
eyri í tvö og hálft ár. -bjb
Að endingu fylgir hér heimilis-
fangið hjá Douglas ef eldri Akur-
eyringar vilja senda honum línu
og rifja upp liðna tíma:
Douglas Collier
41 Elmhurst Avenue
Oulton Broad, Lowestoft,
Suffolk. NR32 3AR.
England.
Þetta breska spítalaskip sat frosið fast í Akurcyrarhöfn í margar vikur vetur-
inn 1940-1941, sem Douglas sagði að hafi verið mjög harður og langur.
Á þessari mynd sem Douglas sendi eru nokkrir krakkar á Akurcyri fyrir
tæpum 50 árum og var Douglas að velta því fyrir sér hve mörg þeirra væru
enn á Akurcyri. Þeir sem kannast við andlit á myndinni mættu gjarnan hafa
samband við ritstjórn Dags.
„Ég hef sköpunarþrá og trúlega er það list“
- segir Friðgeir Jónsson í Ystafelli, Köldukinn
„Upphaflega var Fellsskógur
náttúrulegur birkiskógur, en
nú er búið að planta út um
350.000 plöntum. Við bændur
leigðum ríkinu helming
skógarins og í þessum skógi
eru höggvin 10% þeirra jóla-
trjáa, sem höggvin eru í land-
inu. Fellsskógurinn er í umsjá
minni ásamt Fossselsskógi,
sem er hér gegnt á austur-
bakka Skjálfandafljóts,“ sagði
Friðgeir Jónsson í Ystafelli í
Köldukinn.
Við erum staddir í Fossskógar-
seli, en þar hefur Friðgeir reist
sér sumarhús og þar er hann
flestum stundum í unaðsreit
sínum. Sumarhúsið er um margt
merkilegt. Það stendur á falleg-
um stað, hvar hlíðin er þétt vaxin
skógi og úr stofuglugganum sést
yfir Skjálfandafljót upp að Ullar-
fossi, en í þessu mikla vatnsfalli
hefur Friðgeir veitt frá barnæsku.
Veiðigyðjan slapp
„Trúlega hef ég veitt fleiri laxa í
Fljótinu en nokkur annar, þó að
aðrir hafi fengið fleiri í einni og
sömu veiðiferðinni. Ég hef stund-
að veiðar hér svo lengi, frá því að
ég var 12-14 ára.
Veiðistaðirnir eru Skipapollur,
Efri- og Neðri-Grænhylur, svæð-
ið í gljúfrunum við Barnafell og
eyrarnar hér út með. Hin síðari
ár höfum við einbeitt okkur að
ræktun og seiðasleppingu á
vatnasvæðinu og laxagengdin hef-
ur aukist og einnig veiddir laxar.
Við vöðum hér um allt, þegar
stangveiðin er stunduð, oft var
nú best að vera á gúmmískóm,"
sagði Friðgeir, um leið og hann
bendir út um stofugluggann aust-
ur um Fljótið á helstu leiðir sem
farnar eru yfir í Skipapoll. „Veið-
in hefur verið um 400 laxar á
veiðitímabilinu og nokkuð oft
hátt í 500 laxar veiddir. Sjóbirt-
ingsveiðin er töluverð hér neðar í
Fljótinu, honum fækkar, það er
sem sjóbirtingurinn lúti í lægra
haldið fyrir laxinum.
Ég á mína laxveiðisögu, en
hún er af stóra laxinum, sem allir
missa. Laxinn tók maðk, sem
ekki má segja frá, því fínir lax-
veiðimenn veiða á flugu. Barátt-
an var hörð og löng, en laxinn
náðist, hann var stór. Ég þurfti
tvo pundara til að ná þyngd höfð-
ingjans úr hylnum. Annar pund-
arinn stóð í botni á tuttugu, en
hinn í rúmum þrjátíu. Þetta var
fímmtíu og tveggja punda lax. Nú
var skálað, sem er góðra manna
siður, en á meðan stökk laxinn í
Fljótið.
Sjáðu til, þetta var veiðigyðjan
sjálf sem ég setti í. Hún slapp.
Vissulega drepur maður ekki
veiðigyðjuna, en gott var að hafa
vigtað hana, það er aðalatriðið.
Þessi saga þykir það merkileg að
ég hef skorið hana út og skráð
með höfðaletri og myndum, sem
nú eru hér á veggjum í Foss-
skógarseli."
„Allt er hljótt utan Ullarfoss
mjúki ómur,
ymur í kvöldhúmi jörpu,
blandast við bassahljómur
frá Barnafoss tröllahörpu. “
„Já, hér er gott að vera,
skógurinn gefur lífsfyllingu og
jafnvægi í sálu. Gróskan er ótrú-
leg og það er mikil vinna að halda
birkinu frá greninu. Sumir halda
að við séum að eyðileggja birki-
skógana, en birkið lætur ekki að
sér hæða. Hvar sem það fær
smugu kemur það upp á milli
grenitrjánna.
Við erum hér í krika í Fellinu
og hér gerir sjaldan vond veður,
þannig að skilyrði eru góð til
ræktunar frá náttúrunnar hendi.
Dýralíf er fjölskrúðugt og
einnig blóma- og jurtaflóran.
Minkur er hér og ekki teljandi
skaðvaldur, honum er haldið
niðri með veiðum og í Fellinu var
refur, en ég fór svo djöfullega að
ráði mínu. Sem refaskytta eyddi
ég stofninum. Sjáðu til, ég er
atvinnulaus refaskytta. Rjúpa er
hér og töluvert skotin á vetrum.
Við gætum þess að ganga ekki að
stofninum, veiðum rétt til matar
fyrir stórhátíðina. Gæsir eru hér
um allt og hún er skotin á veiði-
tímanum. Ég er hættur að fara í
gæs, það eru elliglöp, en gæsinni
hefur fjölgað mikið.
Hvort listagyðjan og veiðigyðj-
an eru sama gyðjan veit ég ekki.
Ég er veiðimaður í eðli mínu, en
þegar listamenn tala um list þá
botna ég ekkert í hlutunum. Ég
hef sköpunarþrá og trúlega er
það list, en minni sköpunarþrá
svala ég með útskurði, sem þú
sérð hér á veggjum og í munum
sem þeim sem eru hér í Selinu.
Ég hef gaman af þessu og verk-
efni fyrir aðra falla til. Skemmti-
legast er að vinna úr sínum eigin
skógi, hér eru tré sem ég hef
plantað og eru átta metra há og
þykktin er sex tommur.
Ég er 63 ára og á eftir að planta
mörgum sprotanum en í lokin er
rétt að taka fram, að allir eru
velkomnir í Fellsskóg, ég hef
góða reynslu af fólki,“ sagði
Friðgeir í Felli.