Dagur - 26.06.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 26. júní 1990
2. deild
Úrslit í 5. umferð:
IR-Víðir 2:3
ÍBK-UBK 0:1
Leiftur-Grindavík 1:2
KS-Tindastóll 2:0
Selfoss-Fylkir 1:2
Fylkir 5 5-0-0 15: 4 15
UBK 5 4-1-0 11: 3 13
Vííír 5 3-1-1 7: 7 10
Tindastóll 5 2-1-2 5: 5 7
ÍBK 5 2-0-3 4: 5 6
KS 5 2-0-3 6: 9 6
Selfoss 5 1-1-3 7: 8 4
Grindavík 5 1-1-3 7:10 4
Lciftur 5 1-1-3 4: 9 4
ÍR 5 1-0-4 6:13 3
Markahæstir:
Grétar Steindórsson, UBK 6
Grétar Einarsson, Víði 4
Guðmundur Baldursson, Fylki 3
Kristinn Tómasson, Fylki 3
Örn Valdimarsson, Fylki 3
3. deild
Úrslit í 5. umferð:
Dalvík-Þróttur R. 1:3
TBA-Haukar 0:2
ÍK-Þróttur N. 2:3
Einherji-BÍ 3:3
Völsungur-Reynir 1:1
Þróttur R. 5 5-0-0 19: 5 15
Haukar 5 4-0-1 12: 7 12
ÍK 5 3-0-214: 8 9
Þróttur N. 5 2-1-210: 9 7
Reynir 5 2-1-2 9:11 7
Dalvík 5 2-1-2 8:10 7
Völsungur 5 1-2-2 6: 7 5
BÍ 51-1-314:13 4
TBA 5 1-04 2:15 3
Einherji 5 0-2-3 6:15 2
Markahæstir:
Óskar Óskarsson, Þrótti R. 8
Jóhann Ævarsson, BÍ 7
Brynjar Jóhannesson, Haukum 4
Garðar NíeLsson, Reyni 4
Hörður Már Magnússon, ÍK 4
Júlíus Þorfinnsson, ÍK 4
Þráinn Haraldsson, Þrótti N. 4
4. deild
D-riðill
Úrslit í 3. umferð:
Korinákur-Geúlian 10:0
Neisti-Þrymur 2:0
Kormákur
Ncisti
Hvöt
Þrymur
Geislinn
2 2-0-0 13: 1 6
3 2-0-111: 3 6
2 2-0-0 6: 3 6
3 0-0-3 3: 8 0
2 0-0-2 0:18 0
Markahæstir:
Albert Jónsson, Kormáki
Magnús Jóhannesson, Neista
Hörður Guðbjörnsson, Kormáki
Oddur Jónsson, Neista
6
5
4
4
E-riðill
Úrslit í 4. umferð:
UMSE-b-SM
Narfi-HSÞ-b
Austri-Magni
1:1
0:8
0:4
HSÞ-b
UMSE-b
Magni
S.M.
Austri Rau.
Narfi
4 3-1-0 16: 3 10
4 2-1-1 15: 4 7
3 2-1-0 10: 4 7
4 1-1-2 4: 7 4
41-0-3 5:13 3
3 0-0-3 2:21 0
Markahæstir:
Viðar Sigurjónsson, HSÞ-b 6
Ásgrímur Reisenhus, UMSE-b 4
Kristján Kristjánsson, Magna 4
Ari Hallgrímsson, HSÞ-b 3
Baldvin Hallgrintsson, UMSE-b 3
Reimar Helgason, Magna 3
Sigurður H. Ólafsson, Austra 3
2. deild:
Tindastólsmenn réðu
ekki við Hafþór
- sem skoraði bæði mörkin í 2:0 sigri KS
KS sigraði Tindastól 2:0 í 6.
umferð 2. deildarinnar á Siglu-
firði á föstudagskvöldið.
Leikurinn var afar slakur, sér-
staklega fyrri hálfleikur, enda
veður leiðinlegt, rigning og
kuldi, og aðstæður til knatt-
spyrnuiðkunar ekki skemmti-
legar. Það var Hafþór Kol-
beinsson sem tryggði KS-ing-
um sigur með því að skora
bæði mörkin í leiknunt.
Fyrri hálfleikur var afspyrnu-
slakur og er í raun lítið um hann
að segja. Leikurinn fór að mestu
fram á miðju vallarins og var lítið
um áferðarfallegt spil. Tinda-
stólsmenn voru þó heldur hættu-
legri og áttu tvívegis þokkaleg
færi sem ekki tókst að nýta.
í seinni hálfleiknum lifnaði
aðeins yfir liðunum. KS fékk
óskabyrjun þegar Hafþór Kol-
beinsson skoraði strax á 50. mín-
útu með skoti úr vítateig Tinda-
stóls eftir mikla þvögu. KS-ingar
voru heldur hressari fyrstu 20
mínútur hálfleiksins en þá náðu
Tindastólsmenn yfirhöndinni og
sóttu stíft. Þeir fengu nokkur
ágæt færi og áttu m.a. gott skot í
þverslá KS-marksins. En inn vildi
knötturinn ekki og á 88. mínútu
bættu Siglfirðingar öðru marki
við, þvert gegn gangi leiksins.
Þeir náðu þá skyndiupphlaupi og
Hafþór Kolbeinsson stakk varn-
armenn Tindastóls af og skoraði
af öryggi.
Eins og fyrr segir var leikurinn
lítið fyrir augað og knattspyrnan
ekki merkileg. KS-ingar fengu
bestu færin í leiknum en Tinda-
stóll sótti meira og jafntefli hefði
ekki verið ósanngjörn úrslit. Haf-
þór var besti maður KS ásamt
þjálfaranum Mark Duffield en
hjá Tindastól var Guðbrandur
ógnandi og Sverrir Sverrisson
vann vel á miðjunni. AS/JHB
2. deild:
Leiftursmenn daprir
- töpuðu fyrir baráttu-
glöðum Grindvíkingum
Grindvíkingar sigruöu Leift-
ursmenn 2:1 í 5. umferö 2.
deildar í Olafsfirði á föstudags-
kvöldið. Þrátt fyrir að heima-
menn hefðu undirtökin fram-
anaf leiknum gekk þeim illa að
nýta færin sem gáfust og smátt
og smátt komust baráttuglaðir
Grindvíkingar inn í leikinn og
tryggðu sér sigurinn í seinni
hálfleiknum.
Leikurinn hófst reyndar ekki
fyrr en um kl. 20.30, hálfri
klukkustundu síðar en til stóð.
Ástæðan var hversu seint dómar-
arnir mættu til leiks. Ólafsfirð-
ingar voru búnir að láta vita að
veður væri ekki með besta móti
og því þyrfti dómaratríóið að fara
í gegnum Akureyri en það kom
engu að síður of seint. Þess má
geta að Grindvíkingarnir voru
mættir á tilsettum tíma. Voru
Ólafsfirðingar afar óhressir yfir
þessu.
Leiftursmenn sóttu mun meira
í fyrri hálfleiknum og fengu þá
nokkur ágæt færi. Ómar Torfa-
son átti þokkalegt skot snemma í
leiknum sem var varið og á 33.
mínútu átti hann skalla framhjá
eftir horn. Hann átti einnig síð-
asta orðið í hálfleiknum með
skoti í hliðarnetið úr þröngu færi
rétt fyrir leikhlé. Grindvíkingar
áttu aðeins eitt færi í fyrri hálf-
leik, þegar Þórarinn Ólafsson
komst inn fyrir Leiftursvörnina
en Þorvaldur náði að blaka bolt-
anum framhjá á elleftu stundu.
Leiftursmenn náðu svo foryst-
unni á 50. mínútu. Þeir fengu þá
hornspyrnu eftir gott færi og
Ómar Torfason stökk hæst í
teignum og skallaði í netið.
Grindvíkingar hresstust heldur
við markið og 10 mínútum síðar
jöfnuðu þeir. Þar var Þórarinn að
verki með skalla af stuttu færi.
Á 30. mínútu fengu Grindvík-
ingar að vaða upp allan völl
óáreittir af baráttulausum Ólafs-
firðingum og lauk þeirri sókn
með því að Ólafur Ingólfsson
skoraði með skoti frá vítateigs-
línunni og tryggði gestunum þrjú
stig.
Leiftursliðið lék undir getu í
þessum leik og ekki verður sagt
að neinn leikmanna þess hafi átt
góðan dag. Grindvíkingarnir
börðust mjög vel og það réði úr-
slitum í leiknum. Þórarinn Ólafs-
son var þeirra besti maður, mjög
ógnandi og duglegur allan leik-
inn.
Róbert Gunnarsson og félagar náðu sér ekki á strik gegn Grindvíkingum.
Hafþór Kolbeinsson var „Stólunum“ erfiður á föstudagskvöldið.
Kristján Davíðsson og félagar í Einherja gerðu jafntefli í fjörugum marka-
3. deild:
Markaregn á Vopnafirði
- þegar Einherji og BÍ gerðu 3:3 jafntefli
í flörugum leik
Einherji krækti í sitt annað stig
í 3. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu á föstudagskvöld-
ið. Liðið fékk þá BÍ í heim-
sókn til Vopnafjarðar og urðu
úrslitin 3:3 jafntefli í fjörugum
leik.
Einherjamenn voru ávallt fyrri
til að skora og fyrsta markið
skoraði Jón Oddsson eftir 15
mínútur eftir mikinn einleik í
gegnum vörn BÍ. Jóhann Ævars-
son jafnaði fljótlega fyrir gestina
eftir mikil varnarmistök Ein-
herjamanna og skömmu síðar
fékk Einherji vítaspyrnu sem
Gísli Davíðsson tók en skot hans
fór yfir markið.
Einherjamenn fengu þó annað
tækifæri skömmu seinna þegar
þeir fengu aðra vítaspyrnu. Að
þessu sinni tók hana Kjartan
Guðmundsson og hann skoraði
af öryggi. BÍ átti svo síðasta orð-
ið í fyrri hálfleiknum þegar
Kristmann Kristmannsson jafn-
aði metin eftir önnur slæm varn-
armistök.
í seinni hálfleiknum var meira
jafnræði með liðunum en enn
voru það Einherjamenn sem
náðu forystunni með marki Gísla
Davíðssonar. Jóhann Ævarsson
jafnaði svo fyrir BÍ fyrir leikslok
og úrslitin því 3:3, og verða þau
að teljast sanngjörn þrátt fyrir að
heimamenn hafi verið heldur nær
því að sigra.