Dagur - 26.06.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. júní 1990 - DAGUR - 9
Sund:
Alþjóðleg ráðstefna
sundþjáJfara í Grikklandi
- Wolfgang Sahr þjálfari Óðins,
meðal þátttakenda
í byrjun júnímánaðar hélt
alþjóðasundsambandið, FINA,
sína fyrstu heimsþjálfararáð-
stefnu og fór hún fram í ÓI-
ympíu á Grikklandi. Hverju
aðildarsambandi FINA var
heimilt að senda tvo þjálfara
og voru íslensku þátttakend-
urnir þeir Wolfgang Frosti
Sahr, aðalþjálfari Oðins á
Akureyri, og Halldór Jökull
Ragnarsson, aðalþjálfari 1.
deildarliðs UMFA í Mosfells-
bæ.
Þátttakendur voru ásamt fyrir-
lesurum 95 frá 42 löndum og voru
margir fremstu þjálfarar heims á
meðal þeirra. Landsliðsþjálfarar
ýmissa „stórra“ þjóða mættu sem
og fulltrúar smærri landa og var
að sögn Wolfgangs Frosta fróð-
legt að upplifa þá alþjóðlegu
stemmningu sem skapast þegar
Wolfgang Sahr.
íbúar allra heimsálfa hittast.
Skapaðist mjög góður grundvöll-
ur til að bera saman aðferðir,
vandamál og lausnir á þeim og
var reynt að finna nýjar leiðir til
að efla sundíþróttina enn meira.
Ráðstefnan stóð í eina viku og
fór fram kennsla í ýmsum þáttum
tengdum sundinu og einnig kynn-
ing á niðurstöðum nýrra rann-
sókna á læknis- og hreyfifræðileg-
um sviðum sem og í sálarfræði.
Eftir hvern kennslu- eða kynn-
ingaráfanga gafst tækifæri til
umræðu sem þátttakendur nýttu
sér vel.
Þarna kom m.a. fram að ald-
ursflokkakerfið í sundi sem nú er
í gildi í mörgum löndum, m.a. á
íslandi, hefur ekki skilað þeim
árangri sem menn væntu og
sömdu þjálfarar á ráðstefnunni
skýrslu til FINA þar sem fram
komu breytingartillögur. Greini-
legt er að í dag fer fram gríðar-
legt rannsóknarstarf á • sviði
sundsins og niðurstöður þess
koma ekki eingöngu keppnis-
íþróttinni til góða heldur einnig
sundkennslunni í skólum og á
opinberum námskeiðum. Á sama
tíma skapa kennslan og nám-
skeiðin undirstöðuna undir þjálf-
un afreksmanna sem aftur á móti
er forsenda fyrir bættum árangri.
Af þeim sökum hefur tekist í
mörgum löndum gott og náið
samstarf milli menntamálayfir-
valda og skóla annars vegar og
sundsambanda og félaga hins
vegar.
Wolfgang Frosti telur að slíkt
samstarf hljóti að verða eitt af
forgangsverkefnum í sundi á ís-
landi ef tryggja á áframhaldandi
þróun og bætt gæði í þjálfun og
kennslu.
Fyrirhugað er að halda seinna
á árinu námskeið þar sem
íslensku þátttakendurnir munu
kynna ráðstefnuefnið fyrir
íslenskum þjálfurum og sund-
kennurum.
Borðtennis:
Grenvísku landsliðs-
mennimir til Bretlands
- um mánaðamótin
Níu unglingar frá Grenivík
hafa verið valdir í unglinga-
landslið íslands í borðtennis
ásamt 16 öðrum unglingum af
suðvesturhorni landsins, og
halda þeir til Bretlandseyja um
mánaðamótin til keppni.
Björn Ingólfsson skólastjóri og
„primusmótor" þeirra Grenvík-
inga í borðtennisíþróttinni segir
krakkana hafa undirbúið þessa
ferð fjárhagslega meira og minna
í allan vetur m.a. með tombólu
og spurningakeppni milli vinnu-
staða sem fram hefur farið í
skólahúsnæðinu. Einnig hafa
ýmsir aðilar í hreppnum gert
þetta ferðalag mögulegt með
fjárstyrkjum.
Borðtennissambandið tekur
ekki þátt í ferðakostnaði vegna
þessarar ferðar, en ferðakostnað-
ur hvers og eins er um 50 þúsund
krónur.
Kepnni þessi er eins konar
skólamót, en auk íslendinga taka
írar, Skotar, Walesbúar og ungl-
ingar frá eyjunum Gíbraltar,
Mön og Guernsey þátt. GG
Sætaferðir á leik
Þórs og Skagamanna
- ef næg þátttaka fæst
Knattspyrnudeild Þórs hyggst
standa fyrir sætaferðum á leik
IA og Þórs í Hörpudeildinni ef
næg þátttaka fæst. Leikurinn
fer fram á Akranesi á miðviku-
dagskvöldið kl. 20 og verður
lagt af stað um kl. 15 sama dag
ef af sætaferðunum verður.
Upplýsingar um ferðina veitir
Þorsteinn Arnason á skrifstofu
Þórs í síma 22381. Þurfa menn að
hafa samband við hann fyrir kl.
16 í dag.
LEIFTUR
Omar Torfason, þjálfari
31 árs miðvallarleikinaður
Friðrik Einarsson
22 ára varnarmaður
Geir Hörður Ágústsson Gunnlaugur Sigursveinsson
28 ára miðvallarleikmaður 22 ára miðvallarleikmaður
Hannes Páll Víglundsson
19 ára varnarmaður
Helgi Jóhannsson
26 ára sóknarmaður
Jón S. Helgason
21 árs varnarmaður
Hörður Benónýsson
29 ára sóknarmaður
Kristján Haraldsson
20 ára miðvallarleikmaður
Matthías Sigvaldason
20 ára miðvallarleikmaður
Róbert Gunnarsson
30 ára varnarmaður
Sigurbjörn Jakobsson Steingrímur Örn Eiðsson
27 ára miðvallarleikmaður 19 ára miðvallarleikmaður
Muria Mgntundsson
19 ára miðvallarleikmaður
Þorlákur Árnason Þorvaldur Jónsson Örn Torfason
21 árs sóknarmaður 26 ára markvörður 20 ára miðvallarleikmaður