Dagur - 27.06.1990, Side 1
j£\U± fyrir
4 herrana errabudin
| HAFNARSTRÆTI 9? 60? AKUREYRI SiMI 96 26708 BOX 397
Það væri synd að segja að sumarlegt veður sé á Norðurlandi þessa dagana. Þessi ágætis grænmetis- og ávaxtasali
á Akureyri lét þó norðannepjuna í gær ekkert á sig fá. Hann og aðrir Norðlendingar geta huggað sig við það að spáð
er hlýnandi veðri næstu daga. Mynd: kl
Batnandi veður á Norðurlandi
Framhaldsskólinn
að Laugum:
Mikill áhugi á
námiííþrótta-og
ferðamáladeild
I haust hefst kennsla í tveimur
nýjum deildum hjá Framhalds-
skólanum að Laugum í Reykja-
dal, en það eru íþrótta- og
ferðamáladeild.
Sigurður Viðar Sigmundsson
áfangastjóri segir að nám í íþrótta-
deild taki þrjú ár að loknum
grunnskóla, og þeir sem útskrif-
ast úr henni fá réttindi til að
þjálfa unglinga í þeim íþrótta-
greinum sem þeir hafa valið sér
sem kjörgreinar.
Tilgangurinn með ferðamála-
deild er að mennta fólk til að
starfa í ferðaþjónustu, og er það
einnig þriggja ára nám eftir
grunnskóla. Sigurður segir að
með þessu námi sé verið að
mennta hinn almenna starfsmann
til starfa í ferðaþjónustunni, ekki
sérstaklega matreiðslumenn,
þjóna eða hótelstjóra, heldur
verði þarna boðið upp á alhliða
menntun í ferðaþjónustu.
Þessi menntun væri mjög gagn-
leg hinum almenna starfsmanni á
hótelum, ferðaskrifstofum og
verslunum sem skipta við ferða-
fólk, því mikil áhersla verður
lögð á tungumálanám. Ferða-
þjónusta bænda er mjög vaxandi
þáttur í ferðaiðnaðinum, og þeir
nemendur sem útskrifast úr
ferðamáladeild geta tekið að sér
bókhald og skattskil fyrir þá
þjónustu og bændur almennt.
Skólinn getur tekið 20 nem-
endur á hvora þessara nýju
brauta, og hafa þegar borist
nokkrar umsóknir, aðallega af
Norðurlandi og er meirihluti
þeirra frá Þingeyingum, en einnig
koma umsóknir annars staðar
frá, m.a. úr Reykjavík. GG
Lögreglan:
Vinnuslys í
Rækjuverk-
smiðjunni í
Ólafsfirði
Vinnuslys varð í Rækjuverk-
smiðjunni í Olafsfirði í gær, er
19 ára gamall piltur klemmdist
milli lyftara og fiskikassa.
Hann var þegar fluttur með
sjúkrabifreið til Akureyrar, en
við skoðun reyndist þetta ekki
eins alvarlegt og leit út í fyrstu,
en þó blæddi talsvert inn á lærið.
Pilturinn fékk að fara heim aftur
seinnipart dagsins eftir skoðun á
Fjórðungssjúkrahúsinu, en þá
með flugvél.
Rólegt var hjá lögreglunni á
Akureyri í gær, en um hálffimm-
leytið var þó ekið á kyrrstæða
bifreið á bifreiðastæðinu við
Hagkaup. Sá sem valdur var að
því hvarf af vettvangi, og að sögn
varðstjóra er það allt of algengt
að ökumenn hverfi af vettvangi
eftir að þeir hafa ekið á kyrr-
stæða bíla, og baka eigandanum í
mörgum tilfellum stórtjón. GG
Kuldakastið undanfarna daga
hefur komið illa við marga á
Norðurlandi og menn hafa spurt
hvar sumarið sé. Nú er útlit fyrir
batnandi tíð, og mun hlýna smám
Lítið þokast í átt að stofnun
sameiginlegs lífeyrissjóðs fyrir
alla launþega innan vébanda
Alþýðusambands Norðurlands.
í aprílmánuði var samþykkt á
fundi þeirrar nefndar sem
vinnur að undirbúningi þessa
máls að leita eftir frekari upp-
lýsingum frá lífeyrissjóðunum
á svæðinu.
í nefndinni eiga sæti Kári Arnór
Kárason lífeyrissjóðnum Björgu
á Húsavík sem er formaður, Jón
Karlsson Lífeyrissjóði stéttarfé-
laga í Skagafirði, Hafþór Rós-
mundsson Lífeyrissjóði verka-
lýðsfélaga á Norðurlandi vestra,
Jón Helgason frá lífeyrissjóðnum
Sameiningu og Heimir Ingimars-
son lífeyrissjóði Iðju.
Á aprílfundinum var lögð fram
samantekt á þeirri könnun sem
þegar hafði verið gerð um það
hvernig aðild fólks að lífeyris-
sjóðum á Norðurlandi skiptist
annars vegar að sjóðum stað-
bundnum hér, og hins vegar aðild
að sjóðum sem staðsettir eru á
Reykjavíkursvæðinu. Þar sem
ekki fengust nógu mörg svör við
áðurnefndri könnun var á ný
sendur fyrirspurnalisti til lífeyris-
sjóðanna á Norðurlandi varðandi
aðild.
Næsti fundur nefndarinnar er á
næsta leiti, og þar verða niður-
stöðurnar kannaðar og tekin
ákvörðun um framhaldið. Á síð-
asta þingi Alþýðusambands
Norðurlands var samþykkt að
niðurstöður þessarar könnunar
skyldu liggja fyrir sérstöku auka-
saman í veðri fram að helgi á öllu
Norðurlandi. Spáð er breytilegri
átt í dag og á morgun, en hæðin
sem var yfir Grænlandi er að
þingi Alþýðusambands Norður-
lands sem haldið verður í ágúst-
eða septembermánuði nk. Það
þing tekur ákvörðun um fram-
hald málsins, sem væntanlega
verður í því fólgið að teknar
verða upp samningaviðræður við
aðila vinnumarkaðarins um það
að aðildarfélög Alþýðusambands
Norðurlands stofni sérstakan líf-
eyrissjóð eða gangi inn í einhvern
sjóð sem nú þegar starfar á fé-
Gufuborinn Dofri er kominn í
Kröflu, og næstu daga verður
byrjað að bora. Ætlunin er að
kanna aftur háhitasvæðið þar
sem hin fræga hola 4 var tekin
á sínum tíma. Hún reyndist
geysilega öflug og var ekki
hægt að hemja hana, enda
hlaut hún nafnið Sjálfskapar-
víti. Miklar vonir eru bundnar
við aukna gufuöflun úr svæð-
inu.
Héðinn Stefánsson, stöðvar-
stjóri í Laxá og Kröflu, segir að
nýja holan sé staðsett um 120
metra norður af holu 4. Hér er
um tilraunaborun að ræða, menn
eru að kanna hvort þetta svæði,
sem miklar vonir voru bundnar
við á sínum tíma, sé orðið
vinnsluhæft. Reikna má með að
holan geti orðið allt að 2000
metra djúp.
þynnast út og hefur færst yfir
Grænlandshaf. Norðanstrekking-
urinn ætti því að vera úr sögunni
í bili a.m.k.
lagssvæðinu.
Tilgangurinn með þessu er að
allir launþegar á Norðurlandi
greiði í lífeyrissjóð á svæðinu
þannig að allar lífeyrissjóðs-
greiðslur ávaxtist hér. í dag
greiða fjölmennar stéttir eins og
verslunarmenn, málmiðnaðar-
menn, múrarar, rafvirkjar og
sjómenn í lífeyrissjóði á Reykja-
víkursvæðinu, en til að sjómenn
geti átt aðild að þessum fyrirhug-
Ekki er vitað hvort ráðist verð-
ur í að bora aðra djúpa holu í
sumar. Héðinn segir að sú
ákvörðun ráðist af framvindu
verksins og fleiri þáttum, en
a.m.k. 30 til 40 daga tekur að
bora hverja holu.
En hvaða þýðingu hefur þessi
borun? „Þetta þýðir að menn
geta fengið vísbendingu um gufu-
öflun fyrir seinni vélasamstæðuna
í Kröflu,“ segir Héðinn. „Við
erum með fyrri vélasamstæðuna
fullnýtta, og höfum gufu á hana,
en meiri óvissa er um gufu fyrir
seinni samstæðuna. Þetta er
svæði sem við vitum að getur ver-
ið gjöfult, en spurningin er hvort
það er þannig að unnt sé að vinna
þar ómengaða gufu. Ekki er auð-
velt að finna út úr því nema bora
eina eða fleiri holur, en ein hola
Sjávarútvegsdeild HA:
Neðri hæðin í húsnæði því
sem sjávarútvegsdeild Háskól-
ans á Akureyri hefur til umráða
við Glerárgötu er þessa dagana
að verða tilbúin og verður klár
fyrir haustið. Að sögn Jóns
Þórðarsonar, forstöðumanns
deildarinnar, hafa fram-
kvæmdir gengið eftir áætlun.
Það er Rannsóknastofnun
flskiðnaðarins sem flytur fyrst
inn í húsnæðið. Efri hæð húss-
ins bíður svo betri tíma og
meira fjármagns.
Á efri hæð hússins verður
kennslu- og skrifstofuhúsnæði
fyrir sjávarútvegsdeildina og á
þeirri neðri aðstaða fyrir rann-
sóknir og kennslu sjávarútvegs-
fræðum. Alls voru 16 nemendur
teknir inn í deildina fyrir næsta
haust og sagði Jón að fleiri gætu
stundað nám í sjávarútvegsfræð-
um við skólann.
Fjármagn hefur fengist að
hluta til vegna tækjakaupa í
rannsóknaaðstöðuna við Gler-
árgötu, nóg til þess að hefja þar
kennslu, en Jón vonaðist eftir
meira fjármagni á næstu fjárlög-
um til kaupa á tækjum. -bjb
aða sameiginlega norðlenska líf-
eyrissjóði þarf lagabreyting að
koma til.
I lagafrumvarpi sem lagt verð-
ur fyrir næsta Alþingi er gert ráð
fyrir að enginn lífeyrissjóður sé
minni en það að hann telji
tíu þúsund félaga. Það táknar það
að hér á Norðurlandi mun aðeins
starfa einn lífeyrissjóður, en tveir
ef aðildartalan yrði lækkuð niður
í fimm þúsund félaga. GG
getur sagt okkur mikið. í leiðinni
getur hún orðið vinnsluhæf, ef
vel tekst til,“ segir Héðinn.
Auk holu 4 var hola 10 boruð á
þessu jarðhitasvæði á sama tíma.
Hún reyndist menguð af gasi og
óhreinindum sem féllu út og stífl-
uðu holuna, og varð hún því ekki
vinnsluhæf. Héðinn segir að
menn hafi ekki haft nægilega
traustan búnað á holu 4, því hún
sprengdi ofan af sér sem kallað
er. „Menn áttu ekki von á þeim
ógnarkrafti sem þarna var, og
voru e.t.v. ekki nægilega vel und-
ir hann búnir. Núna gerum við
meiri kröfur til þrýstiþols á bún-
aði sem fer á nýju holuna en
hingað til hefur verið gerðar á
þær holur sem boraðaí hafa verið
í Kröflu,“ segir Héðinn Stefáns-
son. EHB
Sameiginlegur lífeyrissjóður Norðlendinga:
Akvörðunar að vænta á aukaþingi
Alþýðusambands Norðurlands í haust
Kröfluvirkjun:
Gufuborinn Dofri í startholunum