Dagur


Dagur - 27.06.1990, Qupperneq 3

Dagur - 27.06.1990, Qupperneq 3
frétfir Miðvikudágur 27. júní 1990 - DAGUR - 3 r 1 Land fyrir 44 sumarbústaði skipulagt í Hörgárdal: Ekkert því til fyrirstöðu að byrja - segir Guðmann Gunnarsson bóndi í Staðartungu „Eg er búinn að fá öll tilskilin leyfi og samþykktir og því er ekkert því til fyrirstöðu að byrja strax í dag,“ segir Guð- mann Gunnarsson, bóndi í Staðartungu í Hörgárdal en hann hefur í vetur látið skipu- leggja land fyrir 44 sumarbú- staði á jörð sinni. Hér er um að ræða eitt stærsta skipulagða sumarbústaðaland á Norður- landi. strax Guðmann segist vera einn þeirra bænda sem illa hafi farið út úr loðdýrabúskapnum og því hafi hann ákveðið að reyna að nýta land fyrir sumarbústaði. Allir staðhættir séu góðir og landrými fyrir hendi. „Pað er aðeins um 20 km leið frá Akureyri á vegi með bundnu slitlagi þannig að þægilegra getur það vart verið fyrir bæjarbúa. Staðurinn býður líka upp á nokkra möguleika til útivistar, bæði gönguleiðir, möguleika á Skipulagsuppdráttur af sumarbústaðahverfi í landi Staðartungu í Hörgárdal. veiði í Hörgá, berjaland og þess háttar,“ segir Guðmann. Hann áætlar að standa sjálfur straum af kostnaði við vatnslagn- ir og veglagnir en bústaðaeigend- ur greiði ákveðið gjald í byrjun og eftir það ársleigu. Eftirspurnin muni ráða því hve hratt þetta byggist upp en þessu hafi strax verið sýndur áhugi. Ekki fylgi heldur neinir skilmálar um hve- nær ráðist verði í bústaðabygg- ingar og því geti vel verið að ein- hverjir tryggi sér lóðir fyrst um sinn fyrir tjald, tjaldvagna eða hjólhýsi og byggi síðar. „Þetta verður því mjög sveigj- anlegt og ræðst af vilja viðskipta- vinanna," segir Guðmann. , 6 JÓH . Búnaðarbanki íslands: Fagnar 60 ára afinæli 4. júlí nk. - afmælisfagnaður fyrir viðskiptavini 29. júní Alþingiskosningar 1991: Sjálfstæðismenn á N.-eystra huga að framboðsmáiunum „Við vorum á þessum fundi að ræða um framboðsmál al- mennt og hvernig hugmyndin yæri að standa að framboði. Ég vildi vera tímanlega með þennan fund til að ýta umræöunni úr vör,“ segir Sigurður Björnsson, formað- ur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi cystra um fund ráðsins á Húsavik um lielgina. „Já. okkur fannst þess þurfa að umræðunni væri komið af stað enda doði í mönnum eftir bæjarstjórnarkosningarnar og menn hvíldinni fegnir. Ætlunin er að boða til kjördæmisfundar í ágúst cða byrjun septeniber og taka þá ákvörðun um hvort efnt verður til prófkjörs eða ekki," sagði Sigurður. Hann segir að menn vilji vera tímanlega í þessurn málum, ckki si'st ef til haustkosninga skyldi koma. „Við ætlum okkur að undirbúa þetta mál vel í sumar með starfi í félögunum. Vinnan fyrir kosningarnar er hafin og við ætlum okkur auð- vitað stóran hlut í kjördæm- inu," sagöi Sigurður. JÓH , - v : . Magnus Torsell, sænskumælandi blaðamaður frá Finnlandi, ætlar að skrifa grein um Dag í staðarblaðið Hangötidningen. Mynd: kl Finnskur blaðamaður í heimsókn á Degi Búnaðarbanki íslands verður 60 ára 1. júlí nk., og mun bankinn minnast þessara tíma- móta með ýmsum hætti föstu- daginn 29. júní. Útibú bankans á Akureyri, sem jafnframt er fyrsta útibúið hans, verður 60 ára í deseinbermánuði á þessu ári. Á föstudeginum 29. júní verð- ur viðskiptavinum bankans boðið upp á kaffi og meðlæti og börn- um sem í bankann koma verður færður límmiði, bók um Padding- ton og veggspjald með mynd af íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu. Lúðrasveit Akureyrar mun leika fyrir utan bankann frá kl. 10 til 11 og 2 til 3 og væntan- lega einnig við afgreiðslu bank- ans í Sunnuhlíð. Öllum börnum á íslandi á aldr- inum 1 til 12 ára og fædd eru 1. júlí verður gefin Paddington- metbók með eittþúsund króna innistæðu auk þess sparibaukur að eigin vali. Auk þessa verður öllum þeim sem í afgreiðslur Akureyri: Gudmundur með fimd í dag Guðmundur Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, verður með fund á Heilsugæslustöðinni á Akur- eyri í dag, miðvikudaginn 27. júní kl. 12-13. Á fundinum mun heilbrigðis- ráðherra ræða um manneldis- og neyslustefnu. bankans koma þessan dag færður Landgræðslupoki Búnaðarbank- ans, en pokinn inniheldur áburð, grasfræ og birkifræ. Fyrr á þessu ári hefur bankinn minnst afmælisins með ýmsum hætti; Búnaðarbankaskákmótið var haldið í marsmánuði með Kvennalistinn mun halda landsfund í nóvember nk. og verður hann í Eyjafirði. Fram að landsfundi verður megin- verkefni Kvennalistans að endurskoða stefnuskrá flokks- ins og leggja tillögur að henni fyrir fundinn. Á vorþingi Kvennalistans seni haldinn var í Garðabæ um síð- ustu helgi var farið í saumana á síðustu sveitarstjórnarkosningum og reynt að leita skýringa á dapri útkomu Kvennalistans í þeim. Fram kom það álit á fundinum að í hugum margra væri nýjabrumið farið af Kvennalistanum, einkum þar sem önnur stjórnmálaöfl í landinu hafi tileinkað sér ýmis- legt úr málflutningi kvennalista- kvenna. Því sé nauðsynlegt að koma sérstöðu Kvennalistans betur til skila, skerpa línurnar og Ástand túna í N.-Þingeyjar- sýslu er í meðallagi gott og sagði Benedikt Björgvinsson, ráðunautur, að heyskapur gæti hafist nokkuð fyrr en í fyrra á mörgum bæjum, eða í byrjun júlí. Gróður í sýslunni hefur tekið mikinn kipp síðustu daga og ástand hans víða gott. þátttöku ýmissa stórmeistara í skák, og frá 26. apríl til 6. maí var haldin sýning á Kjarvalsstöð- um á 120 málverkum sem eru í eigu bankans. Á afmælisdeginum sjálfum munu svo ýmis lands- samtök eða félagasamtök verða { styrkt fjárhagslega. GG efla tengslin út á við. Prátt fyrir að hafa fengið lélega kosningu í sveitarstjórnarkosn- ingunum töldu kvennalistakonur að Kvennalistans væri enn þörf og ótvíræður árangur af starfi hans væri aukin þátttaka kvenna á flestum sviðum þjóðlífsins. Til marks um að Kvennalistinn hafi síður en svo lagt upp laupana er, að sögn kvennalistakvenna, reiknað með framboði Kvenna- listans í öllum kjördæmum lands- ins í næstu alþingiskosningum. Á vorþinginu voru myndaðir málefnahópar um launamál, atvinnustefnu, umhverfismál og EB með sérstöku tilliti til þess, hvaða áhrif þróunin í Evrópu hefur á hagi kvenna. Að sögn kvennalistakvenna verða þessir málaflokkar forgangsverkefni í endurskoðun stefnuskrár Kvenna- listans. óþh Benedikt sagði að nokkrir bændur hefðu orðið fyrir miklu tjóni í fyrra sökum kals á túnum, en ástandið núna væri mun betra. Helst væri það austan Öxafjarð- arheiðar sem kal sæist á túnum, en að öðru leyti kæmu tún nokk- uð vel undan vetri. -bjb Þótt Dagur hafi ágæta út- breiöslu á Noröurlandi vissum við ekki að hróður blaðsins hefði borist til Finnlands. Þess vegna brá okkur í brún þegar finnskur blaðamaður birtist á skrifstofu ritstjórnar og sagði „hej“ og vildi fá að vita allt um dagblaðið á landsbyggðinni. Hér var á ferðinni Magnus Torsell, blaðamaður á Hangötidn- ingen (Hangonlehti). Þetta er staðarblað í Hangö, sem er 12.000 manna bær um 135 km suðvestur af Helsinki. Blaðið er gefið út í 3.500 eintökum og kemur út þrjá daga vikunnar. Magnús sagði að í Hangö væri bæði sænsku- og finnskumælandi , fólk og tekur blaðið mið af þeirri staðreynd. Það er eitt af fáum blöðum sem inniheldur efni bæði á sænsku og finnsku. Blaðið er 12 síður að stærð með finnskum fjórblöðungi í miðopnu. Meðan Magnús kynnti sér starfsemina á Degi og ræddi við blaðamenn sagði hann okkur frá dvöl sinni hér. íslandsferðin er bæði skemmtiferð og námsferð, en hann fékk styrk til að kynna sér fjölmiðlun hér á landi. Hann var búinn að skoða sig um í Reykjavík en vildi endilega fræð- ast um staðarblöð á borð við Dag, en Hangötidningen og Dag- ur eiga margt sameiginlegt. Og nú bíðum við bara eftir því að taka á móti nýjum áskrifendum frá Finnlandi. SS Kvennalistinn: Boðar til landsfundar í Ejjafirði í nóvember - reiknað með framboði í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum Norður-Þingeyj arsýsla: Heyskapur með fyrra fallinu

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.