Dagur - 27.06.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 27.06.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 27. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÚFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Hvalveiðiráðið og hrefnuveiðar íslensk stjórnvöld hafa ávallt haldið fast fram þeim sjón- armiðum að hvalveiðar eigi fullan rétt á sér meðan þess sé gætt að takmarka veiðar við stærð hvalastofna eins og hún er metin samkvæmt vísindalegum rannsóknum. Þetta sama sjónarmið lá tvímælalaust til grundvallar þeg- ar Alþjóðahvalveiðiráðið var stofnað á sínum tíma. Meg- intilgangurinn með stofnun ráðsins var sá að þjóðir heims, og þá fyrst og fremst þær sem teljast til hvalveiði- þjóða, gætu haft samráð um umfang hvalveiða frá ári til árs. Af þessu má ljóst vera að helsta hlutverk Alþjóða- hvalveiðiráðsins er í því fólgið að vinna á vísindalegan hátt að því að stjórna hvalveiðum í heiminum. Á síðari árum hefur eðli ráðsins þó smám saman verið að breyt- ast. Vísindaleg stjórnun hvalveiða virðist ekki lengur efst á verkefnaskrá þess, heldur miklu fremur það að koma í veg fyrir allar veiðar á sjávarspendýrum. Þetta hefur gerst eftir að öfgasinnaðir umhverfisverndarsinnar hófu skipulega innreið sína í Alþjóðahvalveiðiráðið og náðu þar undirtökunum. Nú er svo komið að þær þjóðir sem vilja vinna sam- kvæmt þeim sjónarmiðum sem lágu að baki stofnun Al- þjóðahvalveiðiráðsins í upphafi telja sér varla stætt að starfa á þeim vettvangi öllu lengur. Þeirri skoðun hefur smám saman vaxið fylgi að hinar eiginlegu hvalveiðiþjóð- ir, íslendingar, Norðmenn, Sovétmenn, Japanar og fleiri, gerðu rétt í því að kljúfa sig út úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og stofna ný samtök hvalveiðiþjóða, samtök í ætt við þau sem Alþjóðahvalveiðiráðið eitt sinn var. Áður en til slíkra aðgerða verður gripið er þó sjálfsagt að láta á það reyna hvort Alþjóðahvalveiðiráðið hyggs.t lúta skynsámlegri stjórn að nýju; hvort það hyggst láta vísindaleg vinnu- brögð ráða ákvörðunum sínum í stað þess að láta tilfinn- ingasemi móðursjúkra öfgasinna hlaupa með sig í gönur. Á þetta mun reyna á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hefst þann 2. júlí nk. Um síðustu helgi lauk fundi Vísindanefndar títtnefnds hvalveiðiráðs og var þar m.a. fjallað um ástand hrefnu- stofnsins í Norður-Atlantshafi. Á fundinum lögðu íslensku fulltrúarnir fram niðurstöður viðamikilla vísinda- rannsókna sem gerðar hafa verið á hrefnustofninum hér við land á undanförnum árum - en sem kunnugt er hafa hrefnuveiðar verið bannaðar frá árinu 1986. Vísinda- nefndin staðfesti í öllum meginatriðum niðurstöður íslensku rannsóknanna, þar á meðal þá niðurstöðu að hrefnuveiðar á Norður-Atlantshafssvæðinu á undanförn- um áratugum hefðu nánast engin áhrif haft á þróun hrefnustofnsins. Niðurstaða fundarins er með öðrum orð- um sú að hrefnustofninn við ísland sé vannýttur stofn, sem óhætt er að nýta að ákveðnu marki án þess að hon- um stafi nokkur hætta af. Sjávarútvegsráðherra hefur þegar lýst því yfir að með hliðsjón af niðurstöðu Vísinda- nefndarinnar hljóti íslensk stjórnvöld að stefna að því að hrefnuveiðar hér við land hefjist á ný eins fljótt og mögu- legt er. Nú er að sjá hvort Alþjóðahvalveiðiráðið tekur ein- hverjum sönsum. Ef þeir sem þar ráða ríkjum leyfa ekki skynsamlega og hættulausa nýtingu stofna eins og hrefnustofnsins en halda til streitu öfgafullri friðlýsingar- stefnu sinni, eigum við íslendingar að segja skilið við Alþjóðahvalveiðiráðið. Þá höfum við einfaldlega ekkert þar að gera lengur. BB. kvikmyndarýni Paul Newman og Dwight Schultz (í hlutverki Oppenheimers) elda saman grátt silfur. Að baki eru formúlur að gerð kjarnorkusprengju (held ég). Hiroshima-sprengjan Borgarbíó sýnir: Sprengjuna (Shadow Makers). Leikstjóri: Roland Joffé. Aðalhlutverk: Paul Newman og Dwight Sehultz. Paramount Pictures 1989. Hinn 6. ágúst 1945 var kjarnorkusprengju varpað á Hiroshima. Þann 9. ágúst, vörp- uðu Bandaríkjamenn annarri kjarnorkusprengju á Japana. Fjórum dögum síðar gafst japanski herinn upp, seinni heimsstyrjöldinni var loksins lokið. Álla tíð síðan hefur verið deilt um tilgang Bandaríkja- manna með sprengjuvarpinu. Sprengjan fjallar um þetta álitamál en þó aðallega um vís- indamennina sem unnu að smíði sjálfrar kjarnorkusprengjunnar í Los Alamos í Nýju-Mexíkó. Paul Newman leikur Leslie M. Groves en hann stjórnaði Manhattan- áætluninni sem miðaði að því einu að smíða kjarnorku- sprengju. Sprengjan gefur takmarkaða mynd af umfangi þessarar áætl- unar. Þar er þó minnst á milljarð- ana tvo er runnu til smíði sprengjunnar og jafnframt impr- að á þeim möguleika að hin gíf- urlegu útgjöld hafi rekið á eftir því að sprengjan yrði notuð. í öllum megindráttum virðist Sprengjan segja satt og rétt frá. Dregin er upp mynd af hinni ótrúlegu tortryggni er Groves sýndi í garð allra þeirra er komu nálægt gerð sprengjunnar og hinni miklu leynd er hvíldi á smíðinni. Hann kom upp njósna- neti til að fylgjast með undir- mönnum sínum, opnaði einka- bréf þeirra og hleraði símtöl. Engin dul er dregin á það að frá ársbyrjun 1944 var bandarískum framámönnum fullvel ljóst að Þjóðverjar höfðu ekki í hyggju að smíða kjarnorkusprengju en það var einmitt óttinn við að þýskir myndu eignast slíkt vopn er rak Bandaríkjamenn af stað í upphafi. Þá er undir lok myndar tæpt á efasemdum er kviknuðu meðal vísindamanna um ágæti þess að nota kjarnorkusprengju á Japana. Ennfremur er örlítið vik- ið að deilum hershöfðingja og vísindamanna um það hvernig nota ætti sprengjuna; sumum fannst að það hlyti að vera nægj- anlegt að sýna Japönum eyðing- arkraft hennar á óbyggðu land- svæði. Að meginefni til fjallar Sprengjan þó ekki um þessi kjarnaatriði. Það er einkalíf vís- indamannanna sjálfra sem er í brennipunkti, aðallega þó Oppenheimers en hann var sá er stjórnaði gerð sprengjunnar. Einn aðstoðarmanna hans er einnig mikið í myndinni en hann er látinn deyja af völdum geislavirkni undir lokin. Um þetta atriði hef ég miklar efasemdir enda hvergi séð á það minnst í ritum sagnfræðinga um Hiroshima-sprengjuna. En hvað sem líður sagnfræði Sprengjunnar þá virðist kvik- myndin líða fyrir efnið sem er 'i; alltof umfangsmikið og í senn langdregið til að gera megi um það spennumynd sem er þó greinilega markmið Joffé leik- stjóra - um það ber til dæmis ógnvænleg tónlistin vitni. Kvikmyndin er slitrótt og sam- hengislítil, bíófarinn fær á tilfinn- inguna að eitthvað vanti, kjarna- efni eru látin víkja fyrir hálfgild- ings ástarævintýrum, hrein auka- atriði gerð að aðalatriðum - það má segja að Sprengjan sé ónóg sjálfri sér. Því verður þó ekki neitað að hún dregúr fram athyglisverða hluti er tengdust gerð kjarnorkusprengjunnar og fyrir þær sakir einar hlýtur hún að verða forvitnileg öllum þeim er einhvern áhuga hafa á tildrög- um þess að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á Japan. Alþýðuhetjan sýnir klæmar Borgarbíó sýnir: Fangann (Lock Lp). Leikstjóri: John Uynn. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone og Donald Sutherland. Carolco 1989. Hann er ekki aðeins gull af manni heldur einnig ákaflega seinþreyttur til vandræða. Engu að síður þarf hann að afplána fangelsisdóm sem í ljósi kringum- stæðnanna er þó enginn blettur á mannorði söguhetjunnar. Hlut- verk Stallones, í Fanganum, er að gæða þessa alþýðuhetju lífi og þá list virðist hann kunna öðrum leikurum fremur. Á umliðnum árum hefur alþýðuhetjan orðið Stallone drjúg til fjár og vinsælda en honum hefur ekki verið að sama skapi hampað fyrir leik- hæfileika. Kannski geldur hann fyrir alþýðuhetju hvíta tjaldsins eins og hún gengur fram á sjónar- sviðið í myndum eins og til dæmis Fangamim. Þar er Stallone friðsamur bifvélavirki sem virðist eiga venjulega hjúskaparævi fyrir höndum. Aðeins einn skugga ber á líf hans; hálfs árs fangelsisvist sem hann á eftir að afplána. í fangelsinu fer allt á hinn versta veg og erkióvinur Stallones, sem Donald Sutherland leikur, læsir í hann klónum. Sutherland er fangelsisstjóri sem hugsar um það eitt að koma fram hefndum á Stallone. Og nú fara eigindir alþýðuhetju hvíta tjaldsins að koma fram fyrir alvöru. Stallone lætur lengi vel ekki setja sig út af laginu og þolir alls konar niður- lægingu án þess að mögla. En þegar veist er að vinum hans og jafnvel unnustu byrjar varnar- múrinn að falla og hin ósigrandi hetja rís upp úr öskustónni. Jafnframt finnur bíófarinn til svo sterkrar samkenndar með hetj- unni að hann langar helst til að þjóta upp úr sæti sínu Stallone til aðstoðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.