Dagur - 27.06.1990, Page 5

Dagur - 27.06.1990, Page 5
Miðvikudagur 27. júní 1990 - DAGUR - 5 „Við verðum að leita réttar okkar 44 Vegna þeirrar samþykktar sem Náttúruverndarráð sendi frá sér 12. júní sl., þar sem það leggst gegn flutningi á Iaxi í Laxá ofan Brúa, var haft sam- band við Eystein Sigurðsson, bónda að Arnarvatni í Mý- vatnssveit og hann spurður um málavöxtu. „Með þessari ákvörðun er Náttúruverndarráð að kippa stoðum undan Laxársamningun- um, þ.e. þeirri sáttargjörð sem gerð var til lausnar Laxárdeilu og um leið þeim samningum sem við gerðum við Landsvirkjun. Þeir voru gerðir vegna vanefnda á fyrri samningum. Við hljótum að leita allra leiða til að ná rétti okkar,“ sagði Eysteinn á Arnar- vatni. Því miður fór nú svo „Á sínum tíma þegar samið var um lok Laxárdeilu, þá tók ríkið að sér að byggja laxastiga, en það voru raunar þær bætur sem heima- menn fengu fyrir að slaka til. Fjögur ár tók ríkið að hefja fram- kvæmdirnar, þeir ætluðu sér í raun og veru aldrei að efna samn- ingana. Síðan tók þrjú ár að byggja mannvirkið. Þegar verk- inu var lokið ætlaði ríkisvaldið að afhenda okkur stigann, en ekki leist okkur landeigendum á þann gang mála, enda var engin reynsla komin á mannvirkin og ýmsar tilraunir voru þar gerðar, svo sem með rafmagnsgirðingar, sem aldrei höfðu verið notaðar á íslandi. Satt best að segja hefur bygging laxastiga oftar mistekist en hitt og því þótti okkur rétt að sjá til og taka ekki við honum fyrr en hann hefði sannað sig. í>ví miður fór nú svo að í maí 1980 tókum við landeigendur við stiganum, þrátt fyrir ýmsa ann- marka sem á honum voru og ósamið var um hvernig hann yrði rekinn. Nú hófust samningaum- leitanir við Laxárvirkjunarstjórn og síðar Landsvirkjun, en enginn árangur varð af þeim viðræðum.“ Náttúruverndarráð samþykkti laxaræktunina „Við höfum sleppt laxaseiðum í Laxá í tuttugu ár, en þau hafa - segir Eysteinn Sigurðsson á Arnarvatni ekki skilað sér og aðalástæðan er sú, að fiskvegurinn hefur ekki reynst sem skyldi. Seiðaslepping- in tókst vel og sænskir vísinda- menn, sem hér störfuðu, stað- festu það, enda varð mikil aukn- ing á laxveiðum neðan raforku- mannvirkjanna. Síðar var farið í að sleppa gönguseiðum, en árangur varð enginn. Aftur var smáseiðum sleppt, en nú höfðum við aflað okkur mikillar reynslu varðandi þær. Besti árangur hef- ur ef til vill náðst þegar við slepptum seiðunum í hríðarveðri seint í ágúst 1971. Hitastig árinn- ar hefur mikið að segja þegar smáseiðunum er sleppt. Sænskum og íslenskum nátt- úrufræðingum kom saman um, eftir rannsóknir, að lax sem við- bót í lífríkið væri aðeins aukning á flóru Laxár, því fæðuval og framboð væri það mikið að það nægði bæði fugli og fiski. Það væri frekar að hrygningarskilyrði væru takmarkandi fyrir nýliðun í ánni. Hrygningarskilyrði í Laxá eru erfið vegna hraun- og sand- botns. Mölina vantar. Eitt okkar aðalvopn í Laxár- deilu var að sýna fram á þau gíf- urlegu verðmæti sem væru í húfi, þar sem væru möguleikar til laxa- ræktar í Laxá ofan Brúa svo og í Kráká og Gautlandalæk. Grunn- urinn að samkomulaginu var að gera bændum kleift að nýta þessi hlunnindi, með byggingu fiskveg- ar. Þessi laxarækt var hafin áður en sett voru lög um verndun þessa svæðis og áður en sáttar- gerðin var gjörð. Náttúru- verndarráð samþykkti laxarækt- unina 1975, en fram að þessu hafði ekki heyrst að það væru náttúruspjöll að setja lax í ár.“ Samningar náðust 3. maí 1988 „Eins og áður segir varð ekki árangur af viðræðum aðila um rekstur fiskvegarins. En vorið 1988, þegar tengja átti þessi ágreiningsmál samstarfsverkefni Landsvirkjunar og heimamanna um landgræðslu komust viðræður í gang að nýju og náðust samn- ingar 3. maí 1988 milli Lands- virkjunar og heimamanna. Eysteinn Sigurðsson. Mynd: KL Það hefur aldrei verið neitt launungarmál, að Veiðifélagið hefur sleppt laxi og stefnt að því að gera efri hluta Laxár að lax- veiðiá ásamt með Kráká og Gautlandslæk. Því þykja okkur undarleg viðbrögð Rannsóknar- stöðvarinnar við Mývatn nú, þeg- ar samningar hafa náðst, ekki síst vegna þess að fyrir aðeins 3 árum sá hún enga ástæðu til athuga- semda, þegar sérstakt tilefni gafst. Sannleikurinn er sá að gamli Laxársamningurinn var meingall- aður, bæði að orðalagi, en alvar- legast var þó ákvæði um gerð lesendahornið í- Svalbarðsstrandarhreppur: „Andstaða við álver meðal íbúa“ Sveinberg Laxdal, Túnsbergi, Svalbarösströnd: „Vegna þeirrar umræðu sem orð- ið hefur um álver í Dysnesi vil ég koma því á framfæri að hér á Svalbarðsströndinni eru margir hreppsbúar á móti álverinu. Ég og fleiri tökum undir með Eiríki Sigfússyni á Sílastöðum, það er ekkert að gera með álver í Dys- nesi. Við vitum að mengun verð- ur mikil frá álveri við Eyjafjörð, og með hana er enginn ánægður. Þeir, sem eru á móti álveri, hafa ekki látið mikið í sér heyra undanfarið. Samt erum við marg- ir sem tilheyrum þeim hópi. Það er mikil andstaða við álverið í hreppunum kringum Akureyri, það vita allir sem eitthvað vilja á annað borð vita. Varðandi mengunina er eitt atriði, sem menn láta framhjá sér fara. Til þess að hreinsa útblástur frá álveri þarf dýran búnað, og þrátt fyrir hann verður alltaf ein- hver mengun, skaðleg gróðri. Til að minnka mengunina er notaður sjór, sem dælt er gegnum hreinsi- búnaðinn. Þá eru skaðlegu efnin færð í hafið í stórum stíl. Hvaða áhrif hefur það á lífríki sjávarins í firðinum? Veit það einhver, eða er mönnum sama ef þeir sjá möguleika á einhverjum gróða? Nei, í Eyjafirði á ekki að byggja álver. Það er álit margra að slíkt sé engan veginn heppi- legt. Ýmsir hafa rætt um matvæla- framleiðsluna, og það er skondið að á sama tíma og rætt er um að byggja álver í Eyjafirði eru Bandaríkjamenn að heimsækja Eyfirðinga til að ræða innkaup á heilsufæði og framleiðslu á óspilltum matvælum. Álitið er að hægt væri að þre- falda mjólkurframleiðsluna í Eyjafirði, ef landsvæði væru bet- ur nýtt og ræktuð. Erlendis eru menn farnir að varðveita land- búnaðarlandsvæði meira en áður var, en sú stefna að byggja álver gengur þvert á þá stefnu. Um héraðsnefndina vil ég segja að þar er engin samstaða um álmálið. Vegna mengunar sem myndi ná til Svalbarðs- strandar frá álveri finnst mér sjálfsagt að fulltrúi frá Sval- barðsströnd sæti þá fundi héraðs- nefndar þar sem málið er til umfjöllunar, þótt við höfurn kos- ið að tilheyra Þingeyjarsýslu i hvað okkar héraðsnefnd snertir.“ Kattafár á Brekkunni: Gjörsamlega óþolandi Kona á Brekkunni hringdi: „Ég vil taka undir það sem kom fram í lesendahorninu í síðustu viku vegna umgangs katta í bænum, sérstaklega á Brekk- unni. Ég hringi fyrir hönd margra íbúa hér á Brekkunni. Þetta er orðið gjörsamlega óþolandi hvað kattaeigendur eru umhirðulausir um kettina sína. Hvar eru eig- endurnir, úti á Spáni eða hvað? Þetta nær ekki nokkurri átt.“ fiskvegarins. Ríkið byggði og afhenti gallað mannvirki, virkj- unin bar enga ábyrgð. Lögfræð- ingar hafa talið erfitt að sækja okkar rétt á þessum grundvelli og því var samningaleiðin valin. Þá verða báðir aðilar að slaka til. í nýju samningunum var ákveðið að reyna flutning á laxin- um upp fyrir stíflu, en fanga hann í kistur fyrir neðan. Göngu laxins er þannig flýtt og öruggara er að laxinn skili sér upp ána. Samn- ingurinn felur í sér að Lands- virkjun fær að hækka yfirborð uppistöðulóns um 8 metra. Það kemur þeim til góða með aukinni raforkuframleiðslu, en það er einnig forsenda þess að koma seiðunum framhjá túrbínunum, en þetta fellur einnig að þeim hugmyndum, sem hönnuður stig- ans hefur. Samningurinn felur einnig í sér áætlun í 8 liðum um rannsóknir bæði á árangri af laxa- ræktinni svo og á áhrifum hennar á lífríkið. Jafnframt, ef árangur verður ekki sem skyldi eða áhrif- in neikvæð verði þessu hætt og málin leyst með öðrum hætti, væntanlega beinum bótagreiðsl- um. Ég tel ekki að áhætta sé tek- in með 8 metra vatnsborðshækk- un. Ef slíkur samningur hefði verið í boði fyrir 20 árum hefði honum verið tekið. Verðmætin, sem eru í húfi gagnvart bændum eru mikil. Veiðileyfi fyrir urriða eru í dag seld á 20-25% af því verði sem gildir í laxveiði í ám hliðstæðum Laxá. Ef engin orku- ver væru þar til staðar væri Laxá öll og aðrennslisár löngu orðnar laxveiðisvæði. Ég virði fullkom- lega þau sjónarmið að varðveita beri Laxá sem urriðaveiðiá, en ég samþykki ekki að bændur beri skaðann, nóg er að þeim þrengt á öðrum sviðum. Samfélagið verð- ur þar að koma til og ég tel að samningurinn við Landsvirkjun feli í sér viðurkenningu á því sjónarmiði. Dr. Árni Einarsson samdi skýrslu um þessi mál öll, sem kom út nú í ár. Hún er hávísinda- leg, en við landeigendur höfum e.t.v. ekki tileinkað okkur rétt hugarfar til að lesa svona rit. Mér sýnist hún staðfesta að fæðuframboðið fyrir fugl og fisk er gífurlegt, þegar ástand lífríkis- ins er eðlilegt. Þar segir og „ að aukin samkeppni vegna innflutn- ings nýrra tegunda geti komið fram í því að húsönd og straum- önd fækki og/eða styttra verði milli þess sem stofnarnir hrynja." Því er raunar slegið föstu að stofnarnir hrynji. Það tel ég að hafi verið óþekkt fyrirbæri í Laxá fram til 1978 og ég sætti mig ekki við að ákvarðanir séu byggðar á slíkum forsendum," sagði Ey- steinn Sigurðsson. ój Kaupum og seljum húsbréf og veitum hverskonar ráðgjöf varðandi viðskipti með húsbréf. Sölugengi verðbréfa þann 27. júní. Einingabréf 1 4.944,- Einingabréf 2 2.697,- Einingabréf 3 3.258,- Skammtímabréf 1 ,674 éélKAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.