Dagur - 27.06.1990, Page 7

Dagur - 27.06.1990, Page 7
Miðvikudagur 27. júní 1990 - DAGUR - 7 Þessi mynd var tekin af sr. Gísla í gestaherberginu í Byggðasafninu í Glaumbæ. Þar gefur að líta Ijósmyndir fjöl- margra Skagfirðinga frá liðinni tíð. Jón Sigurðsson alþingismaður á Rcynistað hafði forgöngu um varðveislu Glaumbæjar. gott með að fá vinnu á sínu sviði, og einnig hefur hún sinnt heima- hjúkrun. En fjölskyldan er stór og við erum jafnframt með bú- skap, þannig að hún hefur í mörgu að snúast heima. Okkur líkar vel að búa í sveit, og höfum ekki mikinn áhuga á að flytja í þéttbýlið, a.m.k. ekki í bráð. Það er gott fyrir börn að alast upp í sveit. Þegar ég tók við starfinu var ég spurður hvort ekki væri erfitt fyr- ir mig „að fara heim,“ ef þannig má að orði komast. Ég hef ekki fundið fyrir því. Kannski hefur það skipt máli í einstaka tilviki að ég væri heimamaður, en ekki að- komumaður. En þegar menn eru búnir að vera fjarverandi árum saman hljóta þeir að vera dæmdir af verkum sínum fremur en upp- runa. Eins og ég sagði áðan var ég búinn að dvelja svo lengi í Reykjavík að ég þurfti að kynn- ast fólkinu hérna upp á nýtt.“ Engin tvö prestaköll eru eins Sú umræða hefur færst í vöxt að prestsstarfið sé annasamt og að miklar kröfur séu gerðar til presta miðað við það sem þeir uppskera af veraldlegum gæðum. Sr. Gísli var spurður álits á þess- um málum. „Engin tvö prestaköll eru eins, og störf presta geta verið ólík frá einu prestakalii til anriars. Ég er í engum vafa um að prestar í mjög fjölmennum prestaköllum eru þreyttir á mikilli viðveruskyldu, að nóttu sem degi. Vinnan fer eftir samsetningu prestakallsins og aldursdreifingu þeirra sem þar búa. Hérna er stundum mikið að gera, en rólegt á öðrum tímum. Álagið á mér er ekki mikið hvað snertir að vera vakinn upp á nótt- unni o.þ.h. Slíkt kemur ekki fyrir nema eitthvað alvarlegt hendi. Varðandi sálusorgun lendi ég ekki í mörgum erfiðum málum, eins og ég heyri á sumum kolleg- um mínum að þeir geri. En ég er alveg sáttur við álagið í starfi mínu og tel mig hafa eðlilega vinnuviku." - Nú hefur það verið tekið upp að útskrifaðir guðfræðingar eiga að starfa með sóknarpresti um tíma áður en þeir vígjast. Hvað finnst þér um þessa skipan? „Þetta er gert til að guðfræð- ingar geti kynnst prestsstarfinu af eigin raun. Guðfræðideildin sem slík er ekki beinlínis prestaskóli. Þar fer fram akademískt nám. Auðvitað verða ekki allir prestar úr guðfræðideild, en þeir sem það verða þyrftu að fá meiri inn- sýn í störf presta. Út úr deildinni kemur fólk með þekkingu á bók- ina og ýmsum fræðiritum, en minni reynslu af kennimannlegu námi, sem svo er nefnt.“ Prestshjónin í Glaumbæ, sr. Gísli Gunnarsson og Þuríöur Þorbergsdóttir. komin af stað, vel aðgreind frá söfnuðinum sjálfum, má sú hreyfing ekki vinna án tengsia við kirkjuna, söfnuðinn og prestinn. Ef talað er saman og menn koma sér saman um hlutina er það af hinu góða að leikmenn virkist. En það hefur sýnt sig að sú hætta er fyrir hendi að sumir hópar, sem hafa verið innan kirkjunnar, liafa slitið sig frá þjóðkirkjunni. Menn eru frjálsir að velja þá leið, cf þcir vilja.“ - En livað með boðunarhlut- verk leikmanna, er það ekki vandmeðfarið? „Jú, vissulega er það vandmeð- farið og misjafnt hvernig fólk boðar. Sumir halda að þeir hafi öðlast allan sannleikann og aðrir ekki. Þá fer það eftir einstakl- ingnum sjálfum hvernig hann boðar trúna. Það er erfitt að rit- skoða boðun, og ég tel að hver og einn verði að velja og hafna á hvern er hlustað og hverju er hlýtt. Hér erum við að ræða um hina kristnu, en svo eru aðrir eins og vottar Jehóva og mormónar, sem ekki eru kristnir. Þá erum við komnir út í allt aðra sálma. Mér finnst sjálfsagt og gott að hafa leikmannahreyíingar innan kirkjunnar, en ítreka að allir þurfa að vinna saman, prestar, formenn sóknarnefnda og aðrir sem starfinu tengjast, meðan það er innan safnaðarins.“ Hlutverk kirkjunnar í þjóðfélaginu - Hvert er hlutverk kirkjunnar í þjóðfélaginu? Breytist það ekki með breyttum tíðaranda? - Hlutverk kirkjunnar er auð- vitað það sama og alltaf hefur verið; að boða trú á Jesú Krist, og reyna að sýna fólki fram á þá lífssýn sem Kristur boðar. Þetta er aðalmarkmið kirkjunnar, en það tengist líka öllu lífinu. Að rækta með fólki jákvætt hugarfar og kærleika til lífsins almennt er veigamikið, ekki síst á tímum eins og nú. Kirkjan verður alltaf að aðlaga sig þjóðfélaginu. Um þessar mundir eru t.d. uppi ýmsar stefn- ur og mikið andlegt og trúarlegt umrót í þjóðfélaginu. Kirkjan þarf einmitt að benda á og minna á hvað sé kristin trú og hvað ekki. í þessu sambandi er gaman að rifja upp að veturinn 1986 vorum við hjónin í Edinborg, þar sem ég var í námi. Þar tók ég m.a. kúrs í svonefndri frelsunarguðfræði, en það er guðfræði sem mikið hefur verið rætt um í Suður-Ameríku og Afríku. Frelsunarguðfræði byggir á að menn leita til Biblí- unnar til að krefjast þjóðfélags- legs réttlætis. Hópurinn sem þarna var við nám var vel saman settur, menn komu svo víða úr heiminum. Þarna var t.d. prestur nokkur frá Ghana sem sá kirkjuna aðeins sem pólitískt vopn eða hug- myndafræði. Hann spurði mig út í íslenska þjóðfélagið, og ég sagði honum frá jafnréttinu, og að hér væri lítið um veraldlega fátækt. Þá spurði hann hvað kirkjan hefði að gera á íslandi. Þessi maður sá hlutverk kirkj- unnar aðeins frá hinu pólitíska sjónarmiði. Þótt við lifum í velferðarríki er fólk einmana, það verður fyrir sorg og missi. Ekki skiptir öllu máli hver hin ytri gæði eru, trúin er nauðsynleg hvort sem við erum rík eða fátæk. Til er andleg fátækt, auk hinnar veraldlegu.“ - Hér í Glaumbæ hefur verið kirkja í þúsund ár, frá því á elleftu öld. Er það ekki sérstök tilfinning að þjóna á svo fornum kirkjustað? „Ég neita því ekki að ég finn andann svífa yfir vötnunum. Hér er líka gamall bær, gamla prests- setrið, og sagan talar til manns á þessum stað. En það er kannski annað hvað mig snertir því ég er uppalinn hérna og þetta hefur síast inn í mig alveg frá upphafi. Prestar hafa setið lengi í Glaumbæ, og ég held að aðeins sé vitað um einn prest sem hefur sótt héðan burt. Hér hafa prestar setið langan tíma, hver fram af öðruni, en ég veit ekki hvort það er regla sem mun haldast eða ekki. En það er óneitanlega gam- an að þjóna á stað sem á sér sögu.“ EHB Þjóðkirkjan og samtök leikmanna - Samtök leikmanna hafa á undanförnum árum vaxið innan þjóðkirkjunnar. Þýðir þessi þró- un að kirkjan bjóði ekki upp á nægilega mikið fyrir fólkið? „Kirkjan kallar sjálf eftir leik- mannastarfi og hefur alltaf gert. Auðvitað er varla hægt að tala um söfnuð ef leikmannastarf er ekkert. Ef presturinn gerir allt einn þá er kirkjan eða söfnuður- inn ekki lifandi í starfi. Hvað snertir leikmannastefnur og þá spurningu hvort kirkjan hafi ekki upp á nóg að bjóða þá verður að taka tillit til þess að fólk er mismunandi, og þarfir þess misjafnar jafnt í trúarlífi og öðru. Ég tel að kirkjan hafi nokkra breidd í sínu helgihaldi, en við erum þó með fast form, t.d. í messunni. Það hentar fjöld- anum, en aðrir vilja annað form, aðra söngva, annað messuform. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að slíkt sé innan þjóðkirkjunnar. Þegar leikmannahreyfing er Augtýsendur auiugíd Skilafrestur auglýsinga sem eru 2ja dálka (10 cm) á breidd eða smáauglýsinga er til kl. 11.00 daginn fyrir útgáfudag, nema í helgarblað, þá er skila- frestur til kl. 14.00 á fimmtudag. Allar stærri auglýsingar og lit þarf að panta með 2ja daga fyrirvara. í helgarblað þarf að panta allar stærri auglýsingar fyrir kl. 11.00 á fimmtudag. D auglýsingradeild, 24222. simi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.