Dagur - 27.06.1990, Side 11

Dagur - 27.06.1990, Side 11
Miðvikudagur 27. júní 1990 - DAGUR - 11 íþróttir 7. umferð Hörpudeildar hefst í kvöld: Mikilvægir leikir Akureyrarliðanna í kvöld hefst 7. umferð Hörpu- deildarinnar í knattspyrnu. KA leikur á Akureyrarvelli gegn nýliðunum úr Yestmanna- eyjum en Þórsarar eiga fyrir höndum erfiðan leik á Akra- nesi. Leikur KA og ÍBV í kvöld er mikilvægur KA mönnum eigi þeir að blanda sér í baráttu efstu liðanna í sumar. Eftir slæma byrjun hefur liðið verið að ná sér á strik og sannfærandi sigur á Stjörnunni í síðustu umferð sýnir að margt býr í liðinu. Andstæð- ingarnir í kvöld eru sterkir og það sýnir staða þeirra í deildinni en Eyjamenn eru í fjórða sæti með 12 stig eða aðeins stigi á eftir Val og Fram. Leikur Þórs og ÍA er slagur botnliðanna. Þórsarar eru á botn- inum með 4 stig en ÍA er í næst neðsta sæti með 5 stig. Þessi lið þurfa því bæði á sigri að halda ætli þau sér að komast af fall- hættusvæðinu. Skagamenn eiga harma að hefna frá því í fyrra þegar Þórsarar unnu báða leikina 2:1 en ÍA tapaði aðeins tveimur leikjum á heimavelli í fyrra. Aðrir leikir í Hörpudeild í kvöld eru leikir FH og Fram í Hafnarfirði og Vals og KR að Hlíðarenda. Síðasti leikur umferðarinnar er á föstudaginn þegar Víkingur og Stjarnan mætast. JÓH Sund: Elsa María vann Sólnesbikarinn Sundfélagið Óðinn stóð fyrir minningarmóti um Jón G. Sól- nes um síðastliðna helgi. Þátt- takendur komu ekki úr öðrum félögum að þessu sinni. Keppt var í 11 greinum og fékk Elsa María Guðmundsdóttir Sól- nesbikarinn fyrir stigahæsta afrek á mótinu sem var í 100 m bringusundi sem hún synti á tím- anum 1:19,13 mín. Þetta sund tryggði henni einnig afmælis- bikarinn sem veittur er fyrir stigahæsta afrek kvenna á mót- inu. Sigurvegarar í hverri voru sem hér segir: grein 200 m bringusund kvenna: Elsa María Guðmundsdóttir 2:54,26 100 m bringusund karla: Pétur Pétursson 1:19,68 100 m bringusund kvenna: Elsa María Guðmundsdóttir 1:19,13 100 m skriðsund karla: Hlynur Túliníus 59,86 200 m fjórsund kvenna: Þorgerður Benediktsdóttir 2:51,71 100 m flugsund karla: Ómar Árnason 1:08,40 100 m baksund kvenna: Þorgerður Benediktsdóttir 1:28,65 100 m baksund karla: Hlynur Túliníus 1:13,21 100 m skriðsund kvenna: Sonja Gústafsdóttir 1:10,85 200 m bringusund karla: Wolfgang Sahr 2:53,33 800 m skriðsund kvenna: Birna Sigurjónsdóttir 10:14,10 Hlynur Túliníus hlaut Jónsbik- arinn fyrir stigahæsta afrek heima- manna í skriðsundi á mótinu en hann hlaut 529 stig fyrir 100 m skriðsund. JÓH Tölvustýrð markatafla vígð í kvöld Á leik KA og ÍBV í kvöld verður vígð ný tölvustýrð markatafla sem sett hefur verið upp á Akureyr- arvelli. Á þessari 15 fermetra töflu birtast upplýsingar um stöðu í leiknum og tíma. KA og Þór munu formlega afherida Akureyrarvelli þessa töflu síðdegis í dag. Að sögn Ólafs Sig- mundssonar, sem séð hefur um þessa framkvænid fyrir félögin, eru Landsbankinn og Visa-ísland aðal- styrktaraðilar þcssa framtaks og var gerður samningur við þessa aðila um auglýsingar á töflunni í upp- hafi. Að þeim samningi útrunnum hafa félögin þetta auglýsingapláss til ráðstöfunar. Nokkur fyrirtæki og einstaklingar á Akureyri hafa einnig lagt þessu málefni lið. Markataflan er af gerðinni Benet og er frönsk að gerð. Henni verður stýrt úr vallarhúsinu með sér- stöku stjórnborði og eru allar upplýsingar um stöðu leiksins og tíma mjög skýrar fyrir áhorfendur. JÓH Mj ólkurbikarkeppnin: KS mætir Vflángum í 16 liða úrslitum - Siglfirðingar sigruðu Tindastól 5:4 í fyrrakvöld I fyrrakvöld fór fram á Siglu- firöi leikur í Mjólkurbikar- keppninni þar sem áttust við KS og Tindastóll. Þessi liö kepptu um sæti í 16 liða úrslit- um og var Ijóst fyrir leikinn að andstæðingarnir yrðu 1. deild- arlið Víkinga. Siglfirðingar höfðu betur í miklum marka- leik og skoruðu fimm mörk gegn fjórum mörkum Tinda- stóls. ( Þessi lið virtust hafa lítinn áhuga á að fara suður yfir heiðar Knattspyrna, 2. flokkur karla: Þór og KA skildu jöfn - Völsungar töpuðu stórt á Húsavík Akureyrarliðin KA og Þór skildu jöfn í fyrrakvöld þegar lið 2. flokks karla mættust. Hvort lið skoraði eitt mark. Á sama tíma léku lið Völsungs og KR í 2. flokki á Húsavík og þar máttu heimamenn hirða bolt- ann fimm sinnum úr netinu án þess að skora sjálfir. Leikur KA og Þórs fór fram við mjög erfiðar aðstæður. Spilað Golf: Öm í landsliðið Örn Arnarson, kylfingur frá Akureyri, hefur verið valinn í landslið Islands sem keppir á Evrópumeistaramóti ungl- inga í golfi, 18 ára og yngri. Mótið fer fram á Grafarholts- velli í Reykjavík dagana 11.- 15. júlí. Ásamt Erni skipa landsliðið þeir Kjartan Gunnarsson Golf- klúbbi Selfoss, Ástráður Sig- urðsson Golfklúbbi Reykjavík- ur, Sturla Ómarsson Golfklúbbi Reykjavíkur, Hjalti Nielsen Golfklúbbnum Leyni og Júlíus Hallgrímsson Golfklúbbi Vest- mannaeyja. Þessir sex kylfingar voru valdir úr 12 manna hópi sem æft hefur saman að undanföniu und- ir stjóm Hannesar Þorsteinsson- ar sem er fyrirliði landsliðsins. JÓH var á malarvelli KA í norðan kuldaveðri og rigningu og bar leikurinn þessum erfiðu aðstæð- um merki. Tvo af fastamönnum vantaði í KA liðið en Þórsurum tókst samt ekki að nýta sér það. Eftir um 10 mínútna leik var dæmt víti á KA eftir að boltinn hafði farið í hönd eins leik- manns. Þórir Áskelsson skoraði örugglega úr vítinu og skömmu síðar gerðu Þórsarar aftur harða hríð að markinu og áttu skot í stöng. Segja má að ekki hafi ver- ið margt bitastætt í þessum leik fyrr en skömmu fyrir leikslok þegar Skapti Ingimarsson jafnaði leikinn. Á Húsavík töpuðu Völsungar stórt fyrir KR. Eftir 10 mínútur fékk einn Völsunga rautt spjald og við það riðlaðist leikur þeirra. Undir lok hálfleiksins komu þrjú mörk KR nánast í röð og í síðari hálfleik bættu þeir tveimur mörk- um við. JÓH og mæta Víkingum því í bæði þessi lið vantaði sterka menn. Fleira spilaði inn í, m.a. að aðal- markvörður Siglfirðinga lenti í bílslysi um helgina og sat á bekknum í fyrrakvöld. Skammt var liðið af leiknum þegar Tindastólsmenn skoruðu. Þar var að verki Árni Ólason. Sauðkrækingarnir sóttu stíft í byrjun og á 21. mínútu bætti Stefán Pétursson öðru marki við. í kjölfarið fylgdu fleiri marktæki- færi gestanna en á 34. mínútu minnkaði Hlynur Eiríksson mun- inn og þá loks hrökk heimaliðið í gang. Þessar síðustu mínútur hálfleiksins urðu sviptingamiklar því ekki liðu nema fjórar mínút- ur þar til Hafþór Kolbeinsson jafnaði leikinn. Áfram pressuðu Siglfirðingar og skömmu fyrir leikslok sendi Gunnar Gestsson boltann í eigið mark og þar með var staðan orðin 3:2 fyrir KS. Síðari hálfleikurinn hófst líkt og sá fyrri með mikilli pressu Tindastólsmanna. Á fyrstu mín- útunum fengu þeir kjörin mark- tækifæri en lánaðist ekki að nýta þau. Sitt marktækifæri nýtti hins vegar Hlynur Eiríksson á 8. mín- útu hálfleiksins og bætti við fjórða marki Siglfirðinga. í næstu sókn Tindastólsmanna var brotið á Inga Þór Rúnarssyni innan víta- teigs KS og dæmt víti sem Hólm- ar Ástvaldsson skoraði örugglega úr. Fimmtán mínútum síðar komst Ingi Þór aftur inn fyrir KS vörn- ina en rnissti boltann frá sér og glataði þar með upplögðu tæki- færi til að jafna. Varamaður KS, Hugi Sævarsson, gerði fimmta matk Siglfirðinga stuttu síðar og undir lokin svaraði Guðbjartur Magnason fyrir Tindastól en lengra komust Tindastólsmenn ekki og Siglfirðingar komast í 16 liða úrslit Mjólkurbikarkeppn- innar. ÁS/JÓH Hugi Harðarson skoraði flmmta mark KS gegn Tindastól.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.