Dagur - 27.06.1990, Page 12

Dagur - 27.06.1990, Page 12
Kodak 'Tr Express 1 Cæöaframköllun k Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Akureyri, miðvikudagur 27. júní 1990 Brúarbygging yfir Svartá gengur samkvæmt áætlun, og verður lokið fyrir Landsmót hestamanna. Mynd: sbg Allt að smella saman við undirbúning Landsmóts hestamanna: Ný 36 metra brú á Svartá opnuð fyrir umferð um helgina - flestum verkum á svæðinu lokið Vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins vill leyfa veiðar á allt að 400 hrefnum: Ekki mjög bjartsýnn á að veiöarnar verði leyfðar - segir Gunnlaugur Konráðsson, hrefnuveiðimaður Vísindanefnd Alþjóðahval- veiðiráðsins hefur samþykkt fyrir sitt leyti að veiðar á 200- 400 hrefnum hér við land muni ekki skipta máli fyrir stofn- stærðina. Þetta álit vísinda- nefndarinnar mun koma til af- greiðslu á ársfundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins sem hefst í Hollandi 1. júlí nk. Gunnlaugur Konráðsson hrefnuskytta frá Árskógssandi hefur stundað hrefnuveiðar frá árinu 1968 og segist ætla á hrefnuveiðar mjög fljótlega ef þessar veiðar verða samþykktar, en hann segist ekki mjög bjart- sýnn á að þær verði leyfðar, því of margir fulltrúar í Alþjóða- hvalveiðiráðinu láti stjórnast af tilfinningum en ekki rökhyggju, auk þess sem öfgamenn ráði þar orðið of miklu. Hrefnuveiðar voru bannaðar árið 1985, en það ár voru veidd um 150 dýr hér við land. Kvóta var komið á hrefnuveiðar árið 1977, en síðasta kvótalausa árið voru veidd rúm 200 dýr, sem er innan við þann fjölda sem vís- indanefndin samþykkir nú að veidd séu. Gunnlaugur er nú orðinn eini hrefnuveiðimaðurinn við Eyja- fjörð, en hann hefur haldið bát sínum, Naustavík EA-151 sem er 28 tonna bátur, á veiðum við Hornafjörð og fiskað um 170 tonn á sl. tveimur mánuðum. Hann á nú aðeins eftir að veiða um 20 tonn af eigin kvóta, en kvóti bátsins er 144 tonn af þorski, 3 tonn af ufsa og 3 tonn af ýsu. GG Aðalfundur Félags sauðfjárbænda við Eyjaíjörð: „Það eru ýmsar blikur á lofti“ - segir Guðmundur Víkingsson, bóndi í Garðshorni á Þelamörk Síðasta vikan í undirbúningi fyrir Landsmót hestamanna á Vindheimamelum er nú hálfn- uð. Opna á landsmótssvæðið á föstudaginn í endanlegu ástandi. Vel gengur að smíða Svartárbrúna sem mun gera það að verkum að tvær leiðir verða inn á svæðið. Þó að kólnað hafi í veðri og rignt, hafa þeir sem starfa við undirbúninginn ekkert látið það á sig fá. Bara klætt sig aðeins bet- ur eins og Þórarinn Sólmundar- son, einn af framkvæmdastjórn- armönnum sagði við Dag. Sl. sunnudag var fólk hvatt til að koma og vinna sjálfboðavinnu og mætti fjöldi manns til að leggja hönd á plóginn þó að veður væri Vorslátrun er þessa dagana að Ijúka hjá laxeldisstöð ísnó í Kelduhverfi. A annað hundrað tonnum af laxi verður slátrað og fer sá fiskur aðallega á Bandaríkjamarkað. Að sögn Páls Gústafssonar, fram- kvæmdastjóra, eru söluhorfar ágætar. „Eg segi ekki að ég sé ánægður með söluverðið, en við Iátum okkur það lynda,“ sagði Páll. hráslagalegt. Flestum verkum á svæðinu er nú lokið og aðeins eftir að fín- pússa, koma fyrir leiðbeininga- skiltum og laga til. Fjöldi hestamanna mun koma ríðandi til landsmótsins bæði að sunnan og vestan. Þeir sem koma ríðandi sunnan að yfir Kjöl verða að leggja af stað á föstudag eða laugardag til að vera komnir í tíma, en ekki er vitað um fjölda þeirra. Að sögn Þórarins mun vera löngu búið að lofa góðu veðri yfir landsmótsdagana og allt útlit fyr- ir að þau loforð standist þó að þetta kuldakast hafi komið. Brúarsmíði á Svartá við Saur- bæ er nú að verða lokið og er það Fiskeldi á framtíðina fyrir sér, þó að það hafi verið erfitt hjá mörgum. Ég á von á að fiskeldisstöðvum fjölgi frekar en fækki,“ sagði Páll Gústafsson að lokum. -bjb fyrirtækið Stálbær í Reykjavík, sem Sveinn Pálmason frá Reykjavöllum í Skagafirði rekur, sem hefur unnið það verk. Vega- gerð ríkisins veitti alls kyns tæknilega ráðgjöf og mælingar, en síðan er það Lýtingsstað- ahreppur er stendur fyrir smíð- inni. Ríkissjóður veitti á þessu ári einni milljón króna til fram- kvæmdanna, en annan kostnað sér hreppurinn um. Brúin er 36 metra íöng og mikið þarfaþing fyrir landsmótsgesti, því með til- komu hennar skapast möguleiki á hringakstri og umferðarþungi á Hólmabraut ætti að minnka. Elín Sigurðardóttir, oddviti Lýtingsstaðahrepps sagði í sam- tali við Dag að ætlunin væri að opna brúna formlega fyrir um- ferð næstkomandi laugardag og vonandi að það tækist, en veður hefur eitthvað verið að ergja smíðaflokkinn. Enn eru að berast til eyrna Dags, sögur af svimandi upphæð- um sem Þjóðverjar borga fyrir húsnæði yfir landsmótsdagana. Nýjustu fregnir herma að borg- aðar séu 150.000 íslenskar krón- ur í leigu á einu húsi í þessa fáu daga. SBG „Það eru ýmsar blikur á lofti, en menn eru að vonast til að hagstæðir samningar náist við ríkisvaldið við endurskoðun á búvörusamningnum,“ sagði Guðmundur Víkingsson, bóndi í Garðshorni á Þelamörk og stjórnarmaður í Félagi sauð- fjárbænda við Eyjafjörð, en sl. mánudag var haldinn aðal- fundur þess í Hlíðarbæ. Guðmundur sagði að ákvörð- un um að hætta að selja og leigja fullvirðisrétt milli manna gerði sauðfjárbændum nokkuð erfitt fyrir. „Ég veit dæmi þess hér í Éyjafirði að bóndi hafi ekki get- að selt jörð sína vegna þess að henni fylgdi fullvirðisréttur. Sá sem vildi kaupa jörðina hafði ekkert með fullvirðisréttinn að gera vegna þess að hann ætlaði að nýta hana fyrir ferðamanna- þjónustu," sagði Guðmundur. Að sögn Guðmundar hefur sauðfjárframleiðsla dregist umtalsvert saman í Eyjafirði á undanförnum árum. Sauðfjár- bændur hafa snúið sér í auknum mæli að öðrum búgreinum eða sækja vinnu annað. Guðmundur kvaðst ekki sjá breytingu á þess- ari þróun á næstu árum. Hann sagði að sauðfjárbændur við Eyjafjörð væru ekki mjög hrifnir af hugmyndum um svæðaskipt- ingu búfjárframleiðslunnar. Ef hugmyndir um hana næðu fram að ganga væri líklegt að sauð- fjárframleiðsla við fjörðinn færi undir niðurskurðarhnífinn. „Stjórn Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð hefur bent á að nær sé að athuga hverja einstaka jörð, en ekki skipta framleiðslunni upp eftir svæðum,“ sagði Guðmund- ur. Siggerður Bjarnadóttir gerði hlé á fiskmatinu og ekur 40 tonna grjótbíl í Grímsey: „Maður var eins og barinn harðfiskur fyrstu dagana“ Laxeldisstöð ísnó í Kelduhverfi: Vorslátrun að ljúka - allt á Bandaríkjamarkað Verð á laxi í Bandaríkjunum breytist dag frá degi og sagði Páll að það væri ómögulegt að segja til um nákvæmt verð. ísnó hefur einnig selt fisk til Japans. Fiskeldið hjá ísnó í Keldu- hverfi gengur þokkalega að sögn Páls. Reiknað er með 250 þúsund tonna ársframleiðslu. ísnó hóf fiskeldið fyrir 10 árum og hefur gengið ágætlega síðan. Um 25 manns eru í vinnu hjá ísnó. „Við erum bjartsýnir með framhaldið. „Yfirleitt flækist ég milli staða og met fisk á sumrin en nú ákvað ég að breyta til. Ég sló til þegar auglýst var eftir bílstjóra og fékk starfið. Þetta er rosalegur hristingur og maður var eins og barinn harðfiskur eftir fyrstu dagana en þetta er gaman,“ segir Sig- gerður Bjarnadóttir sem í sumar vinnur á 40 tonna grjótflutningabíl Ístaks við hafnarframkvæmdir í Gríms- ey. Hún er fædd og uppalin í Grímsey en býr á Akureyri og ákvað að breyta til og fara á heimaslóðir í sumar. „Nei, ég hef aldrei komið nálægt svona stórum bíl áður. Á sínum tíma lærði ég að 10 tonna Scania og hef af og til æft mig í litlum vörubíl en ekkert unnið við svona akstur fyrr en nú. Þetta gengur miklu betur en ég átti von á. í raun vissi ég ekki í hvað ég var að lofa mér og þeir voru, að ég held, hálf ragir við að ráða mig en þeir setja ekkert út á aksturinn hjá mér þannig að maður gefur hinum sjálfsagt ekkert eftir,“ sagði Siggerður við Dag. Þrír grjótflutningabílar ístaks eru nú í Grímsey og aka þeir grjóti frá flugvallarstæðinu að höfninni. Framkvæmdirnar ganga vel og þegar keyrslunni í hafnargarðana lýkur verður efni mokað upp úr nýju höfninni. Siggerður hefur því nóg að gera í keyrslunni fram eftir sumri. „Ég átti nú ekki von á að fá starfið en þeir hringdu og sögðu mér að koma í hveili. Það var nú svona og svona að bakka í fyrstu og ég hef sjálfsagt fengið meira auga en hinir tveir en hingað til hefur þetta allt gengið að óskum,“ sagði vöruflutn- ingabílstjórinn Siggerður Bjarnadóttir. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.