Dagur - 30.06.1990, Page 3
Laugardagur 30. júní 1990 - DAGUR - 3
~í
fréttir
Skólastjórnendur á Nl. vestra vilja að Egilsá
verði gerð að sérskóla á vegum ríkisins:
„Þetta er byggðamál
- segir Sveinn Kjartansson, skólastjóri á Blönduósi
44
Úrklippa úr The Daily Telegraph sl. mánudag.
UmQöllun um Arctic Open
í The Daily Telegraph sl. mánudag:
Næturgolf í landi
miðnætursólarirmar
Eins og fram kom í Degi í fyrra-
dag hafa skólastjórnendur á
Norðurlandi vestra krafist þess
að skólaheimilið á Egilsá í
Akrahreppi í Skagafirði verði
gert að sérskóla á vegum ríkis-
ins sbr. 29. grein reglugerðar
nr. 98/1990. í ályktun sem
samþykkt var á fundi skóla-
stjóra og yfirkennara á Norð-
Þróun orkuverðs á íslandi
1989 er samkvæmt skýrslu
Orkustofnunar í megindráttum
þannig að verð á eldsneyti hef-
ur hækkað meira en vísitölur
framfærslu- og bygginga-
kostnaðar. Verð á innlendri
orku, rafmagni og heitu vatni,
hefur hins vegar hækkað
minna en þessar vísitölur.
Samkeppnisstaða innlendra
orkulinda batnaði því á árinu.
Miklar sveiflur hafa verið á
alþjóðaolíumörkuðum undanfar-
in fimmtán ár. Verð á olíu hækk-
aði mikið 1973 og aftur 1979. Á
árunum 1986-1988 lækkaði
olíuverð töluvert en fór aftur
hækkandi á árinu 1989.
Lækkun á gasolíuverði 1986-
1988 leiddi til þess að sam-
keppnisstaða raforku og jarð-
varma varð mun lakari en á árun-
um 1979-1985. Á því tímabili
hófu margar hitaveitur rekstur og
mikið var um að olíukyndingu
væri skipt út fyrir rafhitun.
Verð á raforku til almennings-
veitna frá Landsvirkjun hefur
farið lækkandi frá 1984. Rafveit-
ur sem kaupa orku af Landsvirkj-
un eru yfirleitt stærri og nýta aflið
betur en þær sem versla við Raf-
magnsveitur ríkisins.
Fróðlegt er að bera saman
orkuverð á íslandi og erlendis.
Samanburður í 23 OECD ríkjum
sýnir að ísland var með 5. hæsta
bensínverðið 1988. Aðeins
Japan, Ítalía, írland og Danmörk
voru með hærra bensínverð.
ísland bauð hins vegar upp á
lægsta gasolíuverðið, en Danir og
Norðmenn stóðu ekki langt að
baki.
Hvað raforkuverð 1989 snertir
þá voru íslendingar með lægsta
verð til almennrar heimilisnotk-
unar og hitunar íbúðarhúsnæðs
(Fl) í könnun sem náði til 18
höfuðborga í Vestur-Evrópu.
Þegar raforkuverð til iðnaðar er
skoðað er íslenska höfuðborgin
þó í hærri kantinum og hæst á
Norðurlöndunum. í samanburði
á taxta C1 (almenn heimilis-
Leiðrétting:
Sólbakur -
ekki Svalbakur
í frétt sém birtist í Degi í fyrra-
dag er ranghermt að Svalbakur
EA hafi komið togaranum Kald-
bak til hjálpar og dregið hann til
Fáskrúðsfjarðar. Hið rétta er að
það var Sólbakur EA sem tók
Kaldbak í tog inn á Fáskrúðs-
fjörð. Beðist er velvirðingar á
þessari missögn.
urlandi vestra 18. júní sl. segir
að rekstur skólaheimilisins á
Egilsá hafl m.a. stuðlað að því
að föreldrar fatlaðra barna hafi
ekki þurft að flytjast búferlum
til þess að börn þeirra geti sótt
sérskóla ríkisins í Reykjavík.
Með breytingu á verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga um
síðustu áramót varð sú breyting
notkun) eru íslendingar nálægt
meðaltali en þó næsthæstir á
Norðurlöndunum á eftir Dönum.
SS
að rekstur Egilsár færist yfir á
fræðsluumdæmið og þar með
sveitarfélögin í kjördæminu.
„Ástæðan fyrir því að við viljum
að Egilsá verði gerð að að sér-
skóla á vegum ríkisins er fyrst og
fremst peningalegs eðlis,“ sagði
Sveinn Kjartansson, skólastjóri á
Blönduósi. „Við eigum svolítið
erfitt með að sjá að mörg sveitar-
félög sem þarna eiga ekki börn
vilji taka þátt í rekstrarkostnaði
heimilisins. Börn á heimilinu eru
nú sex, en sveitarfélög í kjör-
dæminu 20 talsins," sagði hann.
Egilsá hefur starfað í nokkur
ár og þar hafa verið fötluð börn
úr Norðurlandskjördæmi vestra
og raunar einnig úr Norðurlands-
kjördæmi eystra. „Þetta er
byggðamál. Það er númer eitt,
tvö og þrjú. Ef væri ekki heimili
fyrir þessi börn hér heima í hér-
aði ættu foreldrar þeirra engra
annarra kosta völ en flytja
suður,“ sagði Sveinn. óþh
Nýafstaðið Arctic-open golf-
mót á Jaðarsvelli fær heldur
lofsamlega umfjöllun í frétt
breska stórblaðsins The Daily
Telegraph sl. mánudag. Blaða-
maðurinn, Michael Williams
að nafni, segir það nýja og
skemmtilega reynslu fyrir sig
að sveifla gollkylfunni í kulda
og trekki frá Norðurpólnum
um hánótt!
í fréttinni segir Williams að
Jaðarsvöllur hafi verið furðu
góður, ekki síst er haft væri í
huga að fyrir fimm vikum hafi
hann verið hulinn þykkri snjó-
breiðu.
WiIIiams lætur þess getið að
David Barnwell hafi unnið ötul-
lega að uppbyggingu golfsins á
Akureyri sl. fjögur ár og yfir
sumartímann vinni hann allt að
15 stundir á dag. Vegna fannferg-
is og kulda kenni hann hins vegar
innan dyra yfir vetrarmánuðina.
I lok greinarinnar segir frá
brúðkaupi ritstjóra Golf Illustrat-
ed Weekly og þeirri slembilukku
sr. Jóns Baldvinssonar að fara
holu í höggi á mótinu. óþh
Til sölu 2ja og 3ja herb. íbúðir
í fjölbýlishúsi við Drekagil
Til sölu 2ja og
3ja herb. íbúðir í
8 hæða fjöl-
býlishúsi við
Drekagil.
Ibúðirnar
afhendist
tilbúnar
undir tréverk
eða fullbúnar.
Uppl. og
teikningar á
skrifstofunni.
nsn AÐALGEIR FINNSSON HF
BYGGINGAVERKTAKI & TRÉSMIÐJA
I I FURUVÖLLUM 5 AKUREYRI • SÍMAR 21332 & 21552
Samanburður á orkuverði á íslandi og erlendis:
Bensínið er dýrt á íslandi
en gasolíuverð í lágmarki