Dagur - 30.06.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 30. júní 1990 - DAGUR - 17
efst í hugo
Ferðalög og fótboltaspark
Ferðavenjur íslendinga eru sennilega
eins breytilegar og blessað veðrið, og
finnst þá mörgum langt til jafnað. Það
sem af er sumri hafa helstu náttúru-
perlur okkar aðallega verið heimsótt-
ar af erlendum ferðamönnum en inn-
lendir ferðamenn verið þar eins sjald-
gæfir og hvítir hrafnar. En hvað veld-
ur því að við íslendingar eru ekkert
farnir að ferðast um landið? Sá grun-
ur gerist nú sífellt ágengarí að fleiri
sitji við fótboltasþarksgláp frá Ítalíu
en almennt hefur verið álitið og geti
ekki hugsað þá hugsun til enda að
vera jafnvel staddir á ferðalagi í ein-
hverjum eyðifirði þegar átrúnaðar-
goðin geysast á eftir tuðrunni. Fví má
búast við að mörlandinn fylli alla þjóð-
vegi landsins strax og Öllu alheims-
tuðrusparki lýkur.
Ekkert virðist draga úr ferðum ís-
lendinga til suðlægari landa sam-
kvæmt upplýsingum ferðaskrif-
stofanna, og það þrátt fyrir þá stað-
reynd að sennilega verða reist fleiri
sumarhús víðs vegar um landið í
sumar en nokkru sinni fyrr. Framboð
af byggingarlandi til að staðsetja
þessi hús á er talsvert umfram eftir-
sþurnina svo eftir einhverju er greini-
lega að slægjast að mati landeig-
enda. En hvernig er þessu varið með
ósþillta náttúru og friðlönd? Það
þekkja þeir sem hafa ferðast norður á
Hornstrandir og dvalið í náttúru
algjörlega óspilltrí af allri menningu
tuttugustu aldarinnar að slíkri unaðs-
tilfinningu verður ekki með orðum
lýst. En ef sumarhúsaæðinu tekst að
teygja krumlur sínar á slíkar náttúru-
paradísir, þá er illa farið. Undirritaður
skilur hins vegar vel að fólk vilji frekar
eiga sumarhús í fallegu umhverfi en
sifellt vera að flatamaga á mengaðri
erlendri sólarströnd, en hóf er best í
öllu.
Flestir íslendingar sem komnir eru
á miðjan aldur hafa líklega komið á
þekktustu viðkomustaði ferðamanna
hérlendis eins og t.d. Þingvelli, Gull-
foss og Geysi, Mývatn og Ásbyrgi.
Fyrir allmörgum árum átti ég þess
kost að spjalla við mjög víðförulan og
nokkuð þekktan íslending, búsettan á
suðvesturhorninu, sem kominn var
þá nokkuð fram yfir fimmtugt. Hann
var þá að koma úr feröalagi frá Tyrk-
landi og átti ekki nógu sterk lýsingar-
orð til aö lýsa þeim dásemdum sem
fyrir hans augu hafði borið í því ann-
ars ágæta landi. En undrun mín og
jafnvel hneykslun hefur sennilega
verið algjör þegar það kom í Ijós að
ferðagarpurinn hafði aldrei Þingvelli
augum barið. Er það ekki alveg
dæmalaust og jafnvel óvirðing við
fósturjörðina að flengríða nánast um
öll lönd heimsins, en hafa ekki lagt á
sig 50 km ferðalag til Þingvalla? Við
búum í of fallegu landi til þess að láta
slíkt ógert, og því segi ég: Góða ferð,
innanlands! Geir A. Guðsteinsson.
vísnaþáttur
Ég sat á tali við gamla konu.
Þá þuldi hún þessa vísu en
nefndi ekki höfundinn:
Hefðuð þið séð mig, segir
hún þá,
sautján ára og þar um bil,
biómatéðum aldri á,
ykkur hefði fundist til.
Næstu vísu náði ég með svip-
uðum hætti, en höf. var
gleymdur:
Illa fer með auðinn þinn.
Áður en lýkur nösum
allan tínir andskotinn
upp úr þínum vösum.
Bólu-Hjálmar á að hafa
kveðið næstu vísu:
Hér er kominn á höltum klár
halur úr Eyjafirði.
Eirðarlitill, orkusmár,
ekki mikils virði.
Þá birtast vísur eftir Jón
Benediktsson fyrrverandi yf-
irlögregluþjón.
Fagurrímuð listræn Ijóð
lærast hverjum manni.
Oft þau reynast okkar þjóð
orkugjafinn sanni.
Þegar hrjáða þjóðarsál
þyngsta bölið mæddi
Eysteins Lilju unaðsmál
eldmóð hugans glæddi.
Það sem enginn þorir tjá
- þorir vart að heyra -
því í Ijóði lýsa má
svo láti vel í eyra.
Orðlist fagra æfa skal
okkar kynslóð betur.
Útvarpsþjóna efnisval
að því stuðlað getur.
Raunsæ þjóðin, reynd ogfróð,
rímið góða metur.
En að bjóða atomljóð
illt í blóðið setur.
f-------------------
Næsta vísa er furðuleg. Hana
sagði mér háaldraður maður
og virðist stakan eiga að sýna
verðlag á skotnum fuglum,
fyrr á tímum:
Alin kosta andir tvær.
Álftin jöfn við fjórar þær,
en tittlingana tíu nær
tók ég fyrir alin í gær.
Þá birti ég þrjár heimagerðar
vísur.
Ekki einn:
Marga tel ég unga enn
æskuvini mína.
Að þeir gerast gamlir menn
gráu hárin sýna.
Hverfi einhver út í garð
öðru til að sinna
verður eftir ófyllt skarð
ævidrauma minna.
Vertu dauði svifaseinn.
Sómamönnum væginn,
svo ég standi ekki einn
einhvern næsta daginn.
Þingeyskir voru í hópferð á
hestum. Pétur á Gautlöndum
tók þá upp flösku, en hafði
orð á að slíkt jaðraði víst við
glæp á svona ferðalagi.
Þá kvað Hálfdán Björnsson á
Hjarðarbóli:
Mjög er gatan mjóa tæp
og margir á henni hrasa,
en Pétur drýgði góðan glæp,
glasið dró úr vasa.
Næstu vísu kallar Hálfdán
Getuleysi:
Líta verður viljann á
og vanefnd hart ei meta,
en muna það að margir þrá
meira en þeir geta.
Þá kveður Hálfdán um rök og
tilfinningar:
Löngum hljóta svöðusár
sálna - viðkvæm - flökin,
er tilfinninga tárabrár
takast á við rökin.
Heimagerð vísa:
Vísa sem að verður til
veitir stundargleði
ef hún gerir ýkjuskil
atviki sem skeði.
Þóra Sigurgeirsdóttir kvað, er
hún heyrði ungan flysjung
spila með sakleysingja:
Gálaust flapur gagnslaust er,
gleðin tapar sæti
þó angurgapar ætli sér
öðrum skapa kæti.
Þóra kvað einnig næstu vís-
urnar tvær:
Næðir hart afnorðri þrátt,
neitt ei kvarta tjáir
en sólskinsbjarta sunnanátt
sífellt hjartað þráir.
Og vorið kom:
Bliki slær á björk og reyn
blómið grær í runna.
Burtu færir manna mein
morgunskæra sunna.
Leiðrétting
í Vísnaþætti Dags þann 2.
júní sl., slæddust tvær mein-
legar villur í ágæta vísu Steins
Steinarrs. Rétt er vísan
svona:
Hýsi ég einn mitt hugarvíl
því hrundir ei ég þekki.
Sumir hafa sexapíl,
- sumir hafa það ekki.
Þetta leiðréttist hér með.
Yoga og hugleiðsla
6. - 8. júlí
• Helgarnámskeið á Akureyri
• Endumæring hugar og líkama
• Reynsla sem nýtist þér í dagsins önn
• Leiðbeinandi er Síta
Skráning, bæklingar og nánari upplýsingar hjá Önnu.
Stmar: (96)27678 og 21772, daglega.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Skrifstofa
okkar verður lokuð frá 2. júlí til
7. ágúst.
Skólameistari.
Kennarar!
Kennara vantar í grunnskóla Svalbarðsstrandar
í alm. kennslu yngri barna, hannyrðir og mat-
reiðslu.
Örstutt frá Akureyri.
Nánari uppl. veita skólastjóri í síma 96-26125 eða
96-24901, eða formaður skólanefndar í síma 96-
27910 eða 96-26866.
Skólanefnd.
líoteí
éddá auglýsir:
Hótel Edda
Hrafnagili
Veitingasalan er opin
alla daga frá kl. 12-21.
Hádegisverður, kaffiveitingar og kvöldverður.
Tertuhlaðborð alla sunnudaga frá 15-17.
Sundlaugin verður opin
í sumar virka daga 14-22, laug.-sun. 10-22.
Veriö velkomin!
Starfsfólkið.