Dagur - 17.07.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 17. júlí 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASIMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Sigluíjörður og vanda-
mál jaðarbyggðanna
Þegar rætt er um byggðamál er gjarnan talað jöfnum hönd-
um um dreifbýli og þéttbýli sem aðalflokka búsetu í landinu.
Sjaldan er minnst á þriðja flokkinn, en það eru jaðarsvæðin á
kjördæmamörkum. Þessi svæði eru athygli verð, margra
hluta vegna. Venjan hefur verið sú að takmarka notkun hug-
taksins jaðarsvæði við strjálbýli, en rök má færa fyrir því að
það geti alveg eins átt við um ýmsa þéttbýlisstaði sem lenda
úr þjóðbraut vegna vegaskipulags.
Vandi byggðarlaga á kjördæmamörkum á íslandi hefur
lengi verið hálfgert feimnismál. Af og til kemur þó upp
umræða sem bendir til þeirrar miklu óánægju sem ríkjandi er
á ýmsum slíkum svæðum. Ekki allfjarri Akureyri eru Fljótin
dæmi um jaðarsvæði, sem hefur orðið afskipt í samgöngu-
málum og þjónustu. Siglufjörður er hins vegar dæmi um
kaupstað á kjördæmamörkum sem hefur orðið afskiptur í
þessum efnum að mörgu leyti.
Eitt megineinkenni jaðarbyggða á kjördæmamörkum er að
þau verða afskipt um opinberar framkvæmdir og þjónustu
sem er gjarnan í lágmarki, og vegna keðjuverkandi áhrifa
dregur úr fólksfjölda eða hann stendur í stað.
Fyrir nokkrum árum fóru þær raddir að heyrast frá Siglu-
firði að eðlilegast væri að sýsluskiptingunni væri breytt,
þannig að kaupstaðurinn tilheyrði Eyjafjarðarsýslu. Ýmsum
þótti hugmyndin næsta fáránleg, en þegar betur er að gáð er
e.t.v. ekki svo undarlegt að þetta sjónarmið komi fram. Þró-
un atvinnumála á Siglufirði hefur verið sú að ríkið ber ábyrgð
á meirihluta atvinnufyrirtækja, og er mikilvægur þátttakandi
atvmnulífsins. Nægir að minna á Síldarverksmiðjur ríkisins
og Þormóð ramma. Þetta hefur ekki ætíð verið svo á Siglu-
firði, en þróunin á sér langan aðdraganda og margvíslegar
orsakir.
Siglufjörður er háður opinberri ákvarðanatöku í veiga-
miklum málum atvinnulífsins, og á annan hátt en bæjarfélög
sem minna eiga undir ríkið að sækja. Sú ríkisstjórn sem nú
situr hefur leyst margan vanda fyrir atvinnulíf bæjarins, en
ýmsir óttast framtíð atvinnulífs bæjarins ef þau öfl yrðu ráð-
andi í stjórn landsins sem vildu selja atvinnutæki í opinberri
eigu og hætta öllum ríkisrekstri. Hafa heimamenn t.d. bol-
magn til að kaupa verksmiðjur SR ef þær yrðu boðnar til
sölu?
Siglufjörður hefur orðið afskiptur vegna samgöngumála,
og oft hafa Sigfirðingar kvartað yfir því að þeir hafi verið
sniðgengnir hvað snert'r staðsetningu opinberrar þjónustu
og stofnana í sýslunni. En framtíð byggðarlagsins er komin
undir því að samstaða takist um virka byggðastefnu og
ábyrgð hins opinbera í atvinnulífi staðarins. í blönduðu hag-
kerfi er atvinnurekstur jöfnum höndum undir forsjá einstakl-
inga og hins opinbera. En það væri tvímælalaust skref aftur
á bak að láta atvinnutæki í opinberri eigu eins og SR á Siglu-
firði í hendur annarra en heimamanna, a.m.k. yrði að tryggja
áframhaldandi staðsetningu þeirra í bænum.
Nokkuð hefur verið rætt um þann möguleika á Siglufirði að
selja ríkinu Skeiðsfossvirkjun, og láta þannig fara fram
skuldajöfnun. Sú umræða leiðir hugann óneitanlega að erf-
iðri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Á Akureyri hafa komið
upp svipaðar hugmyndir um að lækka skuldir hitaveitunnar
með sölu á eignarhluta bæjarins í Landsvirkjun. Það hefði
einhvern tímann þótt í frásögur færandi að þessir kaupstaðir
hugleiddu að selja orkumannvirki sín og virkjanir vegna
mikilla skulda og erfiðrar fjárhagsstöðu. EHB
Ríkisútvarpið á villigötum
Uppbygging útibúa
Ríkisútvarpsins
Undanfarin ár hafa landsmenn
fylgst með uppbyggingu útibúa
frá Ríkisútvarpinu. Fyrst var haf-
ist handa á Akureyri en síðan
hafa verið sett á stofn útibú á
Egilsstöðum og á ísafirði. Þessi
útibú senda út dagskrá á afmark-
að svæði mest svæðisbundnar
fréttir og annað efni sem tengist
viðkomandi svæði. Auk þess hafa
þær aflað annaars efnis sem teng-
ist viðkomandi svæði. Auk þess
hafa þær aflað frétta fyrir frétta-
stofu Ríkisútvarpsins og gert
ýmsa þætti sem sendir hafa verið
út í almennri dagskrá þess.
Gagnsemi útibúanna
Stofnun útibúa Ríkisútvarpsins
er af hinu góða. Af þeim er góð
reynsla og það er öruggt að vegna
þeirra er Ríkisútvarpið nær því
að vera „útvarp allra lands-
rnanna" en það var áður. Það
sem helst má finna að því, hvern-
ig staðið hefur verið að uppbygg-
ingu þessara útibúa, er að þau
eru ekki orðin nógu mörg. Upp-
bygging þeirra hvað varðar
tækjabúnað og starfsmannahald
hefur verið of hæg og önnur
dagskrá útvarpsins hefur ekki
tekið nægilegt mið af breyttum
aðstæðum og auknum möguleik-
um, sem starfræksla þeirra býður
upp á.
Feilspor
En þótt uppbyggingin hafi verið
of hæg þá hefur hún gengið í
rétta átt, þangað til nýlega að
útsendingartími svæðisútvarp-
anna var styttur. Að mínu mati
var þá stigið alvarlegt skref
afturábak, og það feilspor verður
að leiðrétta hið fyrsta.
Rökin fyrir því að stytta
útsendingartíma svæðisútvarp-
anna skilst mér að hafi helst
verið, annars vegar kvartanir
einstakra hlustenda vegna þess
Pétur Bjarnason.
að útsendingar svæðisútvarps
hafi svipt þá möguleikum á að
hlusta á þætti, sem eðlis síns
vegna eru ætlaðir öllum lands-
mönnum. Hins vegar skilst mér
að þeim rökum hafi verið beitt að
þáttagerð unnin af svæðisútibú-
unum sé dýrari en þáttagerð í
höfuðstöðvunum.
Þótt þessi rök séu í sjálfu sér
gild þá er lausnin sem valin var út
í hött. í fyrsta lagi þá er eðlilegt
að dagskrá Ríkisútvarpsins taki
mið af því þegar útsendingar til
heilu landshlutanna detta úr. í
almennri dagskrá Ríkisútvarps-
ins (sem sumir kalla reykvíska
svæðisútvarpið) er allt morandi í
þáttum sem fyrst og fremst höfða
til íbúa á suðvesturhorni
landsins. Þannig fáum við á vetr-
um að heyra um hálku á einstök-
um götum í Reykjavík í föstum
dagskrárlið og ítarlega er greint
frá ýmsum uppákomum þar, sem
þeir einir geta nýtt sér sem eru
nálægir. Auk þess eru oft krufin
til mergjar ýmis pólitísk svæðis-
bundin mál, sem lítil ástæða er til
að útvarpa yfir allan landslýð.
Það er því af miklu SV-horns
tengdu efni að taka á meðan
svæðisútvörpin senda út, ef vilji
er til þess. Og það hefðu verið
eðlileg viðbrögð við kvörtunum
hlustenda.
Hin rökin sem beitt hefur verið
koma ekki á óvart. Þáttagerð
verður sjálfsagt alltaf dýr í litlum
útibúum, ef þau eru of lítil. Það
liggur fyrst og fremst í því að
kostnaður vegna tækjabúnaðar,
starfsfólks og annarar aðstöðu
vegur meira ef nýting þess er lítil.
Því má búast við að með því að
halda fjölda starfsmanna og
tækjabúnaði í lágmarki þá megi
spara kostnað. Það er hins vegar
líka hægt með því að auka dag-
skrárgerð í útibúunum og gera
þau á þann hátt rekstrarhæfari en
ella. Því samfara myndi þátta-
gerð auðvitað minnka í höfuð-
stöðvunum, en eftir sem áður
yrði þar stór og rekstarhæf ein-
ing, sem auðvelt væri að reka á
hagkvæman hátt.
Efla þarf útibúin
Þetta skref afturábak hefur geng-
ið furðu hljóðlega fyrir sig. Flest-
ir sem ég heyri í eru alfarið á
móti þessu, en einhverra ástæðna
vegna láta fáir heyra í sér. Það
hlýtur að vera krafa okkar, sem
búum úti á landi, að meira af
þeim verkefnum, sem unnin eru
á vegum ríkisins flytjist út á land.
Uppbygging útibúa Ríkisút-
varpsins er a'far þarft og nærtækt
verkefni. Útibúin hafa þegar
sannað ágæti sitt, og Ríkisútvarp-
inu ætti að vera það kappsmál að
vinna skipulega að því að færa
stöðugildi stofnunarinnar meira
til útibúanna. Alþingi og heima-
menn ættu líka að sjá sóma sinn
í því að veita Ríkisútvarpinu
andlegan og fjárhagslegan styrk
til þess.
Akureyri, 4. júlí 1990.
Pétur Bjarnason
Stapasíðu 9.
Tillitslausir garðeigendur:
Gangandi vegfarendur lu-aktir út á götu
Elma Halldórsdóttir
á Akureyri hringdi:
„Ég vil kvarta yfir því að margir
garðeigendur staðsetja úðara
sína illa þegar þeir eru að úða
garða sína. Við sem erum á ferð-
inni með barnavagna verðum oft
að fara út á götu með vagnana til
að forðast vatnsregnið og erum
þá að sjálfsögðu í stórhættu.
Þetta er sérstaklega slæmt í Gler-
árhverfi og mér liggur við að
segja að maður geti ekki farið
niður í Sunnuhlíð án þess að
þurfa að fara a.m.k. fimm sinn-
um út á götuna af þessum ástæð-
um. Garðeigendur ættu því að
athuga þetta þegar þeir úða garð-
ana sína.“
Iðnaðarmenn á Akureyri:
Sinna þeir ekM verkeftium
vegna atvinnuleysis?
Eyfirskur bóndi hringdi:
„Úmræðan um atvinnuleysi iðn-
aðarmanna á Akureyri hefur ver-
ið mikil að undanförnu í tengsl-
um við álversumræðuna. í apríl í
vetur þurfti að breyta rafmagni
hér og voru þá pantaðir iðnaðar-
menn frá Akureyri til verksins.
Þeir eru hins vegar ekki komnir
enn. Hingað vantaði líka smiði í
fyrra og þá var samið við smiði á
Ákureyri um verkið en þeir hafa
heldur ekki látið sjá sig. Maður
spyr sig óneitanlega hvort þetta
sé atvinnuleysi iðnaðarmanna á
Akureyri sem allir eru að tala
um.
í lesendahorni Dags fyrir
nokkrum dögum var bent á að
kýr væru erlendis á beit við veggi
álvera. Ég vildi gjarnan fá að sjá
þess háttar myndir þar sem
aðstæður væru eins og hér því
það er hreint ekki sama hvort
verið er tala um þröngan fjörð
eins og hér eða bersvæði. í þessu
sama lesendabréfi var einnig tal-
að um að sveitafólk í kringum
Akureyri sæki margt vinnu til
Akureyrar en greiði ekki útsvar
þangað. Um þetta mætti nefni-
lega skrifa langa grein. Ég var á
sínum tíma í sveitarstjórn og þá
fundu þéttbýlisbúar upp á því að
láta greiða útsvar þar sem vinna
færi fram. Þetta var gert og þá
kom í ljós að þéttbýlissveitar-
félagið stórtapaði þannig að fyrir-
komulaginu var strax breytt
aftur. Sannleikurinn er sá að
sveitirnar skapa mikið útsvar á
Akureyri. Við gerum það t.d.
með mjólkurbílstjórunum, kjöt-
iðnaðinum og ullariðnaðinum.
Ég held að við gætum verið vel
ánægðir bændur ef við fengjum
sjálfir að njóta þessa útsvars sem
við sköpum.“