Dagur - 17.07.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 17.07.1990, Blaðsíða 3
fréffir Þriðjudagur 17. júlí 1990 - DAGUR - 3 l Verkamannasamband íslands: Strax verði tekið 100 milljnn króna lán ta undirbúnings virkjanaframkvæmda Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands Islands lýsir furðu sinni á að ekki skuli vera búið að ákveða og ganga frá 100 milljón króna lántöku til vegagerðar, undirbúnings- vinnu vegna fyrirhugaðra jarðganga og byggingu starfs- mannabúða ef hefja eigi framkvæmdir við Fljótsdals- virkjun að vori. í ályktun stjórnar VMSÍ segir að hún hefði jafnframt talið nauðsynlegt að hefja vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar m.a. undirbúning á aðstöðu starfs- manna sem komi til með að starfa við Búrfellsvirkjun og Kvíslarveitu. Þessi undirbún- ingsvinna sé að meirihluta úti- lokuð í vetur og verði ekki haf- ist handa um framkvæmdir nú í sumar muni meginframkvæmdir á þessum svæðum dragast fram eftir næsta sumri og gera útilok- að að nýjar virkjanir verði farn- ar að skila orku árið 1994. Síð- an segir í ályktun VMSÍ: „Stjórn VMSÍ er áhyggjufull yfir því að nú um hásumarið gætir víða nokkurs atvinnuleys- is og sýnist að öllu óbreyttu að á næsta vetri verði atvinnuleysi eða Iítil atvinna hlutskipti of mikils fjölda verkafólks. Ályktun þessi er gerð í trausti þess að strax verði tekið a.m.k. 100 milljón kr. lán til undirbún- ings framkvæmda við virkjanir og að ríkisstjórnin geri aðrar ráðstafanir til að afstýra því aukna atvinnuleysi sem fyrir- sjáanlegt er að muni stóraukast strax á haustdögum.“ óþh Vel heppnað Plús-markaðs rallý: Rúnar og Jón höfðu sigur Þeir feögar Rúnar Jónsson og „gamli maðurinn“ Jón Ragn- arsson á Escort RS 2000 sigruð glæsilega í Plús-markaðs rall- inu, sem fram fór um helgina og lauk um kl. 17 á laugardag við Plús-markaðinn á Akur- eyri. Keppni var jöfn og spennandi, enda hér um að ræða keppni sem gefur stig til keppni um íslandsmeistara. Þeir félagarnir Ásgeir Sigurðs- son og Bragi Guðmundsson á Metró leiddu keppnina lengi vel en duttu skyndilega út úr keppni vegna bilaðrar tímareimar. Þá skutust þeir feðgar Jón og Rúnar í fyrsta sætið og létu það ekki eft- ir það af hendi. Meðal annars voru eknar mjög skemmtilegar sérleiðir í nágrenni Akureyrar, t.d. svokallaður Lögmannshlíð- arhringur og Glerárleið. Kepp- endur og gestir höfðu á orði að framkvæmd mótsins hafi verið til mikillar fyrirmyndar. í öðru sæti í þessari rally- keppni urðu Birgir Vagnsson og Halldór Gíslason á Toyota Cor- olla, í þriðja sæti Þröstur Reynis- son og Viktor Sigurgeirsson á Escort 2000, í fjórða sæti Páll Harðarson og Witek Bogdanski á Escort RS 2000, í fimmta sæti Guðmundur Steinþórsson og Kristján Kristjánsson á Nissan RS 240, í sjötta sæti Aðalsteinn Jónsson og Guðný Úlfarsdóttir á Toyota Starlet og í sjöunda sæti Úlfar Eysteinsson og Guðmund- ur Gíslason á Camaro. óþh Svarfaðardalur: Stærsta hesthús norðan Alpaflalla? Hestamenn í Svarfaðardal og Dalvík hafa á undanförnum vikum verið að ganga frá samningum við Landsbankann um kaup á refaskálanum að Ytra-Holti, sem Landsbankinn eignaðist eftir gjaldþrot loð- dýrabúsins. Hver hestamaður fyrir sig gerir samning við bankann um kaupin, og er hvert hólf sem er um 100 ferm. selt á þrjú hundruð þúsund krónur, en ákvæði er um það í samningi að fram til ársins 1994 verði eigi fleiri en sjö hross í hverju hólfi, þó nægjanlegt rými sé fyrir allt að 12 hross. Hestamenn hafa keypt um 3900 m2 sem er um 77% af heild- arrými, en Hestamannafélagið Hringur mun væntanlega festa kaup á þeim 1140 m2 sem eftir eru til að koma upp reiðgerði auk kaffistofu, fundarherbergis, bað- aðstöðu og sjúkraherbergis og aðstöðu fyrir dýralækni auk þess sem möguleikar til unglingastarfs opnast. Um leið og endanlega er búið að ganga frá kaupunum, verður hægt að byrja á að hólfa skálann sundur og innrétta, en nokkrir hestamenn hafa í hyggju að hýsa hesta sfna í þessu nýja sameigin- lega hesthúsi í vetur. Frestur sá sem Bæjarstjórn Dalvíkur gaf hestamönnum til að fara með hesta úr bæjarlandinu rann út í vor, en allar líkur er á því að frestur til flutninga verði framlengdur til vorsins 1991, en nánast allir hestamenn á Dalvík eru kaupendur að hólfi í hinu nýja sameiginlega hesthúsi að Ytra-Holti. Helgarblaðmissir: Áskrifendur, afsakið! Áskrifendur Dags á Sauðárkróki eru beðnir innilega afsökunar á þvf að síðasta helgarblað kom ekki til þeirra fyrr en í gær. Ástæðan var mannleg mistök í flutningi sem betur fer eru fátíð. Vonandi olli blaðaleysið ekki miklum óþægindum, en afsökun- arbeiðni er hér með komið á framfæri. Slökkvilið Akureyrar: Kvatt að nýbyggingu Hagkaups Slökkvilið Akureyrar var kvatt að nýbyggingu Hagkaups á Akureyri laust fyrir hádegi í gær. Þar hafði farið í sundur raf- magnskapall sem leiddur er úr Hagkaupshúsinu út í grunninn. Við það að kapallinn fór í sundur urðu töluverðar eldglæringar og neistaflug og var óttast að eldur hefði læst sig í veggklæðningu Hagkaupshússins. Ein veggplata var fjarlægð, en sem betur fer olli þetta óhapp engum skemmdum á húsinu. óþh 0PIÐ A LAUGARD0GUM í HELLUDEILD AFGREIÐSLA OKKAR ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 8.00-17.00 OG NÚ EINNIG Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 8.00-16.00. ALLAR GERÐIR AF HELLUM OG STEINUM TIL Á LAGER. SÖGUM ALLAR GERÐIR AF HELLUM. MÖL & SANDUR HF V/Súluveg • Pósthólf 618 • 602 Akureyri • Sími 96-21255 §

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.