Dagur - 25.07.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 25.07.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 25. júlí 1990 myndasöguí dags ÁRLAND Mamma, við þurfum að tala saman... Ég var rétt í þessu aö taka stærstu ákvörðun lífs míns!... Þaö er kom- inn timi breytinga! Hvað meinarðu með „breyt- ...ég meina, ég er 32ja ára, ein- hleypur fullorðinn karlmaður... og ég held bara að ég þurfi tíma- mótabreytingu! ____ j ANPRÉS ÖNP HERSIR BJARGVÆTTIRNIR 5 L JL J # Skynsemi Nú um nokkrar helgar á þessu umhleypingasama sumri hefur mátt berja aug- um farþegaþotu með hvítan kross á rauðum grunni sem hefur sniglast hér inn fjörð- inn með ákveðna stefnu á enda flugbrautarinnar við Leiruveg. Þessi flugvél mun vist flytja alheilbrigða far- þega enn a.m.k. sem komið er, því hér er um að ræða svissneska ferðalanga sem iða af' óþolinmæði eftir því að hossast um þjóðvegi landsins, ýmist á rútum eða hjólandi, en þessir hjól- reiðamenn hafa víst ekki verið varaðir við íslenskri umferðarmenningu á veg- um þessa ómengaðasta grjóthólma Norður-Evrópu. Flugstöðin hér á sér merka byggingasögu sem ekki verður rakin hér, en á þeim | ■ i i . 40 árum sem liðin eru síðan hefur hún ekkert stækkað þrátt fyrir það að Akureyr- ingar séu stoltir af henni, en hins vegar hefur ferða- mannastraumurinn breyst úr saklausum bæjarlæk i beljandi straumfall. Það hef- ur sannast áþreifanlega nú í sumar þegar tollyfirvöld hafa leitað að vopnum á farþegum frá osta- og úra- landinu, að þá hefur þeim sem lefð eiga úr landi ekki staðið til boða að híras^ innandyra, heldur hefur kvöldkulið verið þeirra vistastaður. Þetta er kannski ágætt í íslenskum sumarhita, en það verður stundum ansi napurt síðla á haustkvöldum, og þá er næsta víst að löng bið utan- dyra meðan vopnaleit fer fram hið innra kann að valda því að flugvélin með hvíta krossinn frá ostaland- inu breytist f sjúkraflugvél. Hér þarf að sýna framsýni og panta með hraði eitt stykki aukaflugturn til þess að þessi góða byrjun á þráðbeinu flugi til menning- arinnar f Evrópu dagi ekki uppi eins og nátttröll vegna yfirvofandi hættu á vosbúð meðal farþega á leið frá landinu. Þar sem kerfið er eins blý- þungt og þeir vita sem vita viija, og umfjöllun um flug- turn yrði að þvælast í bless- uðu kerfinu árum saman án þess að komast inn á fjárlög Möðruvallagoðans, verður að fá einhverja málglaða persónu málinu til fram- dráttar þó umsögnin um hana yrði á þessa leið: Málæðið er honum hent hefur á penna tökin skrifhans aðeins skortir tvennt skynsemina og rökin. dagskrd fjölmiðla Sjónvarpið Miövikudagur 25. júlí 17.50 Síðasta risaeðlan. (Denver, the Last Dinosaur.) 18.20 Þvottabirnirnir. (Racoons). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Úrskurður kviðdóms (7). 19.25 Umboðsmaðurinn. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Grænir fingur (14). Kryddjurtir og heilsugrös. í þessum þætti verður fjallað um jurtir til bragðbætis og heilsubótar. Talað verður við Einar Loga Einarsson grasalækni um íslenskar læknajurtir, töku þeirra og varð- veislu. Einnig verður rætt við Kristínu Gestsdótt- ur matreiðslukennara um kryddjurtir og notkun þeirra. Umsjón: Hafsteinn Hafliðason. 20.45 Okkar á milli í hita og þunga dagsins. Kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson frá árinu 1982. Miðaldra verkfræðingur stendur á kross- götum í lífi sínu. Honum hefur vegnað vel í starfi en fjarlægst fjölskylduna sína og vini. Hann sættir sig ekki við orðinn hlut og leitar leiða til að fá tilfinningunum sín- um fullnægt. Aðalhlutverk: Benedikt Árnason, Andrea Oddsteinsdóttir, Júlíus Hjörleifsson, Mar- grét Gunnlaugsdóttir o.fl. 22.20 Friðarleikarnir. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Friðarleikarnir frh. 00.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 25. júlí 16.45 Nágrannar. 17.30 Skipbrotsbörn. (Castaway). 17.55 Albert feiti. 18.20 Funi. (Wildfire.) 18.45 í sviðsljósinu. (After Hours.) 19.19 19:19. 20.30 Murphy Brown. 21.00 Okkar maður. Bjarni Hafþór Helgason er á faraldsfæti um landið. 21.15 Njósnaför II. (Wish Me Luck II.) Framhald þessa vinsæla myndaflokks. Þriðji þáttur af sjö. 22.05 Rallakstur. (Rally) ítalskur spennumyndaflokkur í átta hlutum. Þriðji þáttur. 23.05 Furðusögur V. (Amazing Stories V.) Þrjár safnmyndir úr smiðju Steven Spiel- berg hver annarri betri. Fyrsta myndin segir frá tveimur feimnum persónum sem laðast hvor að annarri fyrir tilstuðlan brúðugerðarmanns. Önnur myndin segir frá fanga á leið í rafmagnsstólinn en skömmu fyrir aftökuna uppgötvast hæfi- leiki hans til að bjarga mannslífum. Þriðja og síðasta myndin er góð dæmisaga um óseðjandi græðgi mannsins. Aðalhlutverk: John Lithglow, David Carradine og Patrick Swayze. Stranglega bönnuð börnum. 00.15 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 25. júlí 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Sumarljóð kl. 7.15, hreppstjóraspjall rétt fyrir kl. 8.00, menningarpistill kl. 8.22 og ferðabrot kl. 8.45. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn - „Tröllið hans Jóa" eftir Margréti E. Jónsdóttur. Sigurður Skúlason les (6). 9.20 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Karl E. Pálsson. 10.00 Fréttir. 10.03 Þjónustu- og neytendahornið. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr bókaskápnum. Umsjón: Valgerður Benediktsdóttir. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. 12.10 Úr fuglabókinni. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir ■ Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Nytjaskógar. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Frá Egilsstöðum). 13.30 Miðdegissagan: „Vatn á myllu Kölska" eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hjalti Rögnvaldsson les (24). 14.00 Fréttir. 14.03 Harmonikuþáttur. 15.00 Fréttir. 15.03 Sumarspjall. JB.00 Fréttir. 16.03 Að utan. 16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Hvernig verður útvarpsþáttur til? 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Kabalevskí og Britten. 18.00 Fréttir. 18.03 Sumaraftann. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Fágæti. 20.15 Samtímatónlist. 21.00 Hrísey. Umsjón: Guðrún Frímannsdóttir. (Frá Akureyri). (Endurtekinn þáttur úr þáttaröðinni „í dagsins önn“ frá 6. júli). 21.30 Sumarsagan: „Regn". Edda Þórarinsdótttir les þýðingu Þórarins Guðnasonar (3). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 Úr fuglabókinni. 22.30 Birtu brugðið á samtímann. 23.10 Sjónaukinn. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Miðvikudagur 25. júlí 7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lífsins. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. 11.03 Sólarsumar með Gyðu Dröfn Tryggvadóttur. 12.00 Fréttayfirlit. 12.20 Hádegisfréttir. - Sólarsumar heldur áfram. 14.10 Brot úr degi. 16.03 Dagskrá. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. 20.30 Gullskífan. 21.00 Úr smiðjunni. 22.07 Landið og miðin. 01.00 Næturvakt á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Með grátt í vöngum. 2.00 Fróttir. 2.05 Norrænir tónar. 3.00 Landið og miðin. 4.00 Fréttir. 4.03 Sumaraftann. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Glefsur. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Zikk zakk. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Áfram ísland. Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 25. júlí 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.35-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Miövikudagur 25. júli 07.00 7-8-9... Hallur Magnússon og Kristín Jónsdóttir ásamt Talmálsdeild Bylgj- unnar. 09.00 Fréttir. 09.10 Páll Þorsteinsson. 11.00 Ólafur Már Björnsson. 14.00 Helgi Rúnar Óskarsson. 17.00 Síðdegisfréttir. 17.15 Reykjavík síðdegis. 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson. 22.00 Ágúst Héðinsson. 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 25. júlí 17.00-19.00 Axel Axelsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.