Dagur - 25.07.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 25.07.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 25. júlí 1990 myndlist Myndlistaskólinn á Akureyri: í Fjölbreytt sumarsýning fjögurra listamanna Það fer yfirleitt lítið fyrir myndlistarmönnum yfir sumarmánuðina en nú stendur þó yfír samsýning í hinu ágæta húsnæði Myndlistaskólans á Akureyri við Kaupvangsstræti, sjálfu Listagilinu eins og sumir sjá Grófargilið fyrir sér í fram- tíöinni. Sumarsýning er yfír- skrift sýningarinnar og er hún vel viðeigandi. Sumarsýningin var opnuð 14. júlí sl. og stendur hún fram til 6. ágúst. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-17. Yfir 50 verk eru á þessari samsýningu fjögurra myndlistarmanna á Akureyri, allt ný verk. Kristinn G. Jóhannsson sýnir olíumálverk og er náttúran yrkis- efni hans, nánar tiltekið mosi og steinar í mildum sumarlitum. Jón Laxdal Halldórsson sýnir veglega syrpu sem hann kallar Dagbókarblöð. Þetta eru nýjar klippimyndir (collage). Helgi Vilberg býður upp á formfagrar vatnslitamyndir og eru tvær þeirra unnar á japansk- an pappír. Helgi sýnir einnig möppu með þrykktum vatnslita- myndum. Guðmundur Ármann Sigur- jónsson er fulltrúi grafíkur á þessari sýningu. Hann sýnir dúkristur sem eru allar hliðstæð- ar að formi, nokkurs konar hálf- hnettir. „Við skemmtum okkur vel“ Þegar blaðamenn Dags kynntu sér sumarsýninguna skömmu eft- ir opnun einn virkan dag voru listamennirnir fjórir á staðnum og báru þeir sig vel í sumarblíð- unni. Aðsókn hefur verið mjög góð og hafa bæði Akureyringar og ferðamenn tekið sumarsýning- unni vel. Helgi Vilberg sagði að það væri fremur óvenjulegt að halda myndlistarsýningar yfir sumar- tímann en þeir fjórmenningarnir hefðu ákveðið að prófa þetta og viðtökurnar hefðu verið mjög góðar. „Við notum ólíkar aðferðir enda var markmiðið að skapa fjölbreytta sýningu. Ég held að það hafi tekist því fólk hefur lýst yfir ánægju með sýninguna. Menn hafa yfirleitt notað veturna Listamennirnir Helgi Vilberg, Jón Laxdal, Guðmundur Ármann og Kristinn G. á rölti í sýningarsalnum. Mynd: kl til sýninga en sumarsýning er góð tilbreyting. Við skemmtum okk- ur vel og sýningargestir vonandi líka,“ sagði Helgi. Flestar myndanna eru unnar á síðustu mánuðum en nokkrar eru frá 1989. Helgi og Guðmundur eru með vinnustofur í Lista- skálanum, bak við Myndlista- skólann, Kristinn er með stofu í Brekkugötu og Jón vinnur í Gamla barnaskólanum. Almenn- ingi gefst nú kostur á að kynnast afrakstrinum og var ekki annað að sjá en að margir hafi gripið tækifærið til að njóta myndlistar að sumarlagi. Sumarsýningin er sem fyrr seg- ir opin daglega kl. 14-17 fram til 6. ágúst. SS fasteignamarkoðurinn Mjög mikil eftirspurn er eftir einnar hæðar raðhúsum en stærstu og dýrustu eignirnar eru tregastar i sólu. Akureyri: Eftirspurn meiri en framboð - fasteignaverð þokast upp Á Akureyri er staðan þannig á fasteignamarkaðinum að eftir- spurn er mun meiri en framboð. Á þetta við um flest- ar eignir nema stór einbýlis- hús. Þegar hús eru komin í 12- 15 milljónir verða þau hæg í sölu, en mest er eftirspurnin eftir einnar hæðar raðhúsa- íbúðum. Það vantar tilfinnanlega einnar hæðar raðhús á skrá hjá fast- eignasölunum og telja sölumenn allt of lítið byggt af þessari gerð íbúða. Þá vantar líka lítil einbýl- ishús á söluskrá og einnig hæðir, 2ja-5 herbergja. Þótt stærri eignir séu tregar í sölu á það sérstaklega við um nýleg hús. Nokkuð er um það að fólk fjárfesti í eldra húsnæði á tveimur hæðum í gamalgrónum hverfum á Akureyri. Eftirspurn er mikil og vilja margir þakka húsbréfakerfinu það. Ljóst er að margir vilja flytja til Akureyrar frá Reykjavík og er nokkuð um íbúðaskipti. Þó staldra menn við atvinnumálin og álversumræðan hefur gert marga tvístígandi. Þá fá fasteignasölur á Akureyri dálítið af húsum í ná- grannabyggðarlögum á skrá en þar er minni hreyfing. Fasteignaverð hefur þokast upp á við síðustu mánuðina og mest er hækkunin á eftirsóttustu eignunum, s.s. einnar hæðar rað- húsum. Ekki er þó um neina verðsprengingu að ræða. SS F asteignaauglýsingar: / / tagi til sölu Þegar gluggað er í fasteigna- auglýsingarnar má.sjá að það er ýmislegt fleira til sölu en íbúðarhúsnæði þótt vissulega séu íbúðirnar mest áberandi. Menn eru líka að auglýsa atvinnuhúsnæði, verslanir og sumarbústaði. Á fasteignamarkaði Dags í síðasta miðvikudagsblaði var t.d. auglýst 1200 fermetra atvinnuhúsnæði við Dalsbraut sem selst í einu eða tvennu lagi. Þá var söluturn til sölu svo og knattborðsstofa, tískuvöru- verslun og sumarbústaður skammt frá Akureyri. Nokkuð var um húsnæði til sölu utan Akurcyrar, s.s. íbúðir og einbýlishús á Dalvík, íbúðar- hús í Eyjafirði, einbýlishús á Hauganesi og Kópaskeri, íbúðir á Svalbarðseyri og grunnur að einbýlishúsi, raðhúsaíbúð á Sauðárkrókiog einbýlishús á Grenivík svo eltthvað sé nefnt. SS Húsbréfakerfið: Gengur ekki eins hratt og til stóð Er húsbréfakerfíð strax farið að hiksta? Samkvæmt upplýs- ingum sem við höfum fengið þarf fólk stöðugt að bíða leng- ur eftir fasteignaverðbréfunum og er ástæðan mikill fjöldi umsókna í kerfínu. Ferli sem tók ekki nema nokkra daga í vor tekur nú upp í fímm til sex vikur. „Þetta virðist ekki ganga eins hratt fyrir sig og efni stóðu til og það veldur vandræðum. Umsóknirnar eru fleiri en þeir geta annað, en maður bjóst ekki við að það þyrfti að dragast svo lengi að ganga frá fasteigna- verðbréfum þégar búið er að senda inn samþykktan kaup- samning," sagði sölumaður hjá fasteignasölu á Akureyri. Þessi biðtími kemur sér illa fyr- ir fólk. Það gengur frá kaup- samningi og gerir sínar áætlanir en síðan verður það að bíða eftir verðbréfunum sjálfum. Af þess- um sökum er nokkur titringur á markaðinum og menn spá einnig í afföll bréfanna. Annars er greiðslufyrirkomu- lag fasteigna mjög flókið um þessar mundir. Fólk áttar sig ekki alveg á nýja húsbréfakerfinu, gamla húsnæðiskerfið er enn í gangi, seljendur bjóða margs konar kjör og útborgunarhlutfall er mismunandi. Fasteignir sem eru með áhvílandi lánum frá Húsnæðisstofnun eru vinsælastar og rjúka strax út, enda eru þau lán talin hagstæðust. Kaupendur og seljendur íbúða eru hvattir til að skoða vel allt sem viðvíkur greiðslufyrirkomu- lagi og fá ráðleggingar hjá hlut- aðeigandi aðilum. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.