Dagur - 25.07.1990, Blaðsíða 3
fréttir
Miðvikudagur 25. júlí 1990 - DAGUR - 3
f
Húsavík:
Samæfíng kafara SVFÍ
Samæfing kafara úr björgunar
sveitum Slysavarnafélags ís-
lands var haldin á Húsavík um
helgina. I æfíngunni tóku þátt
19 kafarar, víða að af landinu,
ásamt aðstoðarmönnum. Kaf-
að var í Botnsvatn, Húsavíkur-
höfn og í sjó við strönd Skjálf-
andaflóa en æfíngin fór fram á
föstudagskvöld, laugardag og
sunnudag.
Þröstur Brynjólfsson á Húsa-
vík, sem stundað hefur köfun í
fjölda ára, sagði að mjög vel hafi
til tekist með æfinguna. „Við
erum ánægðir með árangurinn.
Það gengu upp þessi verkefni
sem mönnum voru sett fyrir og
veðrið spillti ekki,“ sagði Þröstur
þegar Dagur innti hann eftir
hvernig æfingin hefði tekist.
Þetta er í annað sinn sem
samæfing kafara er haldin, en sú
fyrri var hjá Sæbjörgu við
Reykjavíkurhöfn í fyrrahaust.
„Það er greinilega að koma upp
ágætis kjarni af þjálfuðum mönn-
um sem hægt er að leita til ef
eitthvað ber út af. Á þessum
tveim æfingum er komið í ljós að
SVFÍ hefur á að skipa um 40
mönnum, alls staðar að af land-
inu, sem hægt er að kalla til
vegna köfunar," sagði Þröstur.
Hann tók þátt í samæfingunni
ásamt tveim öðrum köfurum frá
Björgunarsveitinni Garðari á
Húsavík. IM
Sveitarfélög við utanverðan Eyjaflörð:
Ráða þau sameiginlegaii
félagsmálaMtrúa?
A síðasta fundi Bæjarráðs
Dalvíkur var santþykkt að
auglýsa eftir starfsmanni fé-
lagsmálaráðs (félagsmálafull-
trúa) I hálft starf. Hér er um
nýja stöðu að ræða.
Óformlegar umræður hafa
farið fram um það í tengslum
við umræður um starfsemi Hér-
aðsnefndar, að þessi starfsmað-
ur yrði einnig starfsmaður fé-
lagsmáiaráða nágrannasveitar-
félaga Dalvíkur, þannig að þau
nýttu hann til jafns á móti Dal-
víkurbæ.
Sveinn Jónsson oddviti
Árskógshrepps segist ekki vera
sammála þessum hugmyndum,
því hann álíti að starf féiags-
málafulltrúa yrði mjög viðalítið
í Árskógshreppi, og ráðgjafi á
vegum Félagsmálastofnunar
ríkisins mundi ieysa úr málum
hverju sinni eins og reyndar
hefði verið hingað tii. Hins veg-
ar sé hugsanlegt verksvið Hér-
aðsnefndar á mótunarstigi, og
því ekki rétt að falla frá þessari
hugmynd að svo komnu máli.
GG
Konur í Zontakiúbbnum Þórunni Hyrnu á Akureyri, færðu bæjarbúum vandaða trébekki á stálgrind, að gjöf nú í
vikunni. Stefnt er að því að koma bekkjunum fyrir á góðum stöðum í bænum, þar sem þeir nýtast bæjarbúnum vel
og þá sérstaklega þeim eldri. Það var Arni Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri Akureyrarbæjar sem veitti gjöfinni
viðtöku fyrir hönd bæjarbúa en með honum á myndinni eru Zontakonurnar Hrafnhildur Stefánsdóttir formaður,
Pat Jónsson og Anný Larsdóttir. Mynd: Goiii
Eormóður rammi:
Nægur fiskur fyrir dagvinnuna
- en ekki brjálað að gera
í samtali við Dag vildi Runólf-
ur Birgisson hjá Þormóði
ramma á Siglufírði bera þær
fregnir til baka að allt væri
brjálað að gera hjá fyrirtæk-
inu. „Til allrar hamingju voru
ekki birtar neinar magntölur.
Þetta var bara seinunninn karfí
sem ákveðinn hópur þurfti að
vinna mikið við,“ sagði Run-
ólfur, en bætti við að nógur
fískur væri til að halda út
venjulega dagvinnu.
Ekkert sumarstopp verður hjá
Þormóði ramma og vegna þess er
verið að halda rólegum og jöfn-
um dampi í vinnslunni. Runólfur
óttaðist hins vegar að lítið yrði til
af fiski í þessari viku, en vonaðist
til að svo yrði ekki.
Sigluvíkin er í slipp á Akureyri
um þessar mundir og Stálvíkin
aflar á sóknarmarki áður en hún
stoppar í ágúst. Runólfur sagði
að kvótastaða skipanna væri góð
og nóg yrði að gera út árið hjá
Þormóði ramma. -bjb
Neftidir og ráð á Sauðárkróki 1990-1994
Ný bæjarstjórn á Sauðárkróki
kom saman fyrir nokkru, þar
sem m.a. var gengið frá kosn-
ingum í flest embætti, nefndir
og ráð á vegum bæjarins næsta
kjörtímabil. Snorri Björn Sig-
urðsson verður áfram bæjar-
stjóri á Sauðárkróki og forseti
bæjarstjórnar var kjörinn
Knútur Aadnegaard. Fyrsti
varaforseti er Hilmir Jóhannes-
son og 2. varaforseti Björn Sig-
urbjörnsson.
Kosið til eins árs
Skrifarar bæjarstjórnar
Björn Björnsson og Herdís Sæ-
mundardóttir.
Varamenn: Björn Sigurbjörns-
son og Viggó Jónsson.
Bæjarráð
Björn Sigurbjörnsson, Knútur
Aadnegaard og Stefán Logi Har-
aldsson.
Varamenn: Hilmir Jóhannesson,
Steinunn Hjartardóttir og Herdís
Sæmundardóttir.
Skoðunarmenn
Haraldur Friðriksson og Gutt-
ormur Óskarsson.
Varamenn: Margeir Friðriksson
og Geirmundur Jónsson.
Kjörstj. við Alþ.kosn.
Reynir Kárason, Gunnar Sveins-
son og Jón H. Ingólfsson.
Varamenn: Konráð Gíslason,
Baldvin Kristjánsson og Sveinn
Friðvinsson.
Undirkjörstj. á Sjúkrahúsi
Friðrik Margeirsson, Sigmundur
Pálsson og Guðjón Ingimundar-
son.
Varamenn: Jón Jakobsson,
Helga Hannesdóttir og Egill
Helgason.
Veitustjórn
Hilmir Jóhannesson, Björn
Björnsson og Viggó Jónsson.
Varamenn: Pétur Valdimarsson,
Gísli Halldórsson og Einar Gísla-
son.
Hafnarstjórn
Brynjar Pálsson, Pétur Valdi-
marsson, Árni Egilsson, Magnús
Sigfússon og Viggó Jónsson.
Varamenn: Hartmann Halldórs-
son, Valgarð Jónsson, Gunnar
Steingrímsson, Jón E. Friðriks-
son og Einar Gíslason.
Kosið til fjögurra ára
Félagsmálaráð
Steinunn Hjartardóttir, Sigríður
Aradóttir, Eva Sigurðardóttir,
Herdís Sæmundardóttir og
Gunnar Bragi Sveinsson.
Varamenn: Aðalheiður Arnórs-
dóttir, Jóney Kristjánsdóttir,
Helga Hannesdóttir, Guðrún
Sölvadóttir og Guðlaug Gunnars-
dóttir.
Atvinnumálanefnd
Friðrik Jónsson, Steinunn E.
Friðþjófsdóttir, Einar Einarsson,
Sólveig Jónasdóttir, Örn Kjart-
ansson, Guðrún Sölvadóttir og
Karl Bjarnason.
Varamenn: Pétur Valdimarsson,
Dagur Jónsson, Einar Örn Ein-
arsson, Þorleifur Óskarsson, Ein-
ar Guðmannsson, Hermann
Agnarsson og Guðbjörg Guð-
mundsdóttir.
íþróttaráð
Erling Örn Pétursson, Sigmund-
ur Pálsson, Björgvin Guðmunds-
son, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og
Gunnar Bragi Sveinsson.
Varamenn: Oskar G. Björnsson,
Friðrik Jónsson, Rúnar
Björnsson, Hjörtur Geirmunds-
son og Pétur Ölafsson.
ByggÍHgarnefnd
Vigfús Vigfússon, Sverrir Val-
garðsson, Pétur Valdimarsson,
Einar Gíslason og Magnús Sig-
fússon.
Varamenn: Jóhanna Björnsdótt-
ir, Jón Jósafatsson, Eva Sigurð-
ardóttir, Pétur Pétursson og Ingi
Friðbjörnsson.
Skólanefnd grunnskóla
Hjálmar Jónsson, Ásbjörn
Karlsson, María G. Ólafsdóttir,
Ómar Bragi Stefánsson og Jón-
ína Jónsdóttir.
Varamenn: Jónína Hallsdóttir,
Soffía Daníelsdóttir, Björg Jóns-
dóttir, Birgitta Pálsdóttir og Pét-
ur Ólafsson.
Stjórn sjóðs
Guðrúnar Sveinsdóttur
Óskar Jónsson og til vara Herdís
Clausen.
Þing Landss. ísl. sveitarfél.
Knútur Aadnegard og Stefán
Logi Haraldsson.
Varamenn: Hilmir Jóhannesson
og Herdís Sæmundardóttir.
Þing Fjórðungss.
Norðlendinga
Björn Björnsson, Björn Sigur-
björnsson, Stefán L. Haraldsson
og Anna Kr. Gunnarsdóttir.
Varamenn:. Steinunn Hjartar-
dóttir, Hilmir Jóhannesson,
Viggó Jónsson og Ólafur Arn-
björnsson.
Fulltrúaráð
Brunabótafél.ísl.
Björn Sigurbjörnsson og til vara
Guðmundur Guðmundsson.
Jarðeigna- og búfjárnefnd
Reynir Kárason, Sigurður
Sveinsson og Guðmundur
Pálsson.
Varamenn: Rögnvaldur Val-
bergsson, Frosti Frostason og
Egill Helgason.
Eigendafundur Bifrastar
Árni Egilsson, Haukur Þorsteins-
son, Dagur Jónsson, Guðlaug
Gunnarsdóttir og Pétur Ólafs-
son.
Varamenn: Erling Örn Péturs-
son, Guðlaug Gísladóttir, Frosti
Frostason, Hjörtur Geirmunds-
son og Sigurbjörg Guðjónsdóttir.
Bifrastarstjórn
Árni Egilsson og Pétur Ólafsson.
Varamenn: Erling Örn Pétursson
og Guðlaug Gunnarsdóttir.
Húsnæðisnefnd
Ólafur H. Jóhannsson, Jón
Karlsson og Sveinn Friðvinsson.
Varamenn: Sigurður Sveinsson,
Sigmundur Pálsson og Guðrún
Sölvadóttir.
Ferðamálanefnd
Vigfús Vigfússon, Helga Hannes-
dóttir og Herdís Sæmundardótt-
ir.
Varamenn: Kristrún Snjólfsdótt-
ir, Eva Sigurðardóttir og Jón E.
Friðriksson.
Umhverfis- og
gróðurv. nefnd
Steinunn Hjartardóttir, Steinunn
E. Friðþjófsdóttir og Pálmi Sig-
hvatsson.
Varamenn: Aðalheiður Arnórs-
dóttir, Jóney Kristjánsdóttir og
Jónína Jónsdóttir.
Samstarfsnefnd
þéttbýlisstaða á N. vestra
Hilmir Jóhannesson og Herdís
Sæmundardóttir.
Varamenn: Steinunn Hjartar-
dóttir og Viggó Jónsson.
Kjaranefnd
Björn Sigurbjörnsson og til vara
Pétur Valdimarsson.
Starfsmenntunarsjóður
Pétur Valdimarsson og til vara
Friðrik Jónsson.
Umferðarnefnd
Atli Hjartarson, Friðrik Jónsson
og Einar Guðmannsson.
Varamenn: Jóhann Ingólfsson,
Bjarney Sigurðardóttir og Pétur
Ólafsson.
Starfsmatsnefnd
Björn Sigurbjörnsson og til vara
Pétur Valdimarsson.
Héraðsnefnd
Knútur Aadnegard, Steinunn
Hjartardóttir, Björn Sigurbjörns-
son, Hilmir Jóhannesson, Stefán
L. Haraldsson, Viggó Jónsson,
Herdís Sæmundardóttir og Ólaf-
ur J. Arnbjörnsson.
Varamenn: Björn Björnsson,
Gísli Halldórsson, Pétur Valdi-
marsson, Björgvin Guðmunds-
son, Gunnar Bragi Sveinsson,
Magnús Sigfússon, Einar Gísla-
son og Skúli Jóhannsson.
í fleiri nefndir var ekki kosið á
þessum fyrsta fundi bæjarstjórn-
ar og ákveðið að fresta kosning-
um í 17 aðrar nefndir vegna þátt-
töku í Héraðsnefnd Skagfirð-
inga. Þá kom fram tilnefning í
nefnd til að endurskoða sam-
þykktir bæjarins og þá nefnd
skipa Björn Björnsson, Snorri
Björn Sigurðsson og Stefán L.
Haraldsson. Til vara Steinunn
Hjartardóttir, Björn Sigurbjörns-
I son og Jón E. Friðriksson.