Dagur - 25.07.1990, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 25. júlí 1990 - DAGUR - 11
íþróttir
i
Sundmeistaramót íslands:
Akureyringar þrisvar
á verðlaunapafl
Átta manna hópur frá Sundfé-
laginu Óðni á Akureyri tók
þátt í Sundmeistaramóti Is-
lands sem fram fór í Laugar-
dalnum í Reykjavík um helg-
ina. Akureyringarnir náðu
ekki að blanda sér alvarlega í
toppbaráttuna enda óvanir að
keppa í 50 m laug en þó náðu
þeir ellefu sinnum að verða
meðal átta efstu.
Bestum árangri náðu þau Pét-
ur Pétursson og Elsa María
Guðmundsdóttir. Elsa María
varð í 2. sæti í 200 m bringusundi
á 2:52.96 og 3. sæti í 100 m
bringusundi á 1:21.81. Pétur varð
í 3. sæti í 200 m baksundi á
2:26.98 og 4. sæti í 100 m bak-
sundi á 1:09.15.
Hinir Akureyringarnir á mót-
inu voru Birna H. Sigurjónsdótt-
ir, Þorgerður Benediktsdóttir,
Sonja S. Gústafsdóttir, Svava H.
Magnúsdóttir, Hlynur Tuliníus
og Ómar Þ. Árnason.
Mótið fór fram í 50 m braut-
inni í Laugardal og voru kring-
umstæður nokkuð erfiðar þar
sem rigning og kuldi hrjáði kepp-
endur. Pess má geta að 50 m
braut er eina alþjóðlega viður-
kennda laugarstærðin fyrir sund-
keppni og er því einu keppnis-
hæfu laug landsins að finna í
Laugardalnum. Akureyrarsund-
laug er einungis 25 m.
2. deild:
Blikar unnu Tindastól
U.B.K. kom til Sauðárkróks
sl. mánudagskvöld og vann
gestgjafana Tindastól 1:0 í þóf-
kenndum leik þar sem barátta
einkenndi spilið. Það var Grét-
ar Steindórsson sem skoraði
sigurmarkið með ágætum
2. deild:
Jaftit hjá KS og Leiftri
KS og Leiftur skildu jöfn þegar
liðin mættust á Siglufirði á
mánudagskvöldið. Úrslitin
urðu 1:1 og voru bæði mörkin
skoruð í nokkuð líflegum fyrri
hálfieik. Segja má að jafntefli
þetta hafi komið liðunum frek-
ar illa þar sem bæði þurftu
nauðsynlega á sigri að halda.
Leiftursmenn eru nú í næst
neðsta sæti deildarinnar, hafa
hlotið 7 stig eins og Grindvík-
ingar en hafa betra marka-
hlutfall. KS er í 7. sæti með 10
stig og fjarri því að vera laust
við falldrauginn.
Leiftursmenn byrjuðu leikinn
betur og sóttu meira fyrsta hálf-
Þór-ÍBV
á mánudag
Eins og komið hefur frarn þurfti
að fresta leik Þórs og ÍBV sem
fram átti að fara á Akureyri á
mánudagskvöldið þar sem ekki
var flugfært frá Eyjum. Ákveðið
hefur verið að leikurinn fari fram
mánudaginn 30. júlí og hefst
hann kl. 20.
Einherji-TBA:
Araar skor-
aði tvö
Vegna bilunar í símkerfi tókst
ekki að afla upplýsinga á réttum
tíma um markaskorara Einherja
í leik liðsins gegn TBA um helg-
ina. Það tókst í gær og mun Arn-
ar Gestsson hafa skorað tvívegis
og Helgi Már Þórðarson og Bald-
ur Kjartansson eitt mark hvor.
Leiknum lauk með sigri Ein-
herja, 4:2.
Leiðrétting
I blaðinu í gær var sigurvegari í
kvennaflokki á Opna Húsavíkur-
mótinu í golfi, Halla Arnarsdótt-
ir, rangfeðruð og sögð Arnar-
dóttir. Þetta mun ekki vera í
fyrsta sinn sem þessi mistök eru
gerð. Er beðist velvirðingar á
þessu.
tímann en þá jafnaðist leikurinn.
Það voru ekki liðnar nema 11
mínútur þegar Leiftur náði for-
ystunni en þá skoraði Hörður
Benónýsson eftir sendingu frá
Kristjáni Haraldssyni.
Heimamenn komust ágætlega
inn í leikinn síðustu 15 mínútur
hálfleiksins og jöfnuðu á 44. mín-
útu. Þar var að verki Hafþór Kol-
beinsson eftir ágæta sendingu frá
Birni Sveinssyni. Litlu munaði
síðan að KS næði forystunni þeg-
ar Þorvaldur Jónsson, markvörð-
ur Leifturs, skaut í varnarmann
en boltinn hrökk af honum rétt
framhjá markinu.
Síðari hálfleikur var daufari og
lítið um færi. Þó komst Leifturs-
maðurinn Þorlákur Árnason í
ágætt færi á 33. mínútu en skot
hans fór framhjá. Þá sluppu KS-
ingar með skrekkinn þegar Hörð-
ur Bjarnason bjargaði á marklínu
skömmu síðar.
Þegar á heildina er litið áttu
Leiftursmenn heldur meira í
leiknum en úrslitin geta þó vart
talist ósanngjörn. Hlynur Eiríks-
son var bestur í liði heimamanna
en Hafþór og Björn léku einnig
ágætlega og Mark Duffield var
sterkur í vörninni að vanda.
Kristján Haraldsson og Hörður
Benónýsson léku vel hjá Leift-
ursmönnum og Þorvaldur var
góður í markinu. ÁS/JHB
2. deild
Urslit í 9. umferð:
ÍBK-Víöir 0:2
Tindastóll-UBK 0:1
Fylkir-Grindavík 6:0
Selfoss-IR 1:0
KS-Leiftur 1:1
Fylkir 9 6-2-1 22: 6 20
UBK 9 6-2-115: 6 20
Víðir 9 5-3-1 12: 8 18
Selfoss 9 4-1-4 17:12 13
ÍR 9 4-0-5 12:17 12
ÍBK 9 3-1-5 7:10 10
KS 9 3-1-5 11:15 10
Tindastóll 9 3-1-5 8:15 10
Leiftur 9 1-4-4 6:12 7
Grindavík 9 2-1-6 11:20 7
Markahæstir:
Grétar Einarsson, Víði 7
Grétar Steindórsson, UBK 6
Izudin Dervic, Selfossi 6
Hafþór Kolbeinsson, KS 5
Kristinn Tómasson, Fylki 5
skalla á 34. mínútu leiksins.
Leikurinn hófst af krafti hjá
báðum liðum og á 3. mínútu
skapaðist hætta í teig Breiðabliks
og Guðbrandur Guðbrandsson
skoraði. Markið var þó dæmt af
vegna rangstöðu. Strax á næstu
mínútu komust Blikarnir í ágætt
færi og Grétar Steindórsson átti
skalla sem fór yfir Stefán Arnars-
son, en í þverslána og út. Á 9.
mínútu átti síðan Gústaf Ómars-
son gott skot að marki Tindstóls,
en beint á Stefán markvörð. Nú
fór leikurinn að einkennast af
meiri baráttu og liðin skiptust á
sóknum sem lítið bit var í. Á 34.
mínútu tókst þó Grétari að koma
Blikunum yfir. Breiðablik fékk
aukaspyrnu við vítateigshornið
sem Hilmar Sighvatsson tók og
boltinn kom í boga yfir teiginn,
þar sem Grétar kom og skallaði
boltann í netið. Það sem eftir
lifði fyrri hálfleiks sóttu Stólarnir
nær látlaust og reyndu að jafna,
en það tókst ekki.
Fyrstu 14 mínútur seinni hálf-
leiks áttu Blikarnir algjörlega, en
á þeirri 15. komst Guðbrandur í
ágætt færi í teig þeirra sem ekkert
varð þó úr. Sama baráttan kom
nú í leikinn og í fyrri hálfleik og
sóttu liðin á víxl. Oft sköpuðust
nokkuð hættuleg færi sem engum
tókst þó að nýta. Arnar Grétars-
son átti þ.á.m. tvö góð skot að
marki Tindastóls og oft var hætta
inn í teig Blikanna þegar boltinn
barst þangað. Síðasta færi leiks-
ins átti svo Jón Gunnar Trausta-
son sem kom inn á sem varamað-
ur fyrir Tindastól, en ekkert varð
úr því og leikurinn endaði með
sigri Breiðabliks, einu marki
gegn engu. SBG
Lilja María Snorradóttir hefur unnið til þrennra silfurverðlauna á Heiins-
leikunum.
Heimsleikar fatlaðra:
Góður árangur
íslendinganna
- Ólafur með heimsmet
Árangur íslensku keppcnd-
anna á Heiinsleikum fatlaðra í
Assen í Hollandi hefur verið
mjög góður til þessa. Norð-
lendingar eiga tvo fulltrúa á
leikunum, Rut Sverrisdóttur
frá Akureyri og Lilju Maríu
Snorradóttur frá Sauðárkróki
og hafa þær báðar staðið sig
vel og unnið til verðlauna.
Lilja María hefur unnið til
þriggja silfurverðlauna, í 200 m
skriðsundi á 2:35.05, 100 m bak-
sundi á 1:22.30 og 50 m skrið-
sundi á 33:07. Þá hafnaði hún í 7.
sæti í 200 m fjórsundi og 8. sæti í
100 m flugsundi.
Rut hcfur unnið til einna silfur-
verðlauna og einna bronsverð-
launa. Hún varð önnur í 100 m
flugsundi á 1:26.10 og þriðja í
200 m brir.gusundi á 3:29.21. Þá
hafnaði hún í 4. sæti í 100 m
bringusundi og 6. sæti í 200 m
skriðsundi.
Árangur Ólafs Eiríkssonar ber
þó hæst en hann hefur hlotið
þrenn gullverðlaun og gerði sér
Norðurlandamót unglinga í golfi:
Erfitt hjá landanum
íslenskir kylfingar áttu ekki
góðu gengi að fagna á Norður-
landamóti unglinga í golli sem
fram fór á Álandseyjum í
Finnlandi uin helgina. I sveita-
keppninni höfnuðu íslensku
sveitirnar í neðsta sæti, bæði í
karla- og kvennaflokki og í
einstaklingskeppninni urðu ís-
lendingarnir einnig aftarlega á
merinni. Tveir Akureyringar
voru meðal þátttakenda,
Andrea Ásgrímsdóttir og Þór-
leifur Karlsson, og gekk þeim
báðum illa.
Fimm sveitir tóku þátt í hvor-
um flokki og voru þrír kylfingar í
kvennasveitunum og sex í karla-
sveitunum. Röð þjóðanna varð
sú sama í báðum flokkum, Sví-
þjóð sigraði, Danmörk varð í
öðru sæti, Noregur í þriðja, Finn-
land í fjórða og ísland rak lest-
ina.
Norðurlandameistari karla
varð Christian Rosenstrand frá
Danmörku á 291 höggi. Þórður
Ólafsson frá Akranesi náði best-
um árangri íslensku piltanna,
varð í 16. sæti á 316 höggum og
Hjalti Nielsen, einnig frá Akra-
nesi, varð í 17. sæti á 317
höggum. Hinir fjórir íslending-
arnir röðuðu sér í neðstu sætin,
Ástráður Sigurðsson, GR, varð í
27. sæti á 336 höggum, Haukur
Óskarsson, Nesklúbbnum, í 28.
sæti á 337, Ólafur Ágústsson,
Keili, í 29. sæti á 344 og Þórleifur
Karlsson, GA, í 30. sæti á 362
höggum.
Norðurlandameistari kvenna
varð Ulrika Johanson frá Svíþjóð
á 297 höggum. Herborg Arnar-
dóttir, GR, varð í 12. sæti á 360
höggum, Andrea Ásgrímsdóttir,
GA, varð í 14. sæti á 362 höggum
og Rakel Þorsteinsdóttir, GS,
varð í 15. sæti á 363 höggum.
jafnframt lítið fyrir og setti nýtt
heimsmet í sínum flokki í 200 m
skriðsundi þegar hann synti á
2:13.21.
HJÁ OKKUR
ER ALLTAF
BÍLASÝNING
VOLVO
e
OPEL
/manÍ
ISUZU
□AIHATSU
' ' þÓRSHAMARHF.
Við Iryjtgvahraui Akureyn • Simi 227U)