Dagur - 27.07.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 27.07.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. júlí 1990 - DAGUR - 5 JarðskjáJfti Sigurðar P. Sigmundssonar o.fl. í blaðinu Degi hinn 21. júlí sl. er grein, sem byggir á viðtali við Sigurð P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóra Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Greinin er á bak- síðu með flannastórri fyrirsögn: „Álver í Eyjafirði eða á Keilis- nesi? Jarðskjálftahætta setur strik í reikninginn á Reykjanesi“. Eftir Sigurði er haft, „að á Reykjanesi sé viðurkennt að jarðskálftahætta sé fyrir hendi og margt bendi til að álver þar yrði að vera rammgerðara mannvirki en við Eyjafjörð.“ Þetta er tví- tekið í greininni, sennilega til áherSluauka. Þessi samanburður er blekkjandi og beinlínis rangur, það hygg ég, að flestir hér um slóðir viti. Jarðskjálftahrina var að vísu á Reykjanesskaga í mars í vetur og var styrkleiki um 4 stig á Richter, sem ekki telst nú mikið. Slíkar hrinur munu hafa komið þar áður. í Eyjafirði varð mikill jarðskjálfti árið 1934 - nefndur Dalvíkurskjálfti, vegna þess að tjónið varð þar mest. hann var 6,3 stig á Richter og þá skemmdust, meira eða minna, 65 hús í Upsasókn og þar af gjör- eyðilögðust 12. 247 manns urðu húsviiltir af 548 í sókninni. Skjálftinn átti upptök sín í Eyja- firði, um 3-4 km frá Dalvík. Undirrituðum er skjálfti þessi í barnsminni vegna þess, að hér inn um sveitir gekk jörð í bylgj- um í snörpustu skjálftunum og varð mönnum jafnvel fótaskort- ur. Eftir þessa öflugu skjálfta fylgdu hrinur fram á kvöld að styrkleika 3,5-4 stig á Richter, eða álíka og hrinan á Reykjanesi í vetur. Að kvöldi hins 27. mars 1963 varð hér mjög harður skjálfti og átti hann upptök sín í mynni Skagafjarðar. Stærsti kippurinn var 7 stig á Richterkvarða, en á eftir fylgdi hrina fram eftir nóttu, með vægari skjálftum. Þessa skjálfta gætti mikið í Eyjafirði. Eyjafjörður er áreiðanlega öllu frekar jarðskjálftasvæði en Reykjanesskaginn enda hafa ekki komið jafnharðir skjálftar þar á þessari öld og þessir áður- greindu í Eyjafirði. Auk þess eru smærri skjálftar hér hreint ekki fátíðari, enda er hér um sprungu- svæði að ræða fyrir mynni fjarð- arins. Dæmið í umræddri grein myndi því snúast við, og bygging- ar í Eyjafirði þyrftu að vera rammgerðari en á Reykjanesi miðað við þessar forsendur. Ég vil benda Sigurði P. Sigmunds- syni á að afla sér upplýsinga áður en hann varpar svona fullyrðing- um fram við fjölmiðla, eða var hann kannski vísvitandi með blekkingar? Eða er hann sjálfur farinn að skjálfa vegna þess að alltaf fjölgar þeim, sem sjá það og viðurkenna hvílíkt reginslys það yrði ef álver væri sett niður við Eyjafjörð. Pá er Sigurður og fleiri sí og æ að klifa á því, að kröfur um mengunarvarnir eigi að vera þær sömu, hvar sem álver yrði staðsett. Undir það skal tekið, en þá er jafnframt fyllsta ástæða til að benda á og undir- strika mismuninn á gagnsemi mengunarvarna eftir staðháttum. í þéttbýlu landbúnaðarhéraði sem Eyjafirði myndu hinar bestu mengunarvarnir, sem völ er á, ekki gagnast betur en það, að búskap með grasbíti a.m.k. yrði að leggja þar niður í minnst 5 km geisla frá álverinu, sbr. skýrslu NILU um Dysnes. Á Keilisnesi aftur á móti eru jafnvel tugir kílómetra í landbúnaðarhéruð, og að auki er veðurfar þar mun hagstæðara með tilliti til þessara hluta, þ.e. meiri úrkoma, meiri vindur. Þar yrði ekkert lífríki í hættu nema skófir og fléttur í hrauninu. Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga þegar rætt er um sömu mengunarvarnir alls staðar. Og í lokin: Ný skýrsla frá NILU um dreifingu eiturefna frá hugsanlegu álveri við Dysnes mun nú vera komin í hendur íslenskra stjórnvalda. Heyrst hefur, að í öllum meginatriðum sé hún samhljóða skýrslunni frá 1985 og þarf engan að undra það. Spurningin er þá þessi. Hvers vegna er skýrsla þessi ekki birt almenningi? Þess skal getið, að upplýsingar um jarðskjálfta eru fengnar hjá jarðskjálftadeild veðurstofunnar. Stefán Halldórsson, Hlöðum. Frá Dysnesi. KjörbúÖ KEA Byggðavegi 98 Helgartílboð Kryddlegnar lambalærissneiðar 20% afsláttur tilboðsverð kr. 977 kg V/örukynning föstudag og laugardag frá Kl. 15>19 á Coke kynningarverð 6kr. 395 Úrval af fersku lamba- og svínakjöti MH'. 5 V/SA Opið alla daga til kl. 20.00, líka sunnudaga KJÖRBÚÐ KEA BYGGÐAVEGl 98 ERLÁGÚST INNI í MYNDINNI Gjalddagi húsnœðislána er 1. ágúst. Gerðu ráð fyrir honum í tœka tíð. 16. ágúst leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. h september leggjast dráttaryextir á lán með byggingarvísitölu. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM OG HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI. [Íb HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 Gjalddagar húsnœðlslána eru: 1. febrúar- 1. maí - 1. ágúst- 1. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.