Dagur - 27.07.1990, Qupperneq 7
Föstudagur 27. júlí 1990 - DAGUR - 7
Þeir eru léttir í iundu, Geirmundur og félagar, enda landskunnir stuðboltar.
þurrka af sér svitann án árangurs
eiga Geiri og Eiki nóg með að
tala við aðdáendur og vini. Kiddi
vaktar tækin á meðan og sér um
að spólan snúist, en Sóli er ein-
hvers staðar frammi í sal að tala
við vini og vandamenn, enda
Austfirðingur að ætt og uppruna.
Seinni hálfleikur hefst, kraftur-
inn er mikill og bókstaflega hver
einasta hræða er farin að dansa.
Það líður að því að klukkan verði
þrjú, allir eru komnir með hend-
ur á loft og klappa í takt við
lögin. Þetta er farið að líkjast
meira tónleikum hjá stórhljóm-
sveit, heldur en dansleik. Klukk-
an verður þrjú og yfirdyravörður-
inn fer að tvístíga, en það er bara
ekki hægt að hætta þegar svona
stuð er í salnum. Þetta er það
sem veitir hljómsveitum ánægju,
fullur salur af dansandi, syngj-
andi, klappandi og brosandi
fólki. Ljósin eru kveikt, en skar-
inn heimtar meira. „Geiri!...
Geiri!...Geiri!“ og þeir halda
áfram að spila þó að yfirdyra-
vörðurinn sé farinn að tvístíga
svo mikið að það minni orðið á
steppdans. Loksins klukkan um
tuttugu mínútur yfir enda allir á
því að syngja saman: „Því nú er
ballið búið, ég býð þér með mér
heim.“
Geiri er orðinn hás, Sóli
útkeyrður, sömu sögu er að segja
af Eika og Jóa, en nú er röðin
komin að Kidda, þó að hann hafi
tekið þátt í mörgum lögum með
skellitrommunni sinni. Snúrur
gerðar upp, trommum pakkað
niður, allt tekið saman og staflað
út í bíl á mettíma, meðan spilar-
arnir örþreyttu reyna að auka
vökvamagnið í líkamanum aftur
með ýmsum ráðum. Að síðustu
er farið í svefnstað sem er tvö
herbergi í Menntaskólanum, en
hann er hótel á sumrin. Núna
lendi ég með „gömlu hjónunum"
í herbergi og slepp því við hrotu-
konserta að mestu leyti.
Daginn eftir er risið um hádeg-
ið og menn sturta sig sem mest
þeir mega. Síðan er komið við í
Söluskála KHB og maginn fylltur
áður en lagt er í hann heim á leið.
En hverjir haldiði að séu svo í
Söluskálanum, engir aðrir en túr-
istarnir sem Eiki hélt opnu fyrir í
Fjallakaffi daginn á undan. Við
sitjum í mest makindum að
snæðingi við borð nálægt útidyr-
unum. Allt í einu tökum við eftir
því að maður stendur fyrir utan
dyrnar, horfir til okkar eins og
hann bíði eftir því að opnað sé
fyrir sér, baðar síðan út öllum
öngum í látbragði sem sýnir bar-
áttu við hurð í roki. Eiki lítur til
hans með augnaráði eins og hann
telji manninn eitthvað skrýtinn, á
meðan við hinir skellihlæjum.
Haldið er af stað, Eiki settur
frammí svo ég kemst að í röð
skyttnanna þriggja. Þreyta er
greinilega komin í mannskapinn
og Geiri kallinn orðinn hvíslandi
hás. Menn sofa töluvert þangað
til að Fjallakaffi er komið, en þar
er auðvitað stoppað og sjóðandi
heitt kaffið lífgar menn við. Nú
er grafin upp úr hafurtaskinu
bók, sem alltaf er víst með í för,
úr einhverjum ástarkiljuflokki
sem heitir Sjúkrahúsið í frum-
skóginum. Eiki er auðvitað feng-
inn til að lesa og það er leiklest-
ur. Öll hljóð tekin og meira til,
„Hættu þessu, eða ég rek þér
einn á hann,“ öskrar ein sögu-
hetjan og Kiddi greyið sem hafði
verið að dreyma um konu og
barn hrekkur upp og heldur að
heimurinn sé að farast.
Auðvitað verður að koma að-
eins við hjá Helga við Mývatn, því
að nú skín sólin og alveg tilvalið
veður er fyrir ísát. ísinn fáum við
og hann er virkilega svalandi,
enda ísvélin hans Helga ein sú
dýrasta á landinu eftir því sem
hann segir. Þó að sólin skíni er
samt fremur gjóstið svo þeir
ferðamenn sem á ferli er klæðast
skjólgóðum flíkum, við aftur á
móti hoppum út úr þeim rauða á
stuttbuxum og hlírabolum.
Augnaráðin sem við fáum minna
líka mörg hver á það sem Eiki
sendi í Söluskálanum.
Áfram er ekið og áfram er les-
ið þar til Eiki var orðinn þreyttur
og fær sér smá blund eins og Jói.
Með hverjum kílómetranum sem
hjólin rúlla færumst við nær
Skagafirði og þar með Sauðár-
króki. Heldur fer nú að hýrna
yfir mannskapnum, tilhugsunin
um konur, börn og almennileg
rúm til að sofa í, lyfta munnvik-
unum á hljómsveitarmönnum, þó
að þau hafi í raun aldrei sigið
neitt. Ekki bíður nú samt rauður
dregill eftir okkur þegar á Krók-
inn er komið, en það er víst held-
ur ekki vaninn að heiðra ballút-
gerðarmenn með slíku. Út úr
Benzinum tínast örþreyttir menn
hver af öðrum og blaðamaður
einnig á endanum. Kidda verk er
síðan að landa úr bílnum.
Klukkan er átta á sunnudags-
kvöldi, sólin mjakast framhjá
Tindastólnum í átt til hafs og
Drangey rís úr lygnum sjónum.
Blaðamaður losar takið á mynda-
vélatösku sinni og svefnpoka.
Helgin er á enda runnin, ferðin
með fimm hressum tónlistartind-
átum og milljóna króna tækjum
þeirra kominri á upphafsreit.
Niðurstaðan er sú að svona
útgerð er erfið, úthaldið þarf að
vera í lagi ef menn ætla sér ein-
hverja stóra hluti og að sjálf-
sögðu þarf að hafa góða skapið
við höndina.
Að sjá hvernig hægt er að
stjórna hundruðum manna með
tónlist er ótrúleg sýn og ljóst að
ekki er öllum gefið slíkt vald.
Sagan um flautuleikarann er
sönn. SBG
Fjörið skín af hverju andliti, gleðin er algjör. Fólk af öllum stærðum og
gerðum með hendur á lofti og klappar í takt við lögin. Hvílík stemmning!
Otrúlegt úrval
kjötrétta á útigrillið
Hrísalundi
Laugardagskvöldið 28. júlí
Hin vinsæla hljómsveit
Geirmundar Valtýssonar
í syngjandi sveiflu fram eftir nóttu
Ath. síðasti dansleikur Geirmundar
á Hótel KEA í sumar
Gunnar Gunnarsson leikur fyrir matargesti
fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld
Nýr glæsilegur sérréttaseðill.
★
Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200.
| Hótel KEA j
fyrir vol heppnaba veislu
HOTEL KEA