Dagur - 31.07.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 31. júlí 1990
144. tölublað
Ásbyrgi hefur í áraraðir verið
mjög vinsæll áningarstaður
ferðamanna á leið um landið
og er yfirstandandi sumar eng-
in undantekning frá því.
Aðsóknin er jöfn og þétt og er
mun meiri en í fyrra, raunar
hefur hún alltaf aukist ár frá
ári.
„Það er búinn að vera stöðugur
straumur í sumar, yfirleitt 400-
500 manns stanslaust og það ligg-
ur við að sé svipaður fjöldi um
helgar og virka daga en það fer
eftir veðri,“ sagði Hafdís Sig-
marsdóttir, landvörður í
Ásbyrgi, er Dagur grennslaðist
fyrir um ferðamannastrauminn.
„Um síðustu helgi var t.d. ekkert
meira en vanalega, nema hvað
íslendingar voru í miklum meiri-
hluta, eins og reyndar alltaf, en
það komu heldur fleiri íslending-
ar en hafa gert hingað til,“ sagði
Hafdís ennfremur.
Hafdís giskaði á að ferðamenn
í júlí, sem væri yfirleitt besti
mánuðurinn, yrðu um 2.000 fleiri
en í júlí í fyrra og greinilegt að
staðurinn nýtur stöðugt vaxandi
vinsælda.
Það eru kannski ekki allir sem
vita að landverðirnir í Ásbyrgi
bjóða upp á fjölbreytta dagskrá
fyrir gesti. Til að mynda eru farn-
ar gönguferðir af ýmsu tagi og
fyrir börnin eru sérstakar barna-
stundir og sagði Hafdís að þessi
þjónusta væri mikið notuð og
almenn ánægja með hana. -vs
Netadeilur í Miðfirði:
Venjulegt silunganet heldur ekki sel
„Maður furðar sig á því að ver-
ið sé að standa í svona löguðu
að næturlagi, í stað þess að
hafa samband við eigendur
neta sem eitthvað er athuga-
vert við og þeim gefinn kostur
á að laga sína netalögn. Við
teljum einnig vafasamt að
reglugerðin, sem þetta er
framkvæmt eftir standist lög,
því að hún takmarkar það mik-
ið veiði á silungi í sjó að segja
má að um ákveðna upptöku á
eignarétti sé að ræða, sem
jarðirnar hafa haft um langan
tíma,“ segir Þórður Skúlason,
sveitarstjóri á Hvammstanga
um netadeilur þær sem nú
- segir veiðieftirlitsmaðurinn
standa yfir í Miðfirði.
Eins og Dagur greindi frá sl.
laugardag voru fyrir helgi tekin
13 net í vörslu lögreglunnar í
Húnavatnssýslum, sem að mati
Eiríks Helgasonar, veiðieftirlits-
manns í Miðfirði, stóðust ekki
reglur þær sem krafist er að sé
framfylgt í sambandi við neta-
lagnir í sjó. Ekki eru allir sáttir
við þessar aðgerðir og er búið að
leggja fram eina kæru á hendur
Eiríki fyrir stuld á netunum sem
hann tók upp að viðstöddum lög-
reglumanni og votti.
Þegar Dagur hafði samband
við viðkomandi lögreglumann og
innti hann eftir því hvort hann
hefði séð eitthvað ólöglegt við
þessa framkvæmd veiðieftirlits-
mannsins, sagði hann að sam-
kvæmt erindisbréfi bæri veiði-
eftirlitsmanni skylda til að fylgj-
ast með netalögnum út með
Vatnsnesi. Hann hefði verið
sendur til að fylgjast með þessu
eftir að Eiríkur hefði haft sam-
band við lögregluna á Blönduósi
og tilkynnt um netaathugunina
eins og segir í erindisbréfinu að
veiðieftirlitsmaður eigi að gera.
Að sögn lögreglumannsins voru
netin öll mæld og skoðuð í sam-
ræmi við reglugerðina sem gefin
var út í maí á þessu ári og þau
sem ekki stóðust þessa athugun
Húsavík:
Kaupir Höfði hf. Hafþór RE?
- Lengi staðið til að selja Júlíus Havsteen PH-1
Togarinn Hafþór RE-40, eign
Hafrannsóknastofnunar, sem
undanfarin ár hefur verið
leigður Útgerð Hafþórs h.f. á
ísafirði aðallega til rækjuveiða
Austurdalur í Skagafirði:
Banaslys við heyskap
Banaslys varð síðdegis sl.
sunnudag á bænum Bústöðum
í Austurdal í Skagafirði þegar
5 ára drengur lenti í drifskafti
milli dráttarvélar og heybagga-
vélar og lést samstundis.
Heyskapur stóð yfir á Bústöð-
um þegar þetta hörmulega slys
átti sér stað. Börn voru að leik í
kringum heybaggavélina, sem
var kyrrstæð á meðan verið var
að hreinsa bagga aftan úr henni,
og fór drengurinn þá á milli vél-
anna með fyrrgreindum
afleiðingum.
Drengurinn, sem var gestkom-
andi á bænum, var frá Sauðár-
króki. Ekki er hægt að greina frá
nafni hans að svo stöddu. -bjb
er nú til sölu. Þetta skip var
um tíma varðskip, og kom
mjög við sögu í síöustu
„styrjöld“ íslendinga og
Breta.
Fiskveiðikvóti skipsins er 600
tonn af rækju og 160 tonn af
þorski, en rekstur skipsins stend-
ur eðlilega ekki undir sér með
þeim kvóta einum saman, en
með úreldingu eða sölu á öðru
skipi án kvóta eða tilfærslu á
kvóta frá öðru skipi gæti kvóta-
staða Hafþórs orðið viðráðanleg.
Skipið er nýkomið úr svokall-
aðri 16 ára klössun, þannig að
ástand skipsins er eins gott og
aldur þess gefur tilefni til, enda
hafa fjölmargir leitað til Sjávar-
útvegsráðuneytisins um upplýs-
ingar um skipið en ráðuneytið sér
um sölu þess. Það virðist því á
þessu stigi ekki spurningin, hvort
skipið verði selt, heldur hverjum.
Fyrirspurnir hafa komið úr öll-
um landsfjórðungum, og m.a.
hefur það komið til tals hjá
útgerð togarans Júlíusar Hav-
steen ÞH-1 frá Húsavík, en tals-
maður útgerðarinnar sagði málið
ekki á því stigi að neinnar
ákvörðunar væri að vænta á næst-
unni þó vissulega væri þetta fýsi-
legur kostur svona í fljóti bragði,
en umræður hefðu lengi verið í
gangi um að skipta á skipi. Ljóst
er þó að ekki yrði hægt að gera
Hafþór út án þess að selja Júlíus
Havsteen kvótalausan.
Júlíus Havsteen er 285 brl.
smíðaður á Akranesi 1976 en
Hafþór er 793 brl. smíðaður í
Póllandi 1974. Kvóti Júlíusar
Havsteen er nálægt 1.400 tonn af
þorskígildi og 150 tonn af rækju.
GG
tók hann með sér yfir á Blöndu-
ós.
Pórður Skúlason segist standa
með sínum mönnum í þessu
máli. Hann segist hafa gefið
þeim, sem eftir því sóttu, leyfi til
að leggja net í landi Hvamms-
tanga. Bærinn hefði sjálfkrafa
fengið hlunnindi jarðanna
Kirkjuhvamms og Syðsta-
Hvamms þegar hann byggðist á
þeirra landi, þar á meðal silungs-
veiðiréttinn. „Maður getur látið
sér detta það í hug að þessar
aðgerðir, sem beinast að silungs-
veiði við ströndina hér, séu
ákveðinn liður í því að hrifsa
þennan rétt af mönnum. Ég held
að það sé einmitt sérstaklega
mikilvægt að íbúar sjávarplássa
hringinn í kringum landið, haldi
þessum rétti sem gengið hefur
kynslóð fram af kynslóð," sagði
Þórður.
Veiðieftirlitsmaðurinn, Eirík-
ur Helgason, er skipaður af land-
búnaðarráðuneytinu og segist
vinna eftir lögum um lax- og sil-
ungsveiði frá 1970 og reglugerð
frá því í vor um þessi mál. „Eitt
af mínum verkefnum er að fylgj-
ast með netaveiði í sjó og í erind-
isbréfi frá veiðimálastjóra er vitn-
að í lög sem heitnila veiðieftirlits-
manni að haldleggja ólögleg net
og um slíkt var einmitt að ræða í
þessu tilviki. Ég fer síðan fram á
opinbera rannsókn á því hverjir
eigi netin sem ómerkt voru, en
það voru ekki heldur nærri
því öll netin venjuleg ómerkt
silunganet. Innan um voru net
sem eru fullkomlega ólögleg
burtséð frá því hvort þau eru
merkt eða ekki. Því til staðfest-
ingar þá heldur ekki venjulegt
silunganet sel, eins og var dauður
í einu netanna,“ sagði Eiríkur við
Dag í gær. Málið er nú í hönd-
um lögreglunnar og m.a. mun
Tumi Tómasson koma frá Veiði-
málastofnun og skoða netin ítar-
lega. SBG
LACOSTE
Peysur • Bolir
4\
JW
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Akureyri:
Margt um manninn á
tjaldsvæðum bæjarins
- erlendir ferðamenn í miklum meirihluta
Gífurlegur fjöldi ferðamanna
hefur dvalið á tjaldsvæðum á
Akureyri undanfarnar vikur,
og gista hundruðir manna í
tjöldunum nótt eftir nótt. Er-
lendir ferðamenn eru þar í
miklum meirihluta, þótt
Islendingar séu einnig margir.
Aðfaranótt föstudagsins 27.
júlí voru sex hundruð og sextíu
manns í tjöldum á taldsvæðinu. í
byrjun síðustu viku var ekki svo
Ásbyrgi:
Mikil aukning
ferðamanna
margt um manninn, en um þar-
liðna helgi voru flestir gestir á
laugardagsnóttina, tæplega sjö
hundruð manns. Aðfaranótt sl.
laugardags voru þrjú hundruð og
fjórtán skráðir á tjaldsvæðunum,
þar af hundrað áttatíu og tveir
Islendingar, en vegna rigningar
og kólnandi veðurs um helgina
slógu færri upp tjöldum en dag-
ana á undan.
Ferðafólk hefur streymt til
bæjarins víða af landinu í sumar,
og telja margir að um merkjan-
lega aukningu ferðamanna-
straums til Akureyrar sé að ræða
frá fyrri árum. Margir nota tæki-
færið til að slá upp tjaldi á Akur-
eyri, því ekki gista allir á hótel-
um.
Fjölbreytt strandlíf í Hrísey.
Mynd: KL