Dagur - 31.07.1990, Page 4
a „ ai in An
nnoi- '.i
4 - DAGUR - Þriöjudagur 31. júlí 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SIMFAX: 96-27639
„Ódýrasti“ kosturinn
í álversmálinu
Friðrik Sophusson, alþingismaður, ritaði kjallaragrein
sem birtist í DV á föstudaginn undir fyrirsögninni
„Klúður í stóriðjumálum. “ Þar rekur hann gang álvið-
ræðna undanfarin þrjú ár frá sínu sjónarhorni, en stór
hluti greinarinnar eru skammir út í ráðherra ríkis-
stjórnar Steingríms Hermannsonar. Niðurstaða Frið-
riks er sú að ráðherrarnir hafi veikt samningsstöðu
íslendinga gagnvart erlendu samningsaðilunum, og
að þannig hafi verið haldið á málinu að togstreita sé
komin upp milli landshluta í kapphlaupinu um nýtt
álver.
Rauði þráðurinn hjá Friðriki Sophussyni er sá að
ekkert vit sé í öðru en að staðsetja nýtt álver á suð-
vesturhorni landsins. Röksemdafærsla hans er á
þessa leið: Atlantalverkefnið var upprunalega miðað
við nýtt álver í Straumsvík, en val þess staðar hafi
byggst á því að álitið var að fjárfesting sparaðist í
aðstöðu sem þegar var fyrir hendi, s.s. hafnaraðstöðu,
uppskipunartækjum, geymslutönkum o.s.frv., enda
hafi Alusuisse boðið upp á slíka samnýtingu.
Um Atlantalverkefnið segir Friðrik: „Þegar lagt var
af stað með þetta verkefni var litið á álverið sem
landsmál en ekki byggðamál, enda stóð valið um
atvinnufyrirtæki fyrir íslendinga eða hvort álfyrirtækin
byggðu annars staðar og nýttu erlenda orku og vinnu-
afl. “ Friðrik segir síðan frá því að á síðasta ári hafi tvö
álfyrirtæki hætt könnunarviðræðum í Atlantalhópn-
um, en Alumax komið inn í þær. Eftir að Alumax gerð-
ist aðili að viðræðnunum hafi orðið ljóst að áhuginn
beindist að annarri staðsetningu en Straumsvík, þótt
viðurkennt væri að að sú staðsetning væri „ódýrasti"
kosturinn. Þetta hafi gerst fyrir tilstilli iðnaðarráð-
herra, sem hafi lagt til að ný staðsetning yrði valin.
Einstakir ráðherrar hafi komið málum svo fyrir að er-
lendir viðsemjendur telji sig geta „fengið nokkra
milljarða í meðgjöf ef staðarvalið verður að ósk ráð-
herranna,“ í formi skattaívilnana og lægra orkuverðs,
ef nýju álveri verði valinn staður utan suðvesturhorns-
ins. Rúsínan í pylsuendanum er svo þessi setning:
„Það stóra álver sem nú er verið að semja um, fer að-
eins á einn stað á landinu og verður því engin allsherj-
arlausn á byggðaþróunarvanda þjóðarinnar. Aðrir
staðir verða jafnilla settir og áður. “
Hér sjá menn svart á hvítu það sem marga hefur
grunað um afstöðu þungavigtarmanna Sjálfstæðis-
flokksins í þessu máli. Friðrik Sophusson segir að nýtt
álver sé landsmál en ekki byggðamál. Hvernig er hægt
að tala um landsmál og byggðamál sem aðskilda
málaflokka? Hann segir réttilega að álverið geti að-
eins farið á einn stað á landinu, en bætir líka við að
staðarvalið verði engin allsherjarlausn á byggðavand-
anum, því aðrir staðir verði jafnilla settir og áður. Er
atvinnumálum á suðvesturhorni landsins svo illa kom-
ið að réttlætanlegt sé að láta byggðir landsins sporð-
reisast, með hörmulegum afleiðingum fyrir landsbyggð-
ina og ekki síður alvarlegum vandamálum fyrir höfuð-
borgarsvæðið? Nei, landsbyggðarmenn geta ekki sætt
sig við rök af þessu tagi. Niðurstaða Friðriks Sophus-
sonar er ákaflega „ódýr," svo ekki sé meira sagt. EHB
lesendahornið
Svar við skrifum Sigurðar Gunnarssonar læknis
um málefni Heilsugæslunnar á Þórshöfn:
Ska.inina.stu þín Sigurður!
Það er afar leitt að þurfa að launa
þér dvöl þína hjá okkur á Þórs-
höfn með skammargrein í dag-
blaði, en sú er engu að síður
raunin.
En nú átt þú að skammast þín
Sigurður!
Það er í fyrsta lagi skammar-
legt að jafn greindur maður og
þú, Sigurður, skulir ekki geta
skrifað skiljanlega greinargerð
um ráðningu og störf hjúkrunar-
fólks á Þórshöfn, þannig að sak-
lausir lesendur séu einhverju nær
um málið. Þess í stað kemur þú
með ruglingslega og samhengis-
lausa grein um mál sem eðlilegt
hefði verið að kynna sér áður en
skrifin hófust.
í öðru lagi er skammarlegt og
ámælisvert að læknir skuli fjalla
opinberlega um málefni ein-
stakra hjúkrunarþega, a.m.k. án
samþykkis þeirra.
í þriðja lagi er skammarlegt og
vítavert að þú skulir leyfa þér að
ráða starfsfélögum þínum frá
störfum við Heilsugæslustöðina á
Þórshöfn. Slíkt gæti í einhverjum
tilfellum kallast atvinnurógur.
í greininni, sem þú af óskiljan-
legum ástæðum stílar á Ölaf
Oddsson héraðslækni, er greint
frá þeim launum og hlunnindum
sem ónafngreindur sjúkraliði
naut við störf sín hjá Heilsu-
gæslustöð Þórshafnar. Til glöggv-
unar fyrir þig og lesendur greiddi
ríkið launin en Þórshafnarhrepp-
ur greiddi hlunnindin. Þrátt fyrir
að ríkinu beri að greiða allan
reksturskostnað heilsugæslu-
stöðva frá síðustu áramótum.
Hvort sem sjúkraliðinn naut
sanngjarnra kjara eða ekki, er
eitt víst: Vegna ríkjandi neyðar
við starfsmannahald í Heilsu-
gæslustöðinni á Þórshöfn hefur
sveitarfélagið yfirborgað stöður
þrátt fyrir að ríkinu beri að ann-
ast allar laungreiðslur. Hefði
þetta ekki verið gert má ætla að
Heilsugæslustöðin hefði verið
óstarfhæf mánuðum saman vegna
starfsmannaskorts.
Að lokum þetta:
Hvers vegna komst þú ekki
hreint fram við okkur og ræddir
af hreinskilni einkahagi ykkar
beggja og barnsins ykkar í stað
þess að spilla öllum möguleikum
til lausna með blaðaskrifum?
Ég held að þú, Sigurður minn,
ættir að hætta annars flokks skrif-
um á borð við greinarstúfinn í
Degi 4. júlí sl. og leggja okkur
þess í stað lið í baráttunni fyrir
bættri heilsugæslu á Þórshöfn og
nágrenni.
Fyrir hönd íbúa í umdæmi
Heilsugæslustöðvarinnar á Þórs-
höfn leyfi ég mér að þakka Sig-
urði Gunnarssyni og sjúkraliðan-
um fyrir þeirra störf í þágu
byggðarlagsins.
Þórshöfn 25. júlí 1990,
Daníel Árnason, sveitarstjóri.
Kaupmaðurinn og eggin
- athugasemd frá Kaupmannafélagi Akureyrar
Vegna fréttar frá Neytendafélagi
Akureyrar og nágrennis 25. þ.m.
og túlkun fjölmiðla á efni
hennar, telur Kaupmannafélagið
óvægilega vegið að smásöluversl-
uninni. Kaupmannafélag Akur-
eyrar telur að nokkurs misskiln-
ings gæti í ofangreindri umfjöll-
un.
í fyrsta lagi er ekki í gildi
reglugerð um að það beri að
geyma egg í kæli í verslunum. Að
meðaltali stoppa egg aðeins þrjá
til fjóra daga í verslunum og er
því geymslutími verslana mjög
skammur. Talið er að geymsluþol
eggja í stofuhita sé 1 mánuöur.
Væri það tilskilið að egg verði
geymd í kæli í verslunum, myndi
verð þeirra hækka til muna.
í öðru lagi má benda á að ekki
er heldur skylt að merkja egg
með síðsta söludegi. Kaupmenn
kaupa egg sem aðrar vörur frá
framleiðendum eða umboðs-
mönnum þeirra og er það því í
þeirra verkahring að sjá um að
uppfylla ákvæði um þær merking-
ar sem tilskilið er.
Kaupmannafélag Akureyrar
hefur ávallt kappkostað að eiga
gott samstarf við Neytendafélag
Akureyrar og nágrennis og telur
því að þessi málsmeðferð sé ekki
í anda þess góða samstarfs.
Kaupmannafélagið telur eðli-
legra að kaupmenn, forsvars-
menn neytenda ásamt fulltrúa
Heilbrigðiseftirlits ræddu saman
þau mál sem kunna að fara
úrskeiðis í dreifingu matvæla í
stað þess að slá þeim upp í „æsi-
fréttastíl. “
Orðsending til kaupmanna á Akureyri:
Gætíð betur að eggjimum
Unnur Þorsteinsdóttir hringdi:
„Ég vil taka undir það sem
kemur fram í grein Vilhjálms
Inga í Degi sl. miðvikudag. Það
er ekki orðið hægt að kaupa egg á
Akureyri vegna þess að þau eru
meira og minna skemmd. Ég
versla nánast eingöngu í Hrísa-
lundi og mér finnst þetta ekki
nógu gott ástand.
Kaupmenn geyma eggin ekki
almennt í kæli, þau standa yfir-
leitt út á miðju gólfi. Þær
skemmdir sem ég verð mest vör
við er að skurnin er farin að gefa
sig og rauðan er sigin ofan í botn-
inn og situr þar föst. Það er ein-
læg ósk mín til kaupmanna að
þeir gæti betur að því hvað þeir
eru að gera, því egg eru vand-
>meðfarin.“
Burt með óhræsis grjótgarðinn
Sundáhugamaður hafði sam-
band:
í gær fundust tveir ungar fastir
í þessum óhræsis grjótgarði sem
hlaðinn hefur verið upp kringum
andapollinn. Við viljum beina
þeirri eindregnu ósk til Umhverf-
isdeildar bæjarins að garður þessi
verði fluttur á braut svo fleiri
ungar láti ekki lífið af manna-
völdum. Nóg er samt að vargur-
inn fækki þeim þó mannskepnan
taki ekki þátt í þeim ljóta leik
viljandi.
Verðnr Vegagerðin með
fyrirbyggjandi aðgerðir?
Móðir hringdi:
í vetur lá við að illa færi, er
bifreið rann út af veginum við
aðkeyrslu á brú yfir Svarfaðar-
dalsá nærri bænum Búrfelli. í
hálkunni var ekkert sem stöðvað
gat bifreiðina í beygju sem er að
brúnni. Mesta mildi var að ekki
varð þarna neitt slys, en mig
langar að vita hvort Vegagerðin
verði þarna með einhverjar fyrir-
byggjandi aðgerðir.
Guðmundur Svafarsson um-
dæmisverkfræðingur:
Aðkeyrsla að þessari brú hefur
verið skoðuð, en í fljótu bragði
virðist hún ekki flokkast undir
forgangsverkefni. Hún flytur auk
þess mjög litla umferð, eða að-
Kona á Brekkunni hafði
samband:
„Ég vil koma því á framfæri við
kattaeigendur að þeir eigi ekki að
láta dýrin ganga laus hér í
bænum. Ég fór út í sandkassa
Ieins að þremur bæjum, en senni-
lega verða settir þarna leiðarar
þegar fjárveiting fæst til verksins,
sem ekki er á dagskrá í dag.
með barnið mit. um daginn og þá
voru kettir búnir að skíta í
sandinn. Það er alltof mikið af
köttum í bænum. Geta kattaeig-
endur ekki haft ketti sína í bandi
eða ól, eins og eigendur hunda
gera?“
Kettir gera þarfir sínar