Dagur


Dagur - 31.07.1990, Qupperneq 5

Dagur - 31.07.1990, Qupperneq 5
Þriðjudagur 31. júlí 1990 - DAGUR - 5 Fjölskyldudagur Pórs ’90: Hinir jjölmörgu þátttakendur skemmtu sér hið besta íþróttafélagið Þór hélt heljar- mikla fjölskylduskemmtun á félagssvæði sínu við Glerár- skóla s.I. laugardag. Þar voru saman komnir Þórsarar á öll- um aldri. svo og aðrir velunnar félagsins. Yeðrið lék við þátt- takendur skemmtunarinnar, sem tókst í alla staði mjög vel. Dagurinn bar yfirskriftina; Fjölskyldudagur Þórs ’90 og var boðið upp á ýmislegt til skemmt- unar. Má þar nefna reiðhjóla- þrautir, þrautaboðhlaup, skóflu- boðhlaup, skallablak og tröllafót- bolta, þar sem leikið var með risastóran bolta. Inn í skemmtunina fléttaðist leikur Þórs og Fram í undanúr- slitum 2. flokks í bikarkeppni KSÍ og urðu úrslit leiksins ekki nógu góð fyrir Þórsara. En nánar um það á íþróttasjðu. Á svæðinu var selt gos og sæl- gæti, grillaðar pylsur, kaffi og vöfflur og kunnu gestir vel að meta það. Þá afhenti Guðmund- ur Svansson starfsmaður Sport- búðarinnar í Strandgötu, leik- mönnum 6. flokks A og B viður- kenningar frá búðinni, boli og sokka, fyrir frábæran árangur í sumar. En eins og kunnugt er sigr- aði 6. flokkur A í sínum flokki í Pollamóti KSÍ og Eimskips fyrir skömmu og 6. flokkur B sigraði í sínum flokki á Tommamótinu í Eyjum nýlega og hafnaði í 4. sæti á Pollamótinu. Aðstandendur skemmtunar- innar voru að vonum ánægðir í lokin, enda mættu hinir fjöl- mörgu þátttakendur með já- kvæðu hugarfari á svæðið og voru greinilega staðráðnir í því skemmta sér og öðrum vel á þess- um degi. - Og þar voru þeir eldri engin undantekning. -KK Sigurvegararnir í rciptuginu fagna sigri, eftir að hafa dregið andstæðinga sína yfir miðjulínuna á knattspyrnuveilinum. Fjölmargir Þórsarar og aðrir vclunnarar félagsins tóku þátt í fjöiskyldudeg- inum sem heppnaðist í alla staði mjög vel. Strákarnir í 6. flokki A, fengu boli að gjöf frá Sportbúðinni Strandgötu, fyrir góðan árangur á knattspyrnuvellinum í sumar. Strákarnir í 6. flokki B hafa einnig staðið sig mjög vel og þeir fengu sokka að gjöf frá búðinni. Þá má ekki gleyma þætti þjálfaranna, þeirra Jónasar Róbertssonar og Gísla Bjarnasonar. Það var Guðmundur Svansson starfs- maður Sportbúðarinnar sem færði knattspyrnuhetjunum gjafirnar. Liðin tvö sem þátt tóku í tröllaknattspyrnuleiknum. Rétt er að taka fram að nafnið er dregið af stærð knattarins en ekki leikmanna. Liðið í aftari röð sigraði mjög örugglega 2:0. Nói Björnsson hinn röggsami dómari leiksins situr á boltanum sem leikið var með. Þórunn Sigurðardóttir á fullri ferð í skófluhlaupinu. Eitthvað var stefnan hjá henni í ólagi og átti Ijósmyndarinn fótum fjör að launa. Myndin kk Tónleikar á Akureyri og í Aðaldal: Iistamenn frá Þýskalandi og íslandi Margrét Bóasdóttir sópran, þýsku hjónin Beate Echtler- Kaller messosópran og Step- han Kaller píanóleikari halda tvenna tónleika á Noröurlandi nú í vikunni. Fyrri tónleikarnir veröa í sal Tónlistarskólans á Akureyri og hefjast kl. 20.30, miðvikudaginn 1. ágúst. Síðari tónleikarnir veröa að Ýdölum í Aðaldal fimmtudaginn 2. ágúst og hefjast kl. 21. í maí sl. hélt listafólkið tón- leika í nokkrum borgum Vestur- Þýskalands og mun það flytja að mestu leyti sömu efnisskrá á fyrirhuguðum tónleikum. Á efnisskránni eru íslensk sönglög, m.a. eftir Pál H. Jónsson og Eyþór Stefánsson, ljóð eftir norsk, þýsk og spönsk tónskáld og einnig dúettar. Síðustu árin sem Margrét bjó í Þýskalandi voru þau Stephan samkennarar en þá var Beate enn við söngnám. IM

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.