Dagur - 31.07.1990, Síða 7

Dagur - 31.07.1990, Síða 7
Þ-yfÖ'júdkö U f '3 -T! 'íötf ’ Bikarkeppni FRÍ: Átta Eyjafjarðarmet féllu í Mosfellsbæ - UMSE í 4. sæti í 1. deild - UMSS í 2. deild Birgitta Guðjónsdóttir setti Eyjafjarðarmet í spjótkasti. Bikarkeppni Frjálsíþrótta- sambands Islands fór fram um helgina. Keppt var í þremur deildum á þremur stöðum á landinu, 1. deild í Mosfellsbæ, 2. deild í Aðaldal og 3. deild í Borgarnesi. HSK varð Bikar- meistari í fyrsta sinn, KR sigr- aði í 2. deild og UMSB í þriðju deild. Árangur norðlensku lelaganna var þokkalegur og bar þar hæst árangur UMSE sem varð í 4. sæti í 1. deildinni. 1. deild Átta Eyjafjarðarmet féllu í keppninni í 1. deild í Mosfellsbæ. Snjólaug Vilhelmsdóttir setti met í 200 m hlaupi á 25,43 sek., Birg- itta Guðjónsdóttir í spjótkasti, 45,48 m, Sigurður Matthíasson í kúluvarpi, 15,17 m, Rögnvaldur Ingþórsson í 3000 m hindrunar- hlaupi, 9.26,8 mín. en það verður að teljast mjög góður árangur hjá Rögnvaldi sem keppti í þessari grein í fyrsta sinn. Pá settu karla- og kvennasveitir UMSE met í öllum boðhlaupunum. Árangur UMSE getur ekki annað en talist góður en félagið kom upp úr 2. deild í fyrra. Skag- firðingar máttu bíta í það súra epli að falla í 2. deild en þeir hlutu 68 stig, eins og UMSK sem féll einnig. Er það athyglisverð útkoma hjá félaginu sem varð sigurvegari á Landsmótinu sem fram fór fyrir skömmu. Engin Islandsmet voru sett á mótinu í Mosfellsbæ en árangur var þó nokkuð góður í flestum greinum og hjálpaðist þar að gott veður og frábærar aðstæður. Lokastaðan í 1. deildinni varð sú að HSK hlaut 154 stig, FH 143, ÍR 142, UMSE 128 og UMSS og UMSK 68 stig hvort. NM drengjalandsliða: Guömundur búinn að leika mjög vel - yfirburðamaður á vellinum gegn Englandi íslendingar byrjuðu Norður- landamót drengjalandsliða í knattspyrnu, sem fram fer í Finnlandi, á tveimur ósigr- um. Liðið tapaði 0:4 fyrir Englandi á laugardaginn og 1:2 fyrir Finnum á sunnudag- inn. Þórsarinn Guðmundur Benediktsson hefur verið besti maður íslenska liðsins og vakið mikla athygli. Englendingar voru mun sterkari í leiknum á laugardag- inn en þó vakti Guðmúndur mikla athygli og var sagður yfir- burðamaður á vellinum. Hann átti einnig mjög góðan dag gegn Finnum og fiskaði þá víta- spyrnu sem Pálmi Haraldsson skoraði úr. Pálmi hefur einnig leikið rnjög vel í leikjunum tveimur. 3. deild 3. deildin fór fram í Borgarnesi og þar keppti Ungmennafélag Akureyrar. Félagið hafnaði í 3. sæti og er það ágætur árangur hjá þessu unga félagi. Jón Stefánsson sigraði í 5000 m hlaupinu og Cees Van de Ven vann 110 m grinda- hlaup og varð annar í langstökki. Pá varð formaðurinn, Sigurður P. Sigmundsson annar í 1500 m hlaupi. Mynd: KL 2. deild Keppni í 2. deild fór fram á nýj- um velli að Hafralæk í Aðaldal. KR-ingar urðu hlutskarpastir, hlutu 154 stig og fara upp í 1. deild ásamt Armanni sem hlaut 143 stig. USAH hlaut 132 stig, HSP 119, HSH 99 og UÍA 60. Tvö síðastnefndu félögin falla í 3. deild. Á mótinu í Aðaldal bar helst til tíðinda að Sigurður Einarsson sigraði Einar Vilhjálmsson í spjótkastinu. Sigurður kastaði 75,72 m en Einar aðeins 71,36 m. Daníel Guðmundsson, USAH, sigraði í öllum lengri hlaupunum fjórum í karlaflokki og Helga Halldórsdóttir vann öll hlaupin sem hún tók þátt í. Meiðsli hrjáði öll félögin í 2. deildinni, sérstaklega USAH og HSH. Keppt var á nýjum velli í Aðal- dalnum og voru allir ánægðir með framkvæmdina. Verður að teljast gott framtak hjá svo litlu sveitarfélagi að byggja völl af þessu tagi. Keppendur í kvennaflokki frá UFA eru mjög ungir að árum og lofar árangur þeirra góðu.Máþar t.d. benda á Elísabetu Jónsdóttur sem varð í þriðja sæti í 100 m grindahlaupi á 17,5 sek sem er ágætur árangur þegar haft er í huga að hún er aðeins 15 ára. Lokastaðan í 3. deildinni varð sú að UMSB hlaut 99 stig, UDN 89,5, UFA 71,5, UMFK 68 og USVS 48. Siguröur P. Sigmundsson forinaður UFA, varð 2. í 1500 m hlaupi í Borgar- nesi. Félagi hans náði 3. sæti sem er ágætur árangur. Mynd. Ki. Bikarkeppni kvenna: KA úr leik eftir tap gegn IA ÍA sigraði KA 2:1 í undanúr- slitum Bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Menntaskóla- vellinum á Akureyri á laugar- daginn. ÍA-Iiðið var betri aðil- inn í fyrri hálfleik og skoraði þá tvívegis en KA-Iiðið hafði yfirhöndina í þeim seinni án þess að ná að jafna metin. Skagaliðið var öllu- fljótara í gang og náði forystunni strax á 3. mínútu með marki Júlíu Sigur- steinsdóttur. Karítas Jónsdóttir bætti síðan öðru marki við og staðan í hléi var 2:0. í seinni hálfleik tók KA-liðið við sér og minnkaði Hjördís Ulfarsdóttir þá ntuninn með glæsilegu marki beint úr auka- spyrnu. Hún skaut af 35 metra færi og hafnaði boltinn efst í markhorninu. Skömmu síðar vildi KA-liðið fá víti þegar bolt- inn fór í hönd eins varnarmanns ÍA en dómarinn var ekki sam- rnála og lét leikinn halda áfram. Úrslitin því 2:1 fyrir ÍA en miðað við gang leiksins og mark- tækifæri hefði sigurinn getað lent hvoru megin sem var.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.