Dagur - 31.07.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 31.07.1990, Blaðsíða 11
ÞíiaiMttegur atr júU'. JMQMRr-J 11 rr Minning: T Kristján Ingi Karlsson frá Þórshöfn Fæddur 3. nóvember 1945 - Dáinn 22. júlí 1990 Laugardaginn 28. júlí, var mágur minn Kristján Ingi Karlsson jarð- sunginn frá Sauðaneskirkju. Hann var fæddur 3. nóvember 1945, sonur hjónanna Vilborgar Kristjánsdóttur og Karls Hauks Kjartanssonar. Kristján var alinn upp í foreldrahúsum á Þórshöfn ásamt systkinum sínum, Ragn- hildi og Arnþóri. Ungur fór hann til Akureyrar og lærði þar bif- vélavirkjun er varð grunnurinn að starfi hans sem bifvélavirki, vélstjóri hjá eigin útgerð og síðar jarðvinnuverktaki ásamt mági sínum og bróður. Pann 7. júní 1974 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Krist- ínu Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Stykkishólmi. Þá hófust kynni okkar Kristjáns sem reyndist vera glaðlyndur, ljúfur og fórnfús maður. Ætíð var gott að koma á heimili þeirra, þó að ferðirnar austur hafi verið alltof fáar. Syni Kristínar, Jóni Elvari, reyndist hann sem besti faðir. Kristján bar hag Þórshafnar mjög fyrir brjósti og var valinn í hreppsnefnd auk annarra trúnað- arstarfa fyrir sveitarfélagið. Kristján var maður sem ætíð deit tilveruna björtum augum og sá oft skoplegu hliðarnar á hlutunum. Hann var staðfastur og trúr hugsjónum sínum. Undanfarin ár átti hann við mikla vanheilsu að stríða, sem hann bar með miklu æðruleysi. í vor kom sólargeisli inn í líf hans, mitt í lokabaráttunni, þegar Jóni Elvari og unnustu hans Jóhönnu fæddist dóttirin Kristín Inga. Kæra systir, fyrir hönd foreldra minna, systkina og fjölskyldna, sendum við þér, fjölskyldu þinni og ættingjum Kristjáns Inga okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. En eins og segir í Spámanninum eftir Kahlil Gibran: „Sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á metaskálum, hlýtur gleð- in og sorgin að koma og fara.“ Sigurður Jónsson. Þann 22. júlí síðastliðinn lést á Landsspítalanum í Reykjavík Kristján Ingi Karlsson frá Þórs- höfn eftir langa og harða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Hann var á fertugasta og fimmta ald- ursári. Kristján Ingi var fæddur á Þórshöfn á Langanesi þann 3. nóvember 1945, sonur hjónanna Vilborgar Kristjánsdóttur frá Holti í Þistilfirði og Karls Hauks Kjartanssonar frá Hvammi í sömu sveit. Kristján var elstur sinna systkina en þau eru Guðrún Ragnhildur f. 22. júlí 1947 og Arnþór f. 18. apríl 1954. Að lokinni hefðbundinni skólagöngu í heimabyggð sinni hóf Kristján nám í Gagnfræða- skóla Akureyrar árið 1961 og síð- an í Iðnskólanum á Akureyri þaðan sem hann tók sveinspróf í bifvélavirkjun árið 1965. Eftir það vann hann um skeið á BSA- verkstæðinu á Akureyri eða allt fram til þess að hann hóf rekstur eigin verkstæðis á Þórshöfn. Veturinn 1969-’70 starfaði Kristján á bifreiðaverkstæði í Kópavogi jafnframt því sem hann ásamt föður sínum og frændum vann að því að fá smíð- aðan 36 tonna fiskibát. Báturinn var smíðaður í Stykkishólmi árið 1970 og hlaut nafnið Skálanes ÞH-190. Meðan Kristján dvaldi í Stykk- ishólmi kynntist hann ungri og glæsilegri stúlku, Kristínu Jóns- dóttur, dóttur hjónanna Jóns Dalbú Ágústssonar og Laufeyjar Sigurðardóttur í Stykkishólmi. Þau kynni leiddu síðan til þess að þau Kristín og Kristján gengu í heilagt hjónaband þann 7. júní 1974. Þau reistu sér hús að Lækj- arvegi 6 á Þórshöfn og bjuggú sér þar einstaklega notalegt heimili. Kristján starfaði sem vélstjóri á Skálanesinu fram í febrúar 1973 en þá sleit bátinn upp í ofviðri á höfninni á Þórshöfn og rak upp í stórgrýtisfjöru þar sem hann eyðilagðist. Kristján fékk meistarabréf í bifvélavirkjun árið 1974 og réðst sama ár sem formaður að Bif- reiðaverkstæði Kaupfélags Lang- nesinga á Þórshöfn. Þar vann hann í u.þ.b. tvö ár. Árið 1977 stofnuðu Haukur Kjartansson og synir hans, Kristján og Arnþór, og tengda- sonur, Guðmundur Hólm Sig- urðsson, sjálfseignarfélagið HAKA í þeim tilgangi að reka steypustöð og vinnuvélar. Þar starfaði Kristján síðan meðan heilsan entist. Það kom í hlut þeirra Kristjáns og Guðmundar að standa fyrir rekstri fyrirtækis- ins. Það gerðu þeir í samvinnu og bróðerni sem aldrei bar skugga á. Það gat ekki hjá því farið að Kristján yrði kallaður til trúnað- arstarfa í sínu byggðarlagi enda var hann reiðubúinn til þess að leggja hönd á plóginn í öllu því sem til bóta horfði fyrir Þórshöfn og sveitina. Hann sat í hrepps- nefnd Þórshafnarhrepps 1974- 1978 og 1982-1986. Þar starfaði hann m.a. í bókasafnsnefnd, vatnsveitunefnd, brunamála- nefnd og framkvæmdanefnd vegna bygginga leiguíbúða. Hann átti og sæti i stjórn Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf. frá 1978-1988. Öll þessi félagsstörf eins og önnur rækti Kristján af þeirri einlægni og vandvirkni sem honum var eiginleg. Það er því mikið áfall fyrir hið litla samfélag á Þórshöfn að missa liðsmann eins og Kristján Inga. Þar er sannarlega skarð fyrir skildi. Kristján Ingi var einstakur mannkostamaður að dómi allra þeirra sem kynntust honum. Hann hafði til að bera þá eigin- leika sem gera hvern mann öf- undsverðan. Hann var svo heil- steyptur og hreinskiptinn í dag- fari að ég held að hann hafi aldrei sagt vísvitandi ósatt. En ef til vill bar eljusemina og vinnugleðina hæst í fari hans. Hann var sívinn- andi nær alla daga meðan heilsan entist. Honum var vinnan nautn og aldrei var hann glaðari en þeg- ar verk gekk vel. Meðan hann gekk heill til skógar var alltaf annríki og þung- ur véladynur í kringum Kristján. Frændur og vinir á sumarferða- lögum sáu brosandi andliti hans bregða fyrir innan við rykugan gluggann á gröfunni eða steypu- bílnum. Stundum gátu menn gengið á logsuðuglampann á Hakaverkstæðinu þar sem algall- aður, hjálmvæddur suðuinaður var að störfum. En svo var log- suðuhjálminum lyft, vettlingur- inn tekinn niður - bros, hlýtt og þétt handtak. Gestkomanda fagnað og tekið upp hjal, létt eða alvarlegt eftir atvikum. En hér dugði ekkert slór. Innan skamms var hjálminum skellt fyrir andlit- ið og maðurinn horfinn í ofbirtu, reyk og gneistaflug logsuðunnar. Önnin kallaði. Hann var verk- maður svo af bar og snjall verk- stjóri. Að vísu var hann öðruvísi en margir verkstjórar að því leyti að ef eitthvert verk var sérstak- lega erfitt eða óþrifalegt þá gekk hann í það sjálfur. Hann vildi alltaf vera í fremstu víglínu hverrar framkvæmdar og var til þess sjálfkjörinn vegna dugnaðar síns og hæfni. Þannig var Krist- ján. Kristján Ingi var gæddur prýði- legum skipulagshæfileikum, var stefnufastur og hafði ákveðnar lífsskoðanir. Hann hneigðist að samvinnu, samhjálp og félags- hyggju. Það gerði hann þótt hann væri sjálfur þeim kostum búinn að geta rutt sér braut. Hann þurfti ekki á hjálp annarra að halda - aðrir þurftu frekar á styrk hans og stoð að halda og þar var hann sannarlega fús veitandi. Hann var einlægur friðarsinni og þar af leiðandi á móti erlend- um herstöðvum á íslandi. Hann kaus að standa utan við allar framkvæmdir á vegum hersins í héraðinu þótt þar hefði líklega verið möguleiki á að mala gull fyrir mann með hans atgervi. En Kristján var sjálfum sér sam- kvæmur - hjá honum fóru saman orð og athafnir. Hann var klett- ur. Enginn vafi er á því að Krist- ján unni átthögum sínum og vildi veg þeirra sem mestan. Þar hasl- aði hann sér starfsvöll og þar var hann á réttum stað. Frá barns- aldri og fram á fullorðinsár dvaldi hann jafnan á sumrin í Holti í Þistilfirði hjá móðursystkinum okkar beggja eins og svo mörg börn systkinanna þaðan. Þá var oft glatt á hjalla og Kristján hrók- ur alls fagnaðar. Þar lágu leiðir i okkar einkum saman og þar tengdumst við sterkum bræðra- böndum þótt aldursmunur væri nokkur. Það er mikið sólskin og angan af nýslægju í minningunni og ósjállrátt kemur kvöldsólin í varpanum og í glugganum á vest- urstofunni fram í hugann. Þetta voru hamingjudagar. Tengsl Kristjáns við sveitina rofnuðu ekki þótt starfsvettvang- urinn yrði á Þórshöfn. Hann var jafnan boðinn og búinn til þess að rétta frændum sínum í Holti hjálparhönd ef með þurfti og þar sem Kristján átti hlut að máli var aldrei um neina hálfvelgju að ræða. Það var gott að koma á heimili þeirra Kristínar og Kristjáns á Þórshöfn. Kristján var einlægur fjölskyldumaður í eðli sínu og naut sín vel sem slíkur enda kom- inn af fjölskyldu sem tengd er óvanalega sterkum böndum. Þau hjón voru samhent og Kristján unni Jóni Elvari, stjúpsyni sínum eins og sínum eigin syni. Það leyndi sér heldur ekki stolt Kristjáns og einlæg gleði þegar þau Jón Elvar og Jóhanna Eiríks- dóttir, unnusta hans, létu skíra dóttur sína, Kristínu Ingu, við sjúkrabeð hans. Það segir líka sína sögu um samband þeirra stjúpfeðganna. Heimilið að Lækjarvegi 6 var sérstakt og bar húsráðendum vitni. Húsið traust og vandað yst sem innst, allur frágangur og búnaður eins og best varð á kosið og reglusemin og snyrtimennskan auðsæ hvar- vetna. Þó var það ekki þessi ytri rammi sem gerði komuna nota- lega heldur hjartalag húsráðenda og viðmót. Hér bjó fólk sem mátti treysta. Fyrir nokkrum árum dró bliku á loft í lífi fjölskyldnanna í Borg- arfelli, Borgarholti og Lækjar- vegi. Veikindi Kristjáns voru orðin óumflýjanleg staðreynd. Hörð barátta var hafin, barátta sem allir tóku þátt í. Harðast barðist Kristján sjálfur, drengi- lega studdur af konu sinni og fjöl- skyldunni. En hér var við ofurefli að etja. Að kveldi 22. júlí, þegar sumarið stóð í mestum blóma í átthögum hans við Þistilfjörð, lauk hetjulegri baráttu. Kristján Ingi var allur. Jónas Hallgrímsson kvað svo eftir vin sinn Tómas Sæmunds- son: Flýt þér, vinur, í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Með þessum iatæklegu orðum vildi ég minnast gamals leikbróð- ur, vinar og frænda og senda jafnframt fyrir hönd fjölskyldu minnar og allra systkinabarnanna frá Holti innilegar samúðar- kveðjur til Kristínar og Jóns Elvars; Hauks, Vilborgar og Arnþórs; Hillu, Guðmundar og dætranna og annarra sem um sárt eiga að binda. Guð blessi ykkur og styrki í sorginni. Minningin um góðan drcng er huggun harmi gegn. Óttar Einarsson. Birting afmælis- og minningargreina Dagur tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinunum á ritstjórn blaðsins að Strandgötu 31, Akureyri svo og á skrifstofum blaðsins á Húsavík og Sauðárkróki. Athygli skal vakin á því að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í fimmtudagsblaði, að berast síðdegis á þriðjudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Þá eru minningargreinar ekki birtar í laugardagsblaði. Meginreglan er sú að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar*SSr 96-24222 Allt til útivistar Tjöld, svefnpokar, bakpokar, vindsængur, kælitöskur, pottasett, sóltjöld, sólstólar, tjaldborð EYFJÖRÐ HJALTEYRARGÖTU 4 SÍMI 96-22275

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.