Dagur - 31.07.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 31.07.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 31. júlí 1990 hér & þar -------------------------------------------N •• AKUREYRARB/ER ||f~~ Akureyrarbær - Öldrunarþjónusta Forstöðumaður sambýli fyrir aldraða Öldrunardeild Akureyrarbæjar auglýsir hér með til umsóknar nýja stöðu forstöðumanns í sambýli fyrir aldraða, sem tekur til starfa á komandi hausti. Sambýlið verður rekið af Öldrunarþjón- ustu Akureyrarbæjar og geta búið þar 8-9 manns. Við leitum að einstaklingi sem getur stjórnað stóru heimili og hefur frumkvæði og hugmynda- auðgi til að vinna að mótun starfsins frá upphafi. Hér er um starf fyrir fólk og með fólki að ræða. Því þarf væntanlegur starfsmaður að vera gefandi og eiga létt með samstarf við aðra. Upplýsingar um starfið gefur deildarstjóri Öldrun- ardeildar Akureyrarbæjar á skrifstofu sinni í Hlíð, sími 27930. Upplýsingar um launakjörgefurstarfsmannastjóri Akureyrarbæjar. Umsóknareyðublöð fást einnig hjá honum. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Deildarstjóri. Átak Slysavamafélagsins: Pabbi kemur í loftköstum Slysvamafélag íslandsér með sérstakt átak í gangi í sum- ar. Þetta er gert til að vara fólk við hættum sem geta fylgt ferðalögum innanlands. Átakið hefur fengið nafnið „Komum heil heim". Eklurinn gýs upp og breiðist út á svipstundu um tjaldið. Pabbi kcmur i loftköstum og bjargor straknum á siðustu stundu. Tjaldlð brennur til kaldra kola og atlt sem I þvl er Ferðln verður öðruvisl en SPtlað var Þetta hefðl gelað farlð enn verr. Förum gætliega með eld Gastækl eru hættuleg og tjöld og vlðlegubunaður eru buln til ur eldflmum efnum örlitll gætnl getur skipt sköpum og skllið mllli lils og dauða í Stundar íþróttir - fótalaus! Mörgu fólki reynist það nógu erf- itt að hlaupa, skokka eða stunda aðra líkamsrækt með alla útlimi í lagi. En Roger Charter frá Nebraska lætur sh'kt ekki aftra sér frá því að hlaupa, spila golf eða stunda glímu - og það fóta- laus! Roger er sá fyrsti sem misst hefur báða fætur ofan við hné en komist upp á lag með það að hlaupa á gervifótum. Roger sem er 34 ára gamall missti báða fætur í alvarlegu slysi 1973 er hann varð fyrir vöruflutningabíl sem nánast klippti af honum báða fæt- urna ofan við hné. Hann var þá að undirbúa sig undir nám við íþróttaháskóla svo slysið var þeim mun meira áfall. „Ég er alinn upp á kristnu heimili, en þegar læknarnir sögðu mér að ég mundi missa báða fæt- urna, fannst mér jafnvel að Guð hefði yfirgefið mig. Og þegar ég vaknaði eftir aðgerðina fótalaus fannst mér lífið ekki þess virði að lifa því, og ég vonaði að ég mundi deyja.“ Ifyrstu fékk hann gervifætur úr tré, en það var eins og martröð að nota þá því hvor þeirra var um 8 kg að þyngd. Þá fékk hann gervifætur frá Okla- homa sem eru úr mjög léttu efni og starfa nánast eins og venjuleg- ir fætur, og það nánast gjörbylti allri hans framtíð. í dag starfar hann sent af- greiðslustjóri hjá járnbrautafyrir- tæki, en utan vinnu snýst lífið í dag mikið kringum íþróttir því hann þjálfar unglinga í fótbolta og fjölbragðaglímu. Einnig hleypur hann um 200 metra á dag, spilar golf, og hefur mjög gaman af því að dansa. „Líf mitt líkist nú eins lífi ófatlaðra og mögulegt er. Þegar fólk sér mig úti á götu, þá trúir það því varla að ég gangi á gervi- fótunr. Mér finnst ég geta gert hvaðeina sem hugurinn stendur til,“ segir Rpger Charter. Hélt strætisvagni í jaftivægi með Hkamanum - bjargaði lífi 9 samferðarmanna í 40 mínútur héngu 10 strætis- vagnafarþegar í borginni Cape Town í Suður-Afríku milli lífs og dauða nánast í þess orðs fyllstu merkingu er vagninn sem þeir voru í ók út af á brú og hékk í handriðinu. Er strætisvagninn sem var að koma úr miðborg Cape Town árla morguns með 10 farþega fór út á brúna lenti hann í olíupolli með þeim afleiðingum að hann lenti út af en festist í handriðinu. Um 40 metrum undir brúnni ligg- ur fjölfarin hraðbraut og hefði vagninn fallið niður hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum fyr- ir farþegana og ef til vill fjölda fólks sem, leið átti um hraðbraut- ina á þessum tíma. Einn af farþegunum var Cat- herine Nefdt sem sagðist hafa dottið úr sæti sínu við árekstur- inn við brúarhandriðið og oltið fram á milli sætanna, en við það hefði hún fengið svo þungt högg fyrir brjóstið að fyrst í stað hefði hún ekki náð andanum. „Fyrst í stað ríkti dauðaþögn í vagnin- um“ segir Catherine, „en síðan komst ekkert annað að en kom- ast út úr vagninum, en þegar ég reyndi að færa mig valt vagninn eins og bátur í stórsjó. Ég leit út og æpti upp af skelfingu er ég sá að strætisvagninn hékk aðeins í handriðinu og ef einhver hreyfði sig værum við öll dauðans matur.“ Catherine henti sér flatri á gólf- ið og tókst að halda vagninum í jafnvægi með líkamsþyngd sinni einni saman, en aðrir farþegar sátu eða lágu kyrrir. Vegna mikillar umferðar í morgunsárið komust björgunarmenn ekki á staðinn fyrr én eftir 40 mínútur og gátu fest vagninn og komið slösuðum á sjúkrahúsið. En hin hugrakka 57 ára gamla amma Catherine Nefdt var óvé- fengjanlega hetja dagsins í Cape Town þennan föstudagsmorgun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.