Dagur - 31.07.1990, Page 16
Staða sveitarstjóra á Þórshöfn
laus til umsóknar:
Dauíel Ámason hættir
- var boðið að halda áfram
Staða sveitarstjóra Þórshafn-
arhrepps hefur verið auglýst
laus til umsóknar, en Daníel
Arnason, ý sem verið hefur
sveitarstjóri þar síðustu 4 ár,
hefur ákveðið að hætta sem
slíkur. í samtali við Dag sagði
Daníel að óráðið væri hvað
tæki við hjá sér.
Eftir kosningarnar í vor var
Daníel boðið að halda áfram sem
ÚA togarar
á veiðar
Tveir togarar Útgerðarfélags
Akureyringa hf. hafa haldið til
veiða frá því á laugardag, en
frystihúsið er enn lokað vegna
sumarleyfa.
Vilhelm Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri ÚA., segir að
Kaldbakur hafi farið út á laugar-
dag, en Harðbakur fór síðdegis í
gær. Næsti togari sem fer til veiða
verður Svalbakur, en ekki er víst
að allir ÚA. togararnir fari út
áður en sumarleyfi lýkur og
frystihúsið verður opnað á ný
þann 8. ágúst. EHB
sveitastjóri á Þórshöfn, en hann
ákvað að taka sér umhugsunar-
frest. „Ég tók mér umhugsunar-
frest fram yfir sumarfrí og síðan
tilkynnti ég hreppsnefnd ákvörðun
mína fyrir stuttu," sagði Daníel.
Daníel sagði að það kæmi í ljós
hvort hann myndi flytja burtu til
starfa annars staðar. „Þetta hefur
verið góður skóli, en ég ætla að
hvíla mig á honum. Það er erfitt
að slíta sig frá starfinu og ég hætti
því með vissri eftirsjá. Starfið
hefur veitt mér dýrmæta reynslu,
enda nóg að gera, en það liggur
ekki fyrir hvað tekur við,“ sagði
Daníel að lokum í samtali við
blaðið. Umsóknarfrestur um
stöðu sveitarstjóra á Þórshöfn
rennur út 15. ágúst nk. -bjb
Bílaplanið á horni Gránufélagsgötu og Hólabrautar verður nú malbikað, þ.e. að hluta.
Mynd: Golli
Malbikunarframkvæmdir á bílastæði við Gránufélagsgötu:
Bæriirn víU ekkí malbika sinn hluta
- framkvæmdin ekki á áætlun
Eins og vegfarendur um
miðbæ Akureyrar hafa
kannski tekið eftir, þá standa
yfir framkvæmdir á bflaplan-
inu á horni Gránufélagsgötu
og Hólabrautar. Plan þetta er
mikið notað af þeim sem þurfa
að sinna erindum í miðbænum
á daginn og af gestum Borgar-
bíós á kvöldin. Einhverra hluta
Kjalvegur:
Lægsta tilboðið helmingur þess hæsta
- gengið frá samningum í vikunni
Mikill munur var á tilboðunum
sem bárust í nýbyggingu Kjal-
vegar vegna uppistöðulóns.
Vegagerð ríkisins sá um útboð-
ið fyrir Landsvirkjun og gerði
kostnaðaráætlun upp á 29.170
milljónir króna, en lægsta til-
boðið hljóðaði upp á heiming
þess hæsta.
Svavar Árnason á Selfossi átti
það lægsta sem hljóðaði upp á
23.705,000 krónur, eða 81 af
hundraði kostnaðaráætlunar.
Ólafur Jensson, yfirstaðar-
verkfræðingur við Blönduvirkj-
un, sagði að ákvörðun yrði vænt-
anlega tekin í þessari viku um
það hver hlyti verkið og væru
þeir nú að búa sig undir að tala
við þá tvo sem lægst buðu.
Þessi vegur nær frá Kolkustíflu
12.3 km suður Áfangafell og á
verkinu að vera lokið þann 15.
september næstkomandi. Hann
kemur í stað gamla Kjalvegar-
hlutans sem hverfur undir vatn
uppistöðulónsins. SBG
vegna hefur ekki þótt ástæða
til að malbika þetta plan þar til
nú en eins og myndin sýnir
verður aðeins hluti þess mal-
bikaður.
Sá hluti plansins sem verið er
að búa undir malbikun, tilheyrir
Herradeild JMJ en afgangurinn
heyrir undir Akureyrarbæ. Að
sögn Jóns M. Jónssonar, annars
eiganda hússins, var ákveðið að
ráðast í þessar framkvæmdir,
malbika planið, leggja hitalögn
undir og ganga vel frá svæðinu.
Hann er hins vegar ekki sáttur
við að bærinn skuli ekki hafa not-
að tækifærið og malbikað sinn
hluta í leiðinni.
„Við óskuðum eftir því við
bæinn að hann gerði þetta líka en
fengum þau svör að ekki væru til
peningar, þetta væri ekki á áætl-
un. Það er kannski ekkert við því
að segja en mér finnst þetta samt
dálítið skrýtið. Ég trúi því nú
ekki að þetta sé afgerandi fé fyrir
bæinn,“ sagði Jón í samtali við
blaðið. Hann kvaðst hafa
ákveðnar efasemdir um hvernig
forgangsröð verkefna væri metin
hjá bænum. „Gangstéttin norðan
Gránufélagsgötu, frá Geislagötu
upp að Brekkugötu, er alltaf
sama drullumoldin og ekki einu
sinni borið ofan í hana. Einnig er
stuttur partur, frá Gránufélags-
götu 4 upp undir Zion, ófrágeng-
inn í gangstétt. Þarna ganga þús-
undir um á hverjum degi,“ sagði
Jón og benti á staði sem verið
væri að gera fína í bænum, sem
mun minni umferð væri um.
Ekki náðist að hafa tal af for-
ráðamönnum Akureyrarbæjar í
gær, til að bera málið undir þá.
-vs
Engar framkvæmdir við Strákagöng í ár:
Tilboð Krafttaks 30 millj. of hátt
Fimm tilboð bárust í verkið og
þar af eitt frávirkt frá Hagvirki
sem fól það í sér að hafa veginn
breiðari, en ljúka honum ekki
fyrr en á næsta ári og verðbæt-
ur kæmu á hluta verksins. Hin
tilboðin voru: Hagvirki með
46.693,000 krónur, Ellert Skúla-
son í Reykjavík 46.152,000
krónur, Króksverk 34.520,000 og
Mikill straumur ferðamanna lá
í gegnum Húnavatnssýslur um
helgina að sögn lögreglunnar á
Blönduósi. A sunnudeginum
mynduðust heilu bflalestirnar,
en inn á milli voru þó eyður
sem að menn freistuðust til að
kitla pinnann í og varð að hafa
afskipti af nokkrum vegna
hraðaksturs.
Á sunnudagskvöld varð
umferðaróhapp á afleggjaranum
út á Hvammstanga þegar öku-
A fundi Vegagerðar ríkisins í
gær með fulltrúum Krafttaks
hf. var ákveðið að fresta fram-
maður sofnaði undir stýri og lenti
út af veginum. Tvennt var í bíln-
um og þurfti að flytja konuna til
Reykjavíkur með tvíbrotinn fót.
Á Sauðárkróki var töluverð
ölvun um helgina og varð lögregl-
an að hafa nokkur afskipti af
drukknu fólki þegar til vandræða
horfði. Að öðru leyti fór allt
friðsamlega fram og hvorki dans-
leikir né tónleikar haldnir í
Skagafirði og Húnaþingi þessa
helgina. SBG
kvæmdum við endurbætur á
Strákagöngum í ár. Vegagerð-
in hafði gert ráð fyrir að fram-
kvæmdin kostaði um 60 millj-
ónir króna, en tilboð frá Kraft-
taki var á milli 80 og 90 millj-
ónir. Verkið átti að hefjast um
miðjan ágúst og var búið að
opna Siglufjarðarskarðið sér-
staklega vegna þess. Það var
ekki gert alveg til einskis, þar
sem gólfið í göngunum verður
lagfært í sumar.
Upphaflega voru endurbætur
Strákaganga ekki á vegaáætlun
fyrr en á næsta ári, en þar sem
Krafttaksmenn hafa verið að
störfum í Múlagöngum að
undanförnu með tól og tæki
ákvað Vegagerðin að athuga
möguleika með framkvæmdir í
ár. Sá möguleiki er nú fyrir bí en
áfram verður unnið að undirbún-
ingi verksins. Meginframkvæmd-
ir við göngin verða því ekki fyrr
en á næsta ári og samkvæmt
heimildum blaðsins verður að öll-
um líkindum um opið útboð að
ræða.
Siglfirðingar eru að vonum súr-
ir með þessi málalok. Þráinn Sig-
urðsson, bæjartæknifræðingur,
sagði að bærinn hefði eytt nokkr-
um hundruðum þúsunda króna í
moksturinn yfir Siglufjarðar-
skarðið. „Auðvitað nýtist skarðið
eitthvað í sumar, en lagfæringar á
göngunum eru orðnar mjög
brýnar. Þetta er versti vegarkafl-
inn á leið Siglfirðinga til Reykja-
víkur,“ sagði Þráinn. -bjb
Siglfirðingar verða að sætta sig við að einungis verður farið í gólf Stráka-
ganga í ár, en meginframkvæmdum frestað um ár.
Bflalestir í Húnaþingi
- eitt umferðaróhapp