Dagur - 10.08.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 10. ágúst 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SfMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Ný efiiahagskreppa
í sjónmáJi?
Vegna ástandsins fyrir botni Persaflóa hefur olíuverð
hækkað mjög á heimsmarkaði síðustu daga og
vikur. Á rúmum mánuði, frá byrjun júlí til 7. ágúst,
hækkaði olíverðið um hvorki meira né minna en 64
af hundraði og er þar um hreina verðsprengingu að
ræða. Tonnið af gasolíu á Rotterdammarkaði hækk-
aði t.d. alls um 32,5% sex fyrstu dagana í ágúst.
Ómögulegt er að segja til um hver verðþróunin
verður næstu vikurnar. Komist kyrrð á aftur fyrir
botni Persaflóa læk) ar v>'rðið væntanlega á ný. Á
hinn bóginn gæti allt eins farið svo að olíverð héldi
áfram að stíga jafnt og þétt á næstunni og þá er ný
olíukreppa skammt undan.
Síðustu atburðir í Miðausturlöndum, þ.e. innrás
íraka í nágrannaríkið Kuwait, og olíuverðshækkun-
in í kjölfarið, minna óþyrmilega á þá staðreynd að
olíuframleiðsluríkin hafa kverkatak á iðnríkjunum
og í raun á gervöllu efnahagskerfi hins vestræna
heims.
Mörgum íslendingum er enn í fersku minni
afleiðingar olíverðshækkananna 1973 og 1979 fyrir
þjóðarbúskap okkar. Mesta hækkun olíverðs varð á
árinu 1973, árið sem orkukreppan mikla skall á. Það
ár 13-faldaðist verð á olíu á heimsmarkaði á örfáum
mánuðum. Eins og nú var orsakanna að leita í hern-
aðarbrölti í þessum fjarlæga heimshluta. Vegna
íhlutunar Bandaríkjanna í styrjöld Egypta og Sýr-
lendinga við ísrael settu öll olíuframleiðsluríki
araba við Persaflóa og Norður-Afríku algert útflutn-
ingsbann á olíu til Bandaríkjanna og skertu olíuút-
flutning til Evrópu stórlega. Afleiðing orkukrepp-
unnar varð efnahagskreppa um allan hinn iðn-
vædda heim, með óðaverðbólgu og verðhruni
helstu gjaldmiðla.
Efnahagur íslendinga, eins og annarra ríkja sem
þurftu á mikilli olíu að halda, varð fyrir gífurlegu
áfalli. Viðskiptakjör okkar við útlönd versnuðu til
mikilla muna og rýrðu rauntekjur þjóðarinnar. Það
sama mun væntanlega gerast innan skamms, ef
olíverð heldur áfram að hækka á heimsmarkaði.
Hærra olíverð færi beint inn í framfærsluvísitöluna
og magnaði verðbólgu. Fyrirtæki sem nota mikla
olíu við starfsemi sína þyrftu þar af leiðandi að fá
hærra verð fyrir framleiðslu sína eða þjónustu. Hag-
ur útgerðarinnar myndi t.d. versna í réttu hlutfalli
við hækkandi olíverð. Þegar við bættist að við-
skiptahalli yxi og viðskiptakjör versnuðu, yrðu
stjórnvöld fyrr en síðar að fella gengi íslensku krón-
unnar. Þannig hæfist gamalkunnur hringsnúningur
verðbólguskrúfunnar á nýjan leik.
Ef olíuverðshækkunin nú verður viðvarandi kem-
ur hún niður á öllum þjóðfélagsþegnum. Stjórnvöld
og forráðamenn fyrirtækja þurfa að gera sér sem
besta grein fyrir því hverjar afleiðingar ný orku-
kreppa mun hafa hér á landi, verði hún að veru-
leika. Menn verða að horfast í augu við þau vanda-
mál sem við blasa á næstu mánuðum og búa sig
undir það enn og aftur að harðni í ári. Þótt allir voni
eflaust að úr rætist dugar það skammt. Raunveru-
leikinn er óvæginn. BB.
Aflahæsta sveit karla með verðlaunin. Frá vinstri: Óskar Þór Óskarsson, Oddsteinn Pálsson, Bogi Sigurðsson og
Sigurður Arnfjörð.
Sjóstangveiðimótið á Siglufirði:
Ríflega sex tonn af
fiski bárust á land
heimamenn sigursælir
Hún er ánægð með sigurinn, sveit Sólveigar Erlendsdóttur, sem var aflahæst
á mótinu. Lengst til vinstri er Sigrún Sigurðardóttir frá Snæfellsnesi, þá
Svandís Gunnarsdóttir og Sólveig frá Akureyri, og síðan Helga Tómasdóttir
frá Vestmannaeyjuin.
Ragnheiður Rögnvaldsdóttir frá Siglufirði hampar hér verðlaununum fyrir
að vera aflahæst kvenna á sjóstangveiðimótinu, annað árið í röð.
Sjóstangveiðimótið á Siglufirði
um verslunarmannahelgina fór
vel fram. Sjóstangveiðifélag
Siglufjarðar sá um mótshaldið
og var formaður félagsins,
Helgi Magnússon, ánægður
með hvernig til tókst. Alls
mættu 45 keppendur til leiks,
sem komu með rúm 6 tonn af
fiski á land mótsdagana tvo.
Á laugardag viðraði ekkert allt
of vel til sjóstangveiði en það
skánaði til muna á sunnudegin-
um. Keppendur komu víðs vegar
að og voru þeir almennt ánægðir
með mótið. Fjöldi verðlauna
voru veitt í mótslok og skulum
við renna yfir þau helstu.
Draga varð á milli 7 keppenda
um hver fengi verðlaun fyrir flest-
ar tegundir veiddar og hafði
Sigurður Hafliðason frá Siglufirði
heppnina með sér þar. Hann
veiddi fimm tegundir líkt og hinir
sex keppendurnir. Oddur Jóns-
son frá Siglufirði veiddi flesta
fiska og fékk einnig sérstök verð-
laun frá Hótel Höfn fyrir að vera
með mestan afla heimamanna,
254,15 kíló. Þeir Oddur og
Sigurður veiddu stærstu þorskana
og voru þeir nákvæmlega jafn-
þungir, eða 6,2 kíló. Draga varð
á milli þeirra og hlaut Oddur
hnossið.
Aflahæsti karlmaður var Odd-
steinn Pálsson frá Vestmannaeyj-
um með 259,9 kíló. Aflahæsta
konan var Ragnheiður Rögn-
valdsdóttir frá Siglufirði með
212,3 kíló. í sveitakeppni kvenna
bar sveit Sólveigar Erlendsdóttur
sigur úr býtum með alls 660 kíló.
Það var blönduð sveit og með
henni voru Sigrún Sigurðardóttir,
Helga Tómasdóttir og Svandís
Gunnarsdóttir. Aflahæsta sveit
karla, sem einnig var blönduð,
var sveit Boga Sigurðssonar.
Sveit Boga veiddi alls 745,15 kíló
og með honum voru Oddsteinn
Pálsson, Óskar Þór Óskarsson og
Sigurður Arnfjörð.
Önnur aflahæsta sveit kvenna
var sveit Kristrúnar Halldórs-
dóttur frá Siglufirði og silfrið í
karlaflokki fékk sveit Helga
Magnússonar frá Siglufirði. Alls
sigldu 10 bátar með keppendur
og aflahæsti bátur var Máfur SI
með 217,41 kíló að jafnaði á
stöng. Aflinn um borð í Máfi var
um leið verðmætastur. Skipstjóri
á Mávi er Gunnlaugur Oddsson.
Mótinu var slitið á sunnudags-
kvöld á Hótel Höfn með borð-
haldi og verðlaunaafhendingu.
„Aðkomumenn, sem voru um
helmingur keppenda, voru
ánægðir með mótið og áttu með
okkur góða verslunarmanna-
helgi,“ sagði Helgi Magnússon í
samtali við Dag.
Nokkrir Svisslendingar komu á
sunnudag og litu á aðstæður og
tóku myndir. Helgi sagðist ekki
hafa rætt við þá, en fátt væri því
til fyrirstöðu að erlendir sjóstang-
veiðimenn tækju þátt í mótinu
framvegis. „Það verður gaman að
sjá hverju fram vindur í þessu,
það getur vel verið að það sé
framtíð í alþjóðlegum sjóstang-
veiðimótum hérna,“ sagði Helgi.
Sjóstangveiðimenn hafa tæki-
færi til hvíldar næstu daga, en
næsta stórmót verður í Eyjafirði
á árlegu Akureyrarmóti um kom-
andi mánaðamót. -bjb