Dagur - 10.08.1990, Blaðsíða 12
Fjölbreytt
kaffihlaðborð
alla sunnudaga frá kl. 15-17.
Hægt að sitja úti ef veður leyfir.
Nýtt hlutverk bíður nú gamla Skjaldborgarhússins við Hafnarstræti á Akureyri. Mynd: Golli
Nýtt hótel í undirbúningi á Akureyri:
Skjaldborgarhúsinu verður
í ffnasta
Eyjaíjörður:
Bændur sækja um mjólkur-
framleiðslu af rétti
næsta verðlagsárs
- Ekki mikil umframframleiðsla að sögn
Þórarins E. Sveinssonar samlagsstjóra
Hlutafélag í eigu Aðalgeirs
Stefánssonar og fjölskyldu
undirbýr nú opnun nýs hótels á
Akureyri fyrir næsta sumar.
Hótelið verður til húsa í gamla
Skjaldborgarhúsinu við Hafn-
arstræti, en Aðalgeir keypti
húsið fyrir þrem árum og hefur
endurbyggt það að utan og að
mestu að innan. Að sögn
Aðalgeirs verður hótelið hið
vandaðasta og litlu til sparað í
endurbyggingu þess.
Veiðieftirlit í Eyjafirði:
Búið að taka
sjö drauganet
Jóhannes Kristjánsson, veiði-
eftirlitsmaður í Eyjafirði, hef-
ur það sem af er sumri tekið 7
ólögleg net í innanverðum
Eyjafirði og lagði nýlega inn
eina kæru vegna „drauga-
nets“. I samtali við Dag sagði
Jóhannes að hann ætlaði að
fylgja þeirri kæru fast eftir,
þannig að hún myndi ekki
rykfalla ofan í skúffu hins opin-
bera. „Þessar kærur hafa feng-
ið mjög misgóða meðferð,“
sagði Jóhannes.
Jóhannes sagði að hann ætti í
vandræðum með ákveðna aðila
sem hann stæði stöðugt að ólög-
legum netaveiðum á Eyjafirði.
„En það kemur að því að þeir
lenda í „gapastokknum" og fara
að hætta þessu,“ sagði Jóhannes,
„sérstaklega ef ég fæ þennan
dæmdan sem ég kærði.“
Að öðru leyti sagði Jóhannes
að ástandið við Eyjafjörð væri
nokkuð gott hvað varðar ólög-
lega netaveiði. „Þetta eru ekki
mörg net sem ég hef tekið í
sumar. Menn eru að verða heið-
arlegri, t.d. í kringum Svalbarðs-
eyrina. Ég hef ekkert nema gott
af veiðimönnum þar að segja,“
sagði Jóhannes. -bjb
í hótelinu verða alls 19 her-
bergi, 17 2ja manna og 2 eins
manns herbergi. Herbergin verða
öll útbúin með baði, mini-bar og
sjónvarpi og gerfihnattamóttaka
á sjónvarpsefni til staðar. „Allur
aðbúnaður verður eins og best
gerist á hótelum hér,“ sagði
Aðalgeir.
Búið er að veita öll leyfi ti| að
hefja breytingar á húsinu að
innan og sagði Aðalgeir að hann
hafi alls staðar fengið góð og
jákvæð viðbrögð hjá leyfisveit-
endum.
Skjaldborgarhúsið er 600 fer-
metrar að stærð, á fjórum
hæðum, og möguleikar á stækk-
un hússins eru fyrir hendi. Vel
útbúnu eldhúsi verður komið fyr-
ir á neðstu hæð með veitingasal,
í síðustu viku gerði Dagblaðið/
Vísir úttekt á því hvað hæst
launuðu íslensku forstjórarnir
hefðu haft í mánaðarlaun á síð-
asta ári. I úttektinni var álagt
útsvar á tekjur ársins 1989 lagt
til grundvallar, að sögn DV. í
úttekt blaðsins er Valur Arn-
þórsson, fyrrverandi kaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Eyfirð-
inga og nú bankastjóri Lands-
banka Islands, í 3. sæti og telur
blaðið að hann hafi haft 941
þúsund krónur í mánaðarlaun
á síðasta ári. Þessi niðurstaða
DV hefur vakið athygli vegna
þess að um langt árabil hafði
Valur með höndum einhver
umfangsmestu viðskiptastörf
einstaklings hér á landi sem
kaupfélagsstjóri Kaupfélags
auk gestamótttöku á sömu hæð.
Herbergin verða síðan á hæðun-
um þrem fyrir ofan.
Aðspurður sagði Aðalgeir að
endurbygging hússins væri mjög
kostnaðarsöm. „Við ætlum að
hafa hótelið vel úr garði gert,
þannig að fólki geti liðið vel
þarna,“ sagði Aðalgeir og taldi
að grundvöllur væri fyrir hóteli í
viðbót á Akureyri. „Annars vær-
um við ekki að fara út í þetta.
Við höfum undirbúið þetta mjög
vel og erum þegar byrjuð á mark-
aðssetningu hótelsins."
Aðalgeir var að lokum spurð-
um um nafn væntanlegs hótels og
sagði hann að það væri óákveðið.
„Það verður hins vegar örugglega
ekki látið heita Hótel Skjald-
borg,“ sagði Aðalgeir. -bjb
Eyfirðinga og stjórnarmaður í
nokkrum stærstu og umsvifa-
mestu fyrirtækjum landsins.
Þrátt fyrir það var hann aldrei
í hópi tekjuhæstu einstaklinga
landsins meðan hann gegndi
þeim störfum.
Aðspurður sagði Valur Arn-
þórsson það mesta misskilning að.
hann hefði ríflega 900 þúsund
krónur í mánaðarlaun. „Uppstill-
ing Dagblaðsins/Vísis gefur
ranga hugmynd um mánaðarlaun
mín. Því fer víðsfjarri að þau séu
rúmlega 900 þúsund krónur og ég
held ég verði af þessu tilefni að
upplýsa að núverandi mánaðar-
laun mín rétt losa 300 þúsund
krónur, voru kannski ívið hærri
hjá KEA en út í þá sálma fer ég
ekki,“ sagði Valur.
Um eitt hundrað bændur á
svæði Mjólkursamlags Kaup-
félags Eyfirðinga hafa sótt um
að færa 15% af framlciðslu-
rétti næsta verðlagsárs til yfir-
standandi verðlagstímabils,
sem lýkur 31. ágúst n.k. Á
fundi stjórnar K.E.A. þann
26. júlí var samþykkt að sú
mjólk sem fellur til innan þessa
15% tilfærsluréttar verði gerð
upp á sama hátt og annað inn-
legg innan fullvirðisréttar.
Á síðast liðnum vetri var sett
reglugerð sem heimilar mjólkur-
framleiðendum að færa 15% af
framleiðslu næsta verðlagsárs
yfir til þessa. Það er 10% umfram
fyrri ákvæði er leyfðu að færa 5%
af framleiðslurétti mjólkur til
milli verðlagsára. Að sögn Þórar-
ins Sveinssonar, mjólkursamlags-
stjóra K.E.A. lætur nærri að um
helmingur mjólkurframleiðenda
á samlagssvæðinu hafi sótt um að
nýta sér þessa tilfærslu. Hann
taldi þó að ekki yrði um mikla
umframframleiðslu að ræða og
að verðlagsárið kæmi til með að
verða í jafnvægi. Hluti bænda
næði ekki að framleiða upp í all-
an þann fullvirðisrétt er þeir
hefðu til umráða. Guðmundur
Steindórsson, ráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
tók undir þetta en sagði að flestir
bændur myndu ná að framleiða
95% af fullvirðisréttinum.
Árni Jónasson hjá Stéttarsam-
bandi bænda sagði að á síðast
liðnu vori hefði stefnt að því að
fullvirðisréttur til framleiðslu
mjólkur yrði ekki allur nýttur en
hagstætt veður í sumar hefði auk-
„Það er svo annað mál að síð-
astliðið ár var mjög óvenjulegt
fyrir mig í tekjulegu tilliti og
kemur víst aldrei aftur. Þá kom
til tekna hjá mér söluhagnaður af
eignum, en ég varð t.d., vegna
nýs starfs, að selja öll hlutabréf
sem ég átti, ég fékk uppgerð
ótekin aukalaun fyrir langt
tímabil og fékk auk þess uppgjör
á stjórnarlaunum í allmörgum
fyrirtækjum fyrir starfsárið 1988/
1989, en segja má að hluti þeirra
hefði mátt tilheyra árinu 1988.
Ég ítreka það að mánaðarlaun-
in rétt losa 300 þúsund krónur og
ég má víst alveg treysta því að
næsta ár og framvegis verði ég
víðsfjarri listum yfir tekjuhæstu
menn landsins,“ sagði Valur
Arnþórsson. BB.
ið framleiðsluna meira en búist
hefði verið við og nú mætti
reikna með nýtingu alls fram-
leiðsluréttar. Árni taldi þó ekki
ástæðu til að óttast offramleiðslu
mjólkur í sumar og benti á að nú
fengju bændur ekki greitt fyrir
ónýttan fullvirðisrétt og sam-
kvæmt reglugerð ættu þeir sem
komnir væru með umframfram-
leiðslu rétt á að sækja um
umframrétt sem úthlutað yrði af
sameiginlegum ónýttum fullvirð-
isrétti. Bændur sem hafa fullvirð-
isrétt innan við 80% af búmarki
munu sitja fyrir slíkri úthlutun að
sögn Árna Jónassonar. ÞI
Ný brú yfir Fljótá:
Umferð hleypt
yfir í dag
Umferð verður að ölliim lík-
indum hleypt yfir nýja Fljót-
árbrú við Ketilás í dag.
Starfsmenn Vegagerðarinn-
ar hafa síðustu daga verið að
fylla að brúnni og í dag
verður klæðning lögð á
aðkomu hennar.
Brúin yfir Fljótá leysir
gamla og úr sér gengna brú af
hólmi. Smíði hennar hefur
tekið um tvo mánuði og fram-
kvæmdir gengið eftir áætlun.
Það er brúarflokkur Vega-
gerðar ríkisins í Reykjavík
sem hefur unniö við Fljótár-
brúna og næsta verkefni er
ekki langt undan, ca. 1 kíló-
metra. Það cr ný brú yfir
Brúnastaðaá sem á að klára
fyrir haustiö. Hún er ekki eins
stór í sniðum og brúin yfir
Fljótá, cn leysir gamla brú
einnig af hólmi. -bjb
Gólfið í
Strákagöngum:
Styttíst í malhikim
Eins og komið hefur fram í
fréttum hefur meginfram-
kvæmdum við Strákagöng
verið frestaö um ár, en eftir
nokkra daga verður klæðn-
ing lögð á gólf ganganna.
Ákvcðið var að fara ekki í
gólfið fyrr en malbikun hæfist
á nokkrum götum á Sauðár-
króki, en það er Vegagerðin á
Sauðárkróki sem mun sjá um
verkið. Á meðan framkvæmd-
ir standa yíir í Strákagöngum
er gert ráð fyrir að þeim verði
lokað fyrir untferð á næturnar,
en að öðru leyti yrði leyfð
umferð í gegnum þau á meðan
klæðningin verður lögð. -bjb
Valur Arnþórsson:
Mánaðarlaun mín losa
rétt 300 þúsund krónur