Dagur - 10.08.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur
Akureyri, föstudagur 10. ágúst 1990
151. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Ðansað í lauginni.
Mynd: Golli
Óánægja meðal sjómanna ÚA:
Kreljast hækkunar á flskverði
- tveir undirskriftarlistar komnir og a.m.k. tveir eru á leiðinni
Áhafnir tveggja togara Út-
gerðarfélags Akureyringa hafa
sent framkvæmdastjórum og
stjórn félagsins bréf þar sem
kraflst er „skjótra og réttlátra
leiðréttinga“ á því misræmi
sem þeir telja að sé varðandi
skiptaverð hjá félaginu. Allir
áhafnarmeðlimir skrifa nöfn
sín undir bréfin. Von er á bréf-
um frá a.m.k. tveimur áhöfn-
um til viðbótar.
í bréfinu sem áhafnir Harð-
baks og Kaldbaks hafa sent, er
vitnað í skýrslu LÍÚ um aflaverð-
mæti skipa fyrstu fjóra mánuði
ársins, þar sem fram kemur að
skiptaverðið sé talsvert lægra en
meðalskiptaverð allra ísfiskskipa
á landinu. Hvað Kaldbak varðar
er þessi munur 10,34 krónur á
kíló, segir í bréfinu. „Þykir okk-
ur þetta afar ranglátt og förum
fram á hækkun á fiskverði. Ósk-
um vér skjótra og réttlátra leið-
réttinga á þessu misræmi, án þess
að aðgerða af okkar hálfu sé
þörf,“ segir síðan í bréfinu frá
áhöfn Kaldbaks. Aliir skipverjar
á togurunum tveimur skrifa undir
bréfin og vitað er að áhafnir Sval-
baks og Hrímbaks íhuga að
senda sams konar bréf.
„Það er auðvitað alveg óviðun-
andi að svona sterkt og gott fyrir-
tæki sjái sér ekki fært að greiða
sjómönnum sínum nema það
allra lægsta,“ sagði Sveinn
Hjálmarsson skipstjóri á Kald-
baki í samtali við Dag. í sama
streng tók Sæntundur Friðriksson
1. stýrimaður á Hrímbaki. „Við
eigum ekkert að líða fyrir það að
búa á Akureyri og fá þess vegna
miklu lægra fiskverð en nánast
allir aðrir,“ sagði hann.
Óánægja hefur lengi verið
meðal sjómanna hjá Útgerðarfé-
laginu vegna fiskverðs. Frá ára-
mótum hefur verið rætt um að
gera eitthvað í málunum en það
hefur dregist. Ein ástæðan er að
menn vildu bíða eftir skýrslu LÍÚ
en að sögn Sæmundar hafði það
einnig slænt áhrif á menn þegar
einn forsvarsmanna Útgerðarfé-
lagsins lýsti því yfir opinberlega
að hann hefði ekki orðið var við
óánægju meðal sjómanna félags-
ins. „Ég held að það séu allir
jafnóánægðir," segir Sæmundur.
Vilhelm Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélagsins
sagði að forráðamenn félagsins
væru alltaf tilbúnir til viðræðna
en vildi að öðru leyti ekki tjá sig
um málið. Pétur Bjarnason stjórn-
arformaður hafði ekki fengið
bréfið í hendur og taldi því ekki
rétt að tjá sig um málið. ET
Steinullarverksmiðj an:
Hagnaður í fyrsta sinn
Steinullarverksmiðjan á Sauö-
árkróki sýndi í fyrsta sinn
hagnað á uppgjörstíinabili,
þegar sex fyrstu mánuðir þessa
árs voru skoðaðir. Einar Ein-
arsson, framkvæmdastjóri,
Norðlenskt skiptaverð lægra en annars staðar:
Samstaða meðal togarasjómanna um aðgerðir
- ákvörðunar verðlagsráðs beðið með eftirvæntingu
Sú óánægja sem nú er komin í
Ijós meðal sjómanna hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa,
er ekkert sem bara á við þá.
Mikillar óánægju gætir meðal
áhafna allra þeirra togara sem
selja físk á verðlagsráðsverði
eða þar um bil, og virðist sem
samstaða sé að nást um að-
gerðir til að krefjast hækkaðs
verðs.
mörgum norðlenskum skipum.
Að sögn Vigfúsar Jóhannes-
sonar skipstjóra á Björgvin EA
frá Dalvík eru menn búnir að fá
sig fullsadda á því að horfa upp á
þann mikla mun sem er á því
skiptaverði sem gengur og gerist
hjá norðlenskum ísfisktogurum
annars vegar og togurum annars
staðar á landinu hins vegar. Vig-
fús telur að talsverð samstaða sé
um það meðal sjómannanna að
krefjast leiðréttinga og aðgerðir
Akureyringanna séu bara það
fyrsta.
„Við viljum engan hasar og við
erum heldur ekki að krefjast þess
að fá toppverð. Við erum hins
vegar að athuga það gaumgæfi-
lega nú með hvaða hætti við get-
um náð fram rétti okkar,“ segir
Vigfús. Hann segir að sjómenn
bíði þess nú með mikili eftirvænt-
ingu að verðlagsráð komi saman
og nýtt fiskverð liggi fyrir 1. des-
ember. „Við viljum varla trúa því
að fulltrúar sjómanna og útgerð-
armanna standi að því aftur að
ákveða fiskverð sem er helmingi
lægra en markaðsverð. Við ætl-
um hins vegar að láta reyna á það
áður en við gerum nokkuð í mál-
inu,“ segir Vigfús. ET
segir ástæðuna fyrst og fremst
vera stöðugt gengi íslensku
krónunnar og hagstæða þróun
erlendra gjaldmiðla.
Sala verksmiðjunnar janúur-
júní á innanlandsmarkaði var
svipuð og í fyrra, um 1300 tonn.
A erlendum markaði var hins-
vegar nokkur aukning miðað viö
síðasta ár og seldust núna 1000
tonn úr landi á þessum sex mán-
uöum. Niðurstöðutala þessara
mánaðanna sýndi 26 milljón
króna hagnað og ntiöað við sarna
áframhald verður þetta fyrsta
árið sem verksmiðjan skilar
hagnaði. Einar segir að þess beri
þó að gæta að hinar stóru sveitlur
sem eru í íslensku efnahagslífi
geri það að verkum að erfitt sé aö
horfa á stutt tímabil, jafnvel heilt
ár.
Um mánaðamótin maí-júní
var byrjað á þrískiptum vöktum í
verksmiðjunni og aö sögn Einars
hefur það gefið góða raun og
framleiðslan aukist. SBG
Að sögn sjómanna sem rætt
hefur verið við, eru norðlenskir
togarar að verða í algjörum sér-
flokki hvað varðar skiptaverð,
eftir að útgerðir og sjómenn á
Vestfjörðum náðu samkomulagi
sem tryggir sjómönnum hærri
hlut. Gífurlegrar óánægju gætir
vegna þessa máls meðal áhafna á
Ástand öryggismála í landbúnaði:
Læra menn ekki af reynslunni?
Starfsmenn Vinnueftirlits rík-
isins á Akureyri eru nýlega
byrjaðir í árlegu eftirliti með
landbúnaðartækjum í nokkr-
Silfurstjarnan hf. í Öxarfirði:
Samnmgar um sölu á eldisbleikju í höfii
- verðið er gott segir Björn Benediktsson í Sandfellshaga
Eins og sagt var frá í blaðinu í
gær var gengið frá samningum
um sölu á eldisbleikju frá Silf-
urstjörnunni í Öxarfírði til
Caviar Petrossian A.S. í
Frakklandi. „Áhugi Frakka á
bleikjunni byggist helst á því
að fólk er orðið meðvitað um
þá sjúkdóma sem hrjá laxaeldi
í nær flestum löndum og eins
er þeim kunnugt um hve vatn-
ið er gott sem við notum til
eldisins. Bleikjan er fískur
norðurhafanna og þeir sjá
hreinleikann í henni sem þeir
sjá ekki í laxinum,“ sagði
Björn Benediktsson hjá Silf-
urstjörnunni.
„Bleikjan hjá okkur er ekki
nema á öðru kílóinu, en Petrossi-
an setur harðar stærðarkröfur og
miðar við tvö kíló. Því er ákveðið
að hefja nú strax á haustdögum, í
september og október, markaðs-
kynningu í Frakklandi og í New
York meðan fiskurinn er að ná
stærð. Upplýsingar um vöxt
bleikjunnar verða sendar mánað-
arlega til Frakklands, en samn-
ingar eru um að þeir fá hana þeg-
ar hún hefur náð réttum þunga
og stærð og verðið er gott,“ sagði
Björn. ój
um hreppum í þeirra umdæmi,
þ.e. Norðurlandi eystra. Farið
er í fjóra hreppa að þessu sinni
og að sögn Helga Haraldsson-
ar, eftirlitsmanns, er ástand
vélbúnaðar á nokkrum bæjum
mjög slæmt og svipaða sögu er
að segja víða hérlendis.
Helgi sagði að vélbúnaður til
sveita þyrftu að vera undir árlegu
eftirliti, líkt og vélar í öðrum
fyrirtækjum, en mannfæð hjá
Vinnueftirlitinu kæmi í veg fyrir
svo stöðugt eftirlit. í sumar verða
þrír hreppar teknir fyrir í Þing-
eyjarsýslu, Hálshreppur, Bárð-
dælahreppur og Ljósavatns-
hreppur, og um þessar mundir
stendur yfir eftirlit í Saurbæjar-
hreppi í Eyjafirði.
Helgi sagði að ástandið væri
misjafnt hjá bændum, en víða allt
of slæmt varðandi öryggisbúnað
vélanna. Vinnueftirlitið hefur
aðallega með skoðun dráttarvéla
að gera og öryggisbúnaðar
þeirra, og síðan eftirlit með öll-
um driftengdum heyvinnsluvél-
um. Helgi sagði að algengast væri
að öryggis- og veltigrindur vant-
aði á dráttarvélarnar og hlífar
yfir drifsköftin. En notkun á
grindarlausum vélum er bönnuð.
„Þau alvarlegu slys sem hafa orð-
ið til sveita síðustu misseri virðast
ekki hafa næg áhrif á menn. Það
er eins og þurfi eitthvað annað og
meira til að bændur taki sig sam-
an í andlitinu og komi sínum vél-
um í lag,“ sagði Helgi.
Á síðasta ári var stefnt á að
skoða 700 býli á landinu og tókst
þá að skoða 572 þeirra. I ár er
ætlunin að skoða 1000 býli og
sagðist Helgi gera ráð fyrir að um
140 býli verði skoðuð á Norður-
landi eystra. -bjb